Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Síldarvinnslunnar kl. 15.30 í Egilsbúð í Neskaupstað. Í DAG HAGNAÐUR KB banka á fyrsta fjórðungi ársins nam 2.650 milljón- um króna, sem er 93% aukning frá sama tímabili í fyrra og tæplega 6% meiri hagnaður en greiningardeildir hinna bankanna höfðu spáð. Arðsemi eigin fjár var 24,4% en var 17,5% á sama ársfjórðungi í fyrra. Í tilkynningu frá KB banka segir að aðstæður á þeim mörkuðum sem bankinn starfi á hafi verið hagfelldar á fyrsta fjórðungi. Hlutabréfavísitöl- ur hafi hækkað og velta aukist um- talsvert. Af helstu hagvísum megi sjá að efnahagsbati sé hafinn og horfur séu góðar. Einnig segir að rekstur bankans í Svíþjóð gangi sífellt betur og rekst- urinn í Lúxemborg, Finnlandi, Dan- mörku og á Englandi gangi mjög vel. Áform séu uppi um að auka í nánustu framtíð við starfsemi bankans í fjór- um síðastnefndu löndunum. Ríflega 40% aukning tekna Hreinar rekstrartekjur jukust um 41% milli ára og námu 9.571 milljón króna. Hreinar vaxtatekjur jukust um 46% og námu 3.501 milljón króna. Vaxtamunur, þ.e. hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu heildar- fjármagns, var 2,4%, en vaxtamun- urinn fyrir allt árið í fyrra var 2%. Þóknanatekjur jukust um 60% milli ára, en gengishagnaður dróst saman um 8%. Rekstrargjöld jukust um 16% frá fyrsta fjórðungi í fyrra og hlutfall rekstrargjalda af hreinum rekstrar- tekjum, kostnaðarhlutfallið, lækkaði úr 65% í 53% milli ára. Lagðar voru 1.150 milljónir króna inn á afskriftareikning útlána, sem er 83% aukning frá sama tímabili í fyrra en heldur lægri fjárhæð en á þriðja og fjórða fjórðungi fyrra árs. Afskriftareikningur útlána sem hlut- fall af útlánum og veittum ábyrgðum hækkaði úr 2,4% um áramót í 2,5% í lok mars. Í tilkynningu bankans er haft eftir Sóloni R. Sigurðssyni for- stjóra, að afskriftir séu enn of miklar en ætla megi að þær fari minnkandi. Eignir aukast um 43 milljarða króna Eignir KB banka jukust um 43 milljarða króna, 8%, á fyrsta fjórð- ungi ársins og námu 601 milljarði króna í lok mars. Útlán jukust um 6% og innlán um 2%. Eiginfjárhlutfall KB banka, reikn- að á CAD-grunni, lækkaði úr 14,2% um áramót í 11,2% í lok mars. Bank- inn jók hlut sinn í Singer & Fried- lander um helming í tæp 20% á tíma- bilinu og í tilkynningunni segir að án þessarar fjárfestingar hefði eigin- fjárhlutfallið verið 13,9%. Hagnaður eykst um 93% Vaxtatekjur KB banka aukast um 46% SALA Össurar hefur aldrei verið meiri í einum ársfjórðungi en á fyrsta fjórðungi þessa árs. Hagn- aður félagsins eftir skatta nam um 3,3 milljónum bandaríkjadala, um 230 milljónum íslenskra króna. Þetta er yfir 130% aukning frá sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn um 1,4 milljónir dala. Hagnaður fyrir skatta nam um 4,3 milljónum dala á fyrsta fjórðungi þessa árs en um 1,8 milljónum í fyrra. Tekjur Össurar jukust um 41% milli ára og voru um 30,7 milljónir dala á fyrsta fjórðungi þessa árs, sem er um 2,1 milljarður íslenskra króna. Þegar tillit hefur verið tekið til gengisáhrifa voru tekjurnar 34% meiri á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Þetta er mesta sala samstæðu Össurar á ársfjórðungi frá upphafi og 11% aukning frá fjórða ársfjórðungi 2003. Kaup Össurar á Generation II fyrirtækjunum á síðasta ári vega mest í söluaukningunni en fyrir- tækið kom að fullu inn í samstæðu Össurar á fjórða ársfjórðungi 2003. Söluaukning milli ára að teknu til- liti til gengisáhrifa og fyrirtækja- kaupa var rúm 4% milli ára en kaupin á Generation II fyrirtækj- unum skiluðu ein og sér 50% sölu- aukningu samstæðunnar á milli ára. Hagnaður Össurar fyrir afskrift- ir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA, á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 5,7 milljónum dala sam- anborið við 2,6 milljónir dala á sama tímabili árið áður. Sem hlut- fall af veltu batnaði EBITDA milli ára úr 12% í 19%. Samþætting gekk vel Í tilkynningu Össurar segir að rekstur félagsins hafi gengið vel á fyrsta fjórðungi þessa árs. Sam- þætting Generation II fyrirtækj- anna að rekstri Össurar hafi gengið áfallalaust og endurskipulagning og strangt kostnaðaraðhald hafi skilað árangri. Vegna söluaukningar hafi verið talsverður þrýstingur á afköst framleiðslueininga fyrirtækisins og nýting á föstum framleiðsluþáttum hafi verið hagstæð. „Meiriháttar skipulagsbreytingar og hröð sam- þætting Generation II fyrirtækj- anna inn í rekstur Össurar skilar sér nú í rekstrarhagræðingu. Þess- um breytingum fylgdi óhjákvæmi- lega verulegur kostnaður undir lok síðasta árs,“ segir í tilkynningu fé- lagsins. Þá segir að horfur í sölu séu þokkalegar. Sala Össurar aldrei meiri ● SAMKEPPNISRÁÐ telur ekki ástæðu til aðgerða vegna ADSL- tilboða Og fjarskipta og Landssíma Íslands, en fyr- irtækið eMax hafði óskað eftir því að tilboðin yrðu tekin til skoðunar. eMax taldi að til- boðin, sem stóðu einstaklingum til boða, fælu í sér ólögmæta nið- urgreiðslu og sam- tvinnun á ADSL-þjónustu og módem- búnaði. Fyrirtækið krafðist þess að Og fjarskiptum og Símanum yrði gert að reikna út heildarfjárfestingu sem væri að baki hverjum viðskiptavini og raunverulegan kostnað við að tengja hann inn á kerfið. Jafnframt yrðu kannaðir samningar sem fyrirtækin gerðu við þá sem selja ADSL- þjónustu áfram og hvort þeim væri mismunað vegna eignarhalds eða samkeppnisstöðu. Erindið var sent í ágúst í fyrra og samkeppnisráð ákvað fyrr í þessari viku að aðhafast ekki. ADSL-tilboð ekki ólögmæt ● BANKARNIR Bank Austria Credit- anstalt, Citigroup og Þróunarbanki Evrópu eru að ganga frá fjár- mögnun vegna kaupa Viva Vent- ures á 65% hlut búlgarska ríkisins í símafyrirtækinu BTC, að því er segir í frétt Reu- ters. Björgólfur Thor Björgólfsson fjármagnar fjórðung verkefnisins í samstarfi við fleiri íslenska fjárfesta. Lokafrágangi einkavæðingarsamn- ingsins hefur verið frestað fram í júní. Nú er m.a. verið að endurfjármagna lán sem BTC hefur tekið með rík- isábyrgð og nema um 70 millj. evra, að sögn búlgarskra miðla. Markmiðið er að losa ríkið undan ábyrgðinni. Gengið frá fjár- mögnun á BTC UNDIRLIGGJANDI rekstur KB banka batnaði á fyrsta fjórðungi ársins frá því sem var í fyrra, sama við hvaða fjórðung þess árs er mið- að. Með þessu er átt við að sveiflu- kenndi hluti rekstrarins, aðallega gengishagnaður vegna verðbréfa- eignar, ræður ekki jafnmiklu um góða afkomu og áður. Þetta má meðal annars sjá með því að skoða kostnaðarhlutfall bankans án geng- ishagnaðar. Kostnaðarhlutfallið án gengishagnaðar var 66% á fyrsta fjórðungi þessa árs, en 80% til 92% í fyrra. Þetta gefur vísbendingu um aukinn stöðugleika í rekstri og að bankinn sé ekki jafnháður góðri af- komu af verðbréfaviðskiptum og áður. Þá hefur afkoman erlendis batnað sem einnig ætti að auka stöðugleika í rekstri. Afskriftir valda vonbrigðum Vonbrigðum veldur í uppgjörinu að framlag í afskriftareikning út- lána hélst hátt á fyrsta fjórðungi ársins, en það jókst mjög á seinni hluta síðasta árs frá því sem áður var og stjórnendur bankans hafa lagt áherslu á að þetta framlag þyrfti að lækka. Meirihluti framlags í afskrifta- reikning kom frá viðskipta- bankasviði, sem er vegna útlána til einstaklinga og smærri rekstr- araðila, en minnihluti var vegna út- lána fyrirtækjasviðs til meðalstórra og stærri fyrirtækja. Þá vekur at- hygli að afskriftaframlag fyr- irtækjasviðsins dregst saman um 33% frá síðasta fjórðungi fyrra árs, en á viðskiptabankasviðinu eykst framlagið um 63% milli fjórðunga og er mun hærra en í nokkrum fjórðungi fyrra árs. Afkomutilkynning KB banka var birt í gærmorgun og lækkaði gengi bréfanna um 2,6% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9%.  INNHERJI | KB banki Undirliggjandi rekstur batnar innherji@mbl.is AFKOMA Össurar hf. á fyrsta fjórðungi þessa árs er töluvert yfir meðalspá greiningardeilda bank- anna, sem gerði ráð fyrir að hagn- aður félagsins yrði 93 milljónir ís- lenskra króna. Niðurstaðan varð um 230 milljónir, eða rúmlega tvö- falt meiri hagnaður en meðalspáin gerði ráð fyrir. Sú greiningardeild sem spáði bestri afkomu félagsins gerði ráð fyrir að hagnaðurinn yrði 132 milljónir. Ljóst er af uppgjöri Össurar að félagið hefur ekki orðið fyrir óvæntum kostnaði vegna samþætt- ingar starfseminnar við Generation II fyrirtækin, sem keypt voru á síð- asta ári. Í fyrra settu óvenjulegir gjaldaliðir nokkuð mark sitt á af- komu félagsins, s.s. málarekstur og kostnaður við endurskipulagningu og starfslokasamninga. Þessu er ekki fyrir að fara nú. Þá er jákvætt að rannsóknar- og þróunarkostn- aður félagsins hefur lækkað, var 10% af sölu á síðasta ári en 8% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Kostnaðurinn hefur m.a. lækkað vegna hagræðingar og þess að stórum þróunarverkefnum er að ljúka eða er lokið. Uppgjör Össurar var birt fyrir hádegi í gær og voru fyrstu við- brögð markaðarins þau að gengi hlutabréfa í félaginu hækkuðu strax. Lokaverðið í Kauphöll Ís- lands í gær var 57,00, sem er 6,5% hækkun frá deginum áður, en gengi bréfanna hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í gær.  INNHERJI | Össur hf. Afkoma vel yfir væntingum innherji@mbl.is                     !  "#   $% & "#  '     !      ( (%  ( ( ( ( )  !  "#   $% & "# *+ "* JOHN Watkinsson, forstjóri breska leikfangafyrirtækisins Hamleys, og Derek Lovelock, forstjóri breska tískufyrirtækisins Oasis, voru á einu máli um það að samvinnan við Baug Group um uppkaup á fyr- irtækjum þeirra hefði verið ánægjuleg í alla staði. Þetta kom fram í máli þeirra á Baugsdeginum sem haldinn var í Háskólanum í Reykjavík í gær. Á síðasta ári tók Baugur þátt ásamt helstu stjórnendum Hamleys í að kaupa félagið og færa það í einkaeigu en félagið hafði verið skráð á markað í Bretlandi. Oasis aftur á móti hafði verið tekið af markaði árið 2001 þegar PPM Ventures tók þátt í yfirtöku stjórn- enda á félaginu. Baugur keypti síð- an félagið í fyrra í samstarfi við stjórnendur þess og KB banka. Watkinson sagði meðal annars að Baugsmenn væru einbeittir, hefðu yfir mikilli þekkingu að ráða og styddu vel við bakið á sínum sam- starfsmönnum. Þá sagði Watkinson að Baugur hefði sömu markmið og stjórnendur Hamleys og horft væri til framtíðar með rekstur félagsins. Oasis stefnir að yfirtöku Í pallborðsumræðum eftir erindi forstjóranna tveggja kom það fram í máli Lovelocks að Oasis stefndi að yfirtöku annarra fyrirtækja í sömu grein og vildi bæta við sig vöru- merkjum í framtíðinni, en félagið rekur í dag verslanir undir merkj- um Oasis og Coast. Félagið vildi þannig stækka og sækja fram á al- þjóða markaði. Þá sagði Lovelock spurður um það hvort félagið myndi hugsanlega fara aftur á hlutabréfamarkað í framtíðinni, að hann byggist við því að sú þróun sem verið hefur í Bretlandi um hríð, að verslunarfyrirtæki séu tek- in af markaði og færð í einkaeigu, myndi snúast við einn daginn og fyrirtæki myndu fara aftur á mark- að, en þó ekki, eins og í tilfelli Oas- is, fyrr en félagið er búið að stækka og styrkjast. Stjórar Oasis og Haml- eys ánægðir með Baug Forstjórar Kristján Kristjánsson ræddi við þá John Watkinson og Derek Lovelock í pallborðsumræðum á Baugsdeginum í Háskólanum í Reykjavík. ● SAMHERJI hefur gert samning við Marel um kaup á beinat- ínslukerfi og röntgentækni sem er stærsta breyting sem orðið hefur í vinnsluháttum á bolfiski í áraraðir að því er fram kom í máli Þor- steins Más Baldvinssonar, for- stjóra fyrirtækisins, á aðalfundi þess sem haldinn var í gær. Hann sagði að í raun væri um að ræða byltingarkennda nýjung sem hvergi hefði verið reynd áður. Ef vel tæk- ist til myndi breytingin auka vöru- gæði, bæta nýtingu hráefnis og hækka verð afurða. Röntgen- tæknin sem kostaði um 30 millj- ónir króna gerði að verkum að tryggt væri að viðskiptavinir fyr- irtækisins fengju beinlausan fisk. „Samherji hefur haft bolmagn og fjármuni til að leyfa sér að þróa og fjárfesta í nýjum tækjum og búnaði og þannig hjálpað íslenskum iðn- og hugbúnaðarfyrirtækjum við að gera framleiðslu sína að al- þjóðlegri markaðsvöru. Samning- urinn við Marel um kaup á beinat- ínslukerfinu er enn eitt dæmið um slíkt þróunarstarf Samherja sem ég held að verði ekki unnið hér á landi nema til séu öflug og stór sjávarútvegsfyrirtæki,“ sagði Þor- steinn. Samherji kaupir beina- tínslukerfi af Marel ÞETTA HELST … VIÐSKIPTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.