Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 16
Reuters BJÖRGUNAR- og lögreglumenn bjarga börnum úr skólabíl sem varð fyrir stórri gröfu þegar hún valt niður brekku í Bogotá, höfuðborg Kólumbíu, í fyrradag. Að minnsta kosti 23 létu lífið í slysinu, þar af nítján eða tuttugu börn, og 34 slösuðust. Grafan, sem var notuð til vega- gerðar, valt niður brekku og lenti á skólabílnum á breiðstræti í Bogotá. „Lögreglan sagði okkur að bif- hjól hefði einnig eyðileggst í slys- inu. Á því voru tveir menn sem biðu bana,“ sagði Ramon Rafael Vega, talsmaður borgaryfirvalda í heil- brigðismálum. Grafan voru notuð til að leggja nýja akrein fyrir strætisvagna og er þetta annað slysið í tengslum við framkvæmdirnar. Tveir menn biðu bana á þessum slóðum 2. apríl þeg- ar önnur grafa ók á göngubrú. Minnst 23 fórust er grafa lenti á skólabíl ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÁINN samstarfsmaður Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær, að hann ætlaði að leiða Verkamannaflokkinn í næstu kosn- ingum en mikill orðrómur er um, að Blair hyggist segja af sér, jafnvel strax í sumar. Eru frammámenn í flokknum sagðir hafa ákveðið að slá skjaldborg um Blair vegna áhyggna af vaxandi einangrun hans, ekki að- eins innan flokksins, heldur einnig innan ríkisstjórnarinnar. John Reid, heilbrigðisráðherra Bretlands, sagði í gær, að Blair hefði alls ekki á prjónunum að segja af sér, þvert á móti sæktist hann eftir því að leiða Verkamannaflokkinn í næstu kosningum og gegna embætti for- sætisráðherra þriðja kjörtímabilið. Óbreyttir þingmenn flokksins og þar á meðal öruggir stuðningsmenn Blairs segja hins vegar, að fyrst verði hann að endurheimta þá virðingu, sem borin var fyrir honum sem leið- toga. „Hann virðist vera einangraður og innan flokksins er mikil óvissa um framtíð hans. Þótt það sé ótrúlegt, þá eru allir að tala um, að hann muni segja af sér á þessu ári,“ sagði einn þingmanna Verkamannaflokksins en vaxandi einangrun Blairs stafar af Íraksstríðinu og fylgispekt hans við stefnu Bandaríkjamanna þar og í Mið-Austurlöndum. Þá hafa sinna- skipti hans í Evrópumálunum ekki mælst vel fyrir en hann er sakaður um hafa tekið fljótfærnislega ákvörð- un um þjóðaratkvæði um evrópsku stjórnarskrána fyrir þrýsting frá Jack Straw utanríkisráðherra og Gordon Brown fjármálaráðherra. Vilja ekki taka þátt í hernaði Bandaríkjamanna Það er ekki síst Íraksstríðið, sem ætlar að verða Blair þungt í skauti, en breska blaðið The Guardian sagði í gær, að sú ákvörðun hans að senda ekki fleiri hermenn til Íraks væri til komin af því, að yfirmenn breska hersins hefðu eindregið lagst gegn því. Þeir geta að vísu ekki tjáð sig op- inberlega en breskir fjölmiðlar segja, að þeir séu mjög óánægðir með fram- göngu bandaríska hersins í Írak og vilji ekki dragast inn í blóðugar hern- aðaraðgerðir eins og þær, sem Bandaríkjamenn hafa verið með í Fallujah. Blair reitti hins vegar marga þingmenn síns eigin flokks til reiði er hann lýsti yfir stuðningi við aðfarir Bandaríkjamanna í borginni. Bresku herforingjarnir hafa einnig gert það ljóst, að ekki komi til mála, að breskt herlið verði sett undir yf- irstjórn Bandaríkjamanna og þeir vilja fá fullkomnar upplýsingar um lagalega stöðu breska herliðsins í Írak eftir væntanlega valdaskipti 30. júní. Greenstock neitar aðild að bréfi Mjög harðort bréf 52 fyrrverandi sendiherra og fulltrúa bresku krún- unnar erlendis er einnig mikið áfall fyrir Blair en í því gagnrýna þeir for- sætisráðherrann harðlega fyrir stefn- una í Írak og Mið-Austurlöndum og fyrir gagnrýnislausa undirgefni við George W. Bush Bandaríkjaforseta. Dagblaðið The Times sagði í gær, að Sir Jeremy Greenstock, fulltrúi Blairs og bresku ríkisstjórnarinnar í Bagdad, hefði lagt sitt af mörkum til bréfs sendiherranna og hafði það eft- ir Oliver Miles, fyrrverandi sendi- herra Bretlands í Líbýu, sem átti mikinn þátt í bréfinu, að Greenstock hefði þó ekki af skiljanlegum ástæð- um treyst sér til að skrifa undir það. Greenstock, sem lætur af störfum og fer á eftirlaun nú um helgina, sagði hins vegar í gær, að hann hefði ekki viljað skrifa undir bréfið þar sem hann hefði ekki verið sáttur við ým- islegt í því um Írak. Þá hefðu loka- drögin ekki verið borin undir hann. Vaxandi óánægja með Tony Blair vegna Íraks og Mið-Austurlanda Er farinn að einangrast innan stjórnarflokksins Breskir herforingjar sagðir óánægðir með framgöngu Bandaríkjamanna Reuters Tony Blair á breska þinginu er hann staðfesti, að efnt yrði til þjóðarat- kvæðagreiðslu um evrópsku stjórnarskrána, líklega að loknum kosningum á næsta ári. Hafa sinnaskipti hans í málinu mælst illa fyrir í flokki hans, Verkamannaflokknum, en sagt er, að hann hafi látið undan þrýstingi frá Jack Straw utanríkisráðherra, sem er hér Blair til hægri handar, og Gord- on Brown fjármálaráðherra, sem er hér Blair á vinstri hönd. Vilja banna niðurgreiðslur í sjávarútvegi Wellington. AFP. NÝSJÁLENDINGAR hafa lagt til við Heimsviðskiptastofnunina, WHO, að sett verði bann við niðurgreiðslum í sjávarútvegi alls staðar í heiminum, en þær nema nú samtals um 20 millj- örðum dollara á hverju ári. Jim Sutt- on, ráðherra samninga í atvinnulíf- inu, sagði kreppu ríkjandi í sjávarútvegi í heiminum, og vandann mætti að nokkru leyti rekja til nið- urgreiðslna. Evrópusambandið gagnrýndi til- lögu Nýsjálendinga tafarlaust á vett- vangi WHO og sagði hana „rudda- lega og yfirgengilega“, að sögn heimildarmanns fréttastofunnar AFP. Sagði hann Japani, Suður-Kór- eumenn og Taívana einnig hafa mót- mælt hugmyndinni. Sagði fulltrúi Japana að tillaga Nýsjálendinga „gengi út í öfgar“ og gæti leitt til þess að „góðar niðurgreiðslur“ er miðuðu að verndun tiltekinna fiskistofna legðust af. Argentína, Ástralía, Chile, Ísland, Noregur, Pakistan, Perú, Filippseyj- ar og Taíland lýstu yfir stuðningi við tillögu Nýsjálendinga, en fjölmörg Asíuríki lögðu ennfremur til að sér- stakt tillit yrði tekið til þróunarlanda. Fjölmiðlar í Noregi Miðað við fjölda eintaka og notenda SAMKVÆMT hugmyndum þeim sem stjórnvöld í Noregi hafa kynnt um breytingar á lögum um eignar- hald á fjölmiðlum er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild verði ákvörðuð með tilliti til eintakafjölda þegar dag- blöð eiga í hlut. Hvað sjónvarp og út- varp varðar verður fjöldi áhorfenda/ hlustenda mældur. Þetta kom í gær fram í samtali Morgunblaðsins við Gudbrand Gut- hus, sem starfar hjá Eierskaps- tilsynet, eftirlitsstofnun með eignar- haldi á fjölmiðlum í Noregi. Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær leggur norska ríkisstjórnin til að settar verði reglur um leyfilega hámarkshlutdeild á markaði á sviði dagblaðaútgáfu og útvarps- og sjón- varpsreksturs. Í ráði er að hækka þetta þak í 40% á landsvísu á hverju sviði fjölmiðlunar fyrir sig. Í samtali Morgunblaðsins við Gud- brand Guthus í gær kom fram að ákvæði þetta væri ekki hugsað til að hefta vöxt tiltekins dagblaðs eða fjöl- miðils. Ákvæðið um leyfilega há- markshlutdeild tengdist eignarhaldi. Næði tiltekið dagblað t.d. þessu marki, þ.e. 40% markaðshlutdeild, væri tillagan sú að það fyrirtæki mætti ekki eignast hlut í öðrum dag- blöðum. Viðkomandi dagblað mætti hins vegar auka hlutdeild sína um- fram 40% reyndist markaðurinn svo jákvæður gagnvart því en sá vöxtur myndi þá hafa hamlandi áhrif hvað eignarhald í öðrum blöðum varðaði. Hið sama myndi gilda um útvarp og sjónvarp. Fylgst yrði með markaðshlutdeild- inni með upplagseftirliti hvað dag- blöð varðaði en fjöldi notenda yrði mældur þegar sjónvarp og útvarp ættu í hlut. Gert er ráð fyrir að nái tiltekið fyr- irtæki 40% markaðshlutdeild á einu sviði fjölmiðlunar megi hlutdeild þess á öðrum sviðum ekki vera meiri en 20% á landsvísu. Þetta þýðir, að sögn Guthus, að nái tiltekið dagblað t.d. 40% stöðu megi hlutdeild þess í út- varpsrekstri ekki fara yfir 20%. Fari markaðshlutdeild í útvarpsrekstri yf- ir 20% megi viðkomandi fyrirtæki ekki eignast hlut í öðrum fyrirtækj- um á því sviði. Grundvallarhugsunin í tillögum stjórnvalda sé sú að tengja saman eignarhald og markaðsstöðu. ♦♦♦ GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Dick Chen- ey varaforseti svöruðu í gær saman spurningum um hvernig þeir hefðu beitt sér gegn hryðju- verkastarfsemi áður en hryðjuverkin 11. september 2001 voru unnin í Bandaríkjunum, og hvað þeir hefðu verið að gera daginn sem árásirnar voru gerðar. Nefnd sem rannsakar orsakir þess, að al-Qaeda- samtök Osama bin Ladens gátu gert árásirnar, átti fund með Bush og Cheney á bak við luktar dyr á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Eftir fundinn kvaðst Bush hafa svarað öllum spurningunum sem bornar voru fram. Fyrir fundinn vakti athygli að forsetinn neitaði að sverja að segja sannleikann og vildi ekki svara spurningum nefndarmanna einn síns liðs. Þá krafðist hann þess að fundurinn með nefndinni yrði lokaður og ekkert yrði formlega skráð af því sem fram færi. Þess í stað skyldi einn nefndarmanna og aðstoð- armenn lagasérfræðings forsetans „skrá ítarlega fundargerð“, að sögn talsmanns forsetans. Sagði hann þetta gert til að tryggja að engar leynilegar upplýsingar lækju út. The New York Times sagði í leiðara í gær, að þessar kröfur Bush væru „ýmist mjög vafasamar eða alveg fáránlegar“, og að þetta væri „furðuleg- asta“ yfirheyrslan af öllum þeim sem nefndin hefði haldið. „Í ljósi þess hve umhugað Hvíta húsinu er að sýna Bush sem sterkan leiðtoga er merkilegt að þessi mikilvægi fundur skuli skipulagður með þeim hætti, að hann verði örugglega mikið fóður fyrir sjónvarpsgrínista, sem hafa sérstaka ánægju af því að sýna forsetann sem hlýðna strengjabrúðu vara- forsetans,“ sagði blaðið ennfremur. Bush og Dick Cheney svara spurningum um hryðjuverkin 11. september Bush vildi ekki sitja einn fyrir svörum Washington. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.