Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 37 ✝ Guðmann Heið-mar var fæddur í Reykjavík 18. ágúst 1928. Hann ólst upp hjá fósturmóður sinni Arnfríði Stef- ánsdóttir frá Sandá í Svarfaðardal á Vest- urgötu 50 í Reykja- vík. Hann lést á heim- ili sínu Öldugötu 7a í Reykjavík hinn 25. apríl síðastliðinn. Guðmann starfaði lengst af við verslun- arstörf en starfaði m.a. fyrr á árum sem leigubifreiðarstjóri og var einn af stofnendum Bæjarleiða. Guðmann var mjög hagur og skar út fallegu muni úr tré og málaði í olíu. Guðmann átti son með Birnu Þór- lindsdóttur, Gunnar Þór Guðmannsson, framkvæmdastjóra, hans kona er Sigrún A. Jónsdóttir. Börn þeirra eru, Katrín Ösp Gunnarsdóttir og Björn Þór Gunn- arsson. Útför Guðmanns verður gerð frá Ár- bæjarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Guðmann Heiðmar var vesturbæ- ingur fyrst og fremst. Hann var lífs- kúnstner, náttúrubarn og einstakur maður um margt. Hann var lista- maður, skar út fallega muni, málaði og fegraði umhverfi sitt með ein- stakri lífssýn og vilja til að gera rétt. Um tveggja ára aldur tók Arnfríð- ur Stefánsdóttir hann í fóstur og ól hann upp sem sinn son. Þau mæðg- inin bjuggu saman í Götuhúsi (öðru nafni Miðkot) sem kallað var og er einn af elstu steinbæjum í Reykja- vík. Þetta hlaðna steinhús stendur á horni Vesturgötu og Bakkastígs. Hús þetta mun hafa verið reist 1894. Guðmann bjó í þessu húsi nánast alla sína ævi en flutti sig um set í vesturbænum og bjó á Öldugötunni síðustu æviár sín. Arnfríður móðir Guðmanns mun hafa látist í kringum 1973 og hafði þá búið sér og syni sínum heimili um áratuga skeið. Ég minnist þess að hafa komið inn á heimili þeirra sem barn í mörg skipti og var það forvitnilegt. Í heim- sóknum mínum á heimilið var ég í hlutverki sendisveinsins úr nýlendu- búðinni í hverfinu sem Arnfríður verslaði við. Verslun þessa rak frændi minn sem látinn er fyrir mörgum árum og bar nafn hans, Hjörtur Hjartarson og var staðsett á Bræðraborgarstíg 1. Arnfríður var dugleg kona og hafði þann starfa að hún rak eldhús á heimili sínu fyrir kostgangara í há- deginu og á kvöldin. Í minningunni voru viðskiptavinir hennar gjarnan einstæðingar og kynlegir kvistir sem nutu matseldar hennar og heim- ilis. Ég sat færis að koma með vör- urnar til hennar í hádeginu til þess að hitta á kostgangara hennar og upplifa hlátrasköll, sögur og glað- værð sem einkenndi þennan hóp þar sem menn voru ekki metnir af ver- aldlegum hlutum heldur þeirri auð- legð sem bjó í hverjum manni og þeim kostum sem guð hafði skapað þeim. Ég hygg að Guðmann hafi fengið gott lífsnesti frá uppeldismóður sinni og lært að meta það sem skipt- ir máli í lífinu. Hann safnaði sjálfur ekki í hlöðu á ævi sinni. Hans auð- legð bjó í þeim góðu gildum sem hann bjó sér sjálfur. Guðmann var andans maður. Hann hafði á árum áður farið utan til að kynna sér speki og fræði gúrú nokkurs og komist að því að að sjálf- ur vitringurinn fór ekki eftir þeim kennisetningum sem hann predikaði lærisveinum sínum, fyrir Guðmann var þetta mikið áfall og markaði hann nokkuð. Guðmann var hreinlyndur, hóg- vær og heiðarlegur maður. Hann var dulur þeim sem ekki þekktu hann. Þá gat Guðmann verið oft mjög bein- skeyttur þegar hann var búinn að taka ákvörðun og honum varð þá ekki haggað. Guðmann sá ljósið og lífið í öðrum litum en þeir sem eru ofur venjuleg- ir og sjá allt í svörtu og hvítu. Æv- intýrinu vildi hann gjarna deila með þeim sem honum þótti vænt um. Gimsteinar hans voru barnabörn- in, sem sárt sakna afa síns, þau Kata og Bjössi. Elsku Gunni, Sigrún, Kata og Bjössi, við vottum ykkur sem og öðr- um ástinvinum samúð á sorgar- stund, minnug þess að að skilnaðar- stundin sé jafnframt dagur samfunda í himnasal. Minning um góðan mann lifir. Sveinn Guðmundsson og fjölskylda. GUÐMANN HEIÐMAR að fá heimabakað brauð og ís í heimabökuðu kramarhúsi sem við fengum bara hjá þér, kæra frænka. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (M. Joch.) Elsku Elsa, Óskar og fjölskyldur. Við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðný og fjölskylda. Elsku æskuvinkona mín, Guð- björg Waage, var kölluð heim til Drottins að morgni 16. apríl. Ég var aðeins 16 ára þegar ég fór suður til að vera á ársþingi Hjálpræðishers- ins. Ég fékk að búa hjá Agnethe og Jóni Jónssyni sem seinna urðu tengdaforeldrar mínir. Þar mætti ég Guggu, hún bjó hjá þeim. Ég man hve mér fannst hún falleg stúlka og svo fann ég fljótt að hún átti innri djásn. Hún hafði tekið á móti Jesú og vildi hafa hann sem leiðtoga sinn. Gugga var vígð í her- inn þann 16. sept. 1934. Hún var heilsteypt kona, var trú köllun sinni og starfi allt til enda. Það eru margar og bjartar og skemmtilegar endurminningar sem koma í huga minn þegar ég minnist hennar. Við störfuðum báðar við gistihús hersins, hún við kokka- mennsku og ég í borðstofunum. Það var yndislegur tími og oft glatt á hjalla. Vinnudagurinn var oft lang- ur í þá daga, en þá vorum við ungar. Gugga var með í barnastarfinu, var sunnudagaskólakennari og líka með í skátastarfinu. Á fimmtudög- um var oftast frí hjá henni, og við reyndum að eiga frí sama dag. Þá var farið í bæinn, á rúntinn eins og það var kallað. Þá fórum við á Hressó að fá okkur heitt súkkulaði eða kaffi, og oft var spjallað mikið saman þar. Svo komum við oft við í Noramagasín, þar var margt að sjá og kaupa. Svo voru margar sam- komur í viku hverri, margt ungt fólk með í starfinu. Það var farið út á Lækjartorg klukkan fjögur alla sunnudaga þegar veður leyfði. Oft var farið í skrúðgöngu með lúðra- sveit í broddi fylkingar. Gugga bar oft fánann, hún var alltaf dugleg að mæta á samkomurnar og ætíð fús að vitna um frelsara sinn. Hún var vel máli farin og þegar norskir foringjar komu í heimsókn var hún oftast fengin til að túlka vegna þess að hún var talin besti túlkurinn. Vinaböndin sem bundu okkur saman urðu sterkari með ár- unum. Eftir að við Óskar urðum foringjar vorum við mikið í Noregi og Danmörku. Við Gugga höfðum þá oft samband og Óskar sagði oft að hún væri eins og systir mín. Gugga giftist Karli Ögmundssyni (sem er látinn fyrir nokkrum ár- um). Þau bjuggu í Hafnarfirði og í Njarðvík, og þá var oft erfitt fyrir Guggu að komast á samkomur. Þau eignuðust tvö börn, Elísabetu sem er kennari og Óskar sem er slökkvi- liðsmaður. Barnabörnin eru sex. Þetta eru allt yndisleg börn sem hafa verið henni mjög góð. Eftir að heilsan fór að bila leið ekki svo dag- ur að börnin eða tengdadóttirin litu ekki til hennar. Þau reyndust henni vel í ást og kærleika. Elsku Gugga átti stundum erfiða daga og hún hafði oft miklar þraut- ir. Hún var mjög dugleg og treysti frelsara sínum. Þegar hún lá á sjúkrahúsinu sagði hún: „Ég get ekki skilið að fólk geti lifað án Jesú, það er svo gott að geta talað við hann og vita það að hann vakir yfir mér.“ Já, ég þakka Guggu fyrir allt og finn til saknaðar, en ég samgleðst henni því nú er hún komin heim, hefur fullnað skeiðið og varðveitt trúna og svo munum við mætast á ný og lofa lambið Guðs. Ég bið Guð að blessa börnin, tengdabörn, barnabörn og aðra ættingja og vini sem sakna hennar. Fyrir blóð lambsins blíða búin er nú að stríða og sælan sigur vann. Blessuð sé minning þín. Þín vinkona Ingibjörg Jónsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför GUÐRÚNAR S. STEINGRÍMSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- heimilisins Skjóls við Kleppsveg. Gunnhildur Magnúsdóttir, Árni Ásgeirsson, Gísli Jón Magnússon, Helga Bernhard, barnabörn og langömmubarn. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR frá Flatey á Skjálfanda, áður Kópavogsbraut 1B, Kópavogi, sem lést á Hrafnistu Reykjavík föstudaginn 23. apríl, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Fyrir hönd ættingja, Guðrún Sigurbjörg Kristjánsdóttir, María Kristjánsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför frænda míns og vinar, BIRGIS BALDURSSONAR, Hrafnistu, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Richard Hannesson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður okkar, ANDRÉSAR SVERRISSONAR frá Hvammi, Fannborg 8, Kópavogi. Þórunn Erna Þórðardóttir, Þórhildur Andrésdóttir, Sigurlaug Andrésdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN MAGNÚSSON, Þórðarsveig 3, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 28. apríl. Ingibjörg Björnsdóttir, Ragnheiður B. Björnsdóttir, Ingólfur Ingólfsson, Snorri Björnsson, Sigríður Jakobsdóttir, Björn Björnsson, Ingibjörg Andrésdóttir og barnabörn. Faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐMANN HEIÐMAR, sem lést sunnudaginn 25. apríl, verður jarð- sunginn frá Árbæjarkirkju í dag, föstudaginn 30. apríl, kl. 13.00. Gunnar Þór Guðmannsson, Sigrún A. Jónsdóttir, Katrín Ösp Gunnarsdóttir, Björn Þór Gunnarsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR (Dúdda), Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti miðvikudag- inn 28. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jóhannes Vilbergsson, Guðrún Andrésdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Vilberg Vilbergsson, Anna Kristín Kristinsdóttir, Sigurður Vilbergsson, Lilja Benediktsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, ALFREÐ EYFJÖRÐ STEINÞÓRSSON, Spítalavegi 21, Akureyri, er lést á dvalarheimilinu Hlíð aðfaranótt föstu- dagsins 23. apríl sl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, föstudaginn 30. apríl, kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Helga Alfreðsdóttir, Helgi Ármann Alfreðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.