Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 19
STJÓRN Landverndar fagnar frum- varpi um stækkun þjóðgarðsins á Þing- völlum og telur mikilvægt að samstarf og samráð verði í hávegum haft við stjórnun hans. Stjórn Landverndar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og áformum um að treysta verndun Þing- vallavatns, segir í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir einnig að áformuð stækkun þjóðgarðarins sé mikilvægt skref í þá átt að mörk hans miðist við heildstæð vist- kerfi og landslagsheildir, eins og lögð er áhersla á í viðmiðunarreglum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN). „Stjórn Landverndar telur mikilvægt að við stjórnun þjóðgarðsins verði leitað samstarfs og samráðs við viðkomandi aðila. Þetta er í samræmi við áherslur IUCN og hefur komið mjög vel fram í allri umfjöllun um áformaðan Vatnajök- ulsþjóðgarð. Í frumvarpinu segir að Þingvallanefnd fari með hlutverk stjórn- ar og hana skipi þrír alþingsmenn kjörn- ir af Alþingi. Huga þarf betur að þessu ákvæði. Stjórn Landverndar telur að líta beri til viðkomandi sveitarfélags, Þjóð- kirkjunnar, Umhverfisstofnunar, Sam- taka ferðaþjónustunnar og umhverfis- verndarsamtaka í þessum tilgangi,“ segir í fréttatilkynningu frá Landvernd. Stækkun þjóðgarðs á Þingvöllum fagnað Morgunblaðið/Golli Segðu það með augunum! w w w .h ei m sæ kt u la nc om e. co m HVAÐ VILTU AÐ MASKARINN GERI FYRIR AUGNHÁRIN ÞÍN? LANCÔME uppfyllir allar óskir varðandi augnhár - og bætir jafnvel um betur! Hvort sem óskin er lengri, þéttari, meira uppbrett, náttúruleg…… og svo til að kóróna árangurinn: CILS BOOSTER sem notast undir maskarann og MARGFALDAR árangur hans. TILBOÐ Á NÆSTA ÚTSÖLUSTAÐ LANCÔME Maskaraöskjur: Með hverjum maskara fylgir Bi- Facil augnhreinsivökvi og mini Cils Booster XL. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Frumvarpi fagnað | Á fundi hrepps- nefndar Borgarfjarðarsveitar þann 15. apríl sl. var fjallað um frumvarp til breytinga á lögum um búnaðarfræðslu. Í kjölfar umræðu um málið, sem var mjög jákvæð, var eftirfarandi bókun sam- þykkt: Sveitarstjórn Borgarfjarð- arsveitar fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á lögum um búnaðarfræðslu nr 57/1999, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er enn frekar varðaður sá vegur að treysta Hvanneyri í sessi sem miðstöð fræða og rannsókna í íslenskum landbúnaði. Sveit- arstjórn heitir því að vinna hér eftir sem hingað til með Landbúnaðarháskólanum og landbúnaðarráðuneytinu við uppbygg- ingu staðarins þannig að hann geti með sóma tekið við þeirri starfsemi sem hon- um er ætlað. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Allir verði jafnir | „Félag hópferðaleyf- ishafa skorar á fjármálaráðherra að jafna stöðu hópferðaleyfishafa gagnvart sérleyf- ishöfum og almenningssamgöngum í þéttbýli með því að láta endur- greiðsluákvæði um 70% af olíugjaldi ganga jafnt yfir alla fólksflutninga,“ segir í ályktun frá félag- inu. „Félagið fagnar nýju frumvarpi í meg- indráttum og telur að hér sé stigið stórt skref til að afmá löngu úrelt fyr- irkomulag og að sama skapi bendir margt til að tilkoma olíugjalds muni hafa jákvæð um- hverfisáhrif. Fólksflutningar á Íslandi hafa átt undir högg að sækja. Einkabíllinn og bílaleigubílar hafa sótt mikið í sig veðrið á kostnað ofan- greindra aðila. Ástæðan er ekki síst auknar álögur á fólksflutningageirann af ýmsum toga sem hafa orðið til þess að einkabíllinn verður sífellt álitlegri kostur. Öllum er hins vegar ljós sú hagkvæmni sem felst í hópferð- um og góðum almenningssamgöngum og gildir þar einu hvort tekið er tillit til um- hverfismála, öryggismála eða nýtingar sam- göngumannvirkja,“ segir einnig. Grímsey | Mikil gleði ríkti í fé- lagsheimilinu Múla um tíma fyr- ir skemmstu, danstímar oft á dag og hjá ýmsum aldurs- hópum. Ingunn Margrét Hall- grímsdóttir heitir danskenn- arinn sem kom til okkar og er hún Dalvíkingur. Ingunn Mar- grét hefur kennt dans á Dalvík síðustu þrjú árin og verið í fastri stöðu sem danskennari við þrjá skóla hjá Dalvíkurbyggð, skól- anum í Hrísey, í Ólafsfirði og í leikskóla á Akureyri. Ingunn Margrét sagði að það hefði eig- inlega verið fyrir slysni að hún fór inn á dansbrautina. Þannig var mál með vexti að hún tók sér frí frá skóla og um líkt leyti komu tveir danskennarar til Dalvíkur, þær Hulda Halls- dóttir og Ásrún Kristjánsdóttir. Ingunn Margrét fékk að fylgj- ast með í tímum hjá þeim og eft- ir það varð ekki aftur snúið. Þessi bjarti danskennari segir að þetta sé 15. veturinn sem hún kenni. Ingunn Margrét segir áhuga vera fyrir dansi en spurn- ingin snúist um það að drífa sig af stað í fyrsta tímann. Að fá danskennslu inn í skólana telur Ingunn Margrét gott mál og mikla forvörn . Börnin læra strax í 1. bekk að umgangast hvert annað og snerting verði ekki stór mál heldur eðlilegur hlutur sem á eftir að koma þeim til góða seinna meir í lífinu. Þetta er fyrsta heimsókn Ing- unnar Margrétar til Grímseyjar en örugglega ekki sú síðasta. Stefnir hún á að koma aftur í haust og vera þá bæði með framhalds- og byrjunarhópa. „Mér finnst frábært þegar lítil samfélög drífa sig og fá ein- hverja menningu til sín,“ sagði danskennarinn brosandi og „það er sannarlega mikil drift í Grímseyingum“. Morgunblaðið/Helga Mattína Dansinn dunar: Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir danskennari með yngsta hópnum í Grímsey. Danskennari í Grímsey Skólastarf Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Um nokkurra áraskeið hafa fjöl-margir að- komubátar verið gerðir út frá Suðureyri yfir sumarmánuðina og svo verður einnig í ár, að sögn Bæjarins besta á Ísafirði. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ís- landssögu ehf. á Suður- eyri, segist vonast til þess að fyrstu smábát- arnir komi til Suður- eyrar á fyrstu dögum maímánaðar. Óðinn segist vonast til þess að fjöldi að- komubátanna verði svipaður og í fyrra eða ríflega 40 bátar þegar flest var. Hann segir aflabrögð hafa verið góð að undanförnu og því sé hann bjartsýnn á sumarið. Þrátt fyrir að mannlíf á Suðureyri sé allajafna líflegt verður það að sjálfsögðu ennþá líf- legra með komu allra þessara aðkomubáta. Vorboðar Eskifjörður | Ungmenni í unglingadeildinni Sæ- rúnu á Eskifirði gengu um helgina milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar, til fjársöfnunar fyrir nýj- um búnaði handa björg- unarsveitinni. Unga fólkið gekk í heilan sólarhring, frá kl. 13 á laugardag og fram á sunnudag, en um 15 km eru á milli bæjanna. Þrír til fjórir gengu í einu og hver hópur í tvær klukkustundir í senn. Gangan gekk mjög vel, enda vel skipulögð. Veð- ur var hins vegar ekki upp á sitt besta, en krakkarnir létu það ekki á sig fá. Ljósmynd/KJB Fjársöfnun á gönguför Hreiðar Karlssonhefur gaman afþví að fylgjast með störfum Alþingis þessa dagana. Hann segir frjálslynda sjálfstæðismenn flytja vinstrihandar frumvarp um fjölmiðla en Samfylk- ingin andmæli kröft- uglega fyrir hönd litla mannsins í Baugi og spyr: Er þetta fólk alveg orðið áttavillt? Ég segi bara eins og Reykás, „…ma ma ma maður bara skilur þetta ekki“.“ Stundum er eins og stefnu- festu vanti, stundum er hlykkjótt marka- lína dregin. Þorgerður orðin yst á vinstri kanti, Össur er farinn að spila hægra megin. Á Raufarhafnarvefnum eru varnaðarorð, sem mega teljast orð í tíma töluð: Ýmsan vanda varast mátt, verst er þó að trúa þeim, sem eins og opin gátt öllu á netið spúa. Ragnar Reykás pebl@mbl.is   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.