Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 19
STJÓRN Landverndar fagnar frum- varpi um stækkun þjóðgarðsins á Þing- völlum og telur mikilvægt að samstarf og samráð verði í hávegum haft við stjórnun hans. Stjórn Landverndar fagnar framkomnu frumvarpi til laga um stækkun þjóðgarðsins á Þingvöllum og áformum um að treysta verndun Þing- vallavatns, segir í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir einnig að áformuð stækkun þjóðgarðarins sé mikilvægt skref í þá átt að mörk hans miðist við heildstæð vist- kerfi og landslagsheildir, eins og lögð er áhersla á í viðmiðunarreglum Alþjóða náttúruverndarsamtakanna (IUCN). „Stjórn Landverndar telur mikilvægt að við stjórnun þjóðgarðsins verði leitað samstarfs og samráðs við viðkomandi aðila. Þetta er í samræmi við áherslur IUCN og hefur komið mjög vel fram í allri umfjöllun um áformaðan Vatnajök- ulsþjóðgarð. Í frumvarpinu segir að Þingvallanefnd fari með hlutverk stjórn- ar og hana skipi þrír alþingsmenn kjörn- ir af Alþingi. Huga þarf betur að þessu ákvæði. Stjórn Landverndar telur að líta beri til viðkomandi sveitarfélags, Þjóð- kirkjunnar, Umhverfisstofnunar, Sam- taka ferðaþjónustunnar og umhverfis- verndarsamtaka í þessum tilgangi,“ segir í fréttatilkynningu frá Landvernd. Stækkun þjóðgarðs á Þingvöllum fagnað Morgunblaðið/Golli Segðu það með augunum! w w w .h ei m sæ kt u la nc om e. co m HVAÐ VILTU AÐ MASKARINN GERI FYRIR AUGNHÁRIN ÞÍN? LANCÔME uppfyllir allar óskir varðandi augnhár - og bætir jafnvel um betur! Hvort sem óskin er lengri, þéttari, meira uppbrett, náttúruleg…… og svo til að kóróna árangurinn: CILS BOOSTER sem notast undir maskarann og MARGFALDAR árangur hans. TILBOÐ Á NÆSTA ÚTSÖLUSTAÐ LANCÔME Maskaraöskjur: Með hverjum maskara fylgir Bi- Facil augnhreinsivökvi og mini Cils Booster XL. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Frumvarpi fagnað | Á fundi hrepps- nefndar Borgarfjarðarsveitar þann 15. apríl sl. var fjallað um frumvarp til breytinga á lögum um búnaðarfræðslu. Í kjölfar umræðu um málið, sem var mjög jákvæð, var eftirfarandi bókun sam- þykkt: Sveitarstjórn Borgarfjarð- arsveitar fagnar framkomnu frumvarpi um breytingar á lögum um búnaðarfræðslu nr 57/1999, með síðari breytingum. Með frumvarpinu er enn frekar varðaður sá vegur að treysta Hvanneyri í sessi sem miðstöð fræða og rannsókna í íslenskum landbúnaði. Sveit- arstjórn heitir því að vinna hér eftir sem hingað til með Landbúnaðarháskólanum og landbúnaðarráðuneytinu við uppbygg- ingu staðarins þannig að hann geti með sóma tekið við þeirri starfsemi sem hon- um er ætlað. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Allir verði jafnir | „Félag hópferðaleyf- ishafa skorar á fjármálaráðherra að jafna stöðu hópferðaleyfishafa gagnvart sérleyf- ishöfum og almenningssamgöngum í þéttbýli með því að láta endur- greiðsluákvæði um 70% af olíugjaldi ganga jafnt yfir alla fólksflutninga,“ segir í ályktun frá félag- inu. „Félagið fagnar nýju frumvarpi í meg- indráttum og telur að hér sé stigið stórt skref til að afmá löngu úrelt fyr- irkomulag og að sama skapi bendir margt til að tilkoma olíugjalds muni hafa jákvæð um- hverfisáhrif. Fólksflutningar á Íslandi hafa átt undir högg að sækja. Einkabíllinn og bílaleigubílar hafa sótt mikið í sig veðrið á kostnað ofan- greindra aðila. Ástæðan er ekki síst auknar álögur á fólksflutningageirann af ýmsum toga sem hafa orðið til þess að einkabíllinn verður sífellt álitlegri kostur. Öllum er hins vegar ljós sú hagkvæmni sem felst í hópferð- um og góðum almenningssamgöngum og gildir þar einu hvort tekið er tillit til um- hverfismála, öryggismála eða nýtingar sam- göngumannvirkja,“ segir einnig. Grímsey | Mikil gleði ríkti í fé- lagsheimilinu Múla um tíma fyr- ir skemmstu, danstímar oft á dag og hjá ýmsum aldurs- hópum. Ingunn Margrét Hall- grímsdóttir heitir danskenn- arinn sem kom til okkar og er hún Dalvíkingur. Ingunn Mar- grét hefur kennt dans á Dalvík síðustu þrjú árin og verið í fastri stöðu sem danskennari við þrjá skóla hjá Dalvíkurbyggð, skól- anum í Hrísey, í Ólafsfirði og í leikskóla á Akureyri. Ingunn Margrét sagði að það hefði eig- inlega verið fyrir slysni að hún fór inn á dansbrautina. Þannig var mál með vexti að hún tók sér frí frá skóla og um líkt leyti komu tveir danskennarar til Dalvíkur, þær Hulda Halls- dóttir og Ásrún Kristjánsdóttir. Ingunn Margrét fékk að fylgj- ast með í tímum hjá þeim og eft- ir það varð ekki aftur snúið. Þessi bjarti danskennari segir að þetta sé 15. veturinn sem hún kenni. Ingunn Margrét segir áhuga vera fyrir dansi en spurn- ingin snúist um það að drífa sig af stað í fyrsta tímann. Að fá danskennslu inn í skólana telur Ingunn Margrét gott mál og mikla forvörn . Börnin læra strax í 1. bekk að umgangast hvert annað og snerting verði ekki stór mál heldur eðlilegur hlutur sem á eftir að koma þeim til góða seinna meir í lífinu. Þetta er fyrsta heimsókn Ing- unnar Margrétar til Grímseyjar en örugglega ekki sú síðasta. Stefnir hún á að koma aftur í haust og vera þá bæði með framhalds- og byrjunarhópa. „Mér finnst frábært þegar lítil samfélög drífa sig og fá ein- hverja menningu til sín,“ sagði danskennarinn brosandi og „það er sannarlega mikil drift í Grímseyingum“. Morgunblaðið/Helga Mattína Dansinn dunar: Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir danskennari með yngsta hópnum í Grímsey. Danskennari í Grímsey Skólastarf Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Um nokkurra áraskeið hafa fjöl-margir að- komubátar verið gerðir út frá Suðureyri yfir sumarmánuðina og svo verður einnig í ár, að sögn Bæjarins besta á Ísafirði. Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri Ís- landssögu ehf. á Suður- eyri, segist vonast til þess að fyrstu smábát- arnir komi til Suður- eyrar á fyrstu dögum maímánaðar. Óðinn segist vonast til þess að fjöldi að- komubátanna verði svipaður og í fyrra eða ríflega 40 bátar þegar flest var. Hann segir aflabrögð hafa verið góð að undanförnu og því sé hann bjartsýnn á sumarið. Þrátt fyrir að mannlíf á Suðureyri sé allajafna líflegt verður það að sjálfsögðu ennþá líf- legra með komu allra þessara aðkomubáta. Vorboðar Eskifjörður | Ungmenni í unglingadeildinni Sæ- rúnu á Eskifirði gengu um helgina milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar, til fjársöfnunar fyrir nýj- um búnaði handa björg- unarsveitinni. Unga fólkið gekk í heilan sólarhring, frá kl. 13 á laugardag og fram á sunnudag, en um 15 km eru á milli bæjanna. Þrír til fjórir gengu í einu og hver hópur í tvær klukkustundir í senn. Gangan gekk mjög vel, enda vel skipulögð. Veð- ur var hins vegar ekki upp á sitt besta, en krakkarnir létu það ekki á sig fá. Ljósmynd/KJB Fjársöfnun á gönguför Hreiðar Karlssonhefur gaman afþví að fylgjast með störfum Alþingis þessa dagana. Hann segir frjálslynda sjálfstæðismenn flytja vinstrihandar frumvarp um fjölmiðla en Samfylk- ingin andmæli kröft- uglega fyrir hönd litla mannsins í Baugi og spyr: Er þetta fólk alveg orðið áttavillt? Ég segi bara eins og Reykás, „…ma ma ma maður bara skilur þetta ekki“.“ Stundum er eins og stefnu- festu vanti, stundum er hlykkjótt marka- lína dregin. Þorgerður orðin yst á vinstri kanti, Össur er farinn að spila hægra megin. Á Raufarhafnarvefnum eru varnaðarorð, sem mega teljast orð í tíma töluð: Ýmsan vanda varast mátt, verst er þó að trúa þeim, sem eins og opin gátt öllu á netið spúa. Ragnar Reykás pebl@mbl.is   

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.