Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÍBÚUM Seltjarnarness voru í gær- kvöld kynntar hugmyndir að deili- skipulagi á síðustu byggingarlóð- unum í bænum, en þar eru uppi hugmyndir um að reisa íbúðar- húsnæði fyrir 450 til 500 íbúa. Skipulagið nær til tveggja svæða, Hrólfskálamels og Suðurstrandar. Myndin sýnir hornið á Nesvegi og Suðurströnd, þar sem verslun Bón- uss stendur í dag, séð frá suðaustri, en myndina unnu Hornsteinar arki- tektar ehf., Schmidt, Hammer & Lassen og VSÓ ráðgjöf. Hugmyndir hönnuðanna eru að hafa blandaða byggð auk knattspyrnuvallar á Hrólfskálamel, en eingöngu íbúða- byggð á Suðurströnd. Kynna skipulag á Seltjarnarnesi  Kynna/20 SAMIÐN og Samtök atvinnulífsins undirrit- uðu nýjan kjarasamning á níunda tímanum í gærkvöld. „Ég er þokkalega sáttur. Við þurf- um að taka mið af samningum sem hafa verið gerðir og þeir rammað okkur svolítið mikið inn,“ sagði Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, í gærkvöld. Samninganefnd Samiðnar lagði áherslu á að minnka bilið á milli launataxta og raunveru- legra launa. Finnbjörn segist hafa orðið var við misnotkun þannig að erlendum starfsmönnum er borgað samkvæmt töxtum þótt fáir innlend- ir félagsmenn séu á þeim launum í raun. Taxt- arnir séu bara notaðir sem lágmarkstaxtar. Hæsti taxtinn í 163.000 krónur Við undirskrift samnings hækka laun fé- lagsmanna Samiðnar um 3,25%. Finnbjörn nefnir sem dæmi að hæsti taxtinn hækki úr 134 þúsundum í 163 þúsund krónur. Það þýði þó ekki að allir hækki svo mikið þar sem taxtarnir færist nær raunlaunum. Samningurinn er nú kynntur félagsmönnum sem síðan samþykkja hann eða hafna. Það verður að gerast innan 28 daga frá undirritun. Innan Samiðnar eru byggingarmenn, málm- iðnaðarmenn, bíliðnamenn, netagerðarmenn, garðyrkjumenn og hárgreiðslufólk. Þessi samningur snertir fimm þúsund manns. Finnbjörn á von á því að þessir samningar verði samþykktir af félagsmönnum. „Það var samhljómur innan allra félaganna hjá okkur að færa taxtana upp og okkur tókst það allveru- lega. Ég á von á því að menn séu sáttir við það.“ Samiðn og SA semja Taxtarnir færðir nær raunlaunum HAGNAÐUR Landsbankans fimmfaldaðist og hagnaður KB banka nær tvöfaldaðist frá fyrsta fjórðungi í fyrra til sama tímabils í ár. Hagnaður Landsbankans nam 4,1 milljarði króna og hagnaður KB banka 2,65 milljörðum króna, sem er í báðum tilvikum í ágætu samræmi við spár. Sé hagnaður bankanna lagður saman ríflega þrefaldaðist hann milli ára. Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir að stærsta skýringin á góðum hagn- aði Landsbankans sé mikill geng- ishagnaður en vaxtatekjur og þóknanatekjur hafi einnig aukist mikið. Sigurjón segir aukinn geng- ishagnað endurspegla mikla hækk- un hlutabréfa og lækkun vaxta á fyrsta fjórðungi ársins. Þá hafi hvers kyns þóknanatekjur af verðbréfastarfsemi aukist, en þóknanatekjur af viðskiptum við einstaklinga hafi nánast staðið í stað. Vaxtatekjur af lánastarfsemi hafi einnig aukist mikið. Þetta hvort tveggja endurspegli mikla aukningu umsvifa, en bankinn hafi stækkað um 82% á tólf mánuðum. Landsbanki og KB banki þrefölduðu hagnað  Hagnaður/12  Fimmfaldur/14 SLÖKKVILIÐSMENN æfðu í gær viðbrögð við eiturefnaslysi á námskeiði fyrir slökkviliðs- menn í Hafnarfirði. Sett var á svið slys þar sem tunna með klór átti að hafa dottið af vörubíls- palli og farið að leka og gasský að myndast af völdum klórsins. Æfingin gekk út á það að æfa viðbrögðin allt frá því að slökkviliðið fékk til- uðborgarsvæðisins (SHS). Brunamálaskólinn hefur staðið fyrir námskeiðinu Atvinnuslökkvi- liðsmaður fyrir slökkviliðsmenn sem hófu störf á árunum 2000 til 2002, og setti SHS á svið þrenns konar slys í gær, umferðarslys, bruna og eiturefnaslys, sem þátttakendur á nám- skeiðinu glímdu við. kynningu þar til búið var að hreinsa vettvang- inn. Bílstjóri vörubílsins reyndist meðvitund- arlaus á jörðinni þegar að var komið og þurftu slökkviliðsmennirnir að skola eiturefnin af honum og reyna svo að stöðva lekann og hreinsa upp, segir Birgir Finnsson, fram- kvæmdastjóri útkallsdeildar Slökkviliðs höf- Morgunblaðið/Júlíus Æfðu viðbrögð við eiturefnaslysi SKOTVEIÐIFÉLAG Íslands (SKOTVÍS) hefur sótt um styrk í veiðikortasjóð til þess að fá er- lenda sérfræðinga til að yfirfara rjúpnarannsóknir Náttúrufræði- stofnunar og rannsóknaráætlanir og vonast eftir svari umhverf- isráðuneytisins fyrir 1. maí. Þá telur félagið veiðikortasjóð vera að hruni kominn vegna rjúpna- veiðibannsins. Veiðibann ekki góð aðferð Sigmar B. Hauksson, formaður félagsins, segir rjúpnaveiðibann mjög umdeilt, bæði af hálfu ann- gefið um 100 milljónir. En við lít- um ekki síður á að veiðikorta- sjóður sé geysilega mikilvægur gagnagrunnur. Við höfum ekki betri gagnagrunn um veiðidýr en veiðikortasjóðinn. Núna þegar menn í fyrsta lagi senda ekki upplýsingar í hann og svo í öðru lagi þegar brögð eru að því að menn sendi inn rangar upplýs- ingar þá er sjóðurinn bæði óvirk- ur sem gagnagrunnur og lamaður fjárhagslega. Þannig að þegar upp er staðið verður tjónið af rjúpnaveiðibanninu meira en ávinningurinn.“ Sigmar segir veiðikortasjóð, sem fjármagnaður er með veiði- kortafé frá veiðimönnum, vera að hruni kominn. „Það er 25% sam- dráttur í fjárstreymi í sjóðinn. Frá árinu 1995 hefur sjóðurinn arra náttúrufræðinga, s.s vísinda- manna á Hafrannsóknastofnun og svo annarra fuglafræðinga á borð við dr. Arnór Þór Sigfússon og prófessor Arnþór Garðarsson. „Við höfum rætt þetta við er- lenda fuglafræðinga. Þeir virðast vera sammála um að þetta sé ekki góð aðgerð. Eftir því sem liðið hefur á veturinn hafa menn orðið meira gagnrýnir á þessar niðurstöður og rannsóknir. Við viljum því fá erlenda fuglafræð- inga, sem eru með reynslu á þessu sviði, til að yfirfara þessar rannsóknir.“ Erlendir sérfræðingar fari yfir rjúpnarannsóknirnar VINNA er að hefjast við akademíska úttekt á Háskóla Íslands og mun það vera í fyrsta skipti sem slík úttekt, sem tíðkast víða við skóla erlendis, er framkvæmd hér á landi. Þá vinnur Ríkisendurskoðun að fjármála- og stjórnsýsluúttekt á HÍ. Þessi þríþætta úttekt er gerð að frumkvæði menntamálaráðherra, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, og er niðurstaðna að vænta fyrir októberlok. Inga Dóra Sigfúsdóttir félagsfræðingur hefur yfirumsjón með akademísku úttektinni í samstarfi við Allyson Macdonald, forstöðu- mann Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Íslands, og Irwin Feller, bandarískan sér- fræðing í mati á háskólastarfi. Að sögn Ingu Dóru mun úttektin snúa að því að skoða rann- sóknarstörf skólans og framlag hans í þágu íslenskra vísinda sem og vísindaiðkunar á er- lendum vettvangi með samanburði við skóla erlendis og innanlands. Þá verða skoðuð tengsl skólans við ýmsa aðila í íslensku sam- félagi og framlag hans í því tilliti. Þríþætt úttekt á Háskóla Íslands ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.