Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 49
KJARTAN Antonsson,
varnarmaður úr Fylki,
gekk í gær til liðs við 1.
deildarlið Breiðabliks í
knattspyrnu. Kjartan var
samningsbundinn Árbæj-
arliðinu til ársloka 2005
en félögin komust að
samkomulagi um fé-
lagaskiptin.
Kjartan, sem er 27 ára, er þar
með kominn á heimaslóðir því hann
lék með Breiðabliki til ársins 1998,
þegar hann gekk til liðs við ÍBV.
Hann lék 23 leiki með Blikum í
efstu deild, og síðan 61 leik með
Eyjamönnum, frá 1998 til 2002. Í
fyrra fór hann yfir í raðir Fylk-
ismanna og spilaði þá með þeim 11
leiki í úrvalsdeildinni. Kjartan á að
baki einn A-landsleik,
gegn Úrúgvæ á al-
þjóðlegu móti á Indlandi
fyrir þremur árum, og
hann spilaði 33 leiki með
yngri landsliðum Íslands.
„Það er mikill styrkur
að fá Kjartan í okkar rað-
ir og skemmtilegt fyrir
mig að endurheimta
hann til Breiðabliks eftir að hafa
fengið hann héðan til Eyja á sínum
tíma,“ sagði Bjarni Jóhannsson,
þjálfari Breiðabliks, við Morg-
unblaðið í gær.
Blikar ætluðu að fá til liðs við sig
tvo tékkneska leikmenn, sem voru
hjá félaginu á dögunum, en Bjarni
sagði að með tilkomu Kjartans væri
það mál líklega úr sögunni.
„ÞETTA munaði ekki miklu.
Við gáfum örlítið eftir þegar
forystan var orðin góð og þeir
nýttu sér það. Það þurfti í raun
ekki mikið til að þeir kæmust
af alvöru inn í leikinn á ný. Sem
betur fer tókst okkur að bæta í
á ný,“ sagði Júlíus Jónasson,
þjálfari ÍR, eftir sigurinn. ÍR
lék flata vörn að þessu sinni, en
framliggjandi í fyrri leiknum.
„Vegna álags ákváðum við að
leika flata vörn, enda erum við
vanari því.“
Ég er ánægður með vörnina,
sérstaklega í fyrri hálfleik – og
markvarslan var fín. Sóknin
var líka allt í lagi, þetta styður
svo hvað annað, ef vörnin
gengur vel fá menn aukið
sjálfstraust og það skilar sér í
sóknina líka,“ sagði Júlíus og
ítrekaði að hann ætlaði að ná
einu sæti lengra í ár en í fyrra
en þá varð ÍR í öðru sæti.
Valur var með undirtökin fyrstastundarfjórðunginn. Pálmar
Pétursson byrjaði vel í marki Hlíð-
arendapilta, varði
fimm skot á fyrstu
fimm mínútunum og
fylgdi þar með eftir
grimmdarvörn, 3/2/1,
sem virkaði vel gegn ÍR-liðinu framan
af. Nema gegn Einari Hólmgeirssyni
sem hélt ÍR á floti með þrumufleyg-
um. En þegar Ingimundur Ingimund-
arson hrökk í gang á vinstri væng ÍR-
sóknarinnar tók leikurinn að snúast
við. Þessi kraftmikli og baráttuglaði
leikmaður, sem fór fyrir sínum mönn-
um í vörninni allan tímann, tók heldur
betur af skarið. Hann skoraði fjögur
mörk á skömmum tíma, ÍR náði for-
ystunni og lét hana aldrei af hendi eft-
ir það. Staðan í hálfleik var 13:11.
Jafnræði hélst þó fyrstu 8 mínútur
síðari hálfleiks en þá tóku ÍR-ingar
frábæra rispu. Þeir skoruðu sjö mörk
gegn einu, Ólafur lokaði markinu og
fyrirliðinn Bjarni Fritzson, sem hafði
haft hægt um sig, skoraði þrjú mörk á
rúmri mínútu. Staðan orðin 24:17, en
samt var sigurinn ekki í höfn. Vals-
menn gáfust ekki upp, bættu enn í
varnarleik sinn og sókn ÍR nánast
hrundi síðustu 10 mínúturnar. En
nær öll skot Breiðhyltinga sem á ann-
að borð hittu á rammann skiluðu
mörkum á meðan Ólafur gaf enn í hin-
um megin. Valsmenn minnkuðu mun-
inn í 27:25 þegar enn voru 3 mínútur
eftir en nær komust þeir ekki. Í stöð-
unni 28:25 varði Ólafur tvisvar frá
þeim úr dauðafærum og þar með voru
úrslitin endanlega ráðin.
ÍR-ingar skiptu aftur yfir í 6/0
vörnina sína eftir að 3/2/1 virkaði ekki
sem skyldi að Hlíðarenda – og hún
gafst vel gegn lágvöxnu liði Vals. Það
sem gerði gæfumuninn fyrir ÍR-inga,
auk markvörslunnar, var að þeir Ein-
ar, Ingimundur og Bjarni lyftu leik
sínum hver á sínum kafla leiksins,
þegar á þurfti að halda. Aðrir skiluðu
sínu, en það sem helst háir ÍR-ingum,
og setur spurningarmerki við fram-
haldið hjá þeim, er skortur á breidd.
Hún er mun minni en í fyrra og getur
komið liðinu í koll í lokabaráttunni.
Það er hins vegar næg breidd í
Valsliðinu – samt er merkilegt að það
skuli komið eins langt og raun ber
vitni, miðað við þau áföll sem á því
hafa dunið. Markús Máni Mich-
aelsson kom inn á undir lok fyrri hálf-
leiks en á greinilega nokkuð í land
ennþá og kom ekki frekar við sögu.
Roland Eradze hefur setið utan vallar
í allan vetur og reynsluleysið háir
Pálmari í markinu sem ásamt afleys-
ingamanni sínum varði ekki skot í
tæpan hálftíma. Bjarki Sigurðsson
hefur verið óheppinn með meiðsli og
hann meiddist í hné þegar hann
minnkaði muninn í 27:25. Hvað liðs-
stjórn Vals var að hugsa þegar hún
hleypti honum aftur inn á, höltum, í
töpuðum leik, átta ég mig hins vegar
ekki á.
En Valsmenn hafa spilað vel úr sín-
um hópi þó það skilaði ekki sigri í
þessum leik. Varnarleikurinn var
ágætur en sóknin ekki. Þar ríkti með-
almennskan, enginn reis upp úr
henni, nema kannski Hjalti Pálmason
af og til. Það er hins vegar ekki hægt
að afskrifa Val. ÍR er betra lið, þegar
einstaklingarnir eru bornir saman, en
það ræður ekki alltaf úrslitum.
Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, lét mikið að sér kveða í síðari hálfleiknum gegn Val í gær í Austurbergi
og skoraði 5 mörk, öll í síðari hálfleik. Liðin mætast í oddaleik um sæti í úrslitum á sunnudag.
Ólafur dró tenn-
urnar úr Val
ÞAÐ er óhætt að segja að jafnræði ríki með ÍR og Val. Bæði lið fóru
með 8 stig með sér í úrvalsdeildina, þau luku þar keppni í öðru og
þriðja sæti með 25 og 24 stig, og hafa nú unnið hvort annað í und-
anúrslitum Íslandsmótsins með sömu markatölu, 29:25. ÍR jafnaði
metin í miklum baráttuleik á heimavelli sínum í Austurbergi í gær-
kvöld og þar með mætast þau í oddaleik að Hlíðarenda á sunnudag-
inn. Markvarsla Ólafs Gíslasonar hjá ÍR réð úrslitum, hann varði 23
skot, þar af 15 í síðari hálfleik, og það var hann sem gerði útslagið
þegar Valsmenn gerðu sig líklega til að jafna á lokakafla leiksins.
Víðir
Sigurðsson
skrifar
$%&'()
*%+ ()
$,$+--./$+-
(
0$
0)1
1 710 2
3
4
5
4
3
1 710 2
$/+
%
%
$
$'
6
67
64
# .
.
//&
%%
%#
$
$&
4
45
46
Kjartan Antonsson kom-
inn til Breiðabliks á ný
ÍR ætlar
sæti ofar
ÁKVEÐIÐ hefur verið hvaða tveir
erlendir kylfingar koma á Canon
PRO/AM mót Nýherja í sumar. Það
verða Trevor Immelman, 25 ára Suð-
ur-Afríkumaður og Tony Johnstone
frá Zimbawe, gamall refur í faginu
sem gerðist atvinnumaður 1979 og er
nú í 176. sæti í Evrópu en var í sjö-
unda þegar best lét árið 1992. Mótið
verður að venju haldð á Hvaleyrar-
holtsvelli hjá Keili og að þessu sinni
mánudaginn 26. júlí.
IMMELMAN hefur verið á fínni
siglingu síðustu misserin og vann til
dæmis það afrek í fyrra að sigra á
einu móti í evrópsku mótaröðinni.
Hann er nú í 19. sæti á styrkleikalista
Evrópu og hafði tæplega 100 millj-
ónir íslenskra króna í verðlaunafé á
síðasta ári.
SNORRI Sturluson, fyrrum
íþróttafréttamaður á Stöð 2 og Sýn,
hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Körfuknattleikssambands Ís-
lands í stað Péturs Hrafns Sigurðs-
sonar sem lætur af störfum á
næstunni. Snorri hefur störf í dag og
sækir ársþing KKÍ sem haldið verður
á Selfossi um helgina.
HRAFNHILDUR Eysteinsdóttir,
kylfingur úr GR, fór holu í höggi á
sjöundu braut El Rompido golfvall-
arsins á Spáni, en þar var hún í golf-
ferð með Úrvali-Útsýn. Hrafnhildur
náði draumahögginu 19. apríl og var
fyrst til að fara holu í höggi á þessum
velli, sem opnaði í október.
SAM Allardyce, stjóri Bolton, seg-
ist vonsvikinn yfir því að ekki hafi
enn tekist að fá niðurstöðu varðandi
Rivaldo, hvort hann kemur til félags-
ins eður ei. Rivaldo hélt til Brasilíu í
vikunni án þess að ganga frá málinu.
„Þetta þýðir væntanlega að það er
enn von að við krækjum í hann,“
sagði Allardyce og bætti við að málið
yrði að skýrast á allra næstu dögum.
JACQUES Santini, landsliðþjálfari
Frakka, sagði í gær að hann væri til í
að slá metið í að synda yfir Erma-
sund ef hann fengi eins góð laun og
Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálf-
ari Englendinga. „Ef mér yrði boðið
starf hans og laun hefði ég ekki tíma
til að bíða eftir lestinni til Bretlands,
heldur myndi ég synd strax yfir
sundið,“ sagði sá franski.
SANTINI neitaði því hins vegar að
hann væri á leið til Tottenham eftir
EM í sumar. „Ég hef oft sagt að mig
langi til að þjálfa í öðru landi og Eng-
land fellur þar undir. En ég hef aldrei
sagt að ég sé að taka við einhverju
liði þar,“ sagði Santini.
IVAN Klasnic, sóknarmaður
Werder Bremen, toppliðsins í Þýska-
landi, verður væntanlega ekki með í
leik liðsins við HSV í þýsku deildinni
um helgina. Klasnic meiddist á ökla í
leik Króatíu og Makedóníu í fyrra-
kvöld en þar gerði Klasnic eina mark
leiksins sem Króatía vann 1:0.
FÓLK
ÍÞRÓTTIR