Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 23
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 23 TERRANO Einn stóran Nýi Terrano jeppinn er einn sá sprækasti sem Nissan fjölskyldan hefur alið af sér. Terrano er ekki aðeins rúmgóður og kröftugur heldur skipta smáatriðin líka máli: Hágæða hljómflutningstæki með tengdri þjófavörn, þrjú 12 volta rafmagnsúrtök og ný vörn gegn útfjólubláum geislum sólarinnar. Nissan Terrano – stórkostlegur bíll fyrir stórhuga fólk. Komdu við hjá Ingvari Helgasyni og kynntu þér málið nánar. takk Sævarhöfða 2 · 525 8000 · ih@ih.is Verð frá 3.380.000 kr. F í t o n / S Í A F I 0 0 9 3 4 6 Þórshöfn | Aðalfundur Sparisjóðs Þórshafnar og ná- grennis var haldinn sumardaginn fyrsta og var venju fremur hátíðlegur þar sem 60 ár eru liðin frá stofnun hans sem var hinn 17. septemer 1944. Gestafyrirlesari á á fundinum var Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Rekstrarafkoma Sparisjóðsins var góð líkt og fyrri ár og var hagnaður síðasta árs 15 milljónir króna. Eigið fé í árslok 2003 nam 252,4 millj.kr. samkvæmt efnahags- reikningi og er eiginfjárhlutfallið 28,9% en lögum sam- kvæmt má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. Eignir sjóðs- ins í árslok 2003 voru samtals 1.126 milljónir kr. Aðalstjórn Sparisjóðsins var endurkjörin á fundinum og er stjórnarformaður Kristín Kristjánsdóttir og spari- sjóðsstjóri Guðni Örn Hauksson. Sparisjóðurinn hefur í gegnum tíðina stutt ýmis mál- efni í heimabyggðinni og á síðastliðnu ári runnu tæpar 6 millj. króna til slíkra málefna en það er hátt hlutfall mið- að við stærð sjóðsins. Á þessum afmælisfundi var Heil- brigðisstofnun Þingeyinga afhent gjafabréf til kaupa á fullkomnu tölvutengdu ómskoðunartæki til notkunar á heilsugæslustöðvunum í N-Þingeyjarsýslu og er það til fjölbreyttra nota, s.s. við mæðravernd og margt fleira. Guðrún Hildur Bjarnadóttir ljósmóðir tók við gjafa- bréfinu fyrir hönd Heilbrigðisstofnunarinnar og þakkaði höfðinglega gjöf því vel búnar heilsugæslustöðvar eru hverju byggðarlagi stoð. Morgunblaðið/Líney Kristín Kristjánsdóttir stjórnarformaður afhendir Guðrúnu Hildi Bjarnadóttur, ljósmóður í N-Þingeyjar- sýslu, gjafabréf fyrir ómskoðunartæki. Hátíðlegur aðalfundur Hrunamannahreppur | Fimleikasýn- ing hjá fimleikadeild Ungmenna- félags Hrunamanna var haldin á sumardaginn fyrsta en það er þriðja árið í röð sem slík sýning er haldin. Alls voru það 62 börn sem sýndu hæfni sína og mörg hver með góðum árangri. Hafa börn á aldrinum 5 til 12 ára stundað fimleikaæfingar einu sinni til tvisvar í viku nú síðustu þrjá vetur. Leiðbeinendur hafa verið Bente Hansen og Sigríður Bogadótt- ir. Krakkarnir í eldri hópnum hafa farið á nokkur byrjendamót í fim- leikum. Fjöldi foreldra og fleiri fylgdust með börnunum. Formaður fimleikadeildarinnar er Halldóra Hjörleifsdóttir á Fossi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Fimleikasýning á Flúðum LANDIÐ Egilsstaðir | Handverkssýningu eldri borgara á Fljótsdalshéraði lauk á mánudag, en hún var haldin á Egilsstöðum og stóð í þrjá daga. Á sýningunni mátti sjá sýn- ishorn af vinnu handa- vinnuhópa í félagsstarfi eldri borgara á Héraði og er það af- rakstur tveggja ára tímabils. Helga Jóna Þorkelsdóttir og Sigríður Ingimarsdóttir kenna handavinnuhópunum. Að sögn Helgu Jónu eru bæði karlar og konur í hópunum, sem eru tveir og segir hún meðalaldurinn há- an. Fjölbreytni einkenni handa- vinnuna og sumir séu að læra handtökin í fyrsta sinn. Vandvirkni og eljusemi Á sýningunni, sem var heil- mikil veisla fyrir augað og bar eljusemi og vandvirkni fagurt vitni, mátti m.a. sjá harðangurs- og klaustursaum, þræðidúka, satínbandapúða, skuggasaum, brugðnar gjarðir, hekl og prjón af marvíslegum toga. Munirnir voru ekki til sölu, en gestum bauðst kaffi og dáind- isgott bakkelsi. Aðsókn var þokkaleg, að sögn Helgu Jónu og meðal gesta má telja Össur Skarphéðinsson, for- mann Samfylkingarinnar, sem brá sér af flokksfundi til að líta á sýninguna. Handverkssýning heldri borgara Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Það var margt sem gladdi augað á handverkssýningu eldri borgara á Héraði: Helga Jóna handavinnukennari sýnir gestum fallega muni. Dásamlegt fyrir augað Geitagerði | Um síðustu helgi var opnuð á nýjan leik kynningarsýning í Végarði í Fljótsdal, á vegum Landsvirkjunar. Sýning- in hefur undanfarna mánuði verið í Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna á Egilsstöðum og var flutt um set frá Végarði þegar miklar framkvæmdir og endurbætur hófust við hús- ið. Sýningin fjallar um framkvæmdirnar við Kárahnjúkavirkjun og verður opin almenn- ingi fram á haustið. Er hún nokkurskonar framhald á sýningu frá s.l. sumri, sem þótti takast mjög vel og var sótt af um fimmþús- und manns. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun, Hrönn Hjálmarsdóttir, kynnti sýninguna og bauð gesti velkomna, en hún verður sýningarstjóri í sumar. Þá flutti stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson ávarp, bauð gesti vel- komna og kynnti fyrir þeim stöðu mála varð- andi virkjunarframkvæmdirnar. Samkór Norður-Héraðs söng við opnunina nokkur lög undir stjórn Suncönu Slamnig. Sveitarstjóri Norður-Héraðs, Jónas Þór Jóhannsson, færði Fljótsdalshreppi að gjöf mynd af Snæfelli, sem verður sett upp í Vé- garði. Þá afhenti hann Landsvirkjun mynd af Herðubreið. Oddviti Fljótsdalshrepps, Gunnþórunn Ingólfsdóttir, og Jóhannes Geir þökkuðu gjafirnar. Hátíðargestur var iðnað- arráðherra, Valgerður Sverrisdóttir og var fjölmenni við opnunina. Til stendur að vígja Végarð formlega í sumar. Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Málverk af konungi íslenskra fjalla fær inni í Végarði: Jónas Þór Jóhannsson af- hendir Gunnþórunni Ingadóttur málverk af Snæfelli. Viðtökuna votta Kári Ólason og Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Virkjunarsýn- ing opnuð að nýju í Végarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.