Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.04.2004, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 45 Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. SÉRBÝLI Í 103 RVÍK. HEIÐARGERÐI OG NÁGRENNI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli í nágrenni við Hvassaleitisskóla. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 34,0 millj. Afhendingartími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. NÝLEGA barst St. Jósefsspítala í Hafnarfirði gjöf frá Kvenfélagi Bessastaðahrepps. Um er að ræða tæki til að nota við aðgerðir við kvensjúkdómum. Tækni þessi er ný og felur í sér að hægt er að greina og lækna sjúkdóma í legholi á ein- faldari og öruggari hátt en áður hefur tíðkast, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni eru: Gunnar Her- bertsson, Ragnhildur Jóhanns- dóttir, Benedikt Sveinssson, Sigrún Sigurðardottir, María Sveinsdóttir og Hjördís Árnadóttir. St. Jósefs- spítali fær gjöf Nafn féll niður Í formála minningargreina um Að- alheiði Sigríði Skaptadóttur á blað- síðu 37 í Morgunblaðinu á miðviku- dag, 28. apríl, féll niður í upptalningu á börnum hennar nafn elsta barns- ins, Skapta Þorgrímssonar, sem fæddur er 25. september 1945. Hann er ókvæntur og barnlaus. Hlutaðeig- endur eru beðnir innilega afsökunar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Bjóða bílaþvott á bílastæði Þróttheima. Klúbbur í Þrótt- heimum sem samanstendur af 20 krökkum sem eru að safna sér pen- ingum til að fara í ferð hafa ákveð- ið að setja upp bílaþvottastöð í dag, föstudaginn 30. apríl, á bílastæði Þróttheima. Bílaþvottastöðin verður opnuð kl. 19.30 og lokað 22.00. Hver þvottur kostar 500 kr. Opið hús hjá Goethe-Zentrum Frá og með 1. maí nk. bætast 10 ný lönd við Evrópubandalagið. Goethe-Zentrum mun af því tilefni sýna á föstudaginn, 30. apríl frá kl. 20.00–22.30 að ísl. tíma beina útsendingu í ARD frá hátíða- höldunum vegna þessarar EB- austurútvíkkunar og fregnir um nýju inngöngulöndin. Útsendingin verður sýnd á breið- tjaldinu. Í DAG Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58, á morgun, laugardaginn 1. maí, kl. 14–18. Allur ágóði rennur til kristniboðsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu og fagnar hundrað ára af- mæli sínu í haust. Opið hús í MÍR. Opið hús verður í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, 1. maí, á baráttu- og há- tíðisdegi verkalýðsins, kl. 14 hefst kaffisala sem stendur til kl. 17. Kl. 15–17 verður kvikmyndasýning í bíósal. Sýndar verða rússneskar teiknimyndasyrpur. Í anddyri verður efnt til hlutaveltu. Femínistafélagið heldur fund 1. maí að lokinni kröfugöngu. Fund- urinn verður haldinn á Kaffi Reykjavík kl. 15. Erindi flytja: Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Ís- lands. Fundarstjóri verður Hildur Fjóla Antonsdóttir. Sumarmálahátíð Líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 16, Reykjavík, 2. hæð, á morgun, laugardaginn 1. maí, og hefst hátíðin kl. 16. Fjölbreytt dagskrá, séra Hans Markús Haf- steinsson flytur ávarp, Tangósveit Lýðveldisins skemmtir og einnig félagar úr Félagi harmonikuunn- enda á Suðurnesjum, fjöldasöngur o.fl. Að venju verður borinn fram matur, þrírétta. Samfylkingin býður þátttak- endum í 1. maí-hátíðahöldunum í Reykjavík í opið hús á Hótel Borg strax eftir gönguna og útifundinn á Ingólfstorgi. Á dagskrá eru stutt ávörp auk almenns spjalls og veit- inga Borgarinnar, Jóna Ein- arsdóttir sér um undirleik á harm- ónikku. Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður SffR, Stefán Jón Hafstein borg- arfulltrúi, Andrés Jónsson formað- ur Ungra jafnaðarmanna og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir segja nokkur orð í tilefni dagsins. Gest- gjafi á samkomunni er Helgi Hjörvar alþingismaður. Fyrir hinu opna húsi standa Samfylkinga- félagið í Reykjavík (SffR) og UJ í Reykjavík. Á MORGUN Íslandsmeistaramót í dansi verður haldið helgina 1. og 2. maí í Laugardalshöllinni. Á laugardeg- inum fer fram Íslandsmeistaramót í línudönsum. Keppt er í fjórum aldurshópum og hafa skráð sig til leiks 22 hópar víðsvegar að af landinu. Á sunnudeginum fer fram Íslandsmeistaramót í gömlu döns- unum. Þar er einnig keppt í öllum aldursflokkum og dönsurum skipt í hópa eftir styrkleika. Yngstu dansararnir sem eru að byrja þátttöku í keppni munu koma fram og sýna nokkra dansa. Samhliða þessum Íslandsmeist- aramótum mun fara fram Bik- armót DSÍ í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð. Fimm erlendir dómarar munu dæma allar keppn- irnar nema Íslandsmeistaramótið í gömlu dönsunum. Það mót dæma íslenskir dómarar frá Dansráði Ís- lands. Húsið verður opnað kl. 10 og hefst keppnin kl. 11 báða dagana Að- gangseyrir er kr. 1.200 dagurinn en ef keyptur er aðgangur fyrir báða dagana kr. 2.000. Frítt er á keppnina fyrir eldri borgara og börn undir skólaaldri. Mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands er skipuleggjandi mótsins. Á NÆSTUNNI SVONEFND Wesak-hátíð, andleg hátíð sem haldin er víða um heim um helgina, verður í Reykjavík og hefst í kvöld kl. 20. Hátíðin stend- ur einnig á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 13 til 17 og verður haldin í Bolholti 4 á 3. hæð. Í frétt frá Andlega skólanum kemur fram að hátíðin sé hátíð allra trúarbragða og alls mann- kyns. Hún dregur nafn sitt af sam- nefndum dal í Himalayja-fjöllunum þar sem hátíðin hefur verið haldin lengi. Halda Wesak-hátíð um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.