Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 30.04.2004, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 45 Velkomin í Stykkishólm! - Fjölbreytt afþreying - fjölbreytt þjónusta - í fallegum bæ! Söguríkt umhverfi - magnað nágrenni - perlur í náttúru Íslands www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. SÉRBÝLI Í 103 RVÍK. HEIÐARGERÐI OG NÁGRENNI ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir sérbýli í nágrenni við Hvassaleitisskóla. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd allt að 34,0 millj. Afhendingartími gæti verið ríflegur. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. NÝLEGA barst St. Jósefsspítala í Hafnarfirði gjöf frá Kvenfélagi Bessastaðahrepps. Um er að ræða tæki til að nota við aðgerðir við kvensjúkdómum. Tækni þessi er ný og felur í sér að hægt er að greina og lækna sjúkdóma í legholi á ein- faldari og öruggari hátt en áður hefur tíðkast, segir í fréttatilkynn- ingu. Á myndinni eru: Gunnar Her- bertsson, Ragnhildur Jóhanns- dóttir, Benedikt Sveinssson, Sigrún Sigurðardottir, María Sveinsdóttir og Hjördís Árnadóttir. St. Jósefs- spítali fær gjöf Nafn féll niður Í formála minningargreina um Að- alheiði Sigríði Skaptadóttur á blað- síðu 37 í Morgunblaðinu á miðviku- dag, 28. apríl, féll niður í upptalningu á börnum hennar nafn elsta barns- ins, Skapta Þorgrímssonar, sem fæddur er 25. september 1945. Hann er ókvæntur og barnlaus. Hlutaðeig- endur eru beðnir innilega afsökunar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Bjóða bílaþvott á bílastæði Þróttheima. Klúbbur í Þrótt- heimum sem samanstendur af 20 krökkum sem eru að safna sér pen- ingum til að fara í ferð hafa ákveð- ið að setja upp bílaþvottastöð í dag, föstudaginn 30. apríl, á bílastæði Þróttheima. Bílaþvottastöðin verður opnuð kl. 19.30 og lokað 22.00. Hver þvottur kostar 500 kr. Opið hús hjá Goethe-Zentrum Frá og með 1. maí nk. bætast 10 ný lönd við Evrópubandalagið. Goethe-Zentrum mun af því tilefni sýna á föstudaginn, 30. apríl frá kl. 20.00–22.30 að ísl. tíma beina útsendingu í ARD frá hátíða- höldunum vegna þessarar EB- austurútvíkkunar og fregnir um nýju inngöngulöndin. Útsendingin verður sýnd á breið- tjaldinu. Í DAG Kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðs- salnum á Háaleitisbraut 58, á morgun, laugardaginn 1. maí, kl. 14–18. Allur ágóði rennur til kristniboðsins. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu og fagnar hundrað ára af- mæli sínu í haust. Opið hús í MÍR. Opið hús verður í félagsheimili MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun, 1. maí, á baráttu- og há- tíðisdegi verkalýðsins, kl. 14 hefst kaffisala sem stendur til kl. 17. Kl. 15–17 verður kvikmyndasýning í bíósal. Sýndar verða rússneskar teiknimyndasyrpur. Í anddyri verður efnt til hlutaveltu. Femínistafélagið heldur fund 1. maí að lokinni kröfugöngu. Fund- urinn verður haldinn á Kaffi Reykjavík kl. 15. Erindi flytja: Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri og Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræðum við Háskóla Ís- lands. Fundarstjóri verður Hildur Fjóla Antonsdóttir. Sumarmálahátíð Líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður haldin í húsi Blindrafélagsins í Hamrahlíð 16, Reykjavík, 2. hæð, á morgun, laugardaginn 1. maí, og hefst hátíðin kl. 16. Fjölbreytt dagskrá, séra Hans Markús Haf- steinsson flytur ávarp, Tangósveit Lýðveldisins skemmtir og einnig félagar úr Félagi harmonikuunn- enda á Suðurnesjum, fjöldasöngur o.fl. Að venju verður borinn fram matur, þrírétta. Samfylkingin býður þátttak- endum í 1. maí-hátíðahöldunum í Reykjavík í opið hús á Hótel Borg strax eftir gönguna og útifundinn á Ingólfstorgi. Á dagskrá eru stutt ávörp auk almenns spjalls og veit- inga Borgarinnar, Jóna Ein- arsdóttir sér um undirleik á harm- ónikku. Össur Skarphéðinsson, Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður SffR, Stefán Jón Hafstein borg- arfulltrúi, Andrés Jónsson formað- ur Ungra jafnaðarmanna og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir segja nokkur orð í tilefni dagsins. Gest- gjafi á samkomunni er Helgi Hjörvar alþingismaður. Fyrir hinu opna húsi standa Samfylkinga- félagið í Reykjavík (SffR) og UJ í Reykjavík. Á MORGUN Íslandsmeistaramót í dansi verður haldið helgina 1. og 2. maí í Laugardalshöllinni. Á laugardeg- inum fer fram Íslandsmeistaramót í línudönsum. Keppt er í fjórum aldurshópum og hafa skráð sig til leiks 22 hópar víðsvegar að af landinu. Á sunnudeginum fer fram Íslandsmeistaramót í gömlu döns- unum. Þar er einnig keppt í öllum aldursflokkum og dönsurum skipt í hópa eftir styrkleika. Yngstu dansararnir sem eru að byrja þátttöku í keppni munu koma fram og sýna nokkra dansa. Samhliða þessum Íslandsmeist- aramótum mun fara fram Bik- armót DSÍ í samkvæmisdönsum með frjálsri aðferð. Fimm erlendir dómarar munu dæma allar keppn- irnar nema Íslandsmeistaramótið í gömlu dönsunum. Það mót dæma íslenskir dómarar frá Dansráði Ís- lands. Húsið verður opnað kl. 10 og hefst keppnin kl. 11 báða dagana Að- gangseyrir er kr. 1.200 dagurinn en ef keyptur er aðgangur fyrir báða dagana kr. 2.000. Frítt er á keppnina fyrir eldri borgara og börn undir skólaaldri. Mótanefnd Dansíþróttasambands Íslands er skipuleggjandi mótsins. Á NÆSTUNNI SVONEFND Wesak-hátíð, andleg hátíð sem haldin er víða um heim um helgina, verður í Reykjavík og hefst í kvöld kl. 20. Hátíðin stend- ur einnig á morgun, laugardag, og sunnudag kl. 13 til 17 og verður haldin í Bolholti 4 á 3. hæð. Í frétt frá Andlega skólanum kemur fram að hátíðin sé hátíð allra trúarbragða og alls mann- kyns. Hún dregur nafn sitt af sam- nefndum dal í Himalayja-fjöllunum þar sem hátíðin hefur verið haldin lengi. Halda Wesak-hátíð um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.