Morgunblaðið - 30.04.2004, Page 21
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 2004 21
www.frjalsi. is
Frjálsi fjárfestingarbankinn hefur á að skipa hópi fagfólks
með víðtæka reynslu, ríka þjónustulund og sérfræðiþekkingu
á öllum sviðum lánastarfsemi; viðskiptafræðingum,
löggiltum fasteignasölum og lögmönnum.
Þessu fólki geturðu treyst
Þekking og reynsla
– á sviði fasteignalána
Hólmgeir Hólmgeirsson
rekstrarfræðingur er lánafulltrúi
og ráðgjafi á viðskiptasviði
Kristinn Bjarnason,
viðskiptafræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari,
er framkvæmdastjóri Frjálsa
Eiríkur Óli Árnason,
löggiltur fasteignasali, er ráðgjafi
á viðskiptasviði
50%
afsláttur álántökugjalditil 1. júlí
H
im
in
n
o
g
h
a
f-
90
40
12
4
ÁHUGAHÓPUR um uppbyggingu
miðbæjarins á Akureyri hyggst
efna til viðmikillar evrópskrar arki-
tektasamkeppni um heildarskipulag
miðbæjarsvæðisins, allt frá Glerár-
torgi og suður fyrir Samkomuhús.
Áætlaður kostnaður við samkeppn-
ina er um 30 milljónir króna og er
fjármögnun lokið, með framlögum
frá bankastofnunum, trygginga-
félögum og öðrum stærri fyrirtækj-
um í miðbænum, að sögn Ragnars
Sverrissonar, formanns Kaup-
mannafélags Akureyrar og kaup-
manns í JMJ. Ragnar hefur farið
fyrir hópnum, ásamt Loga Má Ein-
arssyni arkitekt en hann sagði að
fulltrúar þeirra aðila sem lagt hafi
fram fjármagn til verkefnisins,
muni einnig koma að framkvæmd-
inni. „Ég hugsa mér það að innan
árs verði haldin í Íþróttahöllinni
sýning á 30–50 tillögum frá arki-
tektum hér heima og erlendis um
skipulag miðbæjarins. Þangað geti
bæjarbúar komið og látið álit sitt í
ljós á nýjum og glæsilegum tillög-
um um skipulag miðbæjarins með
nýrri vídd. Með því að fá einnig
arkitekta víða af landinu og erlendis
að verkinu verður ekki bara horft á
tilfinningar, heldur verði skynsemi
einnig láta ráða. Ástæðan fyrir því
að við Logi fórum af stað með þetta
verkefni er sú að fram til þessa hafa
menn verið að tuða hver í sínu horni
um að staðan í miðbænum væri ekki
nógu góð en hins vegar hefur ekk-
ert verið gert í málinu. Við viljum
með þessu framtaki snúa vörn í
sókn, ásamt öðrum sem að málinu
koma,“ sagði Ragnar.
Kristján Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sagði að sér litist
mjög vel á hugmyndir áhugahóps-
ins og lýsir yfir stuðningi við þá
vinnu sem hagsmunaaðilar í mið-
bænum hafa greinilega þegar hafið.
„Ég hef hitt forsvarsmenn þeirra og
lýst yfir fullum samstarfsvilja bæj-
arins við þetta verkefni. Grundvall-
aratriði í mínum huga er að þessi
fyrirtæki og stofnanir sem þarna er
um að ræða hafi forgöngu um það
að þessi verk séu unnin og bæj-
arfélagið á að sjálfsögðu að spila
með þeim í því verki,“ sagði bæj-
arstjóri.
Ragnar sagði að upphaf málsins
mætti rekja til aðalfundar Spari-
sjóðs Norðlendinga í lok mars en
þar var samþykkt að leggja fjár-
magn í verkefnið en aðrir komu svo
í kjölfarið, ný síðast Kaupfélag Ey-
firðinga. Ragnar lagði fram tillögu á
aðalfundi KEA í vikunni, þess efnis
að félagið legði fram 6 milljónir
króna til verkefnisins, eða tvær
milljónir króna á ári næstu þrjú ár-
in og var hún samþykkt. Ragnar
sagðist vera stoltur yfir því hversu
vel tillögu sinni var tekið á aðal-
fundi KEA og hann er einnig mjög
ánægður með þau viðbrögð sem
hann hefur fengið hjá fulltrúum
annarra fyrirtækja, sem og bæjar-
yfirvöldum. „Það eru allir sammála
um að það hafi þurft að vekja menn
af værum blundi. Helsti ókostur
okkar Akureyringa í gegnum tíðina
er sjálfumgleði. Við erum svo glaðir
og ánægðir með okkur að við höfum
gleymt að gagnrýna okkur. Við er-
um bestir í mörgu en það er margt
sem má betur fara og það er kom-
inn tími til að snúa hlutunum við og
fara að gera eitthvað áþreifanlegt,“
sagði Ragnar.
Áhugahópur um uppbyggingu
miðbæjarins efnir til samkeppni
Bæjarstjórinn lýsir yfir fullum sam-
starfsvilja bæjarins við verkefnið
NEMENDUR í tveimur efstu
bekkjunum í Oddeyrarskóla
breyttu út af venju í leikfimitím-
unum í vikunni, héldu út undir
bert loft í góða veðrinu og léku
sér í fótbolta á Krossanesvellinum
svokallaða.
Krakkarnir voru mættir í bolt-
ann strax um morguninn og tók-
ust hressilega á, jafnt stúlkur sem
piltar.
Veðrið hefur leikið við Ak-
ureyringa síðustu daga, þótt að-
eins hafi rignt í gær og útlitið
fyrir næstu daga er alveg þokka-
legt.
Morgunblaðið/Kristján
Tilbreyting: Nemendur Oddeyrarskóla í fótbolta á Krossanesvellinum.
Í fótbolta í
góða veðrinu
Gengið á Súlur | Ferðafélag Ak-
ureyrar efnir á morgun, laug-
ardaginn 1. maí, til árlegrar
gönguferðar á Súlur, bæjarfjall
Akureyringa.
Er þetta ferð við allra hæfi og
og hvetur félagið Akureyringa og
gesti þeirra til að taka þátt. Þátt-
tökugjald er ekkert og eru allir
velkomnir. Brottför er frá bíla-
stæðinu sunnan sorphauganna á
Glerárdal kl. 9. Fararstjórar á veg-
um FFA verða á staðnum til að
leiðbeina fólki.
Lýkur námi | Burtfararprófstón-
leikar Maríu Podhajska verða
haldnir í sal Tónlistarskólans á
Akureyri að Hvannavöllum 14 í
dag, föstudaginn 30. apríl kl. 18.
Á efnisskrá tónleikanna eru
m.a. verk eftir J.S. Bach, H.
Wieniawski og L.van Beethoven.
Kennari Maríu síðustu árin hefur
verið Anna Podhajska. Meðleikari
á tónleikunum er Helga Bryndís
Magnúsdóttir píanóleikari en
einnig kemur Sigurður Helgi
Oddsson fram á tónleikunum.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og allir velkomnir.
Tvö mót | Skákfélag Akureyrar
heldur tvö mót um helgina. Á föstu-
dagskvöldið kl. 20 heldur félagið 10
mínútna mót, en það hefur verið
flutt frá fimmtudagskvöldi. Á
sunnudag kl. 14 er svo 15 mínútna
mót á döfinni.
Að venju er teflt í Íþróttahöllinni.
Fyrirlestur um Evrópumál | Þor-
valdur Gylfason prófessor flytur
fyrirlestur sem nefnist: Hver verð-
ur staða samningsins um EES? á
morgun, 1. maí, kl. 10 í Lár-
usarhúsi, Eiðsvallagötu 18. Þennan
dag ganga 10 nýjar þjóðir í ESB og
mun það hafa ýmsar breytingar í
för með sér í álfunni.