Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 27
háttaða reynslu sem leikstjóri og dramatúrg. „Ég bjó auðvitað að reynslu minni úr Iðnó, en þar höfðum við gert ívið meiri kröfur í verk- efnavali en áður hafði tíðkast, sýningum hafði fjölgað, ný innlend leikritun var æ stærri þátt- ur í starfseminni og áhorfendum hafði fjölgað mikið. Ég vildi halda áfram á þeirri braut, leggja meiri áherslu á innlenda leikritun en Þjóðleikhúsið hafði áður gert og efla hana. Þjóðleikhúsið hafði vitaskuld sinnt íslenskri leikritun og stundum tekist ágætlega en stefn- an var aldrei mjög markviss. Ég vildi að okkar leikritun yrði talsvert veigameiri þáttur á verkefnaskránni en áður.“ (Mbl. 20.4. 2000.) Sveinn dró ekki dul á þá skoðun sína að í Þjóðleikhúsinu skyldi vera fjölbreytt úrval sýninga. Hann hélt í rauninni áfram þeirri stefnu sem Guðlaugur hafði mótað í skjóli Þjóðleikhúslaganna. Skoðun Sveins var þó byggð á upplýstri afstöðu, en ekki vegna þess að honum datt engin önnur leið í hug. „Oft heyrðist sú gagnrýni að verkefnavalið væri eins og kalt borð. Uppi var krafa um sér- hæfðara verkefnaval, en ég taldi slíkt ekki æskilegt fyrir þjóðleikhús og þótti brýnt að taka mið af samfélaginu. Áhorfendur eiga kröfu á fjölbreytni og þó svo að einhver hafi til- tölulega þröngan smekk, er ekki þar með sagt að sá einstaklingur eigi í krafti opinberra styrkja að þröngva honum upp á almenning.“ (Mbl. 20.4. 2000.) Sveinn tróð þó nýjar listrænar slóðir og lagði m.a. áherslu á hópvinnu og merkasta sýningin sem það skilaði var Ínúk en einnig má nefna Grænjaxla sem varð geysilega vinsæl. Sveinn átti einnig frumkvæði að því að Íslenski dansflokkurinn var stofnaður og verður hon- um seint fullþökkuð sú gjörð. Frumflutningur á íslenskum óperum heyrði einnig til nýmæla undir stjórn Sveins, Þrymskviða og Silki- tromman fæddust á þeim árum, en ekki varð framhald á þeirri braut undir stjórn Gísla Al- freðssonar sem tók við af Sveini árið 1983. Sveinn sýndi einnig dirfsku í vali á listamönn- um, ungir leikarar og leikstjórar fengu lang- þráð tækifæri og frumflutningur íslenskra leikrita varð að reglulegum viðburðum. Gísli Alfreðsson 1983—1991 Gísli hafði verið leikari við Þjóðleikhúsið í 22 ár þegar þarna var komið sögu en hann hafði einnig verið öflugur málsvari leikara í kjara- baráttu þeirra í starfi sínu sem formaður Fé- lags íslenskra leikara. Hann lagði megin- áherslu á endurnýjun tæknilegs búnaðar leikhússins sem sannarlega var löngu tímabær og einnig gekk leikhúsið í gegnum viðamiklar endurbætur og breytingar í tíð hans. Hann átti einnig stóran þátt í að leikhúsið fékk íþrótta- hús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu til af- nota og þar var innréttað Litlasvið leikhússins og æfingasalur fyrir stórasvið, auk skrifstofu- rýmis. „Nú, allt þetta, hljóðkerfi, ljósakerfi, tölvu- væðing, endurbygging og flutningur skrifstof- unnar tók nánast allan minn tíma og ég hafði minni tök á að sinna hinni listrænu hlið en æskilegt hefði verið. Ég naut þess að hafa gott samstarfsfólk varðandi hinn listræna þátt rekstrarins og treysti mjög á það fólk.“ (Mbl. 20.4. 2000.) Listrænt yfirbragð Þjóðleikhússins í tíð Gísla var af þessum sökum fremur óljóst. Hann hélt í meginatriðum áfram á þeirri braut sem lögð hafði verið en þó var eitt sem ein- kenndi þetta tímabil umfram annað. Söngleik- ir urðu nær árviss viðburður í leikhúsinu og nægir að nefna Gæja og píur, Chicago, Vesalingana og Söngvaseið til að rifja upp þessi ár í Þjóðleikhúsinu. Segja má að þar hafi verið lagður grunnur að þeirri söngleikjahefð sem orðin er föst í sessi og er það leikhúsform sem notið hefur hvað mestrar fjöldahylli hér- lendis á undanförnum árum. Stefán Baldursson 1991—2004 Stefán Baldursson tók við Þjóðleikhúsinu í ársbyrjun 1991 eftir að leikhúsfólk hafði fylkt sér um hann og skorað á menntamálaráðherra að skipa hann í embættið. Rifjaðist þá upp að ráðningar þeirra Sveins og Gísla höfðu gengið nokkuð hljóðlega fyrir sig en leikhúsfólki þótti nokkuð við liggja að reyndur leikhúsmaður tæki við leikhúsinu fremur en einstaklingur úr öðrum geira samfélagsins. Stefán hafði verið leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur í Iðnó frá 1980–1988 og árin þar á eftir sinnt leikstjórn á Íslandi og á Norðurlöndunum. Hann dró enga dul á þær fyrirætlanir sínar að breyta skipan leikhópsins við Þjóðleikhúsið og þar væri end- urnýjunar þörf. Naut hann breiðs stuðnings leikhúsfólks við þær áætlanir. Þegar á hólminn var komið gekk þetta ekki þrautalaust fyrir sig enda eitt að taka undir þau almennu sjónarmið að nauðsyn væri á hreyfanleika í röðum fast- ráðinna listamanna við leikhúsið og annað að fá uppsagnarbréf í hendur. „Mér fannst brýnt að breyta þeirri ímynd sem Þjóðleikhúsið hafði. Eitt markmið var að virkja nýja kynslóð af leikhúsfólki, enda yngsti fastráðni leikarinn þá kominn vel á fertugs- aldur. Hér var fyrir stór hópur af reyndu og hæfileikaríku listafólki, en við óbreyttar að- stæður var erfitt að gefa yngstu kynslóðinni tækifæri sem gerðu hana hæfa til að standa jafnfætis hinum. Þess vegna breytti ég sam- setningu leikhópsins og réð sex unga leikara. Þess fólki tefldi ég fram á næstu misserum í burðarhlutverkum. Árangurinn kom mjög fljótt í ljós. Ákvörðun mín vakti mikið umtal og fjaðrafok, en ég held að þeir sem gagnrýndu þetta hafi séð á næstu árum að þetta var nauð- synlegt. […]Tveir leikstjórar höfðu verið fastráðnir, báðir unnið hér lengi og oft skilað frábærri vinnu, en það var almennur vilji, ekki síst með- al leikhúsfólks, að meiri hreyfing væri á leik- stjórasamningum við leikhúsið. Þessu breytti ég og hef haft tvo til þrjá fastráðna leikstjóra í eitt til þrjú leikár í senn.“ (Mbl. 20.4. 2000.) Nokkur atriði hafa einkennt listræna stjórn Stefáns Baldurssonar. Leikarar hafa blómstr- að í tíð hans og einstaklingar í þeirra röðum fengið á sig eins konar „stjörnustimpil“. Þar eiga breyttar áherslur í dægurfjölmiðlun og tíðaranda almennt eflaust stóran þátt. Leik- stjórinn Rimas Tuminas frá Litháen setti mark sitt á heila kynslóð leikara og leikstjóra með rómuðum og stundum umdeildum sýn- ingum sínum um miðjan tíunda áratuginn. Áhrif Stefáns Baldurssonar sem þjóðleikhús- stjóra á þróun íslenskrar leiklistar eru hvað sterkust þar. „Hann (Rimas Tuminas) hefur haft ótrúleg áhrif á íslenskt leikhús með verk- efnum sínum hér. Maður finnar það á yngstu kynslóð listamanna sem hafa starfað með hon- um eða bara horft á sýningarnar hans. Hans vinna og viðhorf hafa skilað sér inn í íslenskan leikhúsheim.“ (Mbl. 20.4. 2000) Í verkefnavali hefur í tíð Stefáns verið lögð nokkuð jöfn áhersla á frumflutning íslenskra leikrita svo og sígildra verkefna, söngleikja og erlendra samtímaverka. Þetta er í sjálfu sér kunnugleg blanda og samkvæm þeirri stefnu sem Sveinn Einarsson orðar hér að framan. Í rauninni sú stefna sem fylgt hefur verið frá upphafi og í samræmi við þá forskrift sem Þjóðleikhúsinu var upphaflega sett í lögunum frá 1947 og hefur lítið breyst þrátt fyrir endur- skoðun laganna í tvígang. Þjóðleikhúsið er í þeim skilningi barn síns tíma og tímabært að endurskoða frá grunni hlutverk þess og til- gang í gerbreyttu samfélagi, þar sem afþrey- ing og listsköpun í daglegu lífi fólks gegnir mun fjölþættara og veigameira hlutverki en á því herrans ári 1950. havar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 27 Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Vilt þú styrkja eitt eða eiri íslensk börn til vikudvalar í sumarbúðir 2004? Ef svarið er játandi þá leggur þú inn á reikning 101-26-66090 í Lands- bankanum eða á reikning 0546-26-6609 í Íslandsbanka. Eitt barn 27.000 kr. í Vindáshlíð, tvö börn 54.000 kr. í Vatnaskóg. Bókhald verkefnisins verður gert opinbert í lokin. Með sumarkveðju, Fjölskylduhjáp Íslands í þágu þeirra sem minna mega sín. Íslendingar lítum okkur nær S kr ým ir h ö n n u n 2 0 0 4 Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 www.invita.com Opið hús: laugardag kl. 10 - 16sunnudag kl. 11 - 15 50–55% AFSLÁTTUR AF SÝNINGARINNRÉTTINGUM Rýmum fyrir nýjum eldhús- og baðinn- réttingum …er með gjöfina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.