Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 51 Þú getur hætt að reykja! - fyrir sumarið Vegna mikillar eftirspurnar! Grand Hótel dagana 4., 6. og 13. maí kl. 20.10. Verð 15.000 kr. (jafngildir einum sígarettupakka á dag í 30 daga) Kennari: Guðjón Bergmann Skráning á www.gbergmann.is og síma 517 3330. Námskeiðið byggir á metsölubókinni Þú getur hætt að reykja! sem kom út milli jóla og nýars 2003. Sjálfur reykti Guðjón um 12 ára skeið og veit fullvel hvað það er að láta af fíkninni. Ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara og farðu reyklaus inn í sumarið! Metsölubókin Þú getur hætt að reykja! kostar einungis 990 kr. og fæst í öllum bókaverslunum, á bensínstöðvum og í matvöru- verslunum víða um land. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Vélaverkstæði á Akranesi með fjölbreytta þjónustu.  Lítil líkamsræktarstöð. Búin fullkomnustu tækjum. Auðveld kaup.  Þekkt sérverslun/heildverslun í byggingariðnaði. 180 m. kr. ársvelta.  Útflutningsfyrirtæki með íslenskar afurðir. Rekstrarhagnaður 30 m. kr. á ári. Hentugt til sameiningar við svipað fyrirtæki.  Stór og mjög vinsæl krá í úthverfi. Vinsæll sport- og helgarstaður.  Dagsöluturn í verslunarmiðstöð.  Íþróttavöruverslun með þekkt merki og góð viðskiptasambönd. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyrir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.  Vörubílaverkstæði með mikil föst viðskipti. 4-5 starfsmenn. Vel tækjum búið, í eigin húsnæði á góðum stað.  Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu- menn og stækkunarmöguleikar.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2-3 mkr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygging- ariðnaði.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658. Salómon Jónsson, löggiltur fasteignasali. …með allt fyrir sumarið Setjum upp mjög algengt dæmi.Barn fylgir öðru hvoru foreldri sínu inn í nýtt hjónaband eftir skilnað. Nýi aðilinn sem kemur þar með til sögunnar reynist vera ágætis maður eða manneskja en eigi að síður getur barnið ómögulega fengið af sér að sýna hlýleika á móti eða óþvingaða ánægju þótt allt virðist leika í lyndi á heimilinu. Hið nýja stjúpforeldri skilur ekkert í þessu og foreldrið er bæði sárt og leitt og átel- ur barnið fyrir framferði þess, það mæti hlýju og góðlyndi en svari með kulda og fráhrindandi framkomu. Setjum svo að engin þessara þriggja aðila átti sig á hvað þarna er í gangi – sem sé hin máttuga vanhelg- unartilfinning. Þá verður ástandið viðvarandi. Barninu finnst að hinn nýi aðili sitji í sæti sem hann eigi ekki með að sitja í og finnst það svíkja foreldrið sem það er ekki hjá með því að sýna stjúpforeldrinu hlýju. Þetta ástand er engum til góðs og í raun allra verst fyrir barnið sem þannig einangrast og verður einmana og ástlaust í örvænt- ingarfullri tilraun til þess að halda í gamla heimsmynd sína sem er horfin. Annað dæmi er þegar maður eða kona missir maka og giftir sig á ný. Vinir og fjölskylda geta ómögulega sætt sig við að hinn nýi maki taki sæti þess sem horfinn er. Sá nýi er látinn finna það óspart að nú sé kominn kött- ur í ból bjarnar og ekkillinn eða ekkj- an finnur til svo mikillar sektar fyrir þá ósvífni að vilja vera til og lifa þrátt fyrir að fyrri maki sé dáinn að hann gerir ekkert í málinu og finnst jafnvel eðlilegt að hinn nýi maki sé settur skör lægra en sá sem látinn er. Ekki verður séð að neinum skíni heldur gott af þessu ástandi. Hvorki sektartilfinningin, vanhelgunartil- finningin né refsing sú sem hinn nýi maki og ekkillinn eða ekkjan eru beitt geta fært hinn látna inn í jarðlífið á ný. Ef fólk skilur að um vanhelgunartil- finningu er að ræða og sér hversu vonlaust er að hún geti nokkru breytt nema til ills þá fer hún að missa tökin. Sé hún nefnd upphátt og útskýrð hverfa tök hennar venjulega nánast alveg. Ef fólk er haldið óskiljanlegri þörf til þess að láta einhvern nálægt sér finna að sá hinn sami eigi ekki með að sitja í því sæti sem hann er í, er rétt að skoða gagnrýnum augum inn í hug- skot sitt og athuga hvort um vanhelg- un geti verið að ræða, einkum á þetta við ef málið snertir sterk tilfinninga- bönd. En hafa ber hugfast að vanhelg- un getur dulist, þetta er ljósfælin til- finning sem bregður sér gjarnan í allra kvikinda líki í tilfinningaflórunni. Fari maður að skoða hug sinn út frá þessum forsendum kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós og margt verður skiljanlegra í fortíð og nútíð. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Af hverju lætur manneskjan svona? Hin ljósfælna tilfinning eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Innra með hverri manneskju hrærast hinar margvíslegustu tilfinningar. Ein af þeim er vanhelgunartilfinningin, svonefnda. Hún er þeirrar náttúru að halda fólki í heljargreipum – allt þangað til það áttar sig á hvernig er í pott- inn búið, þá missir hún oft tökin, stundum á augabragði – en vandræðin eru bara þau að stundum er erfitt að átta sig á að hún sé til staðar. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 JAFNRÉTTISSTOFA heldur málþing um kynja- og jafnrétt- issjónarmið í norrænu sam- starfi á Hótel KEA á Akureyri 4. maí nk. frá kl. 12.00–17.00. Málþingið er í röð viðburða í til- efni þess að Íslendingar, undir yfirskriftinni Auðlindir Norð- urlanda, leiða norrænt sam- starf á árinu 2004. Á yfirstand- andi ári eru 30 ár liðin frá því að norræna ráðherranefndin hóf samstarf um jafnréttismál. Ís- lendingar ætla að minnast þess, m.a. með því að líta yfir farinn veg og skoða hvað hefur áunn- ist og hvað hefur betur mátt fara. Málþingið um kynja- og jafn- réttissjónarmið í norrænu sam- starfi hefst á hádegisverði í boði Norræna fjárfestingar- bankans. Árni Magnússon, ráð- herra félags- og jafnréttismála, setur þingið. Meðal fyrirlesara eru Siv Friðleifsdóttir, sam- starfsráðherra Norðurlanda, Sigurður Helgason, aðstoðar- framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Ingólf- ur V. Gíslason, félagsfræðingur hjá Jafnréttisstofu, og Siv Hell- en, yfirlögfræðingur, Norræna fjárfestingarbankanum. Fund- arstjóri þingsins er Jón Sig- urðsson, framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingarbank- ans. Í framhaldi af þinginu er boðið til menningardagskrár og móttöku á Listasafni Akureyr- ar frá kl. 17.00–19.00. Þar stendur yfir sýningin Allar heimsins konur. Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðar- lausu. Skráning hjá Jafnréttis- stofu á jafnretti@jafnretti.is fyrir kl. 12.00, mánudaginn 3. maí. Málþing um kynja- og jafnréttis- sjónarmið Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.