Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Það hræðast allir hann Harry og töframátt hans. O furmenni, ofurhetjur, skrímsli, skrímsla- bani, katta- kona, katt- arskömm, ævintýra- strákar og ævintýrastelpur. Það verða fastir liðir eins og venjulega þegar kemur að hvíta tjaldinu í sumar. En það verður líka boðið upp á ýmislegt sem ekki teljast eins fastir liðir. Framhaldsmyndir eru t.d. ekki eins áberandi margar og undanfarin ár – þótt vissulega séu þær margar. Og áhætturnar virðast fleiri og stærri. Sem er alltaf hið besta mál því miklum áhættum fylgir líka hið óvænta og ófyrirsjá- anlega. Meira að segja svæsnustu fjárhættuspilarar veigra sér við að leggja of mikið undir spádóma um gengi stórmynda á borð við Van Helsing, Troy, Day After Tomorr- ow, King Arthur, Catwoman, Around The World in 80 Days, Terminal, I, Robot og Thunderbird. Sama hversu spennandi þær hljóma allar saman með tölu. En tókuð þið eftir einu. Engin þessara mynda er framhaldsmynd í eigin- legri merkingu. Frábært. Eitthvað nýtt. Eitthvað ferskt. Eitthvað ann- að. Eitthvað óútreiknanlegra. Eitt- hvað sem örugglega á síðar meir eftir að geta af sér hið óumflýjan- lega – framhaldsmyndir. MAÍ: Skálmöld og skrímsli Ef við gefum okkur að þeir félagar Tarantino og Billi hafi átt síðustu stórmynd vetrarins þá er skrímslauppgjörið Van Helsing vafalaust fyrsta stórmynd sumarsins en hún verður frum- sýnd um heim allan um næstu helgi. Hér er á ferð nýjasta mynd Stephens Somm- ers sem sló óvænt í gegn með Múmíu-mynd- um sínum tveimur (leikstýrði ekki þriðju myndinni með The Rock). Og það hefur hingað til gefið góða raun fyrir hinn 42 ára gamla Sommers sem leggur býsna mikið undir með Van Helsing, mynd sem hann skrifaði sjálfur og leikur sér með þá kræsilegu hug- mynd að láta frægasta blóð- sugubana skáldsagnaheims- ins, Van Helsing, mæta ekki bara Drakúla, heldur líka Frankenstein og Varúlfinum. Hugh Jackson er hetjan, leikur Van Helsing, og herma fyrstu fregnir að þar sýni hann endanlega og sanni hver sé næsta stórstjarna hasarkvikmyndanna, og leggi ríkulega inn á Bond- reikninginn sinn nýopnaða. Myndin er risavaxin í snið- um og gæti hæglega orðið ein sú stærsta í sumar. Tvær aðrar álíka stórar í sniðum berast seinna í mán- uðinum maí. Trója (Troy) er söguleg ævin- týramynd gerð af Þjóðverjanum Wolfgang Petersen. Sagan kem- ur úr Illíonskviðu Hómers og Pott(er)þétt bíósumar Harry Potter snýr aftur, Spiderman og Shrek líka. Þeir þrír ólíku kumpánar einir sér ættu að gera gott bíósumar. En það verður meira til að þessu sinni, miklu meira, eins og Skarphéðinn Guðmundsson komst að er hann kortlagði nýhafið bíósumarið. Annálar Riddicks: Vin Diesel á harðhausatrúnó með Alexu Davalos. Allt á floti alls staðar: Jake Gyllenhaal veður í Ekki á morgun heldur hinn. Fastur í fríhöfn: Tom Hanks í einskis manns landi í Flugstöð Spielbergs. Van Helsing: Vopnaður skrímslabani í vígahug. …með allt á einum stað Akkiles í her- klæðum: Brad Pitt tekur epíkina á hælinn í Tróju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.