Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN | FJÖLMIÐLAR 40 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÉG vann sem kynningarstjóri dagskrárefnis hjá DR-TV, danska ríkissjónvarpinu, í 4 ár og þar á undan var ég í 2 ár í sama starfi hjá TV-Danmark, sjónvarpsstöð í einka- eign. Þar sem ég hef unnið við stefnumót- un hjá bæði ríkis- og einkaaðilum í sjón- vapsrekstri hef ég talsverða innsýn í dönsk sjónvarpsmál og þess vegna rak mig í rogastans þegar ég heyrði nokkra ís- lenska ráðherra tala um danska fyrirmynd í sambandi við fjölmiðlafrum- varpið. Þegar ég flutti til Íslands fyrir rúmu ári var ég hissa að hér væri til gott íslenskt sjónvarp í einka- eign. Þetta hefur Dönum ekki tek- ist. Þeir eru 20 sinnum fleiri og 20 sinnum ríkari og hafa haft sömu 20 árin og við til að byggja upp sjónvarp óháð ríkinu. Dönum hef- ur mistekist algjörlega. „Danskt“ sjónvarp er DR-TV, ríkiseign fjár- magnað með afnotagjöldum, TV2, hlutafélag í ríkiseign, TV3, eigandi er Modern Times Group sem er sænsk fjölmiðlasamsteypa og sendir frá London og síðast skal talið TvDanmark sem er eign SBS sem er bandarísk fjölmiðla- samsteypa. TvDan- mark sendir eina rás frá London og aðra rás í gegnum net af litlum dönskum svæð- isstöðvum sem eru tæknilega gjaldþrota en haldið í öndunarvél af bandaríska fjöl- miðlarisanum. Það er sem sagt ekki til danskt sjónvarp utan þess sem ríkið rekur. Þvílík fyr- irmynd. Þessar erlendu einkastöðvar sem senda út í Danmörku eru hrein afþreying og sinna ekki þjóðfélagsumræðu. Er það takmarkið með fjöl- miðlafrumvarpinu að koma á einkareknu sjónvarpi að danskri fyrirmynd? Það sem fjölmiðlafrumvarpið snýst um er algjört bann við að svokölluð markaðsráðandi fyr- irtæki eigi í ljósvakamiðlum. Meira að segja Danir eru ekki svo vitlausir. TV2 hlutafélag í eign danska ríkisins er að fara í útboð. Þetta er úrslitatilraun Dana að koma á dönsku sjónvarpi í einka- eign. Þar sitja öll fyrirtæki við sama borð, markaðsráðandi og ekki markaðsráðandi. Þegar menn tala um árás á Baug þá er það algjört aukaatriði. Það sem er öllu alvarlegra er að þetta er allsherjaratlaga að sjón- varpi í einkaeign á Íslandi. Við eigum að vera stolt af íslensku sjónvarpi og íslensku einka- framtaki og ekki að reyna að ganga frá því dauðu. Danskur misskilningur Einar Bjarnason skrifar um fjölmiðlafrumvarp ’Það sem er öllu alvar-legra er að þetta er alls- herjaratlaga að sjón- varpi í einkaeign á Íslandi.‘ Einar Bjarnason Höfundur er kynningarstjóri hjá Íslenska útvarpsfélaginu. UMRÆÐAN um fjölmiðla ætti öðru fremur að fjalla um sjálf- stæði ritstjórna þeirra, en því mið- ur gerir hún það ekki. Sjálfstæðið er fjöregg hvers fjölmiðils og það allra mikilvæg- asta er sjálfstæði rit- stjórna, sjálfstæði fréttamanna. Nú eru uppi hug- myndir um að afnema afnotagjald Rík- isútvarpsins. Með því er vegið að sjálfstæði Ríkisútvarpsins því afnotagjaldið gerir Ríkisútvarpið að fjöl- miðli þjóðarinnar en ekki fjölmiðli ríkisins. Rík- isútvarpið þarf að sækja afnota- gjaldið til eigenda útvarps- og sjónvarpstækja og þannig er kom- ið á sambandi milli fyrirtækisins og eigenda þess. Greiðendur af- notagjalda líta á Ríkisútvarpið sem sitt og notfæra sér það til dæmis þegar þeir segja álit sitt á dagskrá Ríkisútvarpsins. Afnota- gjaldið er einnig gegnsætt gjald sem stendur undir kostnaði við RÚV ásamt auglýsingum. (Stend- ur reyndar líka undir fjórðungi af kostnaði við Sinfóníuhljómsveitina en það er annað mál.) Nefskattur myndi slíta á tengsl eigenda Ríkisútvarpsins, greið- enda afnotagjalda, og fyrirtæk- isins. Nefskatturinn yrði innheimtur af öðrum en Rík- isútvarpinu og myndi auk þess leggjast allt öðruvísi á landsmenn. Fjölskyldur með einn eða tvo unglinga á heimilinu eldri en 18 ára myndu greiða meira en núna. Ein- staklingar myndu greiða minna. Einnig er óljóst hvaða fyr- irtæki ættu að greiða nefskattinn. Nú greiða til dæmis hótel töluverða upphæð í afnotagjald vegna fjölda sjónvarpstækja, sama á við um krár sem eru með fjölda tækja til að draga að viðskiptavini. Þannig gæti greiðsla fyrirtækja minnkað og þá yrði nefskatturinn hærri á almenning. Þetta eru þó smáatriði miðað hættuna á því að sjálfstæði Rík- isútvarpsins verði rýrt. Vissulega hafa stjórnvöld haldið Rík- isútvarpinu í spennitreyju með því að hækka ekki afnotagjaldið, þótt bætt hafi verið úr því að hluta á undanförnum misserum. En stjórnvöld hafa ekki beinlínis lækkað afnotagjaldið sem yrði hinsvegar leikur einn með nef- skattinn. Hótunin væri alltaf til staðar og aldrei þyrfti að nefna hana. Þannig yrði vegið að sjálf- stæði Ríkisútvarpsins. Afnotagjaldið er stuðpúði eig- enda Ríkisútvarpsins, þjóðarinnar, gagnvart stjórnvöldum sem síðan hafa sín áhrif í gegnum útvarps- ráð. Það dugir þeim, þeir þurfa ekki líka að hafa fjárhagslegt vald yfir Ríkisútvarpinu. Ekki er hægt annað en að minn- ast á ótrúlega sýn leiðarahöfundar Morgunblaðsins á Ríkisútvarpið. Í leiðara 28. apríl telur Morg- unblaðið að RÚV ætti að sinna helst af öllu útsendingum frá Al- þingi og frá fundum sveitarstjórna vítt og breitt um landið og reynd- ar líka því sem kallað er „hágæða menningarefni“. Af hverju birtir Morgunblaðið fréttir af fólki, beð- málum Beckhams til dæmis? Af því að blaðið vill höfða til sem flestra lesenda. Fjölmiðill sem ekki sýnir efni sem einhvern tíma höfðar til meginþorra þjóðarinnar er ekki ríkisútvarp, það er ekki miðill þjóðarinnar. Hið mikla áhorf og hin mikla hlustun á fjöl- breytt dagskrárefni Ríkisútvarps- ins réttlætir tilveru þess frekar en nokkuð annað, þar eiga hvort- tveggja heima Mósaík og Beðmál í borginni og já, líka útsendingar frá fundum Alþingis. Þjóðarútvarp næst ekki nema með fjölbreyttu efni. Það er ekki þar með sagt að ekki megi bæta núverandi dag- skrá. Sjálfum finnst mér sláandi tilfinnanlegur skortur á frétta- tengdu efni, fréttaskýringum og leiknu íslensku sjónvarpsefni. Það skortir verulega á, í íslensku sjón- varpi að við endurspeglum ís- lenskan veruleika einsog hann er á hverjum tíma. Sjálfstæði afnotagjaldsins G. Pétur Matthíasson skrifar um málefni RÚV ’Afnotagjaldið er stuðpúði eigenda Rík- isútvarpsins, þjóð- arinnar, gagnvart stjórnvöldum …‘ G. Pétur Matthíasson Höfundur er fréttamaður. …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús FASTEIGNASALA HÁTÚNI 6a SÍMI 512 1212 FAX 512 1213 Mjög skemmtileg og rúmgóð 113,4 fm 4ra herbergja hæð í góðu þríbýlishúsi á vinsælum stað í vesturbænum. Íbúðin skiptist í hol, gang, tvær samliggjandi stofur, baðherbergi, stórt húsbóndaherbergi sem hægt er að breyta í tvö herbergi, stórt hjónaherbergi og rúmgott eldhús. Dökkt parket á öllum gólfum nema í baðherbergi sem er flísalagt hólf í gólf. Húsið er nýlega búið að taka í gegn. Góð eign á frábærum stað. Verð 18,9 millj. Þorleifur tekur vel á móti væntanlegum kaupendum í dag frá kl. 14-16 HJARÐARHAGI 23 Opið hús í dag frá kl. 14.00-16.00 Heimilisfang: SIGLUVOGUR 5 Stærð eignar: 68,4 fm Byggingarár: 1954 Brunabótamat: 7,2 millj. Verð: 11,9 millj. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fast- eignasali RE/MAX Suðurlandsbraut. Falleg og skemmtilega hönnuð 2ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýlishúsi í grónu hverfi. Rúmgóð stofa með stórum glugg- um. Herbergi með fataskáp. Eldhús með snyrtilegri innréttingu. Plastparket og dúkur á gólfi. Sérafnotaréttur af hluta lóðar. Húsið var málað að utan í sumar. Hrafnhildur Bridde, löggiltur fast- eignasali RE/MAX Suðurlandsbraut sýnir eignina í dag á milli kl. 16-17 OPIÐ HÚS - SIGLUVOGUR 5 Hrafnhildur Bridde - sími 899 1806 Netfang: hrafnhildur@remax.is Fasteignasala: RE/MAX Suðurlandsbraut Erlurimi Selfossi Vandað timburhús á rólegum stað Vorum að taka í sölumeðferð þetta fallega og vel byggða 204 fm. timburhús á góðum stað á Selfossi. Í húsinu eru fimm svefnherbergi, tvö baðherbergi, stór stofa og tvöfaldur jeppafær bílskúr Verð kr. 21,5 milljónir. AKKURAT // Lynghálsi 4 // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir - eins og þú vilt hafa það Túngata 21b - 820 Eyrarbakka Opið hús í dag á milli þrjú og fjögur Garðshorn Eyrarbakka - Algjörlega endurnýjað lítið einbýlishús á Eyrarbakka. Stór stofa, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymsla. Tilvalið frístundahús á þessum vinsæla stað. Verð aðeins 6,9 milljónir. Elísabet sölufulltrúi Akkurat tekur á móti gestum í dag milli þrjú og fjögur. AKKURAT // Lynghálsi 4 // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir - eins og þú vilt hafa það Til sölu Gaukur á Stöng Höfum tekið til sölumeðferðar allan rekstur þessa landsþekkta skemmtistaðar í hjarta borgarinnar. Öll leyfi til staðar. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Akkurat fasteignasölu, Lynghálsi 4. AKKURAT // Lynghálsi 4 // Lögg. fasteignasali: Halla Unnur Helgadóttir - eins og þú vilt hafa það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.