Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Leonardó © LE LOMBARD BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FJÖLMIÐLAFRUMVARP for- sætisráðherra mun að líkindum verða samþykkt á Alþingi, en í aug- um þeirra sem lögin ná til verða þau vart annað en ólög, valdníðsla byggð á ómálefnalegri andúð á til- teknu fyrirtæki og hefnigirni ráða- manna í garð einstaklinga. Eins og ríkisstjórnin hefur haldið á málinu er líklegt að stór hluti þjóðarinnar sé einnig þessarar skoðunar. Eina leiðin til að gefa lögunum eitthvert lögmæti, annað en eftirlit lögregl- unnar með framkæmd þeirra, er að þjóðin sjálf fái að gera upp um mál- ið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Verði lögin samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu verður ekki sagt að þau byggist á valdníðslu þó að þeir sem lögin varða geti auðvitað og eftir sem áður látið reyna á þau fyrir dómstólum. Verði lögin felld verður ríkisstjórnin að vinna nýjar tillögur til að ná fram því markmiði sínu að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlun. Frumvarpið er að sögn til að vernda lýðræðið í landinu. Tildrög málsins eru þó í hæsta máta ólýð- ræðisleg. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í meira en áratug farið með menntamálaráðuneytið og aldrei talað fyrir neinum tilllögum í þessa áttina. Þvert á móti. Stefnubreyting flokksins nú kemur því flatt upp á fólk og því er fyllilega málefnalegt að spyrja hvað liggi hér að baki. Svarið virðist eingöngu liggja í því hver í hlut á, fremur en hvað. Lítil umræða hefur farið fram um þessi mál í samfélaginu almennt, hvað þá heldur Sjálfstæðisflokknum, enda hefur fólk ekki orðið vart við að fjöl- breytnin minnkaði neitt á síðustu mánuðum. Innkoma Baugs í rekst- ur fjölmiðla viðist þvert á móti tryggja ákveðna fjölbreytni, enda voru þau fyrirtæki sem nú eru inn- anborðs í Norðurljósum flest gjald- þrota eða á barmi gjaldþrots fyrir stuttu. Stuðningsmenn frumvarpsins geta á móti bent á að fjölbreytnin geti minnkað til lengdar og við verðum því að horfa til langs tíma. En hvers vegna liggur þá svona á? Hvers vegna mátti ekki leggja fram skýrslu nefndarinnar og fá um hana málefnalega umræðu og leggja fram heildstæða stefnu í haust? Þó að skýrsla nefndarinnar sé um margt ágæt, þá eru á henni gallar sem eðlilegt hefði verið að ræða áð- ur en rokið er í að semja frumvarp. Engin tilraun hefur verið gerð til að skapa samstöðu um málið eða skiln- ing á mikilvægi þess. Offorsið í þessu máli verður að teljast með miklum ólíkindum. Samþykkt frumvarpsins á Al- þingi gæti haft alvarleg áhrif á traust landsmanna á stjórnvöldum og lýðræðislegum vinnubrögðum. Í húfi er því meira en eignarhald á fjölmiðlum. Alþingsmenn ættu því að íhuga vandlega þann kost að vísa málinu til þjóðarinnar og hreinsa þar með andrúmsloftið. Ég skora á ritstjóra Morgunblaðsins að styðja þessa málsmeðferð, enda prófsteinn á það hvort hugur fylgi máli í áherslum blaðsins á almennar at- kvæðagreiðslur um meginmál. BIRGIR HERMANNSSON, stjórnmálafræðingur, Hjarðarhaga 38, 107 Reykjavík. Þjóðaratkvæða- greiðsla um fjöl- miðlafrumvarpið! Frá Birgi Hermannssyni: PÁSKARNIR eru afstaðnir og það seldust fleiri páskaegg en áður og fleiri borgaralegar fermingar voru framkvæmdar. Af þessum meintu tveimur staðreyndum er önnur að minnsta kosti röng. Ef einhver er trúaður á þessum páskum er það fermingarbarnið úr borgaralegu fermingunni sem svarar frétta- manni: Ég er trúlaus. Þessi smágrein er ekki um trúmál. Hún er um foreldra eða aðstandend- ur sem ganga fram í uppeldi af hroka. Foreldrið segir: Sjáið þið bara, barnið mitt er trúlaust en hef- ur verið uppýst um öll aðaltrúar- brögð heimsins. Lítum á hvernig þetta stenst. Í okkar samfélagi er bara Guð. Þessi guð hefur þá sér- stöku hæfni í safni guðanna, að hann gerir þá kröfu til þeirra sem á hann trúa að þeir skilji hann ekki. Vegna þessa hæfileika sleppur hann oft vel. Hann lætur ekki nappa sig í málum og menn halda áfram að ákalla hann. Af hverju? Af hverju ég? Guð svarar ekki í viðtalstímum. Ekki náðist í Guð! Og menn eru gáttaðir. Sálmurinn „Alfaðir ræður“ er ekki ortur af einstaklingi sem var fermd- ur borgaralegri fermingu. Samt sá hann ekki aðra leið. Þessi grein er ekki um Guð heldur fjölskylduna. Og Guð hefur viðhengi. Um það hafa margir rætt og ritað, þar á meðal Bertrand Russell, breskur heimspekingur. Í síðustu viðtölunum sem tekin voru við hann, segir hann um þessa spurningu um Guð, að hann trúi ekki á Guð en geti ekki svarið fyrir það að hann sé ekki til. Fleira er í þessu viðhengi, en það er kristin siðfræði. En í þeirri þróun sem heimurinn er í dag, á kristin sið- fræði minna og minna griðland, ein- mitt í okkar heimshluta. Þar af leið- andi eru afdrif fjölskyldunnar í dag í raun það fáa sem við getum lagt áherslu á til að komandi kynslóðir eigi grundvöll fyrir áframhaldandi siðmenningu og þar kemur sá Guð sem við erum að tala um við sögu. Allir geta átt það í vændum að þurfa að ráða við ofurmannlegar aðstæður og þá er engin ástæða til að strika yf- ir þýðingu trúarinnar. Ekki á þetta síst við um barnatrúna. HRAFN SÆMUNDSSON, fv. atvinnumálafulltrúi, Kópavogi. Fleiri páskaegg Frá Hrafni Sæmundssyni: MIKIÐ ER ÉG SVANGUR! EN HVAÐ Á ÉG AÐ FÁ MÉR? ÉG ER SVO SVANGUR ÞETTA ER ALLS EKKI SVO SLÆM HUGMYND EGG ERU MJÖG GÓÐ FULL AF ORKU... ...OG VÍTAMÍNUM OG FULLT AF ...Ö VANTAR ÞIG AÐSTOÐ MEISTARI? JÁ ÞAÐ ER EKKI LENGUR HÆGT AÐ TREYSTA Á HÆNUR! ÉG ÞARF AÐ FARA Í FERÐALAG Í TÍMAVÉLINNI TIL ÞESS AÐ SAFNA UPPLÝSINGUM FYRIR KOMANDI UPPFINNINGAR. OG ÞÚ KEMUR MEÐ KANNSKI SÚKKULAÐI TIL ÞESS AÐ SAFNA UPPLÝSINGUM ÞARFTU BLAÐ EN EKKI LÆRISVEIN GÓÐ HUGMYND! FULLT AF ORKU OG VÍTAMÍNUM EF ÞÚ FERÐ Í TAUGARNAR Á MÉR ÞÁ FÆRÐU HAMARSHÖGG Í HÖFUÐIÐ EÐA BYSSUSKOT Í RASSINN! ÞÚ KEMUR MEÐ HVERT ER HÆNAN AÐ FARA MEÐ UNGANN SINN? EN... ÞÚ VARST AÐ ENDA VIÐ AÐ FARA Í TAUGARNAR Á MÉR RÉTT ÁÐAN ÉG... ...ÉG KEM MEÐ ÉG HELD AÐ ÉG SÉ MEÐ EITTHVAÐ Á MILLI TANNANA KOMDU NÚ! LOKSINS ERUM VIÐ KOMNIR! ÞETTA FERÐALAG FÓR Í TAUGARNAR Á MÉR. EN ÞÉR? BARA ÞAÐ AÐ VERA ALLTAF SKOTINN ÉG VERÐ AÐ SKRIFA ÞETTA HJÁ MÉR. FINNA UPP ÚTSÖLUNA HANN HERMIR BARA OG SYKURLOPA MMM NAMMI NAMM! SYKURLOPI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.