Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 21 Veiðimaður með einn fallegan úr Steinsmýrarvötnum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ENN reyta menn upp fisk, en minni sókn hefur þó verið á nokkrum hefð- bundnum sjóbirtingsslóðum heldur en fyrr í vor. Vel veiðist þó enn í Vatnamótum og Tungulæk, en fer væntanlega að dofna hvað úr hverju. Önnur svæði eru og lífleg, t.d. Steinsmýrarvötn og í maí hefst vorveiði á sjóbirtingi í neðstu svæðum Grenlækjar, frá Fitjaflóði og niður úr. Kunnugir telja að þar muni veiðast vel í maí, í sam- ræmi við góða sjóbirtingsveiði ofar í Skaftárkerfinu í apríl. Veiðimenn sem voru nýverið í tvo daga í Steinsmýrarvötnum voru í mokveiði, fengu 73 fiska að sögn Jak- obs Hrafnssonar hjá Veidimenn.is, sem hefur svæðið á leigu. Jakob sagði birtinginn enn á staðnum og ekkert fararsnið á honum sem stendur, „mest af þessum afla var fallegur 2 til 4 punda geldfiskur, en það voru fal- legar bleikjur líka í veiðinni, flestar 2 til 4 pund eins og birtingarnir, en sú stærsta var 5 pund, geysilega falleg- ur fiskur,“ sagði Jakob. Fréttamolar úr ýmsum áttum Héðan og þaðan hafa borist litlar fréttir, veiðimaður einn kom t.d. brosandi frá eyra til eyra eftir að hafa landað 14 sjóbirtingum úr Litluá í Kelduhverfi fyrir skemmstu. Fylgdi sögunni að veiðifélagarnir hefðu meira og minna verið í fiski líkt og umræddur kappi. Mest voru menn með áætlaða 2 til 5 punda fiska. Fleiri svona litlir fréttastubbar hafa borist. Einn fékk 6 urriða í hin- um vandveidda Galtalæk. Öllu er sleppt þar líkt og í Litluá, en stærsti fiskurinn var áætlaður 5–6 pund. Þessi náungi var með kúlupúpur, en sá fyrir norðan litlar straumflugur. Litlar straumflugur, sérstaklega Heimasætan, hafa einnig gefið mönn- um afla í Þorleifslæk, en afar mis- skipt hefur verið millum manna hversu stóra fiska þeir fá. Sumir komast varla yfir pundið á meðan aðrir fá ekkert undir 3 til 4 pundum. Eitthvað hefur reyst enn af stóru bleikjunum sem frá var greint á dög- unum, en meira er þó af smærri fiski. Loks fréttum við af manni sem fór úr Brúará með 10 bleikjur sem hann veiddi á maðk. Annar var með níu stykki á kúlupúpur. Nær allt var þetta 2 til 4 punda fiskur. Byrjar víða 1. maí Búast má við veiðitölum af nýjum veiðislóðum á næstunni, því nokkur drjúg svæði voru opnuð formlega í gær, 1. maí. Má nefna svæði í Gren- læk, en í honum safnast vorbirting- urinn á niðurleið um tíma í Fitjaflóðið og þar fyrir neðan og veiðist oft vel í maí. Einnig má nefna Elliðavatn og þjóðgarðslandið í Þingvallavatni. Ef- laust opnast Úlfljótsvatn að auki og Hlíðarvatn í Selvogi. Líkast til verður bara opnað mjög víða þar sem að- stæður og árferði leyfa. Fallegur afli, sjóbirtingar og bleikj- ur, úr Steinsmýrarvötnum. Það reytist enn upp AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.