Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 21

Morgunblaðið - 02.05.2004, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 21 Veiðimaður með einn fallegan úr Steinsmýrarvötnum. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ENN reyta menn upp fisk, en minni sókn hefur þó verið á nokkrum hefð- bundnum sjóbirtingsslóðum heldur en fyrr í vor. Vel veiðist þó enn í Vatnamótum og Tungulæk, en fer væntanlega að dofna hvað úr hverju. Önnur svæði eru og lífleg, t.d. Steinsmýrarvötn og í maí hefst vorveiði á sjóbirtingi í neðstu svæðum Grenlækjar, frá Fitjaflóði og niður úr. Kunnugir telja að þar muni veiðast vel í maí, í sam- ræmi við góða sjóbirtingsveiði ofar í Skaftárkerfinu í apríl. Veiðimenn sem voru nýverið í tvo daga í Steinsmýrarvötnum voru í mokveiði, fengu 73 fiska að sögn Jak- obs Hrafnssonar hjá Veidimenn.is, sem hefur svæðið á leigu. Jakob sagði birtinginn enn á staðnum og ekkert fararsnið á honum sem stendur, „mest af þessum afla var fallegur 2 til 4 punda geldfiskur, en það voru fal- legar bleikjur líka í veiðinni, flestar 2 til 4 pund eins og birtingarnir, en sú stærsta var 5 pund, geysilega falleg- ur fiskur,“ sagði Jakob. Fréttamolar úr ýmsum áttum Héðan og þaðan hafa borist litlar fréttir, veiðimaður einn kom t.d. brosandi frá eyra til eyra eftir að hafa landað 14 sjóbirtingum úr Litluá í Kelduhverfi fyrir skemmstu. Fylgdi sögunni að veiðifélagarnir hefðu meira og minna verið í fiski líkt og umræddur kappi. Mest voru menn með áætlaða 2 til 5 punda fiska. Fleiri svona litlir fréttastubbar hafa borist. Einn fékk 6 urriða í hin- um vandveidda Galtalæk. Öllu er sleppt þar líkt og í Litluá, en stærsti fiskurinn var áætlaður 5–6 pund. Þessi náungi var með kúlupúpur, en sá fyrir norðan litlar straumflugur. Litlar straumflugur, sérstaklega Heimasætan, hafa einnig gefið mönn- um afla í Þorleifslæk, en afar mis- skipt hefur verið millum manna hversu stóra fiska þeir fá. Sumir komast varla yfir pundið á meðan aðrir fá ekkert undir 3 til 4 pundum. Eitthvað hefur reyst enn af stóru bleikjunum sem frá var greint á dög- unum, en meira er þó af smærri fiski. Loks fréttum við af manni sem fór úr Brúará með 10 bleikjur sem hann veiddi á maðk. Annar var með níu stykki á kúlupúpur. Nær allt var þetta 2 til 4 punda fiskur. Byrjar víða 1. maí Búast má við veiðitölum af nýjum veiðislóðum á næstunni, því nokkur drjúg svæði voru opnuð formlega í gær, 1. maí. Má nefna svæði í Gren- læk, en í honum safnast vorbirting- urinn á niðurleið um tíma í Fitjaflóðið og þar fyrir neðan og veiðist oft vel í maí. Einnig má nefna Elliðavatn og þjóðgarðslandið í Þingvallavatni. Ef- laust opnast Úlfljótsvatn að auki og Hlíðarvatn í Selvogi. Líkast til verður bara opnað mjög víða þar sem að- stæður og árferði leyfa. Fallegur afli, sjóbirtingar og bleikj- ur, úr Steinsmýrarvötnum. Það reytist enn upp AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.