Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 30

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ …með allt á einum stað EITT af elstu og virtustu leikhús- um Moskvuborgar, Akademíuleik- húsið, frumsýndi sl. laugardag leik- ritið Að eilífu eftir Árna Ibsen. Leikstjóri er hinn eistneski Raivo Trass. Þýðinguna geri Yuri Rhesit- ov, fyrrverandi sendiherra á Ís- landi, en hann lést í vetur er hann hafði rétt nýlokið við þýðinguna. Árni Ibsen var viðstaddur frum- sýninguna og segir hana hafa verið mikla upplifun. „Þetta er stórt og virðulegt leikhús við leikhústorgið í Moskvu við hlið Bolshoj leikhúss- ins. Mér var tjáð að sýningin á Að eilífu markaði nokkur tímamót fyr- ir leikhúsið þar sem það væri þekktast fyrir viðamiklar uppsetn- ingar á klassískum verkum,“ segir Árni. „Við leikhúsið eru um 80 samningsbundnir leikarar og frum- sýningar voru í rauninni tvær, á laugardag og síðan kvöldið eftir, þar sem tvísett er í flest hlut- verkin. Hlutverk eru 18 í sýning- unni en alls fara nær 30 leikarar með hlutverk vegna tvísetningar- innar.“ Leikhússtjóri Akademíuleikhúss- ins er Alexei Borodin, en hann setti upp tvær sýningar í Borgarleikhús- inu í Reykjavík fyrir nokkrum ár- um, Djöflana eftir Dostojevskí og Feður og syni eftir Turgenjev. „Hann hafði áhuga á að fá eist- neska leikstjórann Raivo Trass til samstarfs en hann er leikhússtjóri borgarleikhússins í Pärnu í Eist- landi. Þar hafa bæði Himnaríki og Að eilífu verið leikin við miklar vin- sældir. Þegar Borodin spurði Trass hvaða verk hann vildi setja upp þá stakk hann upp á Að eilífu og Bor- odin sló til,“ segir Árni. Það er sannarlega ekki á hverj- um degi sem íslenskt leikrit er frumsýnt í Moskvu. Aðeins einu sinni áður hefur það gerst, þegar Malyleikhúsið sýndi Silfurtungl Halldórs Laxness á sjötta áratug síðustu aldar. „Þetta er auðvitað mjög skemmtilegt og mest þótti mér til um viðbrögð áhorfenda. Það var hrópað og klappað og leikendur voru kaffærðir í blómum í sýning- arlok. Ég hugsa að efni verksins geti höfðað til rússneskra áhorf- enda í dag, þar sem þetta er satíra á eftirsókn okkar eftir glysveröld- inni í Hollywood. Þarna segir frá undirbúningi tveggja íslenskra fjöl- skyldna við brúðkaup sem á að fara fram í anda hinnar amerísku Holly- woodkvikmyndar. Rússar hafa ver- ið fljótir að tileinka sér vestræna siði – og ósiði – og áhorfendur virt- ust vel með á nótunum,“ segir Árni. Að eilífu var frumsýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu vorið 1997 og var samstarfsverkefni leikhússins við Nemendaleikhús Leiklistar- skóla Íslands og var samið sér- staklega að beiðni þess. „Eftir að hafa séð þetta núna langar mig mest til að vinna áfram með leik- ritið,“ segir Árni og bætir því við að hvarflað hefði að sér að þetta væri kannski efni í söngleik. „Þetta var svo kraftmikil sýning að maður færðist allur í aukana,“ segir hann að lokum. Ljósmynd/ITAR-TASS Árni Ibsen í sýningarlok ásamt leikurunum Raimula Iskander og Denis Balandin í hlutverkum brúðhjónanna Guðrúnar og Jóns. Að eilífu frumsýnt í Moskvu KAMMERSVEIT Hafnarfjarðar bregður upp mynd af W.A. Mozart á tónleikum í Hásölum kl. 20 í kvöld, sunnudagskvöld. Sveitin leikur þrjú verk frá þremur æviskeiðum í lífi W.A. Mozart. Divertimento fyrir strengi K 136 sem Mozart samdi þegar hann var 16 ára eftir vel heppnað ferðalag til Ítalíu. Seren- aða í Es-dúr K 375 fyrir blásara, sem Mozart samdi árið 1781 þegar hann vann að óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu og Sinfóníu nr. 40 í g-moll sem Mozart samdi 1788 og er sennilega þekktust og dáðust af öllum sinfóníum hans. Hún er önn- ur af moll sinfóníum Mozarts. Vorið 1791 á dánarári Mozarts bætti hann klarinettum við blásarahópinn í sin- fóníunni og þannig heyrist hún á þessum tónleikum. Kammersveit Hafnarfjarðar er skipuð bæði núverandi og fyrrver- andi kennurum við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem sumir eru hljóð- færaleikarar við Sinfóníuhljómsveit Íslands og aðrir koma annars stað- ar frá. Kammersveit Hafnarfjarðar. Mynd af Mozart brugðið upp í Hásölum KÓPAVOGSDAGAR verða settir í dag og standa til 11. maí. Dagskráin er eftirfarandi: Kl. 13 Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Setningarhátíð: Skóla- hljómsveit Kópavogs leikur undir stjórn Össurar Geirssonar. Knapar úr hestamannafélaginu Gusti standa heiðursvörð. Skólakór Kársness syngur. Kl. 13.30 Listatún við Listasafnið, Salinn og Safnahúsið. Fjölskylduhá- tíð: Stelpurnar í Nylon taka lagið. Ratleikur undir stjórn Sollu stirðu og Höllu hrekkjusvíns úr Latabæ. Nemendur úr Jazzballettskóla Báru í Kópavogi sýna dans eftir Irmu Gunnarsdóttur. Lokaatriði þema- tónleika Smáraskóla. Guðrún Gunn- arsdóttir og Stefán Hilmarsson syngja við undirleik Agnars Más Magnússonar. Unglingakór Digra- neskirkju syngur undir stjórn Heið- rúnar Hákonardóttur. Búdrýgindi spila á útitónleikum. Kvennakórinn Vox Feminae syngur í Salnum kl. 17. Kl. 11–14 Lindasafn Bókamessu- kaffi. Ókeypis skírteini, tölvuleikir til útláns, myndbönd og fleira. Guðs- þjónusta kl. 11. Kl. 14 Náttúrufræðistofa Kópa- vogs Sýning Árna B. Stefánssonar um Þríhnúkagíg og möguleika hellisins sem ferðamannastaðar verður opnuð. Margrét Björnsdótt- ir, formaður Umhverfisráðs Kópa- vogs, flytur ávarp. Kl. 14 Sundlaug Kópavogs Helgi- stund við laugina, séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur við undirleik strengja- sveitar. Kl. 14–18 Myndlistarskóli Kópa- vogs, Fannborg 6 Opið hús. Nem- endur úr fullorðinsdeildum skólans vinna undir leiðsögn kennara. Vatnslitir, olíumálun, teiknun og leirmótun. Börn og unglingar fá tækifæri til að teikna og mála með aðstoð kennara. Kl. 15 Salurinn Kvennakórinn Vox Feminae syngur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Inga Back- man, sópransöngkona, syngur ein- söng. Undirleikari á píanó er Arn- hildur Valgarðsdóttir. Kl. 11–17 Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Viðburðir í tengslum við sýningu Rögnu Fróðadóttur, Rebekku Ránar Samper og Bjarna Sigurbjörnssonar. Hannes Lárusson flytur gjörning. Aðgangur í safnið er ókeypis. Kl. 17 Digraneskirkja Vortón- leikar Söngvina, kórs eldri borgara í Kópavogi. Stjórnandi er Kjartan Sigurjónsson. Flutt verður blönduð efnisskrá íslenskra og erlendra laga. Kl. 20 Salurinn Caterina Demetz, 15 ára ítölsk stúlka, leikur á fiðlu og píanó og Nína Margrét Grímsdóttir leikur á píanó. Kópavogsdagar Dóttir beinagræð- arans eftir Amy Tan er komin út í kilju. Þýðandi er Anna María Hilm- arsdóttir. Amy Tan vakti heimsathygli með fyrstu skáldsögu sinni Leik hlæj- andi láns. Dóttir beinagræðarans er fjórða bók hennar sem kemur út á ís- lensku og enn sem fyrr sækir höfund- urinn efnivið sinn til Kína. Útgefandi er Vaka Helgafell. Bókin er 405 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápu hannaði Loftur O. Leifs- son. Verð: 1.599 kr. Kilja Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.