Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir um það bil tíu árum sagði Þóra mér frá því þegar hún hitti Stefán Íslandi í síðasta sinn. Hún var á leið- inni á myndlistarsýn- ingu á Kjarvalsstöðum og þegar hún kom að dyrum safns- ins hitti hún Stefán sem var á leið- inni út. Hann var klæddur dökk- gráum ullarfrakka og á höfðinu var fallegur og vandaður hattur, vænt- anlega einhvers konar heldri manna höfuðfat. Ég veit reyndar ekki hversu vel þau þekktust, ég vissi bara að hún hafði mikið dálæti á söng hans, en allavega tóku þau tal saman þarna fyrir utan safnið, og meðal þess sem þeim fór í milli var heilsufar Stefáns; hann væri ekki sérlega hraustur lengur. Eftir að þau kvöddust staldraði hún svo- lítið við áður en hún fór inn á safn- ið, og horfði á eftir söngvaranum gamla þegar hann gekk í burtu. En þá, eins og hann vissi að Þóra væri að horfa á eftir sér, sneri hann sér við, tók hattinn sinn ofan og hneigði sig djúpt. Svo var hann víst dáinn stuttu síðar. Það var eins og heilt tímaskeið væri að kveðja mig, man ég að Þóra sagði við mig. Og núna, þegar Þóra er sjálf búin að kveðja, eftir að hafa lifað í tæplega hundrað ár og skilið eftir sig sterkar minningar í hugum þeirra sem þekktu hana, er eins og heilt tímaskeið sé einnig horfið úr mínu lífi: hinn „virðulegi og gamli“ tími; tími sem mér finnst ég hafa verið mjög heppinn að hafa fram á þennan dag tengst í gegnum löng og góð kynni við Þóru. Ég segi heppinn, ekki bara vegna þess að ég hef notið þess að vera í snert- ingu við þennan gamla tíma sem ekki er ónýtt að geta flúið í þegar maður verður þreyttur á nútíman- um, heldur hef ég líka margoft not- fært mér í eigin skáldskap þá óhversdagslegu stemningu sem ég hef iðulega skynjað í návist Þóru – þetta andrúmsloft sem var ein- hvern veginn svo „fínt og sparilegt“ en samt svo afslappað og gott. Og ekki síst hafa lifandi frásagnir hennar af fólki og atburðum oft orðið kveikja að fínum hugmynd- um. Til dæmis fannst mér oft að loknum heimsóknum til Þóru að ég væri eins og nýhlaðinn, að hún – jafn gömul og hún var – hefði gefið mér eitthvað nýtt og ferskt til að spila úr. Enda hafði Þóra einstak- lega gott minni og mikla frásagn- argáfu. Það var hreint aðdáunar- vert hversu mörg mannsnöfn hún gat grafið upp úr fortíðinni, án þess að fipast við að púsla þeim saman, og hvernig löngu liðin atvik voru ljóslifandi í huga hennar, jafnvel eitthvað sem maður átti með réttu að muna sjálfur en var fyrir löngu búinn að gleyma. En hún var ekki síður vakandi gagnvart samtíman- um, til dæmis pólitíkinni og vitleys- unni þar. Hún var jafnvel forvitin um samkvæmis- og skemmtanalíf Íslendinga! „Maður verður að fylgj- ast jafnt með því háa og lága,“ sagði hún við mig nokkrum vikum áður en hún dó, og átti þá við fjöl- miðlana sína tvo: Rás eitt, sem hún hafði jafnan kveikt á við rúmið hjá sér, og Séð og heyrt. Sem hússtýra hjá afa og ömmu, og síðan allar götur eftir að þau féllu frá, má segja að Þóra hafi leik- ið eitt mikilvægasta hlutverkið í föðurfjölskyldu minni. Það starf sem hún vann fyrir Stefán afa og Helgu ömmu, bæði hér heima og í Kaupmannahöfn, var mikið og óeig- ingjarnt, og eftir að afi dó, fyrir rúmum tuttugu árum, var það jafn- an hjá Þóru, í íbúðinni hennar við ÞÓRA JÓNSDÓTTIR ✝ Þóra Jónsdóttirfæddist í Norður- koti á Kjalarnesi 1. október 1907. Hún lést hinn 11. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 21. apríl. Kaplaskjólsveginn, sem fjölskyldur bræðranna, pabba og Björns, og Stefán Val- ur, eða Valli, hittust á jólum, páskum og við önnur tækifæri. Ég finn ennþá ilminn af heita súkkulaðinu, því sem aldrei mátti kalla kakó; það var heitt súkkulaði. Og þegar ég hugsa um allt starf- ið sem Þóra innti af hendi, og hvað allt var fínt í kringum hana, rifjast upp fyrir mér nokkur orð sem mamma sagði við mig fyrir fáeinum dögum, eftir að hún og pabbi höfðu verið í heim- sókn hjá Þóru á Droplaugarstöðum: „Það er skrítið að horfa á þessa fínu og sléttu húð á höndunum hennar og hugsa um hvað þær hafa unnið mikið í gegnum tíðina.“ Eflaust á eftir að taka mig smá tíma að venjast þeirri staðreynd að ég heimsæki Þóru ekki meir. En um leið og ég segi það veit ég að í huganum eiga heimsóknirnar eftir að verða fleiri, og ég á margoft eftir að rifja upp hvernig hún hefði orðað þetta eða hitt og hvernig hún hefði lýst hinum eða þessum. Ætli ég eigi ekki líka stundum eftir að ráðfæra mig við minningu Þóru áður en ég mynda mér skoðun á þessu eða hinu. En þó það taki ef til vill svo- litla stund að venjast því að hún sé farin var maður auðvitað vel und- irbúinn fyrir andlát hennar. Ekki síst vegna þess að undir það síðasta fannst henni sjálfri vera nóg komið, og hún sagðist stundum ekkert skilja í því hvers vegna Guð væri ekki fyrir löngu búinn að láta senda eftir sér. En líf hennar varð langt – við hin í fjölskyldunni vorum farin að halda að hún myndi lifa okkur öll! – og sé það rétt hjá henni að Guð hafi ekki viljað fá hana strax til sín hefur ástæðan væntanlega verið sú að honum hefur fundist að heim- urinn ætti að njóta hennar lengur. Og þar hafði hann rétt fyrir sér. Ólíkt Stefáni Íslandi er ég ekki vanur að ganga með hatt á höfðinu en í kveðju- og virðingarskyni tek ég ofan fyrir vinkonu minni Þóru. Og ef það er rétt að fólk hittist fyrir hinumegin, eins og segir í kvæðinu, þá þykist ég vita að auk Helgu ömmu og Björns frænda sé hún bú- in að hitta fyrir að minnsta kosti þrjá Stefána: afa, Valla og söngv- arann frá Íslandi. Bragi Ólafsson. Þóra var ekki fædd með silfur- skeið í munni og ekki gat móðir hennar séð henni farborða og var hún tekin í fóstur af ömmusystur sinni í móðurætt og manni hennar sem reyndust litlu stúlkunni ein- staklega vel. Ekki naut hún þeirra lengi því þau létust þegar hún var um fermingu. Þóra minntist fóstur- foreldra sinna af mikilli virðingu og hlýju. Hún hafði löngun til að læra og sagðist hafa grátið þegar farkenn- arinn fór af heimilinu. Eftir lát fóst- urforeldra sinna varð hún að vinna fyrir sér og var í ýmsum vistum, en árið 1925 réðst hún að Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi til Björns Ólafs út- vegsbónda og Valgerðar konu hans. Þegar elsta dóttir þeirra Helga giftist Stefáni Jóhanni Stefánssyni fór Þóra í vist til þeirra og sú dvöl varð löng. Hún fór með þeim til Danmerkur í sendiherratíð Stefáns Jóhanns og var áfram á heimili þeirra eftir heimkonuna og hjúkr- aði Helgu í hennar veikindum og aðstoðaði Stefán Jóhann í ellinni. Þóra var dugnaðarforkur og óhrædd við að takast á við ný verk- efni, hún naut sín vel í Kaupmanna- höfn, lærði að rata um borgina eins og ekkert væri og bjargaði sér á sinni sjálflærðu dönsku. Hún var höfðingjadjörf eins og Íslendinga er siður. Hún hafði gaman af að segja mér frá hinum fjölmörgu gestamót- tökum í sendiráðinu, hve frú Niels Bohr var lítillát og hvað rússneska sendiherrafrúin átti fínan pels og hvað þeldökku konurnar voru glæsilegar. Einnig þóttist hún sjá fagurkerana og listamennina Hall- dór Laxness og Poul Reumert kíkja hvor á annan og ef til vill spá í hvor hefði betri klæðskera. Þóra átti mörg hálfsystkini sem hún hafði gott samband við sem og allan sinn frændgarð. Hún var ein- staklega barngóð og vildi veg þeirra sem bestan og hvatti alla unglinga til menntunar. Minnug æsku sinnar var hún dómhörð á upplausn heimila og fjölskyldna vegna öryggis barnanna. Hún var skapmikil og föst fyrir, gjöful og greiðvikin og hafði skoðun á öllum málum. Tryggðatröllið Þóra sagði tengdafaðir minn um hana. Það var vel mælt því tryggara hjú hús- bændum sínum var vart að finna. Hún hefði gengið Mosfellsheiðina þrjú dægur í villu, svöng og illa haldin, eins og Guðrún í sögu Hall- dórs Laxness um „Brauðið dýra“ því eins og Guðrún svaraði þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði ekki etið af brauðinu sem hún sótti í hverinn og hélt á, „því sem manni er trúað fyrir, því er manni trúað fyrir.“ Þóra hélt góðri heilsu og reisn til síðustu daganna. Hennar er saknað. Guðríður Tómasdóttir. Síðan Þóra lést á páskadag hafa margar minningar um þessa merki- legu konu farið í gegnum huga minn. Þóra hefur fylgt fjölskyldu minni í nærri 80 ár og í fimm ætt- liði. Lengst af ævi sinnar fylgdi hún þó afa mínum og ömmu, á Ásvalla- götu, í Danmörku og að lokum í Grænuhlíð 11 en ég og mín fjöl- skylda áttum heima í næsta húsi. Ég man eftir Þóru sem smá- strákur er ég heimsótti hana og afa en amma mín lést er ég var tveggja ára. Ég var á tímabili eins og grár köttur í Grænuhlíð 11, oft að leika við Helgu og Sigurjón frændsystk- ini mín. Á hverjum miðvikudegi voru fastir liðir en þá kom ég til Þóru í steiktan fisk. Í eftirmat var maís- enagrautur með saft! Á Verzlunar- skólaárum mínum heimsótti ég Þóru nánast vikulega og var mér þá boðið upp fisk eða hakkað buff en þá var ég í leikfimi í KR-heimilinu sem var í næsta húsi við Kapla- skjólsvegi en þar átti Þóra heim í nærri 20 ár eftir andlát afa. Þar hitti ég oft Sigurjón frænda sem var einnig fastagestur hjá Þóru. Við Þóru spiluðum oft. Í Grænuhlíðinni spilaði hún Olla frænka hennar Þóru oft með okkur og var þá iðu- lega tekið í manna en þegar við spiluðum tvö spiluðum við oftast Marías eða Rússa. Þóra lagði auk þess kapla af miklum móð. Ekki held ég að Þóra hafi búist við að lifa tvo syni húsbóndans, eins og hún kallaði afa minn, en stund- um þróast lífið öðruvísi en fólk heldur. Ég sagði alltaf við Þóru að hún yrði 100 ára og hló hún þá. Ég man það vel árið 1998 að mamma hringdi í mig þar sem ég var úti í bæ og sagði að Þóra væri mjög veik og gæti dáið þá og þegar. Ég flýtti mér á spítalann. Ég man að ég byrjaði að tala um kosning- arnar sem þá voru framundan við hana og var þá eins og lifnaði yfir henni en Þóra var alla tíð mikill jafnaðarmaður og hafði mikinn áhuga á stjórnmálum. Þóra reynd- ist ekki tilbúin að kveðja þá og náði sér vel á strik aftur. Ég fór með Þóru á kjörstað árið 1999 fyrir alþingiskosningarnar. Þegar ég talaði við Þóru fyrir kosn- ingarnar í fyrra til að hvetja hana til að kjósa fékk ég stutt og laggott svar. „Ef ég kemst ekki kjörstað þá kýs ég ekki.“ Skipti þar engu þótt hægt væri að kjósa á Droplaug- arstöðum. Þetta var eitthvað sem hún hafði fyrir löngu ákveðið. Þóru mína kveð ég af mikilli virð- ingu. Það gera einnig Ída og strák- arnir. Gunnar Björnsson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Hverafold 138, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólk krabbameinsdeil- dar Landspítalans (deild 11E). Steindór Jónsson, Þórunn Steindórsdóttir, Sveinbjörn S. Hilmarsson, Jón Elvar Steindórsson, Anna Guðmundsdóttir, barnabörn og systkini. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞÓRIS B. EYJÓLFSSONAR, Starengi 100, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfs- fólki Landspítalans á deild 11-E. Helga Pálsdóttir, Erna Þórisdóttir, Magnús Eiríkur Eyjólfsson, Guðrún Kristín Þórisdóttir, Aðalsteinn Heimir Jóhannsson, Helga Kristín Magnúsdóttir, Dóra Jóna og Þórný Edda Aðalsteinsdætur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, ÞORLEIFS BJÖRNSSONAR, Safamýri 48, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Antonsdóttir, Sigurbjörn Þorleifsson, Hulda Fríða Ingadóttir, Garðar Þorleifsson, Ásta María Þórarinsdóttir, Sveinn Valgeir Kristinsson, Svanhildur Guðbjartsdóttir, Anton Einarsson, Haukur Harðarson, Guðrún María Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður míns og bróður, JÓNS HELGASONAR, Miðhúsum, Gnjúpverjahreppi. Halldór B. Jónsson, Ingibjörg Helgadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.