Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ SEMUR VERK FYRIR ÍD Erna Ómarsdóttir dansari mun semja dansverk fyrir Íslenska dans- flokkinn sem frumsýnt verður á næsta starfsári hans. Erna er ein skærasta stjarna Evrópu í nútíma- dansi og hefur í tvígang verið valin besti evrópski nútímadansarinn af útbreiddasta danstímariti Evrópu, Ballet International. Pólitískt baráttutæki Hugmyndin að framboði Ólafs Ragnars Grímssonar til embættis forseta Íslands virðist hafa verið pólitísk tilraun sem leiddi til ann- arrar niðurstöðu en til var stofnað. Í umfjöllun í Tímariti Morgunblaðsins í dag um aðdraganda forseta- framboðsins kemur fram að fram- boðið hafi verið hugsað sem pólitískt baráttutæki fyrir hans hönd, sam- einingarmálstaðar vinstrimanna og áframhaldandi þátttöku hans í landsmálapólitík. Spurn eftir sumarhúsalandi Stöðug spurn er eftir landi undir sumarhús í uppsveitum Árnessýslu og hafa breytingar á skipulagi víða verið auglýstar þar sem fyrirhugað er að breyta landbúnaðarsvæðum í frístundabyggð. Á síðasta ári var sótt um 196 lóðir undir sumarhús borið saman við 120–130 lóðir að meðaltali árin á undan. Rannsókn á pyntingum Breska dagblaðið Daily Mirror birti í gær myndir þar sem breskir hermenn sáust berja fanga í Írak til óbóta og niðurlægja hann. Bresk stjórnvöld fordæmdu meðferðina á fanganum og hófu rannsókn á mál- inu. Áður höfðu myndir af íröskum föngum, sem bandarískir fangaverð- ir pyntuðu og auðmýktu, vakið hörð viðbrögð víða um heim. Bandaríska leyniþjónustan var í gær sökuð um að hafa fyrirskipað pyntingarnar til að neyða fangana til að veita upplýs- ingar. Árás á Vesturlandabúa Að minnsta kosti sex Vest- urlandabúar og þrír árásarmenn biðu bana í árás í bænum Yanbu í Sádi-Arabíu í gær. Hermt var að mennirnir hefðu ráðist inn á skrif- stofu þar sem Vesturlandabúar starfa og hafið skothríð. Þeir hefðu síðan skotið á vestrænar verslanir og veitingahús. Y f i r l i t Í dag Skissa 6 Bréf 50 Sigmund 8 Dagbók 52/53 Listir 29/31 Auðlesið efni 54 Forystugrein 32 Þjónusta 55 Reykjavíkurbréf 32 Kirkjustarf 42 Skoðun 34/37 Leikhús 56 Umræðan 38/42 Fólk 56/61 Minningar 43/47 Bíó 58/61 Hugvekja 42 Sjónvarp 62/63 Myndasögur 50 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Alltaf ód‡rast á netinuÍSLE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Glasgow 14.490 kr. London 16.900 kr. Kaupmhöfn 16.900 kr. Hamborg 16.900 kr. Berlín 16.900 kr. Nýr netsmellur ATVINNA fyrir alla vísar til þeirrrar skoðunar okkar að það beri að flétta saman áherslur í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmál- um. Það vísar til þess, að nú þegar við sjáum fram á að ástand í atvinnumálum verði vænt- anlega betra næstu árin, að minnsta kosti þar til þeim stórframkvæmdum sem nú eru í gangi lýkur, þá er rétti tíminn til að undirbúa árin sem á eftir koma, sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um yfirskrift dagsins í ávarpi á baráttudegi verkalýðsins á Ísafirði. Grétar sagði að ástandið í þjóðfélaginu og efnahagslífinu hefði lengi markast af óttanum við verðbólgu en þær áhyggjur hefðu nú færst yfir á atvinnuleysið. „Undanfarin misseri höfum við kynnst vá- gesti sem hefur verið næstum óþekktur um all- langt skeið – það er langtímaatvinnuleysi. Það er nokkuð sem við getum ekki sætt okkur við,“ sagði hann. Þá vísaði yfirskrift dagsins til þeirrar þróunar sem átt hefði sé stað á und- anförnum árum með breyttu eignarhaldi í at- vinnulífinu og hlutabréfavæðingu fyrirtækja sem hefði leitt til þess að stjórnendur hefðu fjarlægst fyrirtækin og gerðu þá einu kröfu að þau skiluðu arði. „Við höfum allt of mörg dæmi um að menn hafi lokað fyrirtækjum sem skapa grundvöllinn að atvinnulífi í heilu byggðarlög- unum af því að kvótinn skilar meiri arði annars staðar.“ Niðurskurður þrátt fyrir fögur fyrirheit Grétar sagði um nýgerða kjarasamninga stærstu sam- bandanna á almennum vinnumarkaði að ljóst væri að þeir ógnuðu á engan hátt stöðugleik- anum í þjóðfélaginu. Sérstök ástæða væri hins vegar til að nefna að framlög í lífeyrissjóði myndu aukast á samningstímanum og með því væru mikilvæg réttindi tryggð. Þá hefði náðst samkomulag um að jafna réttindi og kjör fólks í stéttarfélögum opinberra starfsmanna og fé- lögum á almennum vinnumarkaði sem hefði verið krafa verkalýðshreyfingarinnar um ára- bil. „Ég hlýt þó að lýsa nokkum vonbrigðum yfir aðkomu ríkisstjórnarinnar. Fyrir alþingiskosn- ingar var mikill og góður samhljómur milli stjórnmálaflokkanna um velferðarmál. Þessi at- riði hafa ekki gengið eftir. […] Í sáttmála rík- isstjórnarinnar er að finna ýmis fögur fyrirheit um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, efl- ingu heilsugæslu, hækkun barnabóta og stuðn- ing við fjölskyldur langveikra barna, svo fátt eitt sé nefnt. Í fjárlögum gat aftur á móti að líta niðurskurð á mörgum sviðum og við höfum séð merki þar um, til dæmis í heilbrigðiskerf- inu,“ sagði Grétar. Þá vék hann að stækkun Evrópusambands- ins. Ríkisstjórnin hefði, m.a. að ráði ASÍ, ákveðið að fresta gildistöku ákvæða um frjálsa för fólks frá nýjum aðildarríkjum sambandsins en það bæri síður en svo að túlka þannig að ASÍ væri á móti útlendingum. Sagði Grétar að búa þyrfti erlendu fólki betri skilyrði til at- vinnuþátttöku hér á landi, einkum í ljósi reynsl- unnar af framkvæmdum við Kárahnjúka. „Reynslan af framkvæmdunum við Kára- hnjúka hefur sýnt okkur að íslenskt samfélag var ekki tilbúið að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust þar og svo virðist sem viðfangs- efnin þar hafi komið opinberum eftirlitsstofn- unum í opna skjöldu – svo ótrúlegt sem það nú er,“ sagði Grétar Þorsteinsson. Grétar Þorsteinsson í ávarpi á baráttudegi verkalýðsins 1. maí á Ísafirði „Rétti tíminn til að undir- búa árin sem á eftir koma“ Grétar Þorsteinsson ÍSLENSKA ólympíunefndin mun fá gistingu um borð í skemmti- ferðaskipi meðan á dvöl hennar í Aþenu stendur vegna ólympíu- leikanna í sumar. Skortur er á gisti- rými í borginni fyrir allan þann fjölda sem sækir leikana og því hafa skipuleggjendur brugðið á það ráð að leigja átta skemmtiferðaskip til að gegna hlutverki hótela. Fréttastofan AP greinir frá því að íslenska ólympíunefndin sé með- al þeirra nefnda sem munu gista í einu af „fljótandi“ hótelunum. Hin- ar nefndirnar eru frá Rússlandi, Suður-Afríku, Indónesíu og Taívan. Gert er ráð fyrir því að 13 þúsund gestir ólympíuleikanna fái gistingu í skipunum, en meðal þeirra er Queen Mary 2, stærsta skemmti- ferðaskip í heimi. Íslenska ólympíu- nefndin gistir í skipi Reuters ÞAU tæknilegu mistök urðu í Tímariti Morgunblaðsins í dag við vinnslu fyrri hluta greinar um forsetaferil Ólafs Ragnars Grímssonar að á tveimur stöð- um féllu út setningar og setn- ingarhlutar. Á milli blaðsíðna 15 og 16 vantar eina línu. Rétt er setningin svona: Þegar menn eru núna að tala um að þetta sé svo lítið og ómerki- legt embætti að forseti þings- ins geti hæglega sinnt því byggist það á misskilningi; forsetaembættið er fullt starf og eigi aðrir að sinna því verð- ur það einfaldlega skorið nið- ur. Á milli blaðsíðna 22 og 24 vantar línur. Réttar eru setn- ingarnar svona: „Sveinn Björnsson fór aðeins einu sinni í opinbera heimsókn til útlanda,“ segir Gylfi Gröndal. „Það var til Bandaríkjanna í ágúst 1944 þar sem hann þáði heimboð Roosevelts for- seta …“ Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting VERKALÝÐSDAGURINN var haldinn hátíðlegur um land allt í gær en í yfir 80 ár hefur íslenskt launafólk komið saman og farið í kröfugöngur 1. maí til að berjast fyrir betri kjörum Í Mývatnssveit sem annars stað- ar gengur lífið sinn vanagang á hefðbundnum vinnudegi og þar var að mörgu að hyggja daginn fyrir verkalýðsdaginn áður en dæl- ing á kísilgúr gæti hafist úr Mý- vatni. Þeir Grétar Ásgeirsson og Magnús Ómar Stefánsson, starfs- menn Kísiliðjunnar, voru að und- irbúa dælulögn og draga hana út á vatnið. Dælingu á kísilgúr úr Mý- vatni verður hætt síðsumars og verður starfsemi Kísiliðjunnar lögð niður í síðasta lagi um næstu ára- mót. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Í dagsins önn við Mývatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.