Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 54
AUÐLESIÐ EFNI 54 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIR af bandarískum hermönnum, sem virðast pynda og niðurlægja íraska fanga í fangelsi í Bagdad, hafa vakið hneysklun og reiði víða og þá ekki síst í araba-ríkjunum. Stjórnmálamenn í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu, Mið-Austurlöndum og víðar hafa lýst hneykslun á því sem myndirnar sýna. En þær voru birtar á CBS-sjónvarps-stöðinni bandarísku. Þar kom fram, að í síðasta mánuði hefði 17 hermönnum verið vikið til hliðar meðan á rannsókn stendur. Fyrir nokkrum dögum var og hershöfðingi, sem bar ábyrgð á fangelsis-málum bandaríska hersins, settur af um stundar-sakir. Búist er við að þau verði dregin fyrir herrétt. Talsmaður Tony Blair, forsætis-ráðherra Bretlands, sagði að honum hefði „boðið við“ myndunum. Og Bandaríkja-stjórn sagði framferði af þessu tagi ekki liðið. Sjónvarps-stöðvar í araba-ríkjunum hafa sýnt myndirnar og munu þær ekki verða til auka hróður Bandaríkjanna þar. Þá geta þær kynt undir þeirri miklu ólgu, sem er í Írak. Myndir af pyndingum vekja reiði MIKLAR umræður hafa farið fram nú í vikunni um skýrslu nefndar um eignarhald á fjölmiðlum og frumvarp ríkis-stjórnarinnar sem byggt er á niðurstöðum þeirrar skýrslu. En umræðurnar hafa bæði farið fram á Alþingi og eins meðal almennings. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra fylgdi skýrslunni úr hlaði á þingfundi, sem hófst eftir hádegi á miðvikudag. Eftir það tóku síðan við umræður sem stóðu yfir allan daginn og fram á nótt. Menntamála-ráðherra sagði við umræðurnar að samþjöppun á fjölmiðla-markaði væri langtum meiri en í öðrum vestrænum lýðræðis-ríkjum. Sagði hún að eitt stærsta fyrirtækið í íslensku viðskipta-lífi, það er Baugur, hefði á stuttum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjölmiðla- markaðinum. Nauðsynlegt væri að grípa til viðeigandi aðgerða. Þess vegna þyrfti að setja lög sem takmörkuðu eignarhald á fjölmiðlum. Harðar deilur urðu á Alþingi um þetta mál. Þingmenn ríkis-stjórnarinnar voru flestir sammála um að skýrslan væri vel unnin og ítarleg. Stjórnar-andstæðingar á þingi gagnrýndu aftur á móti fjölmiðla-frumvarp ríkis-stjórnarinnar harðlega. Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingar, sagði að ríkis-stjórnin hefði fallið í þá gryfju að semja upp úr skýrslunni ótrúlega illa unnið frumvarp. Frumvarp sem stæðist engar kröfur um lagasetningu. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri-hreyfingarinnar – græns framboðs, sagðist ekki skilja hvers vegna lægi svona á að afgreiða frumvarpið á vor-þingi. Árni Magnússon, félagsmála-ráðherra, sagði hins vegar frétta-umfjöllun síðustu daga sönnun þess að eignarhald fjölmiðla gæti haft og hefði stundum úrslita-áhrif um það hvernig fjölmiðlar fjölluðu um umdeild mál. Deilur um eignarhald á fjölmiðlum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra í ræðustól á Alþingi. ÍSLAND og Lettland gerðu markalaust jafntefli í vináttu-landsleik, sem fram fór í Riga, höfuðborg Lettlands, á miðvikudag. Ásgeir Siguvinsson, landsliðs-þjálfari Íslands sagði eftir leikinn að hann hefði verið ánægður með strákana í liðinu. „Þeir léku mun betur en í Albaníu á dögunum. Með smá heppni hefðum við getað unnið leikinn,“ sagði Ásgeir. Árni Gautur Arason, mark-vörður, var hetja íslenska liðsins. Hann varði tvisvar meistaralega í leiknum. Vörn íslenska liðsins var einnig traust. Þá náðu miðjumennirnir að halda boltanum vel og leika honum á milli sín. Jafntefli var sanngjörn úrslit. Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnu-sambands Íslands var mjög ánægður með leikmenn Íslands eftir jafntefliðð. „Jafntefli var fullkomlega réttlát úrslit og nú vona ég að stígandin verði rétt hjá okkur í framhaldinu. Við eigum tvo skemmtilega leiki framundan í Englandi, gegn Englandi og Japan, og síðan rætist draumurinn um að fá Ítali í heimsókn á Laugardalsvöllinn,“ sagði Eggert. En hann bíður spenntur eftir framhaldinu. Morgunblaðið/Árni Torfason Árni Gautur Arason, mark-vörður íslenska lands-liðsins í knattspyrnu, stóð sig vel í leiknum. Árni Gautur var hetja Íslands MIKIÐ umstang er nú á Snæfellsnesi, nánar tiltekið í Björgunar-stöðinni á Gufuskálum. Þar er nefnilega verið að taka upp nýja kvikmynd. Myndin er stór í sniðum og er að hluta til framleidd af Íslendingum, ásamt Kanadamönnum og Bretum. Myndin mun heita Guy X og er sagan byggð á skáldverkinu No One Thinks of Greenland eftir John Griesemer. Hilmir Snær Guðnason fer með hlutverk í myndinni og er eini Íslendingurinn sem kemur þar við sögu að ráði, en heimamönnum frá Hellissandi mun þó bregða fyrir í smá-hlutverkum. Auglýst var eftir fólki á aldrinum 15 til 35 ára sem vildi spreyta sig á kvikmynda-leik. Nokkrir á Hellissandi gripu tækifærið að komast á tjaldið. Einnig hefur komið fólk úr Reykjavík, Akranesi og víðar að til að taka þátt í ævintýrinu. Slík gestakoma sem þessi setur nokkuð svip á staðinn á Hellissandi. Hótel Hellissandur er fullsetið af leikurum og starfsfólki sem tengist kvikmyndatökunni og þessir gestir koma líka við í verslunum á staðnum. Aðal-hlutverk í myndinni eru í höndum heimskunnra leikara. Þar ber helstan að nefna Bandaríkjamanninn Jason Biggs en hann lék aðalhlutverkið í vinsælum bandarískum unglinga-myndum sem hétu American Pie. Auk hans fara bresku leikararnir Jeremy Northam og Natasha McElhone með stór hlutverk í myndinni. Það er Anna María Karlsdóttir sem kemur að framleiðslu myndarinnar fyrir hönd fyrirtækisins Ex ehf. Gert er ráð fyrir að tökur standi til 9. maí, en þá eftir þær verður þeim haldið áfram í Kanada. Stórmynd tekin upp á Snæ- fellsnesi Ljósmynd/Alfons Finnsson Frá tökustað á Snæfellsnesi. …með allt fyrir tískuna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.