Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 57

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 57 Árið 1992 hitti gítarleikarinnog söngvarinn Isaac Brockbassaleikarann Eric Judyá myndbandaleigu í Issaq- uah, úthverfi Seattle, þar sem þeir bjuggu báðir. Þeir tóku tal saman og þegar í ljós kom að þeir höfðu álíka skoðanir á tónlist ákváðu þeir að stofna saman hljómsveit. Þriðji mað- urinn var svo trymbillinn Jeremiah Green sem Brock þekkti og hafði spilað með í hljómsveit nokkru áður. Brock byggði æfingaskúr skammt frá húsvagninum sem móðir hans bjó í og þar æfði sveitin frá því snemma 1993, samdi lög og tók upp prufur. Fyrsta smáskífan kom svo út hjá þeirri ágætu útgáfu K Re- cords 1994 og á næstu árum bættust fleiri smá- og stuttskífur í safnið. 1995 var sveitin loks tilbúin í stóra plötu, upptökur hófust þá um haust- ið og í febrúar 1996 kom svo út platan This Is a Long Drive for Someone With Nothing to Think About og síðar sama ár EP-platan Interstate 8. Up Records gaf plöt- urnar út. 1997 gaf K Records út plötuna The Fruit That Ate Itself, sem er síðasta Modest Mouse plat- an, en þá um haustið kom svo út The Lonesome Crowded West á vegum Up sem vakti á sveitinni mikla at- hygli. Þegar hér var komið sögu voru stórfyrirtæki farin að veita Modest Mouse verulegan áhuga og svo fór að Brock og félagar sömdu við Sony / Epic. Fram að þessu hafði sveitin verið gríðarlega afkastamikil, sent frá sér efni sem dugað hefði venju- legri hljómsveit á fjórar til fimm breiðskífur á aðeins tveimur árum. Það kom því mörgum á óvart hve langan tíma tók að setja saman fyrstu stóru plötuna. Skýringin er væntanlega að einhverju leyti sú að sveitin tekur gríðarlegt stökk fram ávið á plötunni, bætir verulega við sig í hljóm- og útsetningum og nýtir aðstöðuna sem samningur við stór- fyrirtæki gaf afskaplega vel. Aðrir hafa reyndar gert því skóna að hluta skýringarinnar sé að leita í því að Brock var kærður fyrir nauðgun 1999, en það mál var reyndar látið niður falla þegar stúlkan sem kærði dró kæruna til baka. Brock fékk miklar ákúrur fyrir þetta í fjöl- miðlum vestan hafs enda meintur glæpur alvarlegur. Hvað sem því líður kom platan langþráða, The Moon & Antarctica, út sumarið 2000 og var og er mikill gæðagripur. Til gamans má geta þess að platan var endurútgefin um daginn með mjög endurbættum hljóm og öðlaðist við það nýtt líf. Bestu meðmæli. Þess má og geta að Modest Mouse kom hingað til lands á lágmenningarhátíð Hljómalindar sumarið 2001, enn eitt grettistak Kidda Kanínu sem sárt er saknað í íslensku tónlistarlífi. Næsta útgáfa sveitarinnar, Sad Sappy Sucker, sem K Records gaf út, var nánast gefin út í óþökk hljómsveitarinnar, en á henni er að finna upptökur frá 1994 sem áttu að verða fyrsta breiðskífa Modest Mouse. Vissulega forvitnileg útgáfa en bætir litlu við myndina af sveit- inni í sjálfu sér. Næstu ár voru sérkennileg fyrir Brock svo ekki sé meira sagt; hann gaf út sólóplötu, var kjálkabrotinn af unglingum, fékk ákúrur frá aðdá- endum fyrir að láta lög í auglýs- ingar, var handtekinn fyrir morð- tilraun og trommuleikari sveitarinnar til tíu ára hætti óforvar- andis. Sólóplatan fyrst: Sagan hermir að 1998 hafi geðtruflaður aðdáandi Modest Mouse, Edgar Graham, ruðst upp á svið og heimtað að fá að syngja með. Hann var með í fartesk- inu talsvert af lögum og textum sem hann vildi koma á framfæri. Brock tók að sér að taka lögin upp fyrir kauða, en áður en platan kom út var Graham horfinn. Platan sem eftir hann lá var einkar skemmtileg og kemur kannski ekki á óvart, í ljósi þess að Graham var vitanlega til- búningur, aukasjálf Brocks. Á skíf- unni, Sharpen Your Teeth, kallaði Brock sig Ugly Casanova og fékk sér til aðstoðar þá Paul Jenkins úr Black Heart Procession, John Orth úr Holopaw og Tim Rutili og Brian Deck úr Califone, en Deck var ein- mitt upptökustjóri á The Moon & Antarctica. Kjálkabrotið er öllu einfaldara: Brock, sem var drukkinn, gaf sig á tal við unglingagengi skammt frá hljóðverinu í Chicago þar sem The Moon & Antarctica var tekin upp og var varla búinn að yrða á þau þegar hann var kýldur og kjálkabrotinn. Skömmu eftir að The Moon & Antarctica kom út vakti það mikla gremju aðdáenda að Brock gaf leyfi fyrir því að tvö lög sveitarinnar yrðu notuð í auglýsingar og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja; hann vantaði salt í grautinn. Þá er það morðtilraunin: Brock rekur söguna svo að hann hafi verið að keyra undir áhrifum og lent í óhappi þar sem einn farþegi í bílnum meiddist lítillega, þumall á annarri hendi fór úr lið. Þetta var í Oregon og þar er víst til siðs að telja öll slys sem verða vegna drykkju morð- tilræði. Brock segist hafa ráðið lög- fræðing og greitt honum fyrir að sjá um öll formsatriði og síðan gleymt öllu saman. Ári síðar brá hann sér svo yfir til Kanada að skoða Niag- ara-fossana en þegar hann sneri til baka var hann handtekinn á landa- mærunum enda var það komið í tölvukerfi að hann væri eftirlýstur í Oregon fyrir morðtilraun. Kom á daginn að lögfræðingurinn sem hann hafði ráðið til að sinna málum hafði ekki unnið vinnuna sína og Brock var settur inn í hálfa aðra viku. Loks trommuleikarahvarfið: Op- inber skýring er að Jeremiah Green hafi viljað sinna betur hljómsveitinni Veils sem hann var að spila með í frí- stundum. Á milli línanna má þó lesa að Green hafi átt í erfiðleikum vegna vímuefnaneyslu og ekki ljóst hvort hann sé einu sinni meðlimur Veils. Þegar Green hætti í sveitinni voru upptökur að nýrri skífu komnar í gang, plötunni sem er kveikjan að þessari samantekt, Good News for People Who Love Bad News. Þeir Brock og Judy voru þó ekki af baki dottnir, héldu sínu striki, þó Brock hafi puttabrotnað í miðjum klíðum, og skiluðu frá sér afbragðsplötu. Tónlistin er venju fremur fjölbreytt, blásarar og órafmögnuð hljóðfæri í bland við rafgítarrokk. Brock hefur látið þau orð falla að hann hafi viljað hafa plötuna sem jákvæðasta þrátt fyrir hörmungarnar sem gengið höfðu yfir hann og sveitina, en hremmingarnar skila sér þó eðlilega í textunum, til að mynda The Good Times Are Killing Me, sem fjallar opinskátt um vímuefnaneyslu þeirra Modest Mouse félaga. Brock segist vera búinn að ná tökum á neyslunni og hann umgangist ekki lengur þá sem séu í slíku. „Ég sé á eftir því hvað ég neytti mikils af vímuefnum; það virtist góð hugmynd á sínum tíma en var það eflaust ekki.“ Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Hrakfallabálkurinn Isaac Brock Bandaríska rokksveitin Modest Mouse er með for- vitnilegustu hljómsveitum vestan hafs og hefur ver- ið svo lengi. Hún sendi á dögunum frá sér breiðskíf- una Good News for People Who Love Bad News.  AKUREYRARKIRKJA: Tónleikar með KK en hann verður í Siglufjarð- arkirkju á mánudagskvöldið.  ÁSGARÐ- UR, Glæsibæ: Caprí-tríó leikur fyrir dansi í kvöld.  GRAND- ROKK: Blús- menn Andreu og hollenski gítarleikarinn Joep Pelt klukkan 22.  HÓTEL BORG: Múlinn. Kristjana syngur Julie London.  RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR: Dagur harmónikkunnar í dag klukkan 15.00. Harmonikkufélög Reykjavík- ur, Rangæinga, Selfoss og Suð- urnesja halda uppi kátlegu nikku- stuði. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Harmonikkan mun ráða ríkjum í Ráðhús- inu í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.