Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 12

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 12
12 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í skýrslu fjölmiðlanefndar erbent á ýmsar leiðir, sem faramegi til að setja löggjöf umeignarhald á fjölmiðlum. Hefði hugsanlega verið betra ef nefndin hefði tekið af skarið um hvaða leið hún teldi besta? Það held ég ekki. Fljótlega eftir að nefndin hóf störf urðu nefndar- menn sammála um það að þetta væri nákvæmlega hlutverkið, að setja skýrsluna saman með þeim hætti sem gert var. Að það væri hlutverk nefndarinnar að svara þeirri spurn- ingu hvort ástæða væri til að setja reglur um eignarhald á fjölmiðlum. Og nefndin svaraði þeirri spurningu játandi. Við töldum að það væri æskilegt að setja löggjöf sem tæki á þessu. Nefndin hafði alveg fagleg rök fyrir þeirri niðurstöðu. Hún komst að þeirri niðurstöðu að það væri afar æskilegt að það yrði brugðist við nú- verandi aðstæðum á íslenskum markaði með lagasetningu til að tryggja fjölbreytni og fjölræði í fjöl- miðlum, einkum vegna stöðu Norð- urljósa í ljósvakamiðlum og á dag- blaðamarkaði. Í framhaldi af því vakna hins vegar ýmsar spurningar; hvernig á að bregðast við, hversu langt á að ganga og svo framvegis. Við bentum á ýmsar leiðir og ein þeirra var leyfisveitingarleiðin, sem svo er nefnd, en hún hefur verið val- in í frumvarpi ríkisstjórnarinnar.“ Davíð Þór segir að í skýrslu fjöl- miðlanefndar komi fram að ef yf- irvöld telji að brjóta þurfi upp að- stæður sem þegar séu á markaði þá sé leyfisveitingarleiðin besta leiðin til þess. Henni sé hægt að beita án stjórnskipulegra vandkvæða. „Það er síðan ríkisstjórnin sem tekur póli- tíska ákvörðun um að fara þessa leið,“ segir Davíð Þór, „sem nefndin telur skynsamlega miðað við mark- miðið sem stefnt er að.“ Er ekki afturvirkt Davíð Þór kveðst ekki alveg sam- mála þeim sem segja, að frumvarpið sé afturvirkt. „Frá lögfræðilegu sjónarhorni felur meginhugmyndin í frumvarpinu ekki í sér nein stjórn- skipuleg vandkvæði, þ.e.a.s. þessi meginhugmynd um það, að þegar leyfin renni út og þeim úthlutað aft- ur þá gildi nýjar reglur. Löggjaf- anum er fullkomlega heimilt að breyta útvarpslögunum og setja aukin skilyrði fyrir úthlutun út- varpsleyfa sem lúta að eignarhaldi. Ef löggjafinn hins vegar sker af gildistíma leyfa sem þegar hafa ver- ið gefin út þá er réttmætt að spyrja spurninga um stjórnskipulegt gildi bráðabirgðaákvæðis sem er í frum- varpinu. Það er alveg sanngjarnt að velta þeim þætti fyrir sér. Eftir skoðun á þessu tel ég að það rúmist innan valdheimilda löggjafans að grípa inn í aðstæður með þessum hætti ef hann metur aðstæður á fjöl- miðlamarkaði þannig, að þær séu andstæðar hagsmunum almennings og að það verði að bregðast við, og að það verði að bregðast fljótt við.“ Hefði ekki verið betra ef skýrsla nefndarinnar hefði verið gerð opin- ber strax og hún lá fyrir? „Eftir á að hyggja þá hefði það verið þægilegra fyrir nefndarmenn. Þegar við sömdum skýrsluna þá sáum við fyrir okkur að skýrslan yrði lögð fram en fyrst og fremst hefur hún að geyma mikið af upplýs- ingum um fjölmiðlamarkaðinn á Ís- landi, upplýsingar um það hvernig tekið hefur verið á þessum hlutum í öðrum löndum og þá er þar gerð grein fyrir viðurkenndum sjónar- miðum um þessa hluti sem til að mynda hafa komið fram á vettvangi Evrópuráðsins. Loks myndi nefndin setja fram hugmyndir um til hvaða ráðstafana væri hægt að grípa. Frá sjónarmiði nefndarinnar hefði verið heppilegt ef skýrslan hefði fengið að fara í umferð og hún hefði verið rædd sem gagnlegt innlegg í umræðu. Skýrslan er enginn end- anlegur sannleikur í málinu.“ Má túlka þessi orð þín sem gagn- rýni á málsmeðferð stjórnvalda? „Það er ástæðulaust að túlka þetta sem gagnrýni. Hin leiðin hefur líka kosti. Þeir felast í því að rík- isstjórnin fékk tíma til að kynna sér efni skýrslunnar, hugleiða þær leiðir sem þar eru lagðar til og síðan velja á milli þeirra. Þegar menn voru bún- ir að gera upp hug sinn var næsta skref að fara út í umræðuna. Og ég virði þá ákvörðun sem ríkisstjórnin á endanum tók í þessum efnum.“ En hefur ekki málsmeðferðin valdið þvílíku uppnámi að það muni hugsanlega skaða umræðuna, sem þú ert að lýsa eftir? „Kannski hlaut alltaf að verða uppnám. Kannski var ekki hægt að gera þetta öðruvísi en að það yrði uppnám.“ Rekstrargrundvöllur Norðurljósa eyðilagður? Spurði nefndin sig ekkert að því hver ætti að fjárfesta í ljósvakamiðl- um ef fyrirtæki eins og Baugur gerði það ekki? „Í tilmælum Evrópuráðsins, sem við tókum til fyrirmyndar, er sér- staklega bent á það að þegar verið sé að velja á milli þeirra leiða sem þar eru lagðar til og við útfærslu þeirra þá yrði að taka afstöðu til að- stæðna á viðkomandi markaði. Það er ástæða þess að reglurnar eru svona mismunandi frá einum mark- aði til annars, aðstæðurnar eru svo mismunandi; þó að allir séu að keppa að sama marki, sem er fjöl- breytni í fjölmiðlum. Það er sérstakur kafli í skýrslunni sem ber yfirskriftina kostir sam- þjöppunar, þ.e. út frá fjárhagslegum sjónarmiðum. Þar er tekið fram að ákveðin samþjöppun geti í raun og veru verið skilyrði fyrir því að fjöl- miðlarnir fái þrifist. Og tekið er fram að þegar verið sé að velta fyrir sér leiðunum, og velja á milli þeirra leiða sem nefndin leggur til, verði að sjálfsögðu að hafa í huga að rekstr- argrundvöllur fyrirtækjanna sé ekki eyðilagður. Nú kann það að vera matsatriði hvort þetta frumvarp ríkisstjórnar- innar eyðileggur rekstrargrundvöll Norðurljósa. Ef þú spyrðir mig að þessu þá myndi ég svara: ég veit það ekki. En mín fyrstu viðbrögð væru þau að ef þetta eru vel rekin fyr- irtæki, ef þau eru að skila hagnaði, þá sjái ég ekki ástæðuna fyrir því að einhverjir aðrir geti ekki tekið við þeim og rekið þau á þeim grundvelli sem þau starfa nú á. Það er auðvitað afar mikilvægt að þau verði áfram í rekstri, það sem við stefnum að er jú að tryggja fjölbreytni í eignarhaldi og þar með í fjölmiðlum.“ Þú hefur verið spurður að því hvers vegna nefndin skoðaði EES- reglurnar ekkert í sinni vinnu. „Ég held að ég hafi svarað því al- veg á málefnanlegan hátt. Stað- reyndin er sú að það eru reglur sem takmarka eignarhald á fjölmiðlum í flestum löndum Evrópusambands- ins. Þannig að í mínum huga var þetta ekkert sérstakt vandamál. En fjölmiðlanefndin segir líka í skýrslu sinni að þegar menn séu búnir að velja þá leið sem þeir vilji fara, að því er varðar lagasetningu á Íslandi vegna eignarhalds á fjölmiðlum, þá séu auðvitað ýmis tæknileg og laga- leg atriði sem þurfi að koma til skoð- unar. Við höfðum ekki tíma til að út- færa allar hugmyndir okkar tæknilega og kannski var það líka ástæðulaust. Þetta er hins vegar sjálfsagt meðal þess sem mun koma til skoðunar í meðförum Alþingis á frumvarpi ríkisstjórnarinnar.“ Hefði ekki átt að birgja brunninn áður en barnið datt ofan í hann? Hefði ekki átt að setja lög um eign- arhald á fjölmiðlum áður en þessi staða, sem nú ríkir á fjölmiðlamark- aði, kom upp? „Jú, eftir á að hyggja þá hefðum við átt að vera búin að setja svona lög fyrir löngu. Umræðan hefur bara ekki komist á það stig fram til þessa. Á því bera stjórnmálamenn fyrst og fremst ábyrgð. Við verðum þó að muna að það sem er að gerast hér á landi hefur gerst í öðrum lönd- um. Almennt í umræðu um þessa hluti kemur það mjög skýrt fram að í flestum löndum hafa einmitt þessar aðstæður komið upp, að menn eru að gera of lítið of seint.“ Það starfar fullt af fólki hjá Norð- urljósum og á því mikið undir í þess- um málum. Er óvissan um framtíð rekstursins ekki ábyrgðarhluti gagnvart þeim? „Þetta hlýtur að vera eitt af þeim atriðum sem skipta máli þegar menn taka hina pólitíska ákvörðun í málinu, hvað afleiðingu sú ákvörðun hefur að þessu leyti. En ég geri ráð fyrir að menn séu að gefa sér að þessi fyrirtæki muni starfa áfram og að þetta fólk muni starfa þar áfram þó að aðrir eigi þau. Ég held að menn hljóti að ganga út frá því, eða gera sér vonir um það að minnsta kosti.“ Pólitísk átök Davíð Þór segist líða þannig þessa dagana sem hann hafi verið dreginn inn í pólitísk átök, „sem ég hefði kos- ið að standa fyrir utan“. „Ég hafði vonað,“ segir hann, „að mér tækist að sigla þar milli skers og báru þrátt fyrir að hafa verið for- maður nefndarinnar sem samdi fjöl- miðlaskýrsluna. Það hefur kannski ekki tekist að öllu leyti en ég vona þó að þegar upp er staðið, og þegar málin eru til lykta leidd, verði það niðurstaðan.“ Þú segist ekki skorast undan frekari störfum fyrir ríkisstjórnina í þessu máli. En nú spyr kannski ein- hver hvort þú getir þá verið að kveinka þér undan því að verða að skotspæni í opinberri umræðu. „Ég mun að sjálfsögðu axla þá ábyrgð án þess að kveinka mér und- an því, þ.e.a.s. ef eftir því verður leitað. Ég hygg að þú sért að vísa til þess hvernig ég setti málin upp á fundi Lögfræðingafélagsins á fimmtudag en ég byrjaði fyrirlestur minn þar á að kynna mig með því að vísa í um- fjöllun DV um sjálfan mig. En þetta var nú satt að segja meira hugsað svona sem léttmeti fremur en að þetta ætti að verða eiginlegur hluti í mínum málflutningi.“ Er ekki ákveðið dómgreindarleysi fólgið í því að ræða hlutina á þessum nótum í ljósi þess hversu hörð átök eru nú uppi um þessi mál? „Ég hygg að flestum sem þarna voru hafi verið ljóst að ég var að- allega að gera gys að eigin persónu.“ Skiptir máli hver á fjölmiðil Davíð Þór segir að það sé alveg skýrt í sínum huga að ef allir fjöl- miðlar eru á sömu hendi, á hendi sama einkaaðila, þá verði umfjöllun þeirra einsleit um mikilvæg þjóð- félagsleg málefni. „Ég kallaði eftir því á fundinum á fimmtudag hvort einhver í salnum vildi mótmæla þessari forsendu. Það treysti sér enginn til þess. Þetta er auðvitað svona. Mér finnst eiginlega furðulegt að halda því fram að það skipti ekki máli hver eigi fjöl- miðlana. Til að leggja áherslu á þennan punkt tók ég dæmi af umræðunni um þetta mikilvæga málefni, sem eignarhald á fjölmiðlunum er. Ég met umræðuna í sumum fjölmiðlum þannig að það sé augljóst hver eigi þá; að menn séu að tala fyrir hags- munum – blaðamennirnir, ritstjór- arnir – þeir séu að endurspegla hagsmuni eigenda sinna. Þetta er óhjákvæmilegt. Ég hef alltaf haft nokkurt álit á Illuga Jökulssyni [ritstjóra DV] sem manni sem veit, þorir og getur. Þessa dagana getur hann hins vegar ekki skrifað neitt annað vegna púk- anna sem eru á sveimi í kringum höfuðið á honum og stjórna hugs- unum hans. Ég vona að honum tak- ist að stökkva þeim á brott og end- urheimta það sjálfstæði sem hefur hingað til verið hans styrkur og að- alsmerki. Ég ætla að minnsta kosti að halda áfram að kaupa DV og trúi því að á endanum takist honum að gera úr því gott og heilbrigt dagblað sem mark verður tekið á.“ Starfið í Strassborg engin dúsa Þú ert að hverfa til nýrra starfa hjá Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Spurt er hvort það starf sé dúsa til þín frá stjórnvöldum þessa lands í tengslum við orrahríð vegna fjölmiðlaskýrslunnar? „Þetta eru óskyld mál,“ svarar Davíð Þór. „Ég held að það sé mik- ilvægt í því sambandi að átta sig á því að aðdragandi þess máls er lang- ur og hófst í lok janúar eða byrjun febrúar. Ríkisstjórnin lagði fram lista með þremur nöfnum, meðal annars mínu. Það var nefnd á vegum Evrópuráðsþingsins – og þar á eng- inn Íslendingur sæti – sem kallaði alla kandídatana í viðtal og komst síðan að þeirri niðurstöðu að ég væri hæfastur þeirra þriggja umsækj- enda, sem íslensk stjórnvöld til- nefndu. Tvær ástæður voru nefndar; ann- ars vegar menntun, ég hefði meiri menntun en aðrir á listanum, og hins vegar reynsla af störfum á al- þjóðavettvangi. Ég hef talsverða reynslu á því sviði, ég hef unnið samtals sjö ár hjá EFTA-dómstóln- um, auk þess sem ég hef verið í framhaldsnámi erlendis og dvalið við erlendar háskólastofnanir. Í framhaldi af þessu kaus svo allt þing Evrópuráðsins dómara. Það er því ekki hægt að taka mann inn í þetta starf með pólitísku skóhorni. Það er bara ekki hægt,“ sagði Davíð Þór Björgvinsson. david@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís „Kannski hlaut alltaf að verða uppnám. Kannski var ekki hægt að gera þetta öðruvísi en að það yrði uppnám,“ segir Davíð Þór Björgvinsson. Hefði kosið að standa utan við pólitísk átök Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, gegndi sem kunnugt er formennsku í svonefndri fjölmiðla- nefnd ríkisstjórnarinnar. Hann segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að hvað nefndina varðar hefði verið heppilegt ef skýrsla hennar hefði verið rædd opinberlega áður en lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt af hálfu stjórnvalda. ’[…] eftir á aðhyggja þá hefðum við átt að vera búin að setja svona lög fyrir löngu. Umræð- an hefur bara ekki komist á það stig fram til þessa. Á því bera stjórnmála- menn fyrst og fremst ábyrgð.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.