Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Með þessum orðum langar mig til þess að minnast æskuvinar míns Einars Arnalds sem fall- inn er frá langt um aldur fram eftir hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Æskuheimili okkar var Stýri- mannastígur 3, þar var hver dagur sem ævintýri enda öldin önnur og viss ljómi yfir gamla Vesturbænum. Áhyggjuleysi og gleði einkenndu okk- ar líf með leikjum og uppbyggjandi hlutum, þar sem foreldrar Einars voru ávallt tilbúnir að gefa sér tíma til að leggja okkur lið. Það var mér, ein- birninu, mikils virði að hafa alist upp með Einari og bræðrum hans, Sigga Steina, Andrési og Óla, enda hef ég löngum kallað þá uppeldisbræður mína. Einar var góðum gáfum gædd- ur, bjartsýnn og hafði mikla kímni- gáfu, með skínandi bjarta brosið, glettni í augum og alltaf stutt í grín og glens, svo það var aðeins ánægja að umgangast hann. Umhyggja hans gagnvart öðrum var mjög rík svo eftir var tekið. Einnig var hann líka mjög öruggur og ákveðinn í að standa sig vel í því sem hann tók sér fyrir hend- ur. Hann kom mikið á heimili foreldra minna og var sannkallaður gleðigjafi. Stundum settist hann við taflborðið gegnt föður mínum, staðráðinn í að láta ekki máta sig, þá var alvaran í fyrirrúmi. Fyrir nokkrum vikum hittumst við Einar og ræddum lengi saman. Dæt- ur hans voru honum ofarlega í huga og var hann með sanni stoltur af þeim. Gladdist ég ólýsanlega með honum yf- ir því að bati væri í nánd og það var margt sem hann hafði í huga með framtíðina. En það sem lýsir Einari best var að minn hagur var honum líka ofarlega í huga og gladdist hann yfir því að heyra að allt væri þar sem best, þarna voru sannir vinir að ræða málin. Ekki hittumst við mjög oft hin seinni ár, eins og oft vill verða, en ávallt var eins og við hefðum sést í gær, þannig er það með góða vini. Þegar ég fékk tilkynnt lát Einars vinar míns kom fljótlega upp í huga minn atvik, þegar við, nýkomin með bílpróf, ókum einn haustdag í blíð- skaparveðri norður á Vatnsnes í Húnavatnssýslu, þaðan sem móðir mín var ættuð. Einar þekkti þar mjög marga og urðu fagnaðarfundir. Andr- és bróðir hans, sem verið hafði þar mörg sumur í sveit, var þar einnig og ætluðum við að verða samferða heim. Skjótt skipast veður í lofti því um nóttina gerði iðulausa norðanstórhríð og urðum við veðurteppt. Lýsir þetta því að hlutir geta gerst sem enginn mannlegur máttur getur breytt og eftir stöndum við ráðalaus og mátt- vana. Ég veit að nú er Einar laus við allar þjáningar og kominn á æðri stað þar sem vel er á móti góðum dreng tekið. Ritsnilld og frásagnarhæfileik- ar hans standa eftir í verkum hans okkur til fróðleiks og gleði um ókomna tíma. Fallega áritaða ljóða- bók hans Lífsvilja, sem hann færði mér, mun ég ávallt varðveita. Uppeldissystir þakkar fyrir dýr- mæta vináttu sem aldrei bar skugga á og vottar Sigrúnu og dætrum þeirra, móður hans Ásdísi og bræðrum, svo og fjölskyldunni allri sínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi sá sem yfir okkur vakir styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, kæri vinur. Edda Levy. Leiðir okkar og Einars lágu fyrst saman á unglingsárum og fljótlega EINAR S. ARNALDS ✝ Einar Arnaldsfæddist í Reykja- vík 6. febrúar árið 1950. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi hinn 18. apríl síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 27. apríl. tókst með okkur vinátta sem hefur varað síðan. Sú vinátta tengdist ekki eingöngu Einari sjálfum heldur varð æskuheimili hans einnig hluti af til- veru okkar þegar tímar liðu. Þar, á Stýrimanna- stíg 3, var okkur tekið opnum örmum hvenær sem við birtumst. Stundirnar þar voru ánægjustundir. Á heimili Einars var oft mikið umleikis, þar sem foreldrar hans stunduðu á þessum árum bóka- og blaðaútgáfu, sem sinnt var að tals- verðu leyti innan veggja heimilisins. Þar opnaðist okkur nýr heimur sem við fengum að eiga hlutdeild í, einkum í erli jólabókaútgáfunnar og við dreif- ingu bóka og blaða í verslanir. Allt þetta var hluti af heimilislífinu. Úr stofunni heyrðist oft ómur sígildrar tónlistar. Heimilislífið einkenndist af glaðværð og menningu. Einar var góður námsmaður sem hann sýndi meðal annars með fram- úrskarandi árangri á prófi eftir fyrsta ár í lögfræði. En hugur hans stefndi í aðra átt. Hann sá fyrir sér að lög- fræðistörf myndu ekki færa honum lífsgleði því ritstörf áttu hug hans all- an. Þar hefur vafalaust fallið saman eðlislægur áhugi hans á andans verk- um og það veganesti sem hann fékk úr foreldrahúsum. Eftir hann liggja nú mörg ritverk, flest tengd sagn- fræðilegum efnum. Annað hugðarefni Einars var tón- list. Hann fékk ekki formlegra tónlist- armenntun en var tíður gestur á tón- leikum og hljómplötusafn átti hann gott. Í tónlistinni var hann í góðum fé- lagsskap einkum með klassísku meisturunum Haydn, Mozart og Beethoven. Einar var góður sögumaður og sög- ur, sem hann heyrði, lagði hann fljótt á minnið. Margar þessara sagna hafði hann numið af vörum Sigurðar, föður síns, sem var hafsjór af skemmtisög- um. Okkur duldist ekki að sterkur þráður var á milli þeirra feðga enda líktist Einar föður sínum í lund. Einar var næmur á hið skoplega í mannlíf- inu og í sögunum kom fram einn sá þáttur sem einkenndi skapferli hans, lítil löngun til að halla á aðra. Sögur voru til skemmtunar og sagðar af inn- lifun. Þeim fylgdi bros og síðan hlátur. Þótt Einar væri fæddur og alinn upp í borg var hann barn náttúrunn- ar. Eins og algengt var á uppvaxtar- árum Einars var hann í sveit á sumr- in. Foreldrar hans stunduðu skógrækt við sumarbústaðinn við Álftavatn og síðar einnig í nágrenni Hafravatns. Í þessu starfi tók hann virkan þátt og einnig hafði hann um tíma vinnu við garðrækt á sumrin. Jarðtengingin var góð þótt verklegar framkvæmdir hafi ef til vill ekki verið hans sterkasta hlið. Upplifun hans af náttúrunni var meira í ætt við róm- antík. Það er lán hvers manns að eignast lífsförunaut að deila með gleði og sorgum. Það lán hlotnaðist Einari sannarlega. Eginkona hans, Sigrún Jóhannsdóttir, hafði alist upp með foreldrum sínum á Englandi og var nýlega komin til starfa hér á landi er þau kynntust. Einar vann þá garð- yrkjustörf, meðal annars í heimilis- garði Sigrúnar. Þau tóku tal saman og þarna bar rómantíkin verkmennsk- una ofurliði. Þessi kynni leiddu til far- sæls hjónabands og sá eldur sem kviknaði lifði alla tíð. Einari og Sigrúnu fæddust þrjár dætur sem allar áttu hug föður síns. Sigrúnu er tónlist í blóð borin og það, í sambland við tónlistaráhuga Einars, hlaut að marka spor í líf dætranna. Tvær eldri dæturnar, sem fluttar eru úr foreldrahúsum, eru fjölhæfir tón- listarmenn og yngsta dóttirin lærði ung hljóðfæraleik. Virðing hans fyrir öðrum birtist okkur meðal annars í því viðhorfi að hann leit á dæturnar sem jafningja og vini. Í erfiðleikum koma mannkostir í ljós. Einar var ekki keppnismaður að upplagi og eins og vill verða hjá nútímamönnum buð- ust fá tækifæri til hetjuskapar. Ekki reyndi á hvort Einar væri sérstakur kjarkmaður eða hversu mjög hann skelfdist hið óvænta eða örlög sín fyrr en hatrömm veikindi sóttu að honum fyrir sjö árum. Þá reyndi á sálarstyrk. Eftir harða baráttu virtist hann hafa sigrast á krabbanum. Einar sýndi okkur, vinum sínum, hvernig mæta má aðsókn dauðans með æðruleysi og hvern sálarstyrk hann hafði. Í kjölfar veikindanna gaf Einar út „Lífsvilja“, safn ljóða, sem gefur lesandanum inn- sýn í hugarheim manns sem æðrulaus háir hetjulega baráttu við vágest sem vill tortíma og engu eira. Erfiðleik- arnir virtust að baki. Á síðastliðnu hausti tóku veikindin sig óvænt upp. Enn sýndi Einar æðruleysi og kjark. Hann háði barátt- una til sigurs en gerði sér jafnframt fullkomlega ljóst að óvíst var hver endalokin yrðu. Stöðugt birtust ný og alvarleg vandamál sem gengu nærri líkama Einars en andi hans var ósigr- aður. Lífsvilji Einars, barátta hans og kjarkur andspænis örlögunum er okkur nú efst í huga. Við kveðjum Einar með ljóðlínum skáldsins hans, Tómasar Guðmundssonar: Á burtu með söngvunum sál mín líður um sundin blá. Í líðandi niði vorblárra vatna vaggaðu, húmnótt, sorg minni og þrá. Lát hægan drjúpa af dularhönd þinni draumveig á syrgjandans brá. Góður drengur er genginn. Það lífs- lán, sem hann átti í fjölskyldu sinni, var okkur ljóst en aldrei betur en þeg- ar dauðinn sótti að. Við vottum Sig- rúnu, dætrunum Dagnýju, Ólöfu og Klöru, móður hans, Ásdísi, og fjöl- skyldu hans allri okkar dýpstu samúð. Einar Kristjánsson, Pétur Guðmundarson, Richard Ó. Briem, Torfi Magnússon. Maðurinn með ljáinn fer mikinn, tveir vinir og einn baráttufélagi fyrir verndun Þjórsárvera falla í valinn í sömu vikunni, allir fyrir ótuktinni krabbameini. Og af hverju öðlingur- inn Einar Arnalds, af hverju ekki ég, af hverju ekki einhver annar. Stríðið hans Einars hefur staðið lengi og um síðir lá hann í valnum, en fyrir mér sem sigurvegari. Allt er hverfult, allt hefur sinn tíma, við holum steininn undir sjónarhóli eilífðarinnar. Það skynjaði Einar og því miðlaði hann til samferðamanna sinna. Örskotsstund er kría kyrr í lofti. Birkitré við bakka vatnsins. Bleikjusíli vakir. Minningar um öðlinginn streyma fram, fléttast saman og mynda hrein- an tón. Hreinan tón sem endurómar heiðarleika, næma tilfinningu, glettni og fallegt hjartalag, það sem gerir mann að manni. Svo stingur hún sér niður eins og ör. Ljóðræn hugsun Einars fann sér farveg gegn meininu með ljóðabók, „Lífsvilji“. Þangað sæki ég huggun. Spegilmynd af birkilaufi bylgjast út frá mörkum lífs og dauða. (Ljóðið Örlagastund, höfundur Einar Arnalds) Djúpar og einlægar samúðarkveðj- ur sendi ég Sigrúnu, Dagnýju, Ólöfu Helgu, Klöru Jóhönnu og henni Ás- dísi og allri fjölskyldu Einars. Atli Gíslason. Einar S. Arnalds, rithöfundur, and- aðist hinn 19. apríl s.l. eftir harðvítuga baráttu allan s.l.vetur við illvígan sjúkdóm, sem engum þyrmir. Er þar látinn langt fyrir aldur fram mikill at- gervis- og ágætismaður Við Einar kynntumst og urðum vinir, þegar hann vann að ritinu „Stýrimannaskólinn í Reykjavík í 100 ár“, sem bókaútgáfan Örn & Örlygur gaf út í nóvember 1993. Hann vann að því verki í nærri fjögur ár og hafði að- stöðu í Sjómannaskólanum. Saman unnum við að texta við myndir í ritinu og var það skemmtilegt verk og upp- byggjandi að vera með Einari. Einar Arnalds lauk BA- prófi í …með 105 verslanir, veitingastaði og kaffihús ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Kæru vinir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU JÓHANNESDÓTTUR, Miklubraut 78, Reykjavík. Sonja Lúðvíksdóttir, Helgi Þórisson, Hrefna Coe, William Coe, Ríkey Lúðvíksdóttir, Kristján Pétursson, Elsa Lúðvíksdóttir, Ævar Lúðvíksson, Guðrún Michelsen, Jóhannes B. Lúðvíksson, Beth Rose, Anna María McCrann, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæru ÞÓRUNNAR BJARNADÓTTUR frá Mosfelli. Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson, Aðalbjörg S. Guðmundsdóttir, Aðalbjörg Egilsdóttir, Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Sif Bjarnadóttir og systkinabörn. Innilegar þakkir til allra, ættingja og vina, sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og út- för ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, JÓNS BJÖRNS BENJAMÍNSSONAR húsasmíðameistara, Kópavogsbraut 1A. Sérstakar þakkir til Söngvina og vina í Sunnu- hlíð. Guð geymi ykkur öll. Alda Dagmar Jónsdóttir, Jón Sören Jónsson, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Kristján Þ.G. Jónsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Kjartan Helgi Björnsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Hólmfríður Eyjólfsdóttir, afabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.