Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Halda fast í bandið – og fylgja foringjanum. Ný námsbraut Ferðamálaskólans Lært að starfa í háloftunum Ferðamálaskólinn íKópavogi er aðhleypa af stokkun- um nýrri námsbraut frá og með næsta hausti. Um er að ræða nám fyrir flugfreyjur og flugþjóna. Morgunblaðið ræddi við Sigríði Þrúði Stefánsdótt- ur, stjórnanda skólans. Segðu okkur fyrst frá skólanum … „Ferðamálaskólinn í Kópavogi hefur verið starfræktur í 15 ár. Frá 1997 hefur markvisst ver- ið boðið upp á starfstengt nám þar sem hluti náms nemenda fer fram úti á vinnustöðum. Markmið alls náms sem hér er boð- ið upp á er að það sé hag- nýtt, taki mið af starf- semi fyrirtækja í ferðaþjónustu og nýtist nemendum undir margvísleg störf í ferðaþjónustu. Boðið er upp á 3 námslínur: Starfstengt ferðafræðinám, Al- þjóðlegt Iata-Uftaa nám og nú er að hefjast nám fyrir flugfreyj- ur og flugþjóna. Allar námslínur í Ferðamálaskólanum eru ætl- aðar einstaklingum sem eru tví- tugir eða eldri. Í tengslum við námið fer fram starfsnám á vinnustað og margir nemendur fara beint í vinnu að námi loknu. Ferðamálaskólinn er starfrækt- ur í tengslum við Menntaskól- ann í Kópavogi og þar er svo einnig hægt að stunda ferða- málanám til stúdentsprófs.“ Segðu okkur frá þessu nýja námi … „Þetta er nám fyrir þá sem vilja starfa sem flugfreyjur og flugþjónar. Það hefur verið lang- ur undirbúningur að því að kennsla hefjist á þessari nýju braut en nú mun kennslan hefj- ast næsta haust. Námið er hugs- að fyrir fólk sem ætlar að sækja um starf sem flugfreyjur og flugþjónar og er skipulagt í sam- starfi við flugfélög á Íslandi. Ár- ið 2000–2001 starfaði undirbún- ingsnefnd á vegum skólans sem í sátu, ásamt fulltrúum skólans, fulltrúi frá Icelandair og Flug- félaginu Atlanta. Vegna atvinnu- ástands hjá flugfélögunum var ákveðið að fresta því að námið hæfist haustið 2001 og allt það skólaár. Núna höfum við tekið þráðinn upp að nýju og skráning í námið næsta haust er hafin.“ Hvar hefur fólk í þessari starfsstétt menntað sig til þessa? „Flugfélögin hafa sjálf séð um þjálfun sín starfsfólks. Sú þjálf- un mun halda áfram því námið í Ferðamálaskólanum miðast fyrst og fremst að því að bjóða upp á grunnþjálfun flugfreyja og flugþjóna. Flugfélögin munu alltaf þurfa að sjá um sérhæfða þjálfun tengda flugvélagerðum, stefnu og sérhæfðum markmið- um hvers fyrirtækis. Hins vegar munum við starfa í samráði við flugfélög á Íslandi. Í tengslum við námsbrautina mun starfa ráðgjafanefnd sem í sitja fulltrúar flugfélaganna og sú nefnd sér m.a. um að velja umsækjendur og endurskoða reglulega námsefnið sem er kennt. Í nefndina hafa nú þegar verið settir fulltrúar frá Icelandair, flugfélaginu Atlanta, Íslandsflugi og Iceland Express. Kennt er samkvæmt alþjóða- reglum JAR sem flugfélög starfa eftir og hefur Flugmála- stjórn samþykkt þá áfanga sem tilheyra alþjóðareglugerðum.“ Í hverju er þetta nám fólgið? „Markmið námsins er að auka hæfni einstaklinga til að starfa sem flugfreyjur og flugþjónar. Námið ein kennsluönn eða 14 vikur og að því loknu eiga nem- endur að hafa nokkuð viðamikla þekkingu á flugöryggismálum, ferðaþjónustu í heild sinni og starfsemi flugfélaga. Námið er nokkuð lengra heldur en nám- skeið flugfélaganna sem nú eru starfrækt enda var það rætt í undirbúningsnefndinni að námið gæti einnig nýst sem undirbún- ingur fyrir önnur störf hjá flug- félögum.“ Hvaða grunn þurfa umsækj- endur að hafa til brunns að bera? „Inntökuskilyrði er stúdents- próf eða að minnsta kosti tveggja ára nám á málabraut framhaldsskóla, sveinspróf í framreiðslu eða annað sambæri- legt nám. Það er 21 árs aldurs- takmark. Í öllum tilfellum þarf umsækjandi að hafa gott vald á íslensku, ensku og einu öðru tungumáli.“ Hvað verða margir teknir inn á hverri önn? „Það er miðað við að taka há- mark 30 nemendur inn á hverri önn.“ Er þetta mikið nám og strangt? „Nám eins og þetta krefst að sjálfsögðu mikillar vinnu. Þetta eru 400 kennslustundir sem eru kenndar á 14 vikum og það eru kenndar 6 kennslustundir á dag. Kennslan fer fram seinnipart dags svo það er möguleiki að vinna allt að 50% starf með náminu. Hins vegar, má ekki van- meta það að þegar fólk fer í nám, þarf einnig að læra heima, svo mikil vinna með námi er ekki það sem við mælum með.“ Er mikil eftirspurn eftir námi af þessu tagi? „Skráning er nú þegar hafin og það er heilmikið um fyrir- spurnir. Það má fá umsókn- areyðublöð á heimasíðu skólans, www.mk.is/ferdamalaskolinn.“ Sigríður Þrúður Stefánsdóttir  Sigríður Þrúður Stefánsdóttir er fagstjóri Ferðamálaskólans. Hún er fædd 3.12. 1967. Lauk BA-prófi í ferðamálafræði og stjórnun frá University of Strathclyde í Skotlandi. Er að ljúka meistaraprófsritgerð í MS- námi í stjórnun og stefnumótun við viðskipta- hagfræðideild HÍ. Stjórnandi Ferðamálaskólans frá 1997. Maki Sigríðar er Benjamín Gíslason, sérfræðingur hjá Tölvumiðstöð sparisjóðanna. Börn: Hertha Kristín (3), Gísli Jón (rúml. 1), Bergljót (10), fósturdóttir. … er að auka hæfni ein- staklinga … Súrefnishjúpurinn sem verndar húðina 20% kynningarafslátturkynning Þriðjudaginn 4. maí, Lyfja Lágmúla Fimmtudaginn 6. maí, Lyfja Smáralind Mánudaginn 3. maí, Lyf og heilsa Melhaga TVEIR ungir karlmenn eltu þann þriðja úr miðbæ Reykjavíkur upp á Hverfisgötu í fyrrinótt þar sem þeir náðu honum og börðu illa. Hlaut fórnarlamb árásarinnar það mikla áverka að kalla þurfti á sjúkra- bíl til að flytja hann á slysadeild. Þetta var rétt eftir klukkan fimm um nóttina. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er vitað hverjir árásarmennirnir eru og telst málið upplýst að því leyti. Eltu og börðu mann á Hverfisgötu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.