Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG VIL sjá að íslenskir listamenn fjalli um þann veruleika sem við lif- um í,“ segir Finnur Arnar Arnarson leikmyndahönn- uður. „Ef Íslend- ingar elta eins og rakkar ameríska trúarofstæk- ismenn í stríð á að fjalla um það á stóra sviðinu. Fólk á að hata Þjóðleikhúsið og fólk á að elska það. Ég vil pakka hefðinni niður í nokkur ár. Sá sem tekur við stöðu þjóðleik- hússtjóra þarf að þora að treysta þeim listamönnum sem hafa metnað til að segja skoðun sína og að treysta áhorfendum til að kunna að meta það sem gert er og sagt er.“ Hata leikhúsið og elska það Finnur Arnar Arnarson „ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI á að beina að því öllum kröftum að frjóustu og bestu listamenn þjóðarinnar á sviði leiklistar fái að iðka list sína við sem bestar að- stæður,“ segir Ólafur Haukur Símonarson leik- skáld. „Þjóðleik- hússtjóri þarf að vera reiðubúinn að vinna allan sólar- hringinn, hann er ekki skrif- stofumaður, hann er ekki silkihúfa, heldur þjónn listarinnar, fremstur meðal jafninga. Þjóðleikhússtjóri á að dæma menn af verkum þeirra, engu öðru. Þjóðleikhússtjóri þarf að sýna djörfung og dug og vera reiðubúinn að standa og falla með ákvörðunum sín- um. Þjóðleikhússtjóri þarf að hafa log- andi metnað fyrir hönd íslenskrar leik- listar og þar með allrar leiklistar. Þjóðleikhússtjóri verður að skilja að til þess að reka leikhús sem stenst alþjóð- legan samanburð verður að iðka leik- list sem tekst á við íslenskan veruleika. Ef nýr þjóðleikhússtjóri uppfyllir framangreind skilyrði ættum við ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af framtíð leikhússins næstu átta ár en það er víðast hvar talinn skynsamlegur hámarkstími ráðninga af þessu tagi. Nýr þjóðleikhússtjóri ætti skilyrð- islaust við ráðningu að leggja fram verkefna- og hugmyndalista til næstu þriggja, fjögurra ára, eins og víða tíðk- ast. Nýr þjóðleikhússtjóri ætti einnig að endurskoða skipurit leikhússins með það að markmiði að sem stærstur hluti ríkisframlags og eigin aflafjár nýtist beint listrænni vinnu. Nýr þjóð- leikhússtjóri þarf að gera háværar kröfur um endurbætur á leikhúsbygg- ingunni sem er óhentug, heilsuspill- andi og bókstaflega að því komin að hrynja í höfuðið á landsmönnum.“ Ólafur Haukur Símonarson Takast á við ís- lenskan veruleika „ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ á að verða eins og kirkjan á miðöldum. Valdamikil og agressíf stofnun sem snýr heiðingjum til réttrar trúar með góðu eða illu,“ segir Bene- dikt Erlingsson leikari. „Þjóðleikhúsið á að vera eins og Samkeppn- isstofnun sem set- ur leikreglurnar og refsar þeim grimmilega sem svíkja. Merki leikhússins á að vera spurningarmerki eða upphróp- unarmerki eins og hjá Volksbühne í Berlin. Það á að reka alla lata leikara og ráða heimspekinga og skapandi, duglegt, sjálfstætt hugsandi fólki úr öllum geirum og reisa við Hverfisgötu nýja kirkju. Kirkju sannleikans og hins leitandi hugar. Verðandi þjóðleikhússtjóri má alls ekki hafa MBA-gráðu í viðskiptafræð- um. Það er það sem framkvæmda- og fjármálastjóri stofnunarinnar á að hafa í vasanum. Framkvæmdastjór- inn og við hin í leikhúsinu erum verka- mennirnir sem höldum á sveðjunni og höggvum okkur í gegnum þykknið. Þjóðleikhússtjórinn er leiðtoginn sem klifrar upp í tréð og segir okkur hvort við séum í réttum skógi. Kynfæragerð þjóðleikhússtjóra skiptir ekki máli. Menntamálaráðuneytið á ekki að spekúlera í hvort þau eru utanáligg- andi eða innsokkin á umsækjendum. Þjóðleikhússtjórinn þarf að vera skapandi listamaður, virkur heim- spekingur eða starfandi mannfræð- ingur. Ekki fyrrverandi eða út- brunnið eitt eða annað. Guð og Þorgerður forði oss frá flokk- pólitískum karli eða kerlingu, frá hé- gómlegum karríerista, frá vinstri- hægri-fram-sam-sjálf-flokks-dýri. Guð blessi þjóðleikhússtjórann.“ Benedikt Erlingsson Kirkja hins leitandi hugar „ÉG VIL sjá að Þjóðleikhúsið styðji betur við leikritaskáld og nýsköpun í leikhúsinu,“ segir Vala Þórsdóttir, leikkona og leik- skáld. „Ég tel mik- ilvægt að það ráði til sín höfunda í lengri tíma á sómasamlegum launum til að leik- ritunin nái sér al- mennilega á strik og hægt sé að vinna verkin af einhverju viti. Síðan vildi ég sjá fleiri höfunda vinna í náinni samvinnu við leikarana og aðra lista- menn innan hússins til að stuðla að leikverkum sem þróast innan teym- isins í húsinu, algerlega frá grunni. Sú manneskja sem tekur við Þjóð- leikhúsinu þarf að hafa óbilandi áhuga á leikhúsi og listum og vera nógu hug- uð til að gera róttækar breytingar í stjórnun hússins og starfsmannahaldi sem væri sjálfsagt hægt að einfalda til muna og nýta fjármagnið frekar til listsköpunar. Hún þarf að hafa traust á starfsmönnum sínum og kunna að velja hæft fólk í stöðurnar. Hún þarf að hafa skipulagsgáfur og vera góð í samskiptum og kunna að leita sér að- stoðar varðandi þau verkefni sem hún hefur ekki vit á. Hún þarf að hafa ein- skæran áhuga á því sem listamenn hafa fram að færa í dag.“ Vala Þórsdóttir Nógu huguð til að gera róttækar breytingar „ÉG vil sjá veg íslenskrar leikritunar gerðan sem mestan í Þjóðleikhúsinu. Þar verður Þjóðleikhúsið að taka frumkvæðið,“ segir Felix Bergs- son, leikari og for- maður Bandalags sjálfstæðra at- vinnuleikhúsa. „Ég vil sjá þjóð- leikhússtjóra sem vinnur náið með fólkinu í húsinu og býr til vinnustað þar sem allir upplifa að þeir hafi eitthvað fram að færa. Ég vil sjá þjóðleikhússtjóra sem tekur forystu í að auka hagkvæmni í rekstri. Þannig þarf að skipuleggja leikárið betur og standa svo við það skipulag. Ég vil sjá þjóðleikhússtjóra sem hefur góð tengsl við erlenda listamenn og þorir að bjóða þeim til samstarfs við okkur sem vinnum hér heima. Ég vil sjá Þjóðleikhús sem vekur þjóðfélagslega umræðu og tek- ur á málum líðandi stundar. Ég vil fá þjóðleikhússtjóra sem nálgast nýja Íslendinga af erlendum uppruna. Ég vil sjá Þjóðleikhús sem landsmönnum öllum finnst sjálfsagt að heimsækja nokkrum sinnum á ári. Ég vil sjá þjóðleikhússtjóra með sterka list- ræna sýn. Góðan stjórnanda sem hef- ur lag á að fá fólk með sér en þorir jafnframt að taka ákvarðanir sem ekki falla öllum í geð.“ Felix Bergsson Vekja þjóðfélags- lega umræðu „ÞAÐ væri gaman ef fengist að reka skýra og djarfa listræna stefnu í Þjóðleikhúsinu á komandi árum óháða stans- lausum kröfum samfélagsins og stjórnvalda um aðsóknarmet,“ segir Hrafnhildur Hagalín Guð- mundsdóttir, leik- skáld og drama- túrg. „Mér finnst líka brýnt að næsti þjóðleikhússtjóri haldi áfram og efli enn frekar starf fráfarandi leik- hússtjóra hvað varðar íslenska leik- ritun með markvissri langtímastefnu sem myndi kannski ekki byrja að skila árangri fyrr en um það leyti sem skipt yrði aftur um þjóðleik- hússtjóra. Manneskjan sem tekur við stöðu þjóðleikhússtjóra verður umfram allt annað að hafa afgerandi og sterka listræna sýn, traustan listrænan bak- grunn námslega og/eða atvinnulega séð til að byggja slíka sýn eða stefnu á og persónulegan styrk og dirfsku til að fylgja henni eftir.“ Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Efla enn frekar íslenska leikritun „Í TÍÐ næsta þjóðleikhússtjóra myndi ég vilja sjá meira af nýjum verkum eftir innlenda og erlenda höfunda,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona. „Leggja ætti af kassastykkjaupp- færslur, afnema fastráðningu ungra leikara og rækta unga inn- lenda leikstjóra af báðum kynjum. Bjóða ætti oftar heim erlendum leik- stjórum til að kynna okkur strauma og stefnur annarra þjóða. Ég vil sjá leikhús sem ögrar, vekur og menntar. Sá sem tekur við starfi þjóðleikhússtjóra þarf að vera sjálf- stæður í hugsun, hafa auga fyrir hæfileikum annarra og síðast en ekki síst sannfæringu um að leikhús hafi menningarhlutverki að gegna.“ Leggja af kassastykki Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir „Í TÍÐ næsta þjóðleikhússtjóra vil ég sjá leikhúsið einbeita sér að upp- setningu nýrra íslenskra sem og er- lendra verka ásamt uppsetn- ingum á klass- ískum verkum í nýjum búningi,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leik- ari og deild- arforseti leiklist- ardeildar LHÍ. „Fjölbreytni í vali á leikstjórum. Þjóðleikhúsið á að sinna m.a. þeirri leiklist sem stuðlar að nýsköpun í faginu þó svo að það feli ekki við fyrstu sýn í sér peningalegan ávinn- ing. Ég myndi vilja sjá Þjóðleikhúsið reyna að tengjast með beinum og af- gerandi hætti samfélagi okkar. Manneskjan sem tekur við starf- inu þarf fyrst og fremst að hafa óbil- andi trú á að Þjóðleikhúsið eigi sér tilverurétt og kraft til að fylgja þeirri sannfæringu eftir. Í þessu get- ur margvísleg menntun og reynsla hjálpað til.“ Nýsköpun faginu Ragnheiður Skúladóttir „ÉG MYNDI gjarnan vilja sjá leik- húsið laða til sín og opna sig fyrir fleira fólki af minni kynslóð, lista- mönnum og ekki síður áhorf- endum,“ segir Atli Rafn Sigurð- arson leikari. „Þjóðleikhúsið verður líka að vera segull á skáldin okkar hér, það þarf að uppgötva okkar Ibsena hér á Íslandi og kenna þeim á leikhúsið. Að mínu mati á Þjóðleikhúsið að leggja meg- ináherslu á frumsköpun. Þar með er ég ekki að segja að leggja eigi alla klassíkina til hliðar, bara að þegar hún er notuð þá þurfi hún að eiga fullkomið, alvöru erindi. Kannski má endurskoða sýningafyrirkomulagið og reksturinn en það er flókið mál. Sá sem tekur við starfi þjóðleik- hússtjóra þarf að geta hrifið allt starfsfólkið með sér, inspírerað og gert meðábyrgt í að gera Þjóðleik- húsið að besta leikhúsi í heimi. Þetta er örugglega erfitt starf og maður sér ekki marga fyrir sér í því. En þjóðleikhússtjóri þarf að mínu mati að vera hugaður, opinn og góður í að velja sér samstarfsfólk, treysta því og fá það til að skrúfa frá sköp- unargáfunni.“ Atli Rafn Sigurðarson Segull á skáldin „ÞAÐ væri allt í lagi að sá sem tekur við starfi þjóðleikhússtjóra hefði skipulagsgáfu, kannski,“ segir Hjalti Rögn- valdsson leikari. „Listrænt innsæi og lipurð í mannlegum sam- skiptum. Helst af öllu vildi ég fá út- lending – blá- ókunnugan mann.“ Útlending, blá- ókunnugan mann Hjalti Rögnvaldsson „ÉG sé fyrir mér að næsti þjóð- leikhússtjóri nýti betur alla leik- ara hússins, þannig að fjölbreyti- leiki fái notið sín sem best,“ segir Hanna María Karlsdóttir leik- kona. „Að mínu mati þarf sá sem tekur við starfi þjóðleik- hússtjóra að hafa reynslu úr leikhúsheiminum, listrænan metn- að og þor til að taka áhættur. Einnig er mikilvægt að hann hafi viðskiptavit og hæfni í mannlegum samskiptum.“ Listrænn metnaður og þor Hanna María Karlsdóttir „FYRST og fremst þarf að sjá til þess að leikhússtjóri sitji ekki leng- ur en fjögur ár og verði ekki end- urráðinn nema í undantekning- artilvikum,“ segir Sigurður Skúlason leikari. „Og þá þarf að breyta lög- um. Sagan sýnir það aftur og aft- ur að menn spillast af valdi, það er nákvæm- lega sama hver á í hlut. Ég vil sjá lifandi leikhús sem er ekki múl- bundið af markaðslögmálum og höktandi á eftir ímynduðum smekk áhorfenda. Vakandi, virkt leikhús sem tekur púlsinn á samtímanum, hefur frumkvæði og bregst við af áræði. Leikhússtjórinn þarf að standa báðum fótum á jörðunni, vera víðsýnn og hafa reynslu af listum, opinn fyrir nýjum hug- myndum og fljótur að bregðast við. Hann þarf að vera vel heima í sög- unni og leikhúshefðum, vera í góðu, opnu sambandi við sam- starfsfólk sitt og treysta því. Hann þarf líka að vera vel heima í sam- tíma sínum og skynja hræringar og strauma og hafa innsæi hvað það snertir. En síðast en ekki síst þarf hann að vera vel heima í sjálf- um sér til að axla þá ábyrgð og fara vel með það vald sem staðan býður upp á. Svo hann lokist ekki inni í þeirri stöðu sinni, í sínum smekk, og beri þar með dauða í för með sér.“ Sigurður Skúlason Ráðinn til fjögurra ára Framtíð Þjóðleikhússins Kynntu þér tilboð okkar á bílaleigubílum Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000 Við erum í 170 löndum 5000 stöðum T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn, Frankfurt, Milano, Alicante ... AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is Minnum á Visa afsláttinn …með allt fyrir fjölskylduna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.