Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 35
Það segir sig sjálft að svona af- staða okkar til hvert annars og sér í lagi til þeirra viðreistu, er algjörlega langt frá því að vera náttúruleg, því að þegar allt kem- ur til alls þá er uppbygging okkar og eðli afar skylt öllu því sem fer fram í náttúrunni sjálfri, sem þýðir að við hljótum að fara frá því hæsta til þess lægsta, frá svartasta myrkri til mestu birtu, og allt hlýtur að gerast innra með okkur sem má finna í hreyfihvörf- um náttúrunnar, hvort sem það heitir fegurð eða ljótleiki, styrkur eða veikleiki eða annað. Höldum því vörð um þá við- reistu og virðum þá sem hetjur sem sigrast hafa á veikleikum sjálfs sín og þannig orðið sig- urvegarar vegna eigin kosta þó svo að einhver okkar hinna hafi verið svo heppin að fá tækifæri til að ýta undir að slíkt yrði mögu- legt. Meðferð okkar á hetjum á að vera jákvæð, uppörvandi og hvetj- andi en ekki lamandi, niðurrífandi og vanvirðandi eða lituð af ein- hvers konar afskræmdri afstöðu til þeirra sem hafa sýnt vilja og dug til að drífa sig inn á veg tækifæra, dugnaðar og löngunar til að láta gott af sér leiða. Mér hefur þótt sem við sem ekki höf- um verið villuráfandi um tíma svo eftir sé tekið, hafa haft tilhneig- ingu til að þvælast fyrir þeim við- reistu með alls konar fordómum og leiðindum og frekar draga úr þeim kraft og getu heldur en að hoppa hæð okkar yfir framgangi og sigurvilja þeirra sem hlýtur að verða aðdáunarverður. Það sem er kannski enn þá sorglegra er að við höfum til- hneigingu til að mismuna við- reistum á þann hátt að það virðist vera algjör grundvallarmunur á því að vera viðreistur karlmaður í íslensku samfélagi heldur en við- reist kona. Af einhverjum ann- arlegum ástæðum virðumst við sameinast ranglátlega um það að vera umburðarlyndari gagnvart karlmönnum sem taka á veik- leikum sínum heldur en konum sem gera hið sama. Sökum þessa hefur framgangur viðreistra karla verið miklu meira áberandi í sam- félaginu og þeir notið mun meiri velgengni heldur en konurnar sem mun frekar eru stimplaðar ævilangt vegna fortíðar sinnar. Þetta þýðir að framtakssamar og viðreistar konur sem hafa eitt- hvað til að bera sem við hin get- um grætt á, halda sig til hlés, annars vegar af ótta við vandlæt- ingu annarra og hins vegar vegna þreytu og vonbrigða vegna enda- lausra áminninga um að kvenmað- ur sem kemur úr brostinni fortíð geti haft lítið fram að færa og sé einskis virði. En karlmanni með sama bakgrunn er mun betur tek- ið heldur en konunni sem á ná- kvæmlega sömu reynsluþætti úr sinni fortíð og karlmaðurinn. Ég vil því skora á okkur hin sem ekki höfum afvegaleiðst að sýna þeim viðreistu ekki bara virðingu heldur líka hollustu, minnug þess að það er enginn meðal Jón eða Gunna sem drífur sig upp úr drullunni og verður með dýrmæta reynsluþekkingu í farteskinu sem afleiðing, heldur fólk sem sannar svo um munar með því að sigra sjálft sig, að það er hetjur og manna líklegast til að verða ekki bara sjálfum sér heldur líka þeim sem mæta þeim, til gleði og hvatningar af alls kyns toga, ekkert síður en að geta pirrað og valdið leiðindum. Þá minni ég á að nákvæmlega það sama bjóðum við hin upp á, af því að þegar allt kemur til alls, þá er- um við öll hluti þess sem lifir, sem þýðir að í hverju einu okkar býr eitthvert afbrigði náttúrunnar og sem slík hljótum við alltaf að vera á alls kyns innri hreyfingu sem ýmist gleður eða hryggir. Húrra fyrir ykkur sem hafið náð tökum á lífi ykkar þannig að eftir er tekið og megi hetjulund ykkar verða okkur hinum, ekki bara góð og holl fyrirmynd heldur líka til þess að gleðja okkur og hvetja og auka skilning okkar á því að öll reynsla, hvernig sem hún er tilkomin, eykur ríkidæmi okkar. Þetta þýðir aukið frelsi og möguleika sem geta orðið bless- unarríkir ef við viljum það sjálf og okkur er ekki gert ókleift að rísa upp til velgengni og aukins frama, af misvitru fólki sem sér ekki tilgang og dýrmæti það sem í því liggur að hafa ekki farið sléttan veg og beinan til að finna sig og kosti sína. Hunsum því ekki góðar afleiðingar hvers kyns myrkurs ef að það eykur í núinu birtu og yl. Við eigum engu af mannanna börnum að mismuna og því eiga viðreistar konur sama rétt og karlar til að fá að njóta sín án þess að verða fyrir for- dómum og fyrirstöðum í þeim okkar sem ekki hafa þurft að fara sömu leið í átt til persónulegs þroska. Munum að það er Guði þókn- anlegt að gleðjast yfir því ef týndur sauður ratar inn í réttir ávinnings og árangurs, í burt frá myrkri og hvers kyns volæði. Gerum ekki viðreista að flótta- mönnum sem velja að fela sig fyr- ir umheiminum í stað þess að ganga um mitt á meðal okkar og leyfa okkur hinum að skína undir reynslusól þeirra sem einhvern tíma hafa villst af leið og í milli- tíðinni nælt sér í aukna sól- argeisla sem getur yljað okkur hinum og lýst upp líf okkar. Höfnum ekki hetjum fyrir misvit- urt hugvit. Höfundur er dulmiðill og rithöfundur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 35 SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 GSM 846 7400 FÉLAG FASTEIGNASALA WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fastsali ÆGISÍÐA Falleg fjögurra herbergja íbúð á besta stað á Ægisíðunni til sölu. Íbúin er á efstu hæð í mjög fal- legu fjórbýlishúsi með þremur svefnherbergjum, mjög stórri stofu og stóru eldhúsi. Hátt til lofts og stórir gluggar með frá- bæru útsýni yfir sjóinn, Bessa- staði og Suðurnesin. Svona eignir koma sjaldan í sölu og því er um að gera að hafa hraðar hendur. V. 22,9 m. ÖLDUGATA Stórskemmtileg og falleg 80 fm 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð í fjórbýli. Aðeins ein íbúð á hverri hæð. Parket á gólfum. Baðher- bergi með baðkari og flísum á gólfi. Ágæt eldhúsinnrétting, marmaraflísar á gólfi í eldhúsi. Stórar suðursvalir. Góður garð- ur. Sameign í góðu ásigkomu- lagi. Áhv. 2,3 m. byggsj. V. 14,4 m. (3812) ÁLFHÓLSVEGUR Frábær 75 fm 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í fjórbýlishúsi ásamt 25 fm bílskúr. Sérþvottahús innan íbúðar. 2 góð svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar. Góð eldhúsinnrétt- ing. Stofa parketlögð. Suðursvalir. Góður sameiginlegur garður. Áhv. 6,1 m. húsbr. V. 12,8 m. (3893) Skeljagrandi Stórglæsileg ca 80 fm 3ja herb. íbúð á 1. hæð með frábærri sjávarsýn auk stæðis í bíla- geymslu. Íbúðin er nýstandsett með fallegu eikarparketi á öllum gólfum, en fallegar flísar eru á anddyri og baðherbergi. Áhv. 8,4 m. (húsbr.) V. 13,4 m. (3885) VITASTÍGUR/LAUGAVEGUR 63 Glæsilega nýlega standsett 2-3ja herb. íbúð á 2. hæð. Stór stofa með kókosteppi á gólfi. Útgengt á svalir úr stofu á Vitastíg. Eldhús innrétting eftir stofuveggnum með flísum á borðplötu. Baðher- bergi flísalagt í hólf og gólf. Stórt svefnherbergi með stórum sér- smíðuðum fataskáp. Útgengt á stórar 25fm svalir úr svefnher- bergi. Uppl. veitir Kristbjörn í síma 692-3000. Áhv. 8,5 V.14,9m BRATTAKINN 1 OPIÐ HÚS Í DAG Vorum að fá í sölu glæsilegt 180 fm einbýli á 2 hæðum á besta stað í Hafnarfirði með aukaíbúð til útleigu. Afar skemmtilegt skipulag. 4 rúmgóð svefnher- bergi og baðherbergi á báðum hæðum. Þvottahús á efri hæð. Vandaðar innréttingar og hlyns- parket og flísar á gólfum sem eru upphituð að hluta. Tvennar svalir. Upphitað hellulagt bílaplan. Húsið er byggt 1998 og er í mjög góðu standi. Laust fljótlega. Op- ið hús í dag á milli kl. 15:00 og 17:00. Stefán og Geirlaug taka vel á móti ykkur. Áhv. 13,0 m. V. 26,9 m. (3892) BOGAHLÍÐ FALLEG 83,4 FM 3JA HER- BERGJA ÍBÚÐ Í GÓÐU HÚSI Á FRÁBÆRUM STAÐ. Eignin skiptist í: Forstofu, stofu, eldhús, baðherbergi, 2 herb., geymslu og sameiginlegt þvottahús. Eld- hús með glæsilegri ljósri innrétt- ingu og nýlegri eldavél, útgengi er út í garð úr eldhúsinu. Baðherbergi allt ljóst með baðkari, dúkur á gólfi. Stofan björt með fallegu parketi á gólfi. Tvö góð herbergi með skápum. Búið er að endurnýja glugga og gler í íbúðinni. Áhv. 7,5 m. V. 12,9 m. (3882) Tvö glæsileg verslunar- og skrifstofuhús Frjálsi Fjárfestingarbankinn hefur falið okkur að selja þessi tvö glæsilegu verslunar- og skrifstofuhús. Hlíðasmári 3 er fimm hæðir samtals að gólffleti 4.238,6 fm og er til afhendingar nú þegar undir innréttingar. Húsið er frágengið að utan með vandaðri utanhússklæðningu. Hlíðasmári 1 er fimm hæðir samtals að gólffleti 3.203,7 fm og afhendist í fokheldu ástandi. Eignirnar henta vel fyrir hvers kyns skrifstofur, verslanir og þjónustu. Húsin eru sérlega vel hönnuð. Fyrirkomulag er gott og nýting húsanna góð. Hægt er að tengja húsin saman, enda liggja þau samsíða. Aðkoma og staðsetning húsanna er mjög góð í vaxandi viðskiptahverfi með fögru útsýni. Húsunum fylgir fjöldi bílastæða. Allar nánari upplýsingar veita: HLÍÐASMÁRI 1 OG 3 - KÓPAVOGI FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.