Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 33

Morgunblaðið - 02.05.2004, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 33 umræður óhjákvæmilega um einstök fyrirtæki eða persónur, sem hafa orðið fyrirferðarmikil á fjölmiðlamarkaðnum. En fyrst og fremst snúast þær um grundvallaratriðið; að engin ein sam- steypa eigi að geta stýrt því hvað fólk les, horfir eða hlustar á. Morgunblaðið hefur löngum lýst þeirri skoðun að ein eða fáar fyrirtækjasamsteypur eigi ekki að verða allsráðandi í íslenzku viðskiptalífi. Það á enn frekar við um fjölmiðlamarkaðinn en aðra markaði vegna hins skoðanamyndandi hlutverks fjölmiðla og mikilvægis þeirra fyrir lýðræðið. Það er auðvit- að ástæðan fyrir því að í flestum vestrænum ríkj- um gilda sérstakar reglur um eignarhald á fjöl- miðlum, sem ekki gilda um önnur fyrirtæki. Í vestrænum lýðræðisríkjum þykir eðlilegt að tak- marka vald einstakra manna eða hópa manna. Í stjórnmálum er það gert m.a. með því að hafa kosningar á fjögurra ára fresti, þannig að almenn- ingur geti losað sig við valdhafa sem hann fellir sig ekki við. En það er þó auðvitað langt í frá eina tak- mörkunin á valdi stjórnmálamanna. Því eru settar margvíslegar skorður í lögum og stjórnarskrá. Það er leitazt við að tryggja að þeir verði ekki of valdamiklir; að þeir geti ekki misbeitt valdi sínu. Er þó allajafna engin ástæða til annars en að ætla að þeir séu hinir vænstu menn og hyggist ekki vinna landi og þjóð neitt nema gott. Á undanförnum árum hafa völd í verulegum mæli færst frá stjórnmálamönnum til viðskipta- lífsins. Það er ekki óeðlilegt að einnig þar séu því settar hömlur hversu miklum völdum menn geti safnað, alveg sérstaklega í fjölmiðlageiranum. Í eignarhaldi á fjölmiðlum getur falizt mikið vald. Það er að sjálfsögðu ekki þar með sagt að því sé misbeitt – en möguleikinn er fyrir hendi. Og þótt hörðustu talsmenn hins frjálsa markaðar haldi því jafnan fram að markaðurinn sjái sjálfur um að halda valdi fyrirtækjanna í skefjum – fólk geti „kosið með fótunum“ og hætt viðskiptum við fyr- irtæki ef því mislíkar við þau – er málið ekki svona einfalt. Fyrirtæki geta komizt í þá stöðu að það sé að lokum enginn annar eftir til að skipta við ef við- skiptavininum mislíkar. Evrópuþingið bendir þannig á að eftir því sem samþjöppunin í ljósvaka- fjölmiðlum verði meiri hækki þröskuldur nýrra fyrirtækja, sem vilja koma sér fyrir á ljósvaka- markaðnum. Sagan er full af dæmum um stjórn- málamenn, sem söfnuðu að sér miklum völdum án þess að misbeita þeim – en svo breyttist það einn daginn. Þess vegna leitast menn við að setja valdi stjórnmálamanna skorður. Með sama hætti geta menn í viðskiptalífinu auðvitað safnað gífurlegum völdum án þess að misnota þau – en það ber að hindra að nokkur komist í þá stöðu að geta mis- beitt völdum sínum, alveg sérstaklega á fjölmiðla- markaði. Í þessu ljósi er það í raun aukaatriði, sem tals- vert hefur verið til umræðu undanfarna daga, hvort samþjöppunin á fjölmiðlamarkaði hafi dreg- ið úr fjölbreytni efnis, hvort fjölmiðlar hafi dregið taum eigenda sinna o.s.frv. – grundvallaratriðið er að hindra möguleikann á að einn aðili, hver sem hann er eða gæti orðið í framtíðinni, komist í ráð- andi stöðu. Hér hefur verið rætt um takmörkun á völdum eigenda fjölmiðla annars vegar og stjórn- málamanna hins vegar – en hvað ef bæði hlut- verkin eru saman komin í einum og sama mann- inum? Evrópuþingið segir í skýrslu sinni: „[Þingið] hefur áhyggjur af því að sams konar ástand og á Ítalíu gæti komið upp í öðru aðildarríki ef fjölmiðlakóngur, á borð við Rupert Murdoch, kysi að hefja stjórnmálaþátttöku.“ Menn geta velt því fyrir sér hver fyrir sig, hvernig Rupert Murdoch myndi beita fjölmiðlaveldi sínu ef hann gerðist stjórnmálamaður. Af hverju ekki lög? Ýmsir hafa spurt á undanförnum dögum hvort það sé nokkur ástæða til að setja lög um eignarhald fjölmiðla. Í ljósi þess, sem hér hef- ur verið rakið, er miklu frekar ástæða til að spyrja af hverju ætti ekki að setja lög um eignarhald fjöl- miðla. Af hverju ætti Ísland að skera sig úr meðal vestrænna ríkja, einkum og sér í lagi þegar sam- þjöppunin á fjölmiðlamarkaði er orðin jafnmikil og raun ber vitni? Hafa ber í huga það sem segir í skýrslu fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra: „Í löggjöf einstakra landa virðist sjaldgæft að beinar takmarkanir séu á því að eignatengsl séu milli fjöl- miðlafyrirtækja og fyrirtækja í öðrum rekstri. Á hinn bóginn verður ekki ráðið af þeim gögnum sem nefndin hefur aflað að það sé þekkt í öðrum löndum að aðili sem hefur hliðstæð umsvif í við- skiptalífi annarra landa og Baugur Group hf. hefur á Íslandi, fari jafnframt með ráðandi hlut í jafn- öflugu fjölmiðlafyrirtæki og Norðurljósum hf.“ Málsmeðferðin til undirbúnings lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum hefur verið gagnrýnd. Menn hafa spurt hvað liggi á. Það er hins vegar að sjálfsögðu ekki óeðlilegt að stjórnvöld bregðist hratt við þróun á borð við þá, sem átti sér stað á aðeins fáeinum mánuðum í lok síðasta árs og byrj- un þessa, þar sem samþjöppun á íslenzkum fjöl- miðlamarkaði jókst skyndilega stórlega. Fjöl- miðlanefndin vann hratt, en skýrsla hennar er faglega og vel unnin. Eins og Morgunblaðið hefur áður sagt, hefði farið vel á því að hún yrði birt strax og hún lá fyrir. Nú hefur skýrslan hins vegar verið opinber í tæpa viku og þeir hafa getað kynnt sér hana sem vilja. Ófá mál hafa fengið jafnmikla umræðu á skömmum tíma og þetta. Enn hefur ekki verið mælt fyrir frumvarpi forsætisráðherra á Alþingi; það verður að líkindum gert á mánudag. Ekkert bendir til annars en að það fái ýtarlega umfjöllun á þinginu; raunar er að því stefnt að þingið sitji fram eftir mánuðinum til að ljúka um- fjöllun um málið. Morgunblaðið hefur oft gagn- rýnt að ríkisstjórnin komi of seint með mál inn í þingið, sem síðan fá ekki nægilega vandaða um- fjöllun. Oft eru mikilvæg lagafrumvörp, sem hafa mikil áhrif á hagsmuni einstaklinga og fyrirtækja og jafnvel þjóðlífið allt, afgreidd í flýti rétt fyrir þinglok, við litla sem enga umræðu. Það eru því hárrétt viðbrögð að stytta sumarfrí þingmanna í þetta sinn til að ljúka vandlegri umfjöllun um þetta mikilvæga mál og mætti raunar verða for- dæmi að slíkum vinnubrögðum í framtíðinni. Ein rökin fyrir því að ljúka málinu fyrir sumarið eru hagsmunir þeirra fyrirtækja, sem það snertir. Það hlýtur að vera þeirra hagur að óvissu um lög- gjöf á þessu sviði sé eytt sem fyrst. Hitt er svo annað mál að þeir, sem í hlut eiga, hlutu að sjá fyr- ir að lagasetning væri nánast óhjákvæmileg vegna þessarar miklu og skyndilegu samþjöppunar á fjölmiðlamarkaðnum. Það, sem hér hefur verið sagt um löggjöfina í öðrum ríkjum, sýnir að stjórn- völd í nánast öllum nágrannaríkjum okkar hafa brugðizt við sambærilegri þróun. Það er jafnframt rétt, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra benti á í umræðum á Alþingi um fjölmiðlaskýrsl- una að Davíð Oddsson forsætisráðherra gaf mönn- um tilefni til að búast við lagasetningu er hann svaraði spurningu Álfheiðar Ingadóttur varaþing- manns í þinginu 19. nóvember sl.: „Varðandi síðari spurninguna, þ.e. hvort forsætisráðherra telji koma til greina að sett verði lög til að hindra frek- ari samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og tryggja bet- ur en nú er gert að fjölmiðlar séu sjálfstæðir og óháðir, þá tel ég að það sé alls ekki hægt að útiloka að til slíkrar lagasetningar komi. Það mætti jafn- vel færa fyrir því rök að í því fælist tómlæti af hálfu þingsins við núverandi aðstæður að láta ekki koma til athugunar a.m.k. slíka lagasetningu.“ Þótt það hafi tekið stjórnarflokkana einhverja daga að ná saman um frumvarp til laga um eign- arhald á fjölmiðlum, fór ekki á milli mála í umræð- unum á Alþingi á miðvikudag að góð samstaða rík- ir á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um málið. Raunar virðist sem málið hafi styrkt samstarf flokkanna. Það er hins vegar holur hljómur í málflutningi þeirra þingmanna stjórn- arandstöðunnar, sem leggjast gegn afgreiðslu málsins, ekki sízt vegna þess að margir, bæði í Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, hafa áður talað um nauðsyn löggjafar, sem hefti samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Ósk- andi væri að þingmenn, bæði úr stjórn og stjórn- arandstöðu, sneru sér nú að því að nýta sem bezt þann tíma sem þingið hyggst taka sér fram eftir mánuðinum til að gera þessa mikilvægu löggjöf sem bezt úr garði, þannig að hún geti þjónað hlut- verki sínu til frambúðar. Morgunblaðið/RAX „Í þessu ljósi er það í raun aukaatriði, sem talsvert hefur verið til umræðu undanfarna daga, hvort samþjöppunin á fjölmiðlamarkaði hafi dregið úr fjöl- breytni efnis, hvort fjölmiðlar hafi dreg- ið taum eigenda sinna o.s.frv. – grundvallaratriðið er að hindra mögu- leikann á að einn að- ili, hver sem hann er eða gæti orðið í framtíðinni, komist í ráðandi stöðu.“ Laugardagur 1. maí Fugl og skuggi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.