Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.05.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. MAÍ 2004 23 þeirra opinberu aðila sem stjórni og hafi eftirlit með lyfjamálum, með það fyrir augum að færa verkefni á færri hendur.“ Ríkisendurskoðun segir að kanna þurfi í samvinnu við rekstraraðila hvort fækka megi apótekum, eða gera rekstur þeirra hagkvæmari með því að draga úr kostnaði. Jón segir að síðast þegar lyfjalögum var breytt hafi verið gerð krafa um tvo lyfja- fræðinga á vakt í apótekum. Þetta hafi verið talið öryggismál, en nú hafi apótekin gert athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þetta atriði þurfi að skoða. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er bent á að tvær keðjur apóteka séu með 80–85% af smásölumarkaði lyfja hér á landi. Ári 1996 hafi apótek verið 44 talsins en fjölgaði í 61 eftir að lyf- sala var gefin frjáls. Fjöldi íbúa að baki hverju apóteki er nú um 4.750, sem er minna en annars staðar á Norðurlöndunum. Telur heilbrigðis- ráðherra að apótekum hafi fjölgað um of? „Apótekin eru orðin ansi mörg. Auðvitað er ekki hægt að miðstýra fjölda þeirra úr mínum stóli, en út- sölustöðum hefur fjölgað þrátt fyrir kröfur um tvo lyfjafræðinga á vakt.“ Ríkisendurskoðun bendir á þá sparnaðarleið að leita undanþágu um að fylgiseðli á íslensku sé pakkað með öllum lyfjum. Jón segir að það sé ef til vill óþarft að setja íslenskar leiðbein- ingar með lyfjum sem læknar og hjúkrunarfræðingar gefa sjúklingum á sjúkrahúsum. Hins vegar telur Jón nauðsynlegt að leiðbeiningar á ís- lensku fylgi lyfjum utan sjúkrahúsa. Jón segir að þegar hafi verið brugðist við þeirri ábendingu Ríkisendurskoð- unar að endurskoða heimilaða álagn- ingu á lyf, bæði í heildsölu og smá- sölu, þannig að hún hvetji til sölu á ódýrari lyfjum. Útboð í lyfjainnkaupum – Þeir sem flytja inn og selja lyf hafa bent á að í stað opinbers verð- myndunarkerfis mætti ná lækkun á lyfjaverði með reglulegum útboðum og lækkun eftirlitskostnaðar hins op- inbera. Meðal annars hefur verið bent á að á sama tíma og krafist var lækkunar á lyfjaverði hækkaði gjald- skrá Lyfjastofnunar um 10–13%. Er einhver mótsögn í orðum og gjörðum ríkisvaldsins? „Við erum tilbúnir að skoða kostn- aðarþættina, en Lyfjastofnun gegnir mjög veigamiklu hlutverki tækni- lega. Við þurfum að hafa hana öfluga. Hún hefur verið fjármögnuð með eft- irlitsgjöldum. Um það má alltaf deila, en þessi pólitíska ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Jón. Aðspurður segist hann ekki sjá fyrir sér breyt- ingu á tekjuöflun Lyfjastofnunar, sem byggist á eftirlitsgjöldum af lyfjaiðnaðinum. „Við munum fara yfir þann þátt með öðrum í þeirri endur- skoðun sem nú fer fram. En ég sé ég ekki fyrir mér á þessu stigi að það verði breytingar á því. Við yrðum þá að taka þann kostnað út af fjárlögum og það yrði frekar þungur róður, en þetta verðum við að skoða.“ Jón segist vera eindreginn fylgis- maður útboða í lyfjainnkaupum. „Landspítalinn hefur til dæmis farið í vaxandi mæli inn á þá braut. Ég tel nauðsynlegt fyrir heilbrigðisstofnan- ir að vinna meira saman að innkaup- um og ná sem bestum kjörum með því að bjóða út. Ég tel að það sé leið sem menn eigi að fara í auknum mæli.“ – En finnst heilbrigðisráðherra koma til greina að íslenska ríkið leiti tilboða í lyf fyrir sínar stofnanir er- lendis eða flytji inn lyf þaðan sem verð er lægra en hér? „Ég vil reyna til þrautar hvort ekki er hægt að ná betri kjörum í sam- vinnu við þá aðila sem hafa þekkingu og afl til þess að gera þetta hér á landi. Ég vil láta reyna á það áður en farið er í ríkisvæðingu þessara hluta. Ég trúi ekki öðru en að einkageirinn hafi afl til að gera þetta.“ Er hin leiðin möguleg þrautalending? „Ég vona að til þeirrar lendingar þurfi ekki að koma,“ segir Jón og hlær að tilhugsuninni. „Það er eflaust hægt, en ég hef engin slík áform uppi. Ég er nýbúinn að bindast fastmælum um að kanna rækilega hvort við get- um ekki nálgast lyfjaverð í nágranna- löndunum sem mest eftir þeim leið- um sem nú eru fyrir hendi. Ég tel það ekki í samræmi við þróunina á al- mennum markaði að fara að ríkis- væða lyfjasöluna og innflutninginn.“ – Hefur sú samþjöppun sem orðið hefur í lyfsölu og framleiðslu lyfja hér á landi leitt til verðhækkana á lyfj- um? „Það er ljóst að sú samkeppni sem ríkir hér á markaði skilar ekki sam- bærilegu verði hér og er í nágranna- löndunum. Það hefur orðið mikill samruni í lyfjasmásölunni. Tvær keðjur eru með meirihluta af mark- aðnum. Markaðurinn er að vísu ekki stór, en veltir þó miklum peningum miðað við aðrar vörur. Ég held að samkeppnin hafi ekki skilað nægu ennþá.“ – Það hefur komið í ljós að lyfsölu- keðjur fá afslætti frá helsta framleið- anda samheitalyfja hér á landi og skila honum til sjúklinga, en ekki til stærsta viðskiptavinarins sem er ís- lenska ríkið. Eruð þið nógu snjallir í viðskiptum? „Sennilega erum við það ekki,“ segir Jón. „Það er því miður þannig að sá sem borgar 60% af pakkanum fær engan afslátt, en þeir sem borga 40% fá allan afsláttinn! Það er auðvit- að gott fyrir sjúklingana og neytend- ur, en manni finnst það eðlileg regla í viðskiptum að sá sem greiðir meira fái afslátt. Í þessu tilfelli ættu menn að skipta honum á milli sín. Það myndi auka svigrúm Trygginga- stofnunar til greiðsluþátttöku ef hún fengi hluta af þessum afslætti.“ – Hafið þið leitað beinlínis eftir því að fá þennan afslátt af lyfjaverði? „Þetta er eitt af þeim atriðum sem við munum ræða, en það liggja engar ákvarðanir fyrir um það núna.“ Boðuð hefur verið mikil endur- skoðun lyfjamála. Jón segir að lyfja- frumvarpið, sem nú liggur fyrir al- þingi, hafi í raun verið fyrsta skrefið í þeirri vinnu. „Í því eru atriði sem okkur þótti nauðsynlegt að taka á strax. Nefndirnar eru sameinaðar með það fyrir augum að samnýta krafta þeirra og gera þær að öflugri stofnun en nú er. Það var ekki eftir neinu að bíða með það. Ég vona að við getum lagt fram endurskoðaða lyfja- löggjöf áður en langt um líður.“ Jón segist ekki þora að spá um það enn hvort það náist fyrir haustþing, en telur það æskilegt. „Ég vil vinda bráðan bug að þessu. Mér finnst að í þessum geira sé eftir miklu að slægj- ast. Við erum alstaðar með mikla fjárþörf í heilbrigðisþjónustunni. Allt sem sparast í þessu gæti komið til góða annars staðar. Hjálpað okkur að mæta þeirri fjárþörf sem er alstaðar í kerfinu. Mér finnst þetta mjög að- kallandi og mikið forgangsmál.“ Reynt til þrautar Auk endurskoðunar lyfjalaga segir Jón að innan heilbrigðisstofnana sé unnið að ýmsum aðgerðum í sparnað- arátt. Til dæmis gerð lyfjalista. Eins og komið hefur fram hefur verið unn- ið að því að breyta greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar þannig að hún miðaðist almennt við lægsta lyfja- verð. Jón segir að nú verði reynt til þrautar hvort hægt sé að ná niður lyfjaverðinu. Hafa einhver tímamörk verið sett í þessar áætlanir? „Varðandi smásöluna og innlendu lyfjaframleiðendurna taka lækkanir þeirra gildi 1. maí. Varðandi heild- sölustigið eiga lækkanir að vera farn- ar að virka að fullu 1. júlí. Í lok júlí- mánaðar eigum við að geta tekið stöðuna á málinu.“ Jón segir að til að ná markmiði fjárlaga um 450 milljóna króna sparnað í lyfjakostnaði TR verði lögð áhersla á að ná fram meiri lækkunum en þegar hefur verið samið um. „Ef í ljós kemur að við náum því ekki verð- um við að stinga reglugerðinni aftur í samband seinnihluta ársins. Þess vegna tók ég hana ekki úr gildi, held- ur frestaði henni.“ – Nægir það til að ná settu marki? „Ég vona það, ef við náum því ekki á annan hátt. Sú krafa er gerð til okk- ar að lækka lyfjakostnað TR. Það sem snýr að heilbrigðisstofnunum er að hjálpa þeim að vera innan ramma fjárlaga, Landspítalinn hefur alltaf farið framúr á lyfjareikningnum, en ég veit að þeir eru nú að ná árangri með útboðum. Þeir eru líka að vinna í sínum lyfjalistum og innra skipulagi varðandi þessi mál.“ gudni@mbl.is Nemendaþjónustan sf. Álfabakka 12, Mjódd Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga NÁMSAÐSTOÐ á lokasprettinum fyrir vorprófin - SPENNANDI VALKOSTUR Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000 www.terranova.is Akureyri, sími 461 1099 Súpersól til Portúgal 26. maí frá 29.995.- Tryggðu þér síðustu sætin í sólina til Portúgal í maí á hreint ótrúlegum kjörum í beinu flugi Terra Nova til Portúgal. Þú getur valið um viku eða tveggja vikna ferð og dvalið við frábærar aðstæður, enda er sumarið komið í Portúgal og auðvelt að njóta alls sem staðurinn hefur að bjóða. Og auðvitað nýtur þú þjónustu fararstjóra Terra Nova allan tímann. Þú bókar ferðina og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir í fríinu þínu í Portúgal. Kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, í viku 26. maí. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800 á mann. Kr. 39.990 M.v. 2 saman í gistingu í viku 26. maí. Innifalið flug, gisting og skattar. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.