Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 04.06.2004, Qupperneq 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Grafan bauð 44% af áætlun|Verk- takafyrirtækið Grafan ehf. bauð lægst í út- boði Landsvirkjunar á lagningu og teng- ingu rafstrengja og ljósleiðara á þremur virkjunarsvæðum; við Tungná, Þjórsá og Mývatn, þar sem lagnir eru alls 22 kíló- metrar að lengd. Tilboð Gröfunnar, rúmar 19 milljónir króna, var aðeins 44% af áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar upp á 43,2 milljónir króna. Fjögur önnur tilboð bárust á bilinu 20-26 milljónir króna. Verkinu á að vera lokið í október á þessu ári. Þá hafa tilboð verið opnuð í smíði starfs- mannahúss við Kröfluvirkjun. Lands- virkjun fékk fjögur tilboð, hið lægsta uppá tæpar 32 milljónir króna frá Birni Guð- mundssyni. Kostnaðaráætlun nam 41,5 milljónum króna og hin tilboðin voru undir þeirri áætlun.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Norska húsið opnað |Norska húsið í Stykkishólmi hefur sumarstarfsemina 2004 laugardaginn 5. júní kl. 14, með opnun 10 ára afmælissýn- ingar Handverks og hönnunar en þar er sýnt hand- verk 24 ein- staklinga sem þykja skara framúr hver á sínu sviði. Sýningin stendur til 4. júlí og er opin daglega frá kl. 11 til 17. Ýmislegt fleira er að sjá í Norska húsinu sem er timburhús reist árið 1828. Húsið kom tilhöggvið frá Noregi á sínum tíma.    Minnisvarði afhjúpaður |Á sjómannadag- inn 6. júní, verður vígður minningarreitur við kirkjugarðinn í Ólafsvík og afhjúpaður minnisvarði eftir Sigurð Guðmundsson lista- mann. Vígsluathöfnina annast Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup og Óskar Hafsteinn Óskarsson sóknarprestur í Ólafsvík. Ávörp flytja Baldvin Leifur Ívarsson, formaður sóknarnefndar, og Sigurður Guðmundsson sem einnig mun afhjúpa minnisvarðann. Kirkjukór Ólafsvíkur leiðir söng. Minnisvarðinn er uppreistur granítsteinn og stendur sem sjálfstætt listaverk en er jafnframt minnisvarði um horfið fólk. Sóknarnefnd Ólafsvíkurkirkju ákvað að hefja undirbúning að gerð minningarreits við kirkjugarðinn í Ólafsvík í kjölfar sjó- slyssins hörmulega 7. desember 2001 þegar Svanborg SH fórst við Svörtuloft á Snæfells- nesi og með henni þrír menn. Minning- arsteinn með nöfnum þeirra verður einnig afhjúpaður við vígsluathöfnina nú á sjó- mannadaginn. Gengið hefur veriðfrá verksamningivið Mælifell ehf. um endurbætur á Hótel Tanga á Vopnafirði í samræmi við útboðsgögn sem unnin eru af Teikni- stofunni Óðinstorgi. Heildarsamnings- fjárhæðin er 24,5 millj- ónir króna. Verktaki hef- ur þegar hafist handa við lagfæringarnar og er gert ráð fyrir að 1. áfanga verði lokið fyrir 25. júní nk., sem felst í lagfær- ingu á anddyri, móttöku og setustofu á 1. hæð, ásamt málun á 2. hæð og snyrtingu á húsinu að ut- an. Greint er frá þessum framkvæmdum á heima- síðu Vopnafjarðarhrepps. Endurbætur á Hótel Tanga Þeir voru montnir bræðurnir á Brekku í Fljótsdal;Tryggvi Þór og Jónas Bragi Hallgrímssynir,þegar þeir fundu heiðargæsarhreiður innan girðingar rétt fyrir ofan bæinn hjá sér og sýndu fund- inn stoltir. Þrjú egg voru í hreiðrinu og nú bíða þeir bræður spenntir eftir að ungar komi úr eggjunum. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Legið yfir eggjum Svar til Rúnars Krist-jánssonar á Skaga-strönd var póstlagt í gær eftir langa bið. Upp- haflega sendi Rúnar und- irrituðum ljóðabréf eftir viðhorfsgrein, þar sem hvatt var til bréfaskrifa upp á gamla móðinn. Og hér fylgir svarið: Loksins færðu ljóðabréf sem lengi var að berast. Ég afsakanir engar hef það átti fyrr að gerast. Aldrei lagast ástandið hjá okkur blaðamönnum; varla nokkurn fæ ég frið fyrir dagsins önnum. Þér ég miklar þakkir kann að þessu skyldir nenna því bréfaskrifum enn ég ann með örk og fjaðrapenna. Ég vonast eftir svari senn sem um viðbrögð krefur og fyrr mun bréf þér berast en blekið þornað hefur. Til Rúnars pebl@mbl.is Neskaupstaður | Í gær kom Solla stirða í heimsókn til barnanna í leikskólanum Sól- völlum í Neskaupstað og vakti hún mikla kátínu meðal barnanna sem sungu hástöfum með Sollu og tóku þátt í teygjuæfingum og öðrum hreyfileikjum af mikilli inn- lifun. Solla fór líka í heimsókn í leikskólana á Eskifirði og Seyðisfirði en það voru fyr- irtækin Eskja og Síldarvinnsl- an sem stóðu fyrir komu Sollu á svæðið. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Börnin á Sólvöllum fylgdust vel með því sem Solla stirða hafði að segja og gerðu sömu æfingar og hún. Solla stirða á Sólvöllum Samsprikl SVEITARSTJÓRN Bláskógabyggðar hef- ur staðfest stöðvun þriggja framkvæmda í sveitarfélaginu. Um er að ræða óleyfilega efnistöku í fjöruborði Þingvallavatns, en hún var stöðvuð 10. maí. Þá stöðvaði skipu- lagsfulltrúi framkvæmdir við vatnsbakka Þingvallavatns 17. maí við sumarbústað í landi Heiðarbæjar, en þar hefðu verið gerðir tveir hafnargarðar. Sveitarstjórn gerði eiganda að afmá jarðrask á eigin kostnað. Ennfremur var staðfest ákvörðun um að stöðva framkvæmdir við bátaskýli í landi Kárastaða. Eiganda var gert að fjar- lægja bygginguna. Verða að fjarlægja hafnargarða Vestmannaeyjar | Úrskurðarnefnd um heilbrigðismál hefur kveðið upp úrskurð um gjaldtöku Vestmannaeyjabæjar á sorpeyðingargjöldum á fyrirtæki. Málið, sem nær aftur til ársins 2000, var kært af Þórarni Sigurðssyni eiganda Geisla. Úr- skurðarnefndin féllst á röksemd Þórarins um að raunveruleg magnmæling verði að liggja fyrir til grundvallar gjaldtöku fyrir sorp. Bæjarráð fjallaði um málið og var þeim Frosta Gíslasyni og Viktori Pálssyni falið að leggja fram tillögu um framtíðarskipan við álagningu sorpgjalda. Jón G. Valgeirsson, lögmaður, sem sótti málið fyrir Félag kaupsýslumanna í Vest- mannaeyjum, segir að úrskurðurinn þýði að álagning sorpeyðingagjalds eins og ver- ið hefur í Eyjum standist ekki. „Rökin eru þau að þegar er verið að rukka eitthvað eftir magni, þá er lögmálið það að menn viti hvaða magn menn eru að borga fyrir. Þetta er svipað og ef þú ert að kaupa kjöt úti í búð, þá ertu rukkaður eftir kílóverði.“ Skynsamlegt að ná samkomulagi Jón segir að málið hafi langan aðdrag- anda og reynt hafi verið að ná samkomu- lagi áður en málinu var skotið til úrskurð- arnefndarinnar. Næstu skref segir Jón vera að leysa þennan fortíðarvanda og huga til framtíðar. „Það hefjast viðræður við bæjaryfirvöld um það hvernig best sé að leysa þessi mál í heild sinni.“ Aðspurður hvort eigendur fyrirtækja í bænum eigi kröfu á bæjarsjóð vegna of- greiðslu á sorpeyðingargjöldum segir hann það spurningu sem eftir er að svara. „Það er nú viturra manna ráð að ná sam- komulagi um hlutina. Þetta snýst um að leysa málið í sameiningu en auðvitað veit ég ekki hvort einstakir aðilar muni sækja stíft á bæjaryfirvöld.“ Ólögleg sorp- eyðingargjöld ♦♦♦ Egilsstaðir|Það eru ekki aðeins grunn- og framhaldsskólar sem út- skrifað hafa nemendur sína með pompt og prakt þetta vorið, heldur eru leikskólarnir einnig að útskrifa nemendur og skipta börnum inn á eldri deildir. Á leikskólanum Tjarn- arlandi á Egilsstöðum var sumrinu tekið opnum örmum með mikilli hátíð í lystigarði bæjarins, Lómatjarn- argarðinum, þar sem allar leikskóla- deildirnar lögðu sinn skerf til ljúfrar og frambærilegrar dagskrár. Var ekki laust við að foreldrar brynntu of- urlítið músum af einskærri gleði yfir að sjá afkvæmi sín bregða á leik, söng og dans á sviðinu í garðinum. Að lok- inni dagskrá og pylsuáti hljóp svo ungviðið skríkjandi inn í sumarið þar sem ævintýrin bíða við hvert fótmál. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ungviðið leikur listir sínar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.