Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 21

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 21
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 21 Þórunn Alexanders sérfræðingur Helena Rubinstein aðstoðar við val á vörum föstudag og laugardag. Laugavegi 23 sími 511 4533 • Falleg snyrtitaska • Tvöfaldur töskuspegill • Stellars Gold varalitur • Extravagant maskari • Collagenist krem 15 ml • Collagenist augnkrem Verðgildi gjafarinnar er 7.300 kr. * Ef keyptar eru Helena Rubinstein vörur fyrir 5.000 kr. eða meira á meðan birgðir endast. Gjöfin þín* Reykjavík | Hátíð hafsins verður haldin nú á laugardag og sunnudag, en hátíðin varð til við sameiningu sjómannadags og hafnardags í Reykjavík. Gríðarlega fjölbreytt skemmtidagskrá verð- ur og býðst íbúum höfuðborgarsvæðisins að kynna sér hinar ýmsu hliðar helsta sérkennis íslensku þjóðarinnar, nábúðarinnar við sjóinn. Dagskrá hátíðarinnar er sem hér segir: Laugardagur 5. júní Kl. 11 Dorgveiðikeppni á flotbryggjunni í Suð- urbugt. Verðlaunapeningar fyrir vinningshafa og bíómiði í Laugarásbíó fyrir alla þátttak- endur. Kl. 12–17 Fjörbollar, Go-kart, Teygjuturn og mörg fleiri skemmtileg leiktæki á Miðbakk- anum. Furðufiskar – sjáið alla furðufiskana sem lifa í sjónum kringum Ísland. Mondial Billes – stórskemmtilegt og spenn- andi franskt glerkúluspil þar sem vinningshafa er boðið til Frakklands að keppa um heims- meistaratitilinn. Tjaldið: Sjóminjasafn Reykjavíkur, Sjó- mannaskóli Íslands, Sjómennt, sýning á upp- byggingu hafnarinnar, harmonikkuleikur og margt fleira. Kl. 13–15 Flöskuskeyti – sendu kveðju út í heim. Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona stýrir Flöskuskeytalistsmiðju ásamt Alþjóða- húsinu, flöskur og pappír á staðnum. Kl. 15 fer Sæbjörgin í sérstaka flöskuskeytaferð þar sem hægt verður að kasta flöskunum út í hafsauga. Kl. 14–16 Sjómannalagakeppni Hátíðar hafs- ins og Rásar 2. Sjómannslíf, sjómannslíf, draumur hins djarfa manns – eða Hrognin eru að koma? Sjómannalög af öllum gerðum. Meðal þeirra sem fram koma eru Bubbi Morthens, hljómsveitin Roðlaust og beinlaust og South River. Kl. 13–15.30 Svífðu á seglum þöndum. Sigl- ingaklúbburinn Brokey, við Austurbugt 3, mun bjóða í stuttar siglingar á skútum félagsins og verður klúbbhúsið einnig opið almenningi. Þar verður sýnd ný heimildarmynd eftir Ingvar Á. Þórisson, Ævintýri á Atlantshafi, um þátttöku íslenska siglingalandsliðsins á skútunni Bestu í siglingakeppninni Skippers d’Islande árið 2003. Kl. 13–16 Hafið bláa hafið. Frá flotbryggjunni í Suðurbugt verður hægt að reyna sig bæði á árabát og kajak undir styrkri handleiðslu kennara frá Siglunesi. Kl. 13, 14 og 15 Um sundin blá. Á Hátíð hafs- ins gefst einstakt tækifæri til að virða fyrir sér höfuðborgina frá hafi. Sæbjörgin býður þrisvar sinnum upp á ókeypis siglingu um sundin blá. Kl. 13 leikur hljómsveitin Roðlaust og bein- laust fyrir gesti en kl. 15 verður sérstök flösku- skeytaferð. Kaffisala um borð. Björgunarbátur Slysavarnafélagsins Landsbjargar verður einnig á staðnum. Kl. 13.10, 14.10 og 15.10 Tvíliðakeppni á Secret seglskútum. Æsispennandi tvíliða- keppni milli karla og kvenna á hraðskreiðum skútum í innri höfninni. Þrjár umferðir. Kl. 13.30–16 Fótbolti og reiptog í Laug- ardalnum. Skipsáhafnir keppa. Hoppkastali á staðnum. Verðlaun afhent á Sjómannahófinu á Broadway. Fyrir yngstu gestina. Kl. 16 Eyjahringurinn – elsta siglingakeppni kjölbáta á Íslandi. Siglt er frá Reykjavíkurhöfn í kringum Engey og Viðey. Verðlaunaafhend- ing verður að keppni lokinni kl. 20 í félagsheim- ili Brokeyjar við Austurbugt 3. Allir velkomnir. Kl. 20 Sjómannahóf á Broadway. Hin sí- vinsæla Brimkló leikur fyrir dansi, fram á nótt. Sunnudagur 6. júní Kl. 10 Athöfn við Minningaröldur sjó- mannadagsins við Fossvogskapellu í Fossvogs- kirkjugarði. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fer með ritningarorð og bæn. Kl. 11 Sjómannaguðsþjónusta í Dómkirkjunni. Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands predikar og minnist drukknaðra sjómanna. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar fyrir altari. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blóm- sveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Kl. 12–17 Fjörbollar, Go-kart, Teygjustökk og mörg fleiri skemmtileg leiktæki á Miðbakk- anum. Furðufiskar – sjáið alla furðufiskana sem lifa í sjónum kringum Ísland. Mondial Billes – keppt til úrslita í hinu stór- skemmtilega og spennandi franska glerkúlu- spili, en heppnum vinningshafa er boðið til Frakklands að keppa um heimsmeistaratit- ilinn. Tjaldið býður upp á sýningu á uppbyggingu hafnarinnar, kynningu á Sjómannaskóla Ís- lands, ilmandi vöfflur og margt fleira. Kl. 13, 14 og 15 Um sundin blá. Á Hátíð hafs- ins gefst einstakt tækifæri til að virða fyrir sér höfuðborgina frá hafi. Sæbjörgin býður þrisvar sinnum upp á ókeypis siglingu um sundin blá. Kaffisala um borð. Björgunarbátur Slysa- varnafélagsins Landsbjargar verður einnig á staðnum. Kl. 13.30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Kl. 14 Hátíðahöld sjómannadagsins á Mið- bakka. Setning hátíðarinnar Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs. Ávörp Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, Rafn Haraldsson, útgerðarmaður í Reykjavík, Árni Þór Sigurðsson, formaður Hafnarstjórnar Reykjavíkurhafnar, Jónas Garðarsson, for- maður Sjómannafélags Reykjavíkur. Sjómenn heiðraðir Kynnir: Ásgeir Guðnason, ritari Sjómannadagsráðs. Kl. 15 Ómar og Lína! Enginn kann að skemmta landsmönnum eins og Ómar Ragn- arsson en hann mun koma öllum í besta skap á sjómannadaginn og fær meira að segja Línu Langsokk í heimsókn, enda er hún af sjó- mannsættum komin því pabbi hennar er sjó- ræningi, eins og margir muna. Kl. 15 Ráarslagur. Hin sívinsæla keppni þar sem kappar takast á og reyna að koma and- stæðingi sínum í sjóinn. Kl. 15 Kappróður í innri höfninni. Frækin lið takast á. Bæði karla- og kvennalið, íslensk og færeysk. Handavinna, basar og kaffisala á Hrafnistu- heimilunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Ný og glæsileg hjúkrunarálma við Hrafnistu í Reykjavík til sýnis frá kl. 14–17. Sýningar á Hátíð hafsins Sýningin Íslandsljós verður opnuð laugardag- inn 5. júní kl. 13 í sýningarsal Íslenskrar graf- íkur, Hafnarhúsinu og í Borgarbókasafni, Grófarhúsi. Á sýningunni eru ljósmyndir af hafi, ströndum og lífi íslenskra sjómanna eftir Árna Sæberg, Guðbjart Ásgeirsson, Guðmund Ingólfsson og Ragnar Axelsson. Myndirnar koma frá alþjóðlegu ljósmyndasýningunni Le Mer eða Hafið sem haldin var í Vannes í Frakklandi á síðasta ári. Sýningin er einnig í sal Borgarbókasafns, Grófarhúsi og stendur til 4. júlí. Sýning Siglingastofnunar Íslands, „Í örugga höfn“, verður opnuð í fjölnotarými Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi laugardaginn 5. júní kl. 14. Sýningin veitir innsýn í viðfangsefni Siglingastofnunar og forvera hennar, Vita- og hafnamálastofnunarinnar og Siglinga- málastofnunar. Af þessu tilefni verður stóreflis bauju komið fyrir á Miðbakkanum í Reykjavíkurhöfn og í fjölnotasalnum verður hægt að kynna sér vita, baujur, hafnargerð, stöðugleika skipa, skipa- skrá og fjöldamargt annað sem lýtur að örygg- ismálum sjófarenda sem eru meðal helstu verkefna Siglingastofnunar. Sýningin stendur aðeins á Hátíð hafsins. Sýningin Minningar frá Íslandi: á slóð minj- anna verður opnuð laugardaginn 5. júní kl. 15 í sal Alliance Francaise, Tryggvagötu 8. Sýn- ingin vegsamar minningu tveggja þjóða, ann- ars vegar franskra sjómanna frá Bretagne, Gravelines eða Dunkerques sem reru til þorsk- veiða við Íslandsstrendur, og hins vegar Ís- lendinganna sem voru gestgjafar þeirra í hart- nær heila öld, frá 1852 til 1936. Sýningin stendur til 4. júlí. Dagskrá Hátíðar hafsins um helgina Sjómannaskólinn hefur löngum verið samein- ingartákn íslenskra sjómanna. FLUGFÉLAGIÐ Geirfugl á Reykja- víkurflugvelli bauð til sín hópi leik- skólabarna úr hverfinu í heimsókn á dögunum. Þar mætti hópur 3 til 5 ára krakka, sem eru á leikskól- anum Skerjagarði í Skerjafirði. Að sögn Matthíasar Arngríms- sonar, sem hefur umsjón með heim- sóknum leikskólabarnanna, höfðu þau gaman af. Geirfugl hefur boðið leikskólabörnum í heimsókn um nokkurn tíma. „Ég sýni þeim eina flugvél sem við erum með, og leyfi þeim að taka í stýrið, prófa talstöð- ina og þess háttar. Bæði strákunum og stelpunum finnst þetta afskap- lega spennandi,“ sagði Matthías í samtali við Morgunblaðið. Morgunblaðið/ÞorkellÞessir ungu flugmenn undu sér vel hjá Geirfugli. Flugmenn framtíðarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.