Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 29

Morgunblaðið - 04.06.2004, Page 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 29 ÉG SIT í stjórn Frjálshyggju- félagsins, sem hefur verið harður and- stæðingur fjölmiðla- frumvarpsins. Engu að síður held ég að forseti Íslands hafi gert mikil mistök með því að neita að staðfesta lögin sem samþykkt voru af Al- þingi. Þessi skoðun bygg- ist ekki á því að for- setinn hafi ekki heim- ild til að gera það sem hann gerði. Notkun valdsins er vond. Fulltrúa- lýðræðið er afar mik- ilvægt. Það tekur beinu lýðræði fram, vegna þess að því fylgir meiri pólitískur stöðugleiki. Ef forset- inn hefur þessa heim- ild ætti hann að nota hana afar sparlega og eingöngu í neyð- artilvikum. Hugsa má sér að forsetinn notaði heimildina til að koma í veg fyrir al- varlegar og óaft- urkræfar aðgerðir, sem gætu t.d. haft í för með sér eyðileggingu. Ekki er um óafturkræfar aðgerðir að ræða, eins og t.d. í tilviki Kára- hnjúkavirkjunar. Nú er aug- ljóslega ekki einu sinni um að ræða mikilvægasta þingmál sem komið hefur upp á forsetaferli Ólafs Ragnars Grímssonar. Því síður er hægt að halda því fram að um sé að ræða mikilvægasta mál frá stofnun lýðveldisins, en eins og þekkt er hefur þessu valdi ekki verið beitt á þeim tíma. Lögin sem um ræðir munu ekki hafa áhrif fyrr en eftir tvö ár. Hægt verður að breyta þeim eftir það. Alþingiskosningar verða í síðasta lagi eft- ir þrjú ár. Kjósi þjóðin þingmenn sem vilja af- nema lögin munu þau eingöngu gilda í eitt ár, með skaða sem er lítill í samanburði við skaða af ýmsu öðru sem stjórnmálamenn hafa gert. Þótt lögin séu vond, er ákvörðun forsetans verri. Fulltrúalýðræði er mikilvægt. Nær- tækast er að álykta að forsetinn noti nú tæki- færið sem skoð- anakannanir gefa hon- um til þess að slá sig til riddara. Þannig set- ur hann vont fordæmi og gerir sig sekan um tækifærismennsku. Hann bæði eykur óstöðugleika stjórn- málanna og breytir eðli forsetaembætt- isins. Nú er hann kom- inn í pólitík. Persónulega ætla ég að kjósa með því að lögin sem Alþingi samþykkti verði staðfest í væntanlegri þjóð- aratkvæðagreiðslu. Ég lít ekki á það sem samþykki mitt við lög- unum í sjálfum sér. Ég lít á það sem stuðning við fulltrúalýðræði. Ég hvet aðra til þess að gera slíkt hið sama og taka meiri hagsmuni fram yfir minni. Fulltrúalýðræði gegn tækifæris- mennsku Gunnlaugur Jónsson skrifar um málskot forseta Íslands Gunnlaugur Jónsson ’Nú er aug-ljóslega ekki einu sinni um að ræða mikilvæg- asta þingmál sem komið hef- ur upp á for- setaferli Ólafs Ragnars Gríms- sonar.‘ Höfundur er stjórnarmaður í Frjálshyggjufélaginu. ÞEIR atburðir hafa gerst að forseti Ís- lands Ólafur Ragnar Grímsson hefur tekið þá ákvörðun að hætta sem sameiningartákn íslensku þjóðarinnar og bregður sér í gam- alkunnar flíkur sem stjórnmálaleiðtogi. Með þessari ákvörðun hefur hann brugðist þeim Íslendingum sem kusu hann til for- seta sem sameining- artákn og manna- sætti. Það málefni sem notað er til að brjóta blað og skapa nýja hefð í sam- skiptum forsetans við þjóð sína er þeirrar gerðar að það sannar fyrst og síðast mátt fjölmiðla til að móta almenningsálitið. Það undirstrikar vald fjár- magnsins yfir skoð- anamyndun og sýnir í nýju ljósi stjórnmálamenn og fréttamenn verða eins og sirkusapa sem dansa eins og höndin sem fæðir þá biður um, þegar þeim eru gefnir bananar. Forseti Íslands tek- ur ákvörðun sína í að- draganda forsetakosn- inga en það seint að framboðsfrestur til embættisins er runninn út. Þau framboð sem liggja fyrir eru með þeim hætti að ekki verður gert upp á milli þeirra. Fyrir þá sem eru ósáttir við fram- göngu Ólafs Ragnars Grímssonar er um tvo kosti að ræða, að sitja heima eða mæta á kjör- stað og skila auðu. Ég skora á alla sem eru ósammála ákvörðun Ólafs Ragnars að mæta á kjörstað og skila auðu. Skilum auðu Hrafnkell A. Jónsson skrifar um viðbrögð við aðgerð forseta Hrafnkell A. Jónsson ’Ólafur RagnarGrímsson hefur tekið þá ákvörð- un að hætta sem sameiningar- tákn íslensku þjóðarinnar.‘ Höfundur er héraðs- skjalavörður á Egils- stöðum. Á KJÖTKVEÐJUHÁTÍÐUM snýst heimurinn við, þrællinn er krýndur kóngur, konungurinn þrælkaður. Svo er mál með vexti að fjölmiðlafrumvarpið hefur gert íslenska pólitík að kjötkveðjuhátíð. Vinstrimenn tala sem hægrimenn væru, hægrimenn eins og þeir væru langt til vinstri. Vinstrisinn- ar verja auðhringinn Baug og standa vörð um meint markaðs- frelsi fjölmiðla. Hægrimenn vilja ólm- ir ríkisafskipti af fjöl- miðlamarkaðnum eins og sósíalistar forðum tíð. Þannig heimtar haftafjandinn Jakob F. Ásgeirsson höft á einkarekstri fjölmiðla. Vinstrimaðurinn Öss- ur Skarphéðinsson er á öndverðum meiði og segist telja að í at- vinnulífinu eigi að ríkja eins mikið frelsi og hægt er. Þó við- urkennir hann að hætta geti verið á því að einkaaðiljar nái eign- arhaldi á of stórum hluta fjöl- miðlamarkaðarins (Morgunblaðið 15/5). En hann spyr ekki hvort frjáls markaður geti hverfst af sjálfsdáðum í andstæðu sína, fá- keppni, jafnvel einokun. Það telja altént vinstrisinnaðir hagfræð- ingar og reyndar sumir kollegar þeirra á hægrikantinum (m.a. Joseph Schumpeter). Þeir segðu kannski að aukið markaðsfrelsi hafi ollið því að Baugur hefur öðl- ast nánast einokun á fjölmiðla- markaðnum. Spyrjiði bara Jakob, hann segir að auðhringurinn eigi 2/3 af dagblöðum landsins og yfir helming útvarps- og sjónvarps- stöðva (Morgunblaðið 15/5). Hér eiga frjálshyggjumenn mót- leik. Þeir gætu sagt að hag- fræðikenningar sýni að svona ein- okun geti ekki verið stöðug til langs tíma. Athugið bara flutn- ingabransann í Evrópu í byrjun síðustu aldar. Einkaðiljar, sem áttu lestarfyrirtæki, höfðu nánast tryggt sér einokun í flutningabransanum í mörgum Evr- ópulöndum. En svo fundu menn upp bíla og flugvélar og þá misstu lestarbar- ónarnir einokunar- aðstöðu sína. Ríkisaf- skipti gera venjulega illt verra, ríkið skapar fremur einokun en hindrar hana, segja frjálshyggjusinnaðir hagfræðingar. Því er illskást að leyfa Baug að valsa frjálsum, fyrr eða síðar kemur upp máttugt fyrirtæki sem skákar Baugi. Gallinn er sá að hagfræðikenn- ingar eru illprófanlegar, jafnvel óprófanlegar með öllu. Gildir þetta jafnt um þessar frjálshyggjukenn- ingar og eins um þær vinstrikenn- ingar sem ég reifaði áðan. Því er erfitt að ráða í rúnir markaðarins, vandasamt að finna leiðir til að skera úr um ágreiningsmál vinstri- og hægrihagfræðinga. Þó gæti stóraukin samþjöppun auð- magns á þessum tímum markaðs- frelsis bent til þess að sannleiks- kjarni sé í málflutningi vinstrimanna. Sé svo þá getur Davíð Oddsson sjálfum sér um kennt. Hann jók frelsi markaðar- ins til mikilla muna og skapaði kannski með því skrímsli, skrímsl- ið skelfilega Baug. Nú snýst skap- arinn gegn skrímsli sínu, Davíð gegn Baug. Þegar Napóleon lagði drjúgan hluta Evrópu undir sig gekk hon- um ekkert annað til en valdafíkn. En afleiðingarnar af brölti hans urðu þær að allra handa lýður í útkjálkum álfunnar kynntist hug- myndum um frelsi, jöfnuð og bræðralag. Slík var kaldhæðni ör- laganna að einræðisseggurinn Naflajón efldi frelsishugsjónir þótt hann hafi ætlað sér annað. Kannski ætti Davíð að klæðast sem franski keisarinn á þeirri kjötkveðjuhátíð sem nú stendur yfir. Klæði keisara, forn sem ný, fara honum afburða vel. Karnival í Reykjavík Stefán Snævarr skrifar um fjölmiðla og frumvörp ’Gallinn er sá að hag-fræðikenningar eru ill- prófanlegar, jafnvel óprófanlegar með öllu.‘ Stefán Snævarr Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskólann í Lillehammer. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.