Morgunblaðið - 04.06.2004, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 37
✝ Sigurður Krist-inn Kristjánsson
fæddist á Uppsölum í
Svarfaðardal 2. mars
1913. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 21.
maí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Kristján Loftur Jóns-
son, bóndi á Uppsöl-
um, f. í Brimnesi á
Dalvík 8. okt. 1876, d.
á Akureyri 27. okt.
1955 og kona hans
Helga Solveig Guð-
jónsdóttir, f. í Mið-
koti í Svarfaðardal 23. sept. 1881,
d. á Akureyri 14. sept. 1954. Börn
þeirra eru: a) Jóhann Guðlaugur, f.
29. okt. 1900, d. 27. febr. 1991, b)
Sigurlína Snjólaug, f. 9. okt. 1902,
d. 14. júní 1967, c) Sveinn Sigurjón,
f. 23. júlí 1905, d. 28. sept. 1974, d)
Solveig, f. 27. sept. 1907, d. 1. mars
1998, e) Jóna Hallfríður, f. 10.
ágúst 1910, f) Sigurður Kristinn,
sem hér er minnst, g) Þorsteinn
Valgarður, f. 9. nóv. 1915, h) Rósa,
f. 24. des. 1917, d. 9. júlí 1922 og i)
Guðlaug Baldvina, f. 24. mars 1920.
Sigurður kvæntist 28. desember
1947, eftirlifandi eiginkonu sinni
Sigurlaugu Ingunni Sveinsdóttur,
f. á Blönduósi 18. jan. 1919. For-
eldrar hennar voru Sveinn Benja-
mínsson og kona hans Lilja Þuríður
Lárusdóttir. Sigurður og Sigur-
laug eignuðust sex börn en fyrir
átti Sigurður son sem ólst upp hjá
móður sinni, einnig átti Sigurlaug
í Glerárþorpi 27. nóv. 1955, gift
Sveini Friðrikssyni, f. 3. apríl 1953.
Börn þeirra eru Sigurlaug Ingunn,
f. 16. sept. 1973, Valgerður Elsa, f.
23. júlí 1978 og Harpa, f. 19. júlí
1982. 6) Heiða Rósa, f. á Akureyri
10. febr. 1959.
Sonur Sigurðar fyrir hjónaband
er Stefán, f. á Dalvík 17. febr. 1942,
kvæntur Guðrúnu Helgu Ágústs-
dóttur, f. 18. sept. 1944, börn þeirra
eru Aldís Harpa, f. 8. okt. 1967, Ás-
geir Örvar, f. 19. jan. 1976 og
Oddný, f. 2. ágúst 1980.
Sonur Sigurlaugar fyrir hjóna-
band og fóstursonur Sigurðar er
Sævar Reynir Ingimarsson, f. í Ási í
Glerárþorpi 6. júní 1942 , d. 1. febr.
1973, kvæntur Guðmundínu Inga-
dóttur, f. 15. jan. 1943, börn þeirra
eru Ingimar Skúli, f. 13. sept. 1962
og Sigurlaug Kristín, f. 11. nóv.
1963.
Sigurður ólst upp í foreldrahús-
um í Svarfaðardal við öll venjuleg
bústörf og byrjaði einnig snemma
að stunda sjómennsku á Dalvík,
ennfremur var hann um skeið við
sjómennsku og bústörf í Ólafsfirði.
Eftir að Sigurður og Sigurlaug
kynntust hófu þau búskap í Gler-
árþorpinu og bjuggu í Ási um
nokkura ára bil en byggðu þá upp
býlið Hraun og bjuggu þar um ára-
tuga skeið. Í Hrauni stunduðu þau
hefðbundinn búskap eins og þá
tíðkaðist auk þess sem Sigurður
sinnti vörslu sauðfjárvarna á Gler-
árdal. Sigurður átti trillubát og
stundaði sjósókn og skotveiðar
meðfram búskapnum. Sigurður og
Sigurlaug hafa hin síðustu ár dval-
ið á Hlíð, dvalarheimili aldraðra á
Akureyri.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Glerárkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
son sem ólst upp hjá
þeim hjónum. Afkom-
endurnir eru nú 60.
Börn þeirra eru: 1)
Jóna, f. í Ási í Glerár-
þorpi 15. maí 1947,
giftist Guðbirni Albert
Tryggvasyni, f. 5. nóv.
1947, d. 4. apríl 1976,
börn þeirra eru Ólöf
Ragnheiður, f. 18. apríl
1967 og Kristján Al-
bert, f. 9. maí 1970.
Sambýlismaður Jónu
er Benedikt Valtýsson,
f. 20. júní 1946, dóttir
þeirra er Karen Edda,
f. 17. des. 1982. 2) Helga Sæunn, f. í
Ási í Glerárþorpi 31. maí 1948. Dótt-
ir hennar er Sigríður Ingunn Helga-
dóttir, f. 7. febr. 1967. Eiginmaður
Helgu Sæunnar er Sigvaldi Einars-
son, f. 27. júní 1944. Börn þeirra eru
Matthías Einar, f. 7. des. 1970, Þröst-
ur Gunnar, f. 12. júní 1972 og Sævar
Reynir, f. 20. jan. 1974. 3) Kristján
Sveinn, f. í Ási í Glerárþorpi 27. júlí
1949, kvæntur Ingunni Pálsdóttur, f.
24. ágúst 1950, börn þeirra eru
Stúlka, f. 13. maí 1973, d. 13. maí
1973, Grímur Sævar, f. 15. maí 1974,
Fjóla, f. 2. maí 1975 og Sigurður
Örn, f. 12. febr. 1983. 4) Sigrún
Klara, f. í Hrauni í Glerárþorpi 4.
sept. 1952. Dóttir hennar er Guðrún
Ágústa Gústafsdóttir, f. 7. jan. 1970.
Eiginmaður Sigrúnar Klöru er Ólaf-
ur Helgi Helgason, f. 16. nóv. 1949,
börn þeirra eru Sigurður Helgi, f.
10. des. 1971 og Stella Sigríður, f.
30. nóv. 1973. 5) Kolbrún, f. í Hrauni
Föstudaginn 21. maí lagði afi af stað
í ferð, hann var búinn að vera að
ferðbúast síðustu daga. Hann tók sér
tíma til að kveðja allt sitt fólk þ.e.
lömbin sín eins og hann kallaði okkur
afa- og langafabörnin sín. „Í gamla
daga“ var hápunktur sumarsins að
komast í Hraun til afa og ömmu stúss-
ast í fjárhúsunum, fara í heyskap,
leika í heyinu sem mátti alls ekki og
gefa heimalningnum pela. Afi var
mjög hrifinn af tvenns konar nammi,
hann átti alltaf mola í molakrúsinni og
hann var alltaf með tyggjó. Hann var
örugglega eini maðurinn sem hafði
þann sið að geyma tyggjóið á dyra-
stafnum. Við erum búin að festast í
tyggjóklessum bæði með fötin okkar
og einhverjir með hárið, það hefur
örugglega enginn sloppið án þess að
festast allavega einu sinni í klessun-
um. Ég held að aðeins einu sinni hafi
afi orðið illur, það var þegar við Brói
fórum á dráttarvélinni niður klöppina
og enduðum í kartöflugarðinum hjá
Guðmundi og Sigurlaugu, eins og sá
gamli var brjálaður þá voru gömlu
hjónin í Ási pollróleg yfir garðinum
sínum sem þó var í rúst.
Það urðu miklar breytingar hjá
okkur öllum þegar afi og amma fluttu
frá Hrauni, þau stóðu sig eins og
hetjur í öllum þessum umskiptum sem
mér er nær að halda að hafi verið okk-
ur hinum erfiðari, síðustu árin hafa
þau dvalið á dvalarheimilinu Hlíð.
Það var pínu skrýtið að útskýra fyr-
ir börnunum mínum hvað við erum
búin að vera heppin að fá að hafa afa
svona lengi hjá okkur og hvað hann er
líka búinn að vera heppinn að fá að
hitta þau og öll litlu langafabörnin sín.
Elsku amma, við sendum þér okkar
hjartans samúðarkveðjur, þú hefur
alltaf verið kletturinn í hafinu, við
elskum þig.
Kveðja, þín
Guðrún Ágústa (Gútta).
Elsku afi, þá er komið að kveðju-
stundinni okkar og þó að stundirnar
okkar hafi ekki verið margar þá voru
þær samt alltaf góðar og hlýjar og ég
á eftir að sakna þess að sjá þig ekki
liggja í sófanum þínum brosandi, vona
bara að sófinn sem að þú færð núna
verði álíka góður og sá sem þú varst
alltaf í þegar að ég kom til að hitta
„nafna“.
Daginn sem þú fórst frá okkur var
veðrið ótrúlega gott og þú valdir
besta daginn til þess að fara eins og
þú hafir vitað af honum, það var sól og
sjórinn alveg spegilsléttur, ekta veður
fyrir sjóara eins og þig til að fara út á
opið haf og njóta þess að vera á þeim
stað sem að þér leið best á alla daga.
Staðurinn sem þú ert á núna í huga
mínum er hafið eins og það var þegar
að þú fórst og veðrið líka. Veðrið
sýndi allar sínar fallegustu hliðar eins
og þú gerðir alltaf og þannig mun ég
ávallt muna eftir þér.
Afi, ég elska þig af öllu mínu hjarta
og það er svo mikið sem ég lít upp til
þín og vona að ég verði eins og þú.
Þegar ég var lítill varst þú hetjan mín
sem varst alltaf til í að gera allt með
mér og ég gæti ekki verið stoltari að
hafa átt þig fyrir afa minn og ég mun
bera nafn okkar af miklu stolti því að í
hvert skipti sem ég skrifa það niður
þá hugsa ég til þín og brosi. Allar
minningar um þig geymi ég vel því
þær eru svo hlýjar og góðar.
Þig sólin ávallt skín á, hetjan er far-
in mér frá, siglir hafinu á. Minning-
arnar um þig ég á.
Sigurður Örn
Kristjánsson (Nafni).
SIGURÐUR KRIST-
INN KRISTJÁNSSON
✝ Guðrún JónaJónsdóttir fædd-
ist í Mýrarkoti í Lax-
árdal í Austur-Húna-
vatnssýslu 16.
október 1919. Hún
andaðist á Hrafnistu
í Reykjavík 28. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jón Kristvinsson og
Guðný Anna Jóns-
dóttir. Guðrún var
fimmta í röð af átta
systkinum sem kom-
ust á legg. Systkini
hennar á lífi eru
Soffía, Jens Jóhannes og Róar.
Látin eru Sigríður, Helga, Jón og
Hólmfríður, d. 25. maí 2004.
Eiginmaður Guðrúnar var
Árni Björgvin Jósepsson, d. í
Reykjavík 1996. Fyrsta barn
þeirra hjóna, drengur, andaðist í
fæðingu í mars 1947. Önnur börn
þeirra eru: 1) Björn Sævar, maki
frá fyrra hjónabandi Hildur
Rúna Hauksdóttir (þau skildu),
sonur þeirra er Arnar. Dóttir
Hildar er Björk, sambýlismaður
Matthew, börn
hennar eru Sindri
og Ísadóra. Seinni
kona Sævars er
Þóra Sverrisdóttir,
dóttir þeirra er
Telma Björk. Börn
Þóru eru Guðrún,
sambýlismaður Lár-
us og dóttir þeirra
Sunneva Embla,
Rúnar, sambýlis-
kona Anna og Guð-
jón. 2) Anna Bára,
maki Jónas Þór,
börn þeirra Katrín
Sif, sonur hennar er
Björgvin Ari og Elsa María. 3)
Árni Viðar, maki Auður Odd-
geirsdóttir, börn þeirra Pétur,
Anna og Arnrún.
Sonur Árna Björgvins er Að-
albjörn Snorri, maki Jóhanna
Sverrisdóttir, sonur þeirra er
Einar Finnur. Börn Jóhönnu eru
Jón Ísfjörð, Bjargþór Ingi og
Ljósbjörg Ósk.
Útför Guðrúnar verður gerð
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Guðrún Jónsdóttir tengdamóðir
mín er látin á 85. aldursári. Hún var
rétt tveggja ára gömul þegar hún
flutti úr Laxárdalnum að Vatnsleysu í
Viðvíkursveit í Skagafirði. Þar ólst
hún upp ásamt sjö systkinum sínum.
Guðrún átti fremur erfiða æsku
vegna þess að hún þjáðist af liðagigt
og þurfti að liggja langtímum saman í
rúminu, stundum heilu veturna.
Skólaganga hennar var af þessum
sökum ekki mikil en Guðrún nýtti þó
tímann vel og las mikið. Að því kom
að hún yfirgaf föðurhús en fór þó ekki
langt því um haustið 1943 hóf hún
nám við Húsmæðraskólann á Blöndu-
ósi. Námið þar sóttist henni vel eins
og prófskírteini dagsett 15. maí 1944
sýnir en meðaleinkunn Guðrúnar var
um 9.00. Dvölin á Blönduósi reyndist
henni alla tíð gott veganesti því þar
komu smekkvísi hennar og listrænir
hæfileikar strax í ljós og bar heimili
hennar þess ætíð vott.
Ung kona flutti Guðrún til Akur-
eyrar og þar kynntist hún verðandi
eiginmanni sínum, Árna Björgvini
Jósepssyni. Þau gengu í hjónaband
16. október 1947. Fjögur börn eign-
aðist Guðrún, það fyrsta, drengur,
lést í fæðingu en árið 1948 kom Björn
Sævar í heiminn, þá Anna Bára og
loks Árni Viðar.
Manni sínum og börnum bjó hún
ætíð fallegt og hlýlegt heimili. Það
var hennar vettvangur í lífinu eftir að
hún gekk í hjónaband og reyndist
hún vera framúrskarandi húsmóðir.
Hún var af þeirri kynslóð sem kunni
að gera vel úr litlu hvort sem hún
framreiddi ljúffengan málsverð eða
saumaði flík. Stolt fylgdist hún með
börnum sínum vaxa úr grasi og
reyndist þeim ætíð góður vinur. Hún
lét sig vandamál þeirra varða, hlýddi
þolinmóð á flóknar lífskoðanir ung-
lingsins, sem var að taka sitt fyrsta
stóra skref út í lífið og þótt ekki væri
hún endilega sömu skoðunar þá virti
hún sjónarmið hans. Glöð kættist hún
með honum yfir unnum sigrum og
hvatti hann til afreka þegar henni
þótti rétt stefna vera tekin. Og þegar
verr gekk var hún ætíð til staðar til að
hlusta og gefa góð ráð. Sítt hár og
skegg sonanna eða stutt pils dóttur-
innar voru bara tímanna tákn.
Hjartalag þeirra þekkti hún og það
eina skipti hana máli.
Unglingurinn fullorðnast og maka-
leit bar árangur. Hún tók fagnandi á
móti tengdabörnum sínum, lagði sig
fram við að kynnast þeim og öll nut-
um við samverustunda á heimili
hennar. Og ekki minnkaði gleðin þeg-
ar barnabörnin fæddust.
Ljósheimar 16, þar sem Guðrún og
Árni bjuggu hin síðustu ár varð eins
konar miðstöð stórfjölskyldunnar því
varla leit maður þar við án þess að
ekki væru þar gestir eða aðrir fjöl-
skyldumeðlimir. Árni átti soninn
Snorra sem ásamt konu og börnum
áttu oft erindi til Reykjavíkur og áttu
þau ætíð öruggt húsaskjól í Ljós-
heimum 16.
Árni féll frá vorið 1996 en Guðrún
hélt áfram heimili í Ljósheimum. Þó
vissi hún að sá dagur kæmi að best
yrði fyrir hana að fara annað og að því
kom að hún flutti á Hrafnistu. Þess-
um breytingum á högum sínum tók
hún jafnan æðrulaust.
Á Hrafnistu naut hún sín vel.
Henni þótti alla tíð afskaplega gaman
að spila og þarna vantaði hana ekki
spilafélaga. Sömuleiðis gafst henni
kærkomuð tækifæri til listsköpunar
en börn hennar öll njóta nú ávaxt-
anna því á heimilum þeirra eru listi-
lega málaðir dúkar eftir Guðrúnu. Ég
votta aðstandendum hennar öllum
mína dýpstu samúð.
Jónas Þór.
GUÐRÚN JÓNA
JÓNSDÓTTIR
Faðir okkar,
JÓN E. GUÐMUNDSSON
myndmenntakennari
og brúðuleikhúsmaður,
lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn
28. maí 2004.
Útför hans fer fram frá Fossvogkirkju mánu-
daginn 7. júní kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eyjólfur G. Jónsson,
Sigurlaug Jónsdóttir,
Marta Jónsdóttir.
Eiginmaður minn, faðir, fóstri, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR GUÐMUNDSSON
fyrrv. framkvæmdastjóri,
Njarðvík,
lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur þriðjudaginn
1. júní.
Steinunn Gunnarsdóttir,
Oddný Halldórsdóttir, Valdimar Birgisson,
Dórothea Herdís Jóhannsdóttir, Snæbjörn Reynisson,
barnabörn og aðrir vandamenn.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif-
uðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á
föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests
er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark-
að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum
tíma.
Birting afmælis- og
minningargreina