Morgunblaðið - 04.06.2004, Síða 40
MINNINGAR
40 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ ÞorgerðurHjálmarsdóttir
fæddist í Dölum í
Vestmannaeyjum
14. janúar 1921. Hún
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi í
Fossvogi 28. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Guð-
björg Einara Helga-
dóttir, f. á Gili í
Fljótum í Skagafirði
16. okt. 1898, d. 23.
júní 1958 og Hjálm-
ar Jónsson, vélstjóri
frá Dölum, f. í Ból-
stað í Mýrdal í V-Skaftafellssýslu
5. júní 1899, d. 25. júlí 1968. Al-
systkini Þorgerðar eru Jón Gunn-
steinn, f. 1922, Kristín Helga
Hjálmarsdóttir f. 1925, d. 1995,
Lára Bragadóttir, f. 1951. Börn
þeirra eru Eva Rós, f. 1975, Kristín
Sif, f. 1983, Bjarni Freyr, f. 1987,
Birta Rán, f. 1992 og Bragi Þór
Gíslason, f. 1969. 2) Guðjón, f. 1949,
sambýliskona Margaretha Ander-
son. Dóttir hans og Sigríðar Jóns-
dóttur, f. 1951 er Gerður Björk, f.
1969. 3) Halldór, f. 1953, maki Jens-
ína Kristín Jensdóttir, f. 1955. Börn
þeirra eru Guðný, f. 1975, Bjarni, f.
1978, Eydís, f. 1990 og Bjarki, f.
1997. 4) Hjálmar, f. 1958, maki Þór-
ey Þóranna Þórarinsdóttir, f. 1961.
Synir þeirra eru Þórarinn, f. 1983,
Þráinn, f. 1987 og Þröstur, f. 1996.
Barnabarnabörn Þorgerðar eru sjö.
Þorgerður ólst upp á heimili for-
eldra sinna í Vestmannaeyjum en
flutti til Reykjavíkur árið 1937. Auk
heimilisstarfa vann hún við ræsting-
ar og síðar við afgreiðslu í Versl-
uninni Kjalfell. Einnig var Borgar-
spítalinn hennar vinnustaður árum
saman, allt til starfslokaaldurs.
Útför Þorgerðar fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Svava, f. 1929, d.
1988, Sveinbjörn, f.
1931, Jakobína Bjarn-
fríður, f. 1932 og sam-
feðra er Markús, f.
1918.
Þorgerður giftist
16. júlí 1945 Bjarna
Benedikt Óskarssyni
silfursmið, f. 3. mars
1920, d. 4. júní 1990.
Foreldrar hans voru
Halldóra Benedikts-
dóttir, f. 19. júlí 1895,
d. 3. júní 1942 og
Björgvin Óskar Bene-
diktsson, f. 28. júlí
1894, d. 3. júlí 1979.
Þorgerður og Bjarni bjuggu all-
an sinn búskap í Reykjavík. Þau
eignuðust fjóra syni, sem eru: 1)
Björgvin Óskar, f. 1945, maki Inga
Óskar, Halldór, Hjalli nei Guðjón,
átti mamma oft til að segja þegar
hún vildi leggja ríka áherslu á orð
sín við einhvern okkar. Fylgdi þá all-
oft nöfn hinna bræðranna með þótt
hún ætti orðastað við einn okkar.
Hún var ekki há í loftinu, hún
mamma, en annað við hana var
stórt. Jafngeðja en með stórt skap.
Hún flíkaði ekki tilfinningum sínum
en var sá klettur í fjölskyldunni sem
mörgum þótti gott að binda sitt fley
eða leita vars við. Því hjartahlýju
hafði hún næga og þáðu margir nær-
veru hennar og umburðarlyndi. Já,
hún var stór lítill klettur í tilveru
margra í fjölskyldunni. Klettur sem
oft braut á í kólgusjó lífsins en var
óbifanlegur og lét aldrei á sjá.
Oft var þröngt á Bústaðaveginum
þegar okkar ættingjar í Vestmanna-
eyjum komu „suður“. En það var
samt alltaf nóg pláss. Að sjálfsögðu
gengum við úr rúmi án þess að
fjargviðrast eða kvarta. Auðvitað
lærðum við ýmislegt af mömmu.
Umhyggja fyrir afa Óskari lýsir
geðslagi hennar bezt, en hann var
heimilisfastur hjá okkur í yfir 30 ár.
Aldrei heyrðum við hana segja
styggðaryrði við eða um Óskar afa
þótt þau ættu ekki endilega skap
saman.
Pabbi saup nú margar sjúkdóms-
fjörurnar og allt lenti þetta á
mömmu. En hún bugaðist aldrei, var
keik og hnarreist, sama hvað á bját-
aði.
Hún var sterk og stolt og jákvæð
kona, hún mamma. Þótt hún væri
mjög félagslynd í eðli sínu var það
ekki við það komandi að fara á elli-
heimili eða þjónustuíbúð eins og við
bræðurnir ítrekað stungum upp á.
Sjálfstæði sitt varði hún af festu. Út-
rætt mál. Enda flytur þú klettinn
ekki svo auðveldlega.
Það var stundum asi á henni
mömmu, hvort það var óþolinmæði
eða sjálfstæði hennar um að kenna
þá átti hún til að koma hlutunum í
verk sjálf í stað þess að bíða eftir að-
stoð frá öðrum. Viku fyrir andlátið
fór hún í rannsókn á Borgarspítal-
ann (eins og hún kallaði hann alltaf)
og fór auðvitað gangandi, hvað ann-
að. Þegar heim var komið fékk hún
að vita að hún þyrfti að leggjast inn.
Alger óþarfi að bíða eftir Hjalla til
að skutla sér aftur á Borgó. Hún
setti nokkra hluti í tösku og hélt fót-
gangandi út á Borgarspítala. Þaðan
átti hún ekki afturkvæmt.
Synir.
Elsku tengdamamma og amma.
Ekki datt okkur í hug þegar þú
varst lögð inn á spítala fyrir viku að
þú færir ekki heim í Álandið aftur,
þú sem alltaf varst hress, og mikið
erum við glöð að þú þjáðist ekkert
þínar síðustu stundir hér. Aldrei er
maður undir það búinn þegar ástvin-
ur manns fer, alveg sama þótt hann
sé 83 ára, en nú ertu komin til hans
afa og það ertu nú örugglega ánægð
með, elsku amma.
Mikið verður nú skrýtið að fara
ekki oftar í Álandið til þín, þú sem
alltaf varst svo ánægð að fá okkur í
spjall, gistingu, eða vera tekin í bíl-
túr eða búðarrölt. Mikið var amma
ánægð þegar Bjarni bjó hjá henni í
rúmt ár meðan hann kláraði námið,
hafði þá nóg að hugsa um og spjalla
við, og það líkaði henni nú. Alltaf var
amma dugleg að ferðast með okkur,
bæði innanlands og utan, og einnig
var hún dugleg að koma í heimsókn
til okkar út í Eyjar þar sem hún
naut þess að vera hér og dvaldi hún
þá oftast í dágóðan tíma og heim-
sótti þá fjölskyldu og vini. Mikið
verður nú skrýtið að hafa þig ekki
hjá okkur á fleiri jólahátíðum en þú
hefur verið oft hjá okkur eftir að afi
dó.
Sárt finnst okkur að þú fáir ekki
að sjá litla krílið sem Guðný á von á
nú í júní og komir ekki í brúðkaupið
mitt sem þú varst búin að spyrja svo
oft um hvenær yrði. Við eigum oft
eftir að hugsa til þín á þessum
stundum.
Elsku amma, við eigum eftir að
sakna þín mikið en þó verður skrýtið
að halda upp á merka áfanga án þín,
þú sem varst alltaf svo dugleg að
mæta í allt svoleiðis.
Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir og barnabörn í
Eyjum
Jensína Kristín, Guðný,
Bjarni, Eydís og Bjarki.
Elsku Gerða mín.
Ég og strákarnir hans Hjalla þíns
viljum þakka þér allar samveru-
stundirnar, sem við höfum átt sam-
an í gegnum árin. Í hraða lífsins
fannst manni þessar stundir svo
sjálfsagðar, en þegar nú er komið að
leiðarlokum svo snöggt, þá munum
við geyma þessar stundir í hjarta
okkar, eins og hann Þröstur minn
orðar það gjarnan, og ylja okkur við
góðar minningar. Nú ertu, Gerða
mín, komin til hans Bjarna þíns eftir
fjórtán ára aðskilnað. Megir þú hvíla
í friði.
Þín tengdadóttir
Þórey, Þórarinn,
Þráinn og Þröstur.
Elsku amma.
Ég kveð þig með söknuði en
geymi hjá mér minningu um ynd-
islega ömmu. Það var alltaf svo gott
að koma til þín, bæði á Bústaðaveg-
inn og í Álandið. Þú hafðir svo góða
nærveru og sýndir mér endalausa
þolinmæði. Ég man þá tíð er ég fór á
handahlaupum um húsið sem krakki
og talaði alltof hratt. Seinna sagðir
þú mér að oft skildir þú ekki orð af
því sem ég sagði, æðubunugangur-
inn var svo mikill.
Mikið höfum við rætt núna í seinni
tíð en áttum eftir að ræða miklu
meira og hittast oft í Álandinu og
sitja í eldhúsinu, fara í búðina, en því
miður hefur það verið tekið frá okk-
ur í einni hendingu með skyndilegu
fráfalli þínu.
Þú varst mér alltaf svo blíð og góð
og barst þig alltaf vel. Í gegnum þig
gafst mér tækifæri á að fylgjast með
föðurfólkinu mínu, sem hefur verið
mér afar dýrmætt.
Með orðum spámannsins kveð ég
þig, elsku amma, með kærri þökk
fyrir allt og allt og minningin um þig
mun fylgja mér um ókomna tíð.
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft-
ur huga þinn, og þú munt sjá, að þú græt-
ur vegna þess, sem var gleði þín.
Þín
Gerður Björk.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Elsku langamma. Takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum með
þér.
Sofðu rótt.
Þínir langömmustrákar í Eyjum,
Arnar Smári og Egill Aron.
Elsku amma, en það kallaði ég þig
alltaf þótt þú væri langamma mín,
nú ert þú komin til langafa og Sáms.
Þeim kynntist ég aldrei en við töl-
uðum um þá og við skoðuðum mynd-
ir af þeim. Alltaf þegar ég kom í
heimsókn til þín með mömmu varst
þú mér svo góð, við sátum í eldhús-
inu og töluðum saman og ég fékk ís.
Þannig man ég þig, yndislega ömmu
sem alltaf tók vel á móti mér með
bros á vör.
Erla Rut.
ÞORGERÐUR
HJÁLMARSDÓTTIR
Lokað
Lokað í dag vegna jarðarfarar SIGURÐAR FRÍMANNS
ÞORVALDSSONAR.
Malbikunarstöðin Höfði,
Sævarhöfða 6-10.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
RÓSA HALLDÓRA HANSDÓTTIR,
Hrafnistu
í Reykjavík,
lést miðvikudaginn 2. júní.
Börn og tengdabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÞÓRIR GUÐMUNDSSON,
Kleppsvegi 62,
Reykjavík,
lést á Clinica Salus sjúkrahúsinu, Benalmad-
ena á Spáni að morgni mánudagsins 31. maí.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Arnfríður Snorradóttir,
Methúsalem Þórisson,
Oddný Þórisdóttir, Ragnar Karlsson,
Snorri Þórisson, Erla Friðriksdóttir,
Soffía J. Þórisdóttir, Baldur Dagbjartsson,
Ragna B. Þórisdóttir, Gylfi G. Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móðir okkar,
FJÓLA HARALDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn
2. júní.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Óttar Guðmundsson.
Ástkær eiginkona mín og móðir,
SIGRÍÐUR KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR,
til heimilis
í Ásgarði 119,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 2. júní.
Útför verður auglýst síðar.
Björn Davíð Kristjánsson,
Davíð Freyr Björnsson.
ÍDA INGÓLFSDÓTTIR
fyrrv. forstöðukona
á barnaheimilinu Steinahlíð,
lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt fimmtudagsins 3. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Aðstandendur.
Minn ástkæri eiginmaður og besti vinur,
INGIMUNDUR ÓLAFSSON,
Frostafold 49,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum Hringbraut mið-
vikudaginn 2. júní.
Erna Eden Marinósdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
MARINÓ JÓNSSON,
Höfðahlíð 1,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 18. maí sl.
Útförin hefur farið fram frá Höfðakapellu í
kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýndan hlýhug.
Hrönn Hámundardóttir,
Guðríður Jóna Waage,
Jón Hámundur Marinósson,
Nanna Guðrún Marinósdóttir, Haukur Nikulásson,
Edda Lydía Marinósdóttir, Jóhann Ingason,
Eydís Ásta Marinósdóttir,
Vala Dögg Marinósdóttir, Guðmundur Otti Einarsson,
Marinó Marinósson, Ágústa Björk Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.