Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 44
MINNINGAR
44 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Þórunn Jónsdótt-ir fæddist á Keis-
bakka í Skógar-
strandarhreppi á
Snæfellsnesi 8. des-
ember 1918. Hún lést
á Landspítala við
Hringbraut fimmtu-
daginn 27. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Jón
Loftsson, bóndi á
Keisbakka, f. 27. júní
1876, d. 10. ágúst
1939, og kona hans
Þórunn Magnúsdótt-
ir ljósmóðir, f. 19.
nóvember 1878, d. 24. desember
1960. Þórunn var yngst fimm systk-
ina sem öll eru látin, en hin voru:
Sigurlaug María, f. 10. júlí 1908, d.
5. maí 1990, Daníel, sem lést ungur,
Guðrún, f. 20. október 1913, d. 21.
f. 18. desember 1946. Börn þeirra eru
Friðrik Þór, f. 7. janúar 1973, maki
Helga Björk Vilhjálmsdóttir, f. 10.
júní 1974, sonur þeirra Dagur Þór, f.
4. september 2003, Pétur, f. 26. maí
1977 og Garðar, f. 29. janúar 1982. 3)
Dagný, prófessor við Háskóla Ís-
lands, f. á Ísafirði 19. maí 1949, maki
Kristján Jóhann Jónsson, f. 10. maí
1949. Synir þeirra eru Snorri
Hergill, f. 19. desember 1974 og Árni,
f. 28. desember 1983.
Þórunn stundaði nám við Alþýðu-
skólann að Laugarvatni 1935–1936,
síðan við Kennaraskólann í Reykja-
vík 1941–1943 og lauk kennaraprófi
1943. Hún vann á leikskóla Sumar-
gjafar, Tjarnarborg 1941–1943. Þór-
unn og Kristján bjuggu á Ísafirði
1943–1950 og fluttust þá til Akureyr-
ar. Þórunn var virkur félagi í Odd-
fellowstúkunni á Akureyri. Árið
1963 fluttu þau til Reykjavíkur og
settust að á Tómasarhaga 47. Þórunn
var kennari við Melaskólann í
Reykjavík 1970–1986.
Útför Þórunnar verður gerð frá
Grensáskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 11.
mars 1992, og Gunnar,
f. 29. janúar 1916, d.
26. nóvember 1969.
Þórunn giftist 23.
september 1943 Krist-
jáni Jónssyni borgar-
dómara, f. á Stað á
Reykjanesi í Reyk-
hólahreppi í Austur-
Barðastrandarsýslu
22. ágúst 1914, d. í
Reykjavík 12. apríl
1970. Eignuðust þau
þrjú börn, þau eru: 1)
Jón Atli hagfræðing-
ur, f. í Reykjavík 14.
ágúst 1943, maki
María Þorgeirsdóttir, f. 15. desem-
ber 1944. Börn þeirra eru Kristján,
f. 17. nóvember 1971 og Kolbrún
Vala, f. 7. mars 1974. 2) Snæbjörn
verkfræðingur, f. á Ísafirði 1. mars
1945, maki Guðrún Garðarsdóttir,
Þórunn Jónsdóttir var eftirminni-
leg manneskja. Hún var greind kona,
glæsileg og vel máli farin og viðhorf
hennar til lífsins heillandi og vitur-
legt.
Ég var ungur þegar ég kom fyrst á
heimili þeirra Kristjáns á Tómasar-
haganum og átti síðan eftir að búa þar
hjá þeim í mörg ár. Heimilishald
þeirra var myndarlegt og rekið sam-
kvæmt gróinni verkaskiptingu. Krist-
ján var duglegur að afla tekna og hún
var úrræðagóð og snjöll húsmóðir.
Mér fannst ungum manninum að
embætti Kristjáns fylgdi mikil virð-
ing og það gerði það líka. Hins vegar
sinnti Þórunn störfum sínum af sjálfs-
virðingu og í hennar meðförum hall-
aðist ekkert á í hlutverki húsmóður-
innar og borgardómarans. Með þeim
var jafnræði og það var vegna þess
lykilatriðis í lífsviðhorfi Þórunnar
Jónsdóttur að væri manneskjan trú
sínum viðfangsefnum bæri henni
virðing. Látleysi og heiðarleiki voru
meðal þeirra dyggða sem hún mat
mest.
Sterkur þáttur í skilningi Þórunnar
á mannlífinu lá í þekkingu hennar á
bókmenntum, sögu og öðrum mann-
vísindum. Hún þekkti sögur af örlög-
um manna og vissi að: „líf okkar hratt
fram hleypur, hafandi enga bið“ svo
vísað sé til orða sálmaskáldsins. Það
var nánast sama hvar brotið var upp á
bókmenntalegri umræðu við Þórunni.
Hún hafði alltaf eitthvað skynsamlegt
og skemmtilegt fram að færa og
kunni svo sannarlega margt fyrir sér í
þeim fræðum.
Það sem þú áorkar meðan þú lifir
liggur eftir þig í mannlífinu. Móðir
Þórunnar var ljósmóðir og ég held að
frá henni hafi Þórunn að hluta til haft
þann grundvallarskilning sinn að
manneskjan væri það langmikilvæg-
asta í heimi mannanna. Þetta kom
skýrt og fallega fram þegar Kristján
dó, langt fyrir aldur fram, og Þórunn
stóð frammi fyrir því að taka aftur
upp störf sem barnakennari eftir
langa fjarveru frá bæði námi og starfi
á því sviði. Henni þótti vænt um nem-
endur sína í Melaskólanum og hún
lagði mikla rækt við þá.
Eitt af því sem einkenndi Þórunni
alla tíð var að hún var mikill víkingur
til vinnu. Hún átti í vinnubrögðum
sínum þrautseigju þeirrar íslensku
bændastéttar sem hefur lifað í þessu
landi öld fram af öld og aldrei guggn-
að á því að gera það sem þarf að gera.
Að þessu leyti var Þórunn dæmi-
gerð fyrir margt úrvalsfólk frá tutt-
ugustu öld. Hún fæddist 1918 og
þroskaðist og mótaðist í samfélagi
sem var bjartsýnt og framfarasinnað.
Þjóðin varð sjálfstæð og uppbygging-
in var framundan. Hins vegar er eng-
in ástæða til þess að stinga því undir
stól að Þórunn Jónsdóttir hefði vissu-
lega getað notið sín betur en hún
gerði á sínum bestu árum. Margar
hæfileikakonur fyrri ára gátu ekki
látið til sín taka eins og rétt og eðlilegt
hefði verið vegna almennra viðhorfa
til kvenna og hæfileikar þeirra nýtt-
ust ekki sem skyldi í þágu þjóðarinn-
ar. Þórunn var ein þeirra sem horfð-
ust í augu við þetta en svaraði viðhorfi
samfélagsins með því að halda sjálfs-
virðingu sinni og slá aldrei af kröf-
unum til þeirra verka sem hún vann.
Hún var vissulega kröfuhörð til sinna
samverkamanna en gerði þó alltaf
mestar kröfur til sjálfrar sín. Hún
studdi ótrauð við bakið á börnum sín-
um meðan hún hafði þrek og heilsu til
og þau hafa öll náð langt. Góður ár-
angur þeirra stafar ekki síst af þeirri
virðingu sem þau hafa ætíð borið fyrir
viðfangsefnum sínum og störfum. Þar
hafa þau framar öðru notið móður
sinnar og viðhorfs hennar til lífsins og
þeirra verkefna sem það ætlar manni.
Ég veit að ég tala fyrir hönd barna,
tengdabarna og barnabarna þegar ég
segi að lokum að við minnumst Þór-
unnar ekki einungis með sorg vegna
fráfalls hennar heldur einnig með
hlýju og blíðu fyrir þær mörgu og
góðu stundir sem við áttum með
henni í lifanda lífi. Sumar manneskjur
eru þannig gerðar að þegar þær
hverfa af sjónarsviðinu hverfa þær
samt ekki. Þær hafa gert þá sem eftir
stóðu að betri manneskjum og lifa
áfram í þeim og verkum þeirra. Þann-
ig var Þórunn Jónsdóttir.
Kristján Jóhann Jónsson.
Í fyrra Korintubréfinu stendur
þetta um kærleikann og það á við um
Þórunni.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er
góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir
sér ekki upp.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en sam-
gleðst sannleikanum.
Við leiðarlok langar mig að minnast
ástkærrar tengdamóður minnar Þór-
unnar Jónsdóttur. Hennar aðals-
merki voru fyrst og fremst trú-
mennska, trygglyndi og góð nærvera.
Hún sáði fræjum friðar og góð-
mennsku, ekki óvildar og sundrung-
ar. Hún fann ætíð það góða í fólki og
ræktaði það og gaf því trú á sjálft sig
og aðra. Hún unni allri fegurð og
kveikti neista hennar í sálina. Hún
umbar þrautir og veikindi af æðru-
leysi og var mér hin sterka fyrirmynd
sem ég verð henni ætíð þakklát fyrir.
Af henni lærði ég það sem raun-
verulega skiptir máli í lífinu. Hún gaf
mér góðan mann og börnin mín líkjast
henni. Hún kenndi mér að meta fagrar
listir, ekki síst listina að lifa. Hún sáði
fræjum öryggis og friðar í sálir manna,
enda vita allir sem hana þekktu hvern
mann hún hafði að geyma.
Þar sem öllum öðrum trjám
of lágt þótti að gróa,
undir skuggaholtum hám,
hneppt við sortaflóa.
Sprastu háa, gilda grön,
grænust allra skóga.
Þér hefur víst á vetrum þrátt
verið kalt á fótum:
svell við stálhart, sterkt og blátt
stappa votum rótum,
berja frost úr fagurlims
fingri og liðamótum.
Samt þú vóxt og varðst svo há,
viðir laufi klæddir
– sem þó vóru ofan á
undir hleðslum fæddir –
teygja sig þinn topp að sjá,
teinar veðurmæddir.
(Stephan G. Stephansson.)
Víst er sorgin sár og missirinn mik-
ill, en þú munt ætíð lifa meðal okkar
og veita okkur traust og trú á lífið.
María Þorgeirsdóttir.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.)
Hvíldu í friði Guðs, elsku amma
mín.
Ég geymi þig í hjarta mér þangað
til við hittumst á ný, þín
Kolbrún Vala.
Mig langar til að minnast í örfáum
orðum elskulegrar tengdamóður
minnar, Þórunnar Jónsdóttur. Liðin
eru þrjátíu og átta ár síðan leiðir okk-
ar lágu saman og minnist ég með hlý-
hug og söknuði allra samverustunda
okkar á þessum tíma en ekki var
hægt að hugsa sér betri tengdamóð-
ur.
Þórunn var alltaf reiðubúin að rétta
hjálparhönd þegar til hennar var leit-
að og voru barnabörnin æði oft í pöss-
un á Tómasarhaganum eða hún flutti
heim til okkar og gætti bús og barna.
Enda hafði hún yndi af því að um-
gangast unga fólkið í fjölskyldunni.
Það sem mér fannst einkenna Þór-
unni var hversu hjálpsöm hún var og
hvernig hún lét hagsmuni annarra
ganga fyrir sínum eigin. Þórunn hafði
mikið yndi af lestri góðra bóka og var
vel að sér um ljóð og bókmenntir.
Þessi fallega kona frá Keisbakka á
Skógarströnd bar með sér innri feg-
urð og fágun sem lét öllum sem voru
samvistum við hana líða vel.
Ég þakka af heilum hug allt sem þú
varst okkur og bið góðan guð að
geyma þig, elsku tengdamamma.
Guðrún Garðarsdóttir (Dúa).
Þegar við bræður settumst niður
og minntumst Þórunnar ömmu okkar
kom ýmislegt fram. Það fyrsta sem
við mundum báðir eftir var að það var
alltaf nóg til heima hjá ömmu – nóg af
vöfflum, rabbabarasultu, tíma til að
leika eða spá í spil. Amma hafði alltaf
tíma til að spjalla og las iðulega upp-
hátt úr allskyns barnabókum fyrir
unga sveina sem áttu það til að skríða
uppí. Það var ekki fyrr en við urðum
eldri að við áttuðum okkur á því
hversu óbilandi dugnað og gáfur þarf
til þess að halda sínu eigin heimili og
heimili annarra snyrtilegu, ala upp
börnin sín og barnabörnin og vera
samt vel lesin fyrrverandi grunn-
skólakennari sem gat haldið uppi
samræðum um hvað sem er. Listinn
yfir það sem hún kenndi okkur
bræðrum verður ekki tíundaður hér
sökum lengdar, en hann nær yfir allt
frá faðirvorinu að því hvernig átti að
ganga frá jakkafötum, með viðkomu í
einföldum og tvöföldum bindishnút.
Viljastyrkur og metnaður ömmu
fylgdi foreldrum okkar, og Þórunn
Jónsdóttir, kvenskörungur og amma
af gamla skólanum, mun lifa í gildum
og viðmiðum okkar bræðra eins lengi
og við lifum.
Snorri Hergill og Árni.
Þegar ég minnist Þórunnar ömmu
kemur margt upp í hugann. Hún var
góð kona, mikill fróðleiksbrunnur,
víðlesin og hafði upplifað tímana
tvenna. Fróðleiknum miðlaði amma
meðal annars með ferðum á Þjóð-
minjasafnið þegar ég var lítill og vakti
þannig áhuga minn á íslenskri menn-
ingu. Við ráðgerðum að fara á Þjóð-
minjasafnið að loknum endurbótum í
haust en af því verður því miður ekki.
Þórunn amma vakti líka áhuga
minn á bókum og íslensku máli með
því að lesa fyrir mig. Seinna meir fékk
ég stundum lánaðar bækur hjá henni.
Það kom sér einnig vel að geta leitað
til ömmu þegar ég skrifaði ritgerðir í
íslensku.
Ég man vel eftir því þegar ég var
eitt sinn í heimsókn hjá ömmu, ellefu
ára. Þá sátum við og spjölluðum inni í
stofu á Tómasarhaganum og amma
sagði að það væri hægt að tala við mig
eins og fullorðinn. Þá var ég mjög
stoltur.
Síðustu árin hjá ömmu einkennd-
ust af versnandi Alzheimer-sjúkdómi.
Stundum töluðum við saman um
versnandi minni og fyrir ekki svo
löngu líkti hún minnisleysinu við að
fara út í búð en eiga svo engan pening.
Hún lýsti því hve verðmætt minnið er
og spurði hver maður væri án minn-
inganna.
Amma dó á Landspítalanum í síð-
astliðinni viku eftir stutt veikindi. Ég
er þakklátur fyrir að hafa kynnst
konu eins og henni. Ég mun ávallt
minnast hennar.
Pétur Snæbjörnsson.
Mig langar að minnast í örfáum
orðum móðursystur minnar Þórunn-
ar sem lést 27. maí síðastliðinn. Þór-
unn var fædd og alin upp á Keisbakka
á Skógarströnd, yngst 5 systkina. Í þá
daga var ekki svo sjálfsagt að fólk
færi í meira nám en barnaskóla en
hún virðist hafa verið áhugasöm um
að afla sér menntunar. Hún fór ung í
Héraðsskólann á Laugarvatni og síð-
an í Kennaraskóla Íslands og lauk
þaðan kennaraprófi.
Fyrstu minningar mínar um Þór-
unni frænku mína eru frá því að ég
var lítil stelpa í sveitinni á Ósi, hún var
mikil uppáhaldsfrænka, svo góð og
falleg og ekki lítið varið í hversu viljug
hún var að segja okkur systkinunum
sögur, þær kunni hún margar enda
víðlesin og vel gefin kona og hafði
skemmtilega frásagnargáfu.
Seinna þegar hún var komin með
mann og börn kom svo öll fjölskyldan
í sumarheimsóknir í sveitina og voru
þau miklir aufúsugestir enda gott
samband milli þeirra systra og fjöl-
skyldna þótt langt væri á milli heim-
ilanna.
Börn Þórunnar voru í sumardvöl á
Ósi og ég aftur á móti bjó á þeirra
heimili á Akureyri alla veturna sem
ég var þar í skóla, það var ekki verið
að telja það eftir að taka ungling inn á
heimilið hjá 5 manna fjölskyldu í 3ja
herbergja íbúð. Það þætti ekki öllum
mögulegt í dag.
Seinna þegar mín börn fóru að
heiman í skóla fengu þau að búa
meira og minna á hennar heimili svo
við eigum henni mikið að þakka fjöl-
skyldan. Heimili þeirra hjóna Þór-
unnar og Kristjáns var smekklegt og
hlýlegt, þar ríkti gestrisni og alltaf
var þangað gott að koma.
Það var henni mikið áfall þegar
Kristján féll frá langt um aldur fram,
en það var ekki henni líkt að leggja ár-
ar í bát.
Hún nýtti sitt kennarapróf og fór
að kenna í Melaskóla og starfaði þar í
mörg ár og hélt heimili með börnum
sínum með sömu reisn og áður.
Ég vil að leiðarlokum þakka Þór-
unni frænku minni fyrir öll gæði og
elskulegheit sem hún ávallt sýndi mér
og fjölskyldu minni.
Blessuð sé minning hennar.
Börnum hennar, tengdabörnum og
barnabörnum sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur.
María Guðmundsdóttir.
ÞÓRUNN
JÓNSDÓTTIR
Fleiri minningargreinar um Þór-
unni Jónsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför
móður minnar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
KATRÍNAR MARÍNAR VALDIMARSDÓTTUR
frá Bolungarvík.
Dagbjartur Þorbergsson, Álfdís Jakobsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Systir okkar,
JÓHANNA EDDA SUMARLIÐADÓTTIR,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
23. maí sl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Óli Rafn Sumarliðason,
Hrafnhildur Sumarliðadóttir,
Þóra Sumarliðadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SVAFA HILDUR HALLDÓRSDÓTTIR,
Sörlaskjóli 7,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 27. maí.
Dóra Sigurlaug Juliussen, Karl Marinósson,
Anna Karin Juliussen, Guðmundur Kristjánsson,
Eiríkur Ingibergsson, Susanne Götz,
Ragnar Ingibergsson, Sigríður Ólafsdóttir,
Hjálmar Karlsson, Egill Karlsson,
Jóhannes, Kristján, Símon, Geri, Vilji.