Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 54

Morgunblaðið - 04.06.2004, Side 54
ÍÞRÓTTIR 54 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UPPSELT er á landsleik Englend- inga og Íslendinga sem fram fer á City of Manchester Stadium á morgun. Um 48.000 miðar voru í boði og seldust þeir allir. Það voru ekki margir áhorfendur á fyrsta leiknum í þriggja landa mótinu þar sem Japanar og Íslendingar áttust við. Og það var ekki uppselt á leik Englands gegn Japan sl. þriðjudag. Völlurinn er í eigu Manchester City og var hann tekinn í notkun árið 2002 en hann var aðalkeppnisvöll- urinn á Samveldisleikunum sem fram fór sama ár í Manchester. Bú- ið er að fjarlægja hlaupabrautina sem var umhverfis völlinn á þeim tíma og þykir völlurinn vera í hópi þeirra glæsilegustu á Englandi. Uppselt í Manchester HEIÐAR Davíð Bragason, kylfingur úr GKj, féll úr keppni í 16 manna úr- slitum á Opna breska áhuga- mannamótinu í golfi sem haldið er á St. Andrews-vellinum. Heiðar Bragi lék í gærmorgun í 32 manna úrslitum í holukeppninni og lagði þá Kevin McAlpine á síðustu holu. Seinni partinn í gær mætti hann síðan Eric Ramsay í 16 manna úrslit- um. Heiðar tapaði fyrir Eric Ramsey 5:4, það er að segja Ramsey átti fimm holur á Heiðar þegar fjórar voru eftir. Alls voru 288 keppendur sem hófu leik í höggleik á mótinu þar sem 36 holur voru leiknar. Eftir þær komust 80 efstu áfram í holukeppnina og verð- ur það að teljast gott hjá Heiðari að ná í 16 manna úrslit. Heiðar féll úr keppni ÚRSLIT KNATTSPYRNA 1. deild karla Stjarnan - Þróttur ....................................2:2 Ingi Þór Arnarsson (52.), Guðjón Baldvins- son (59.) - Hjálmar Þórarinsson (45.), Páll Einarsson (88. vsp.). Staðan: Njarðvík 3 3 0 0 8:2 9 Valur 3 2 1 0 7:2 7 Þór 3 1 2 0 3:1 5 Þróttur R. 4 1 2 1 3:4 5 Völsungur 3 1 1 1 5:4 4 Stjarnan 4 1 1 2 7:8 4 HK 3 1 1 1 2:5 4 Haukar 3 1 0 2 5:5 3 Breiðablik 3 1 0 2 2:6 3 Fjölnir 3 0 0 3 3:8 0 3. deild D Fjarðabyggð - Neisti D.............................6:0 Staðan: Fjarðabyggð 3 2 0 1 12:3 6 Neisti D. 3 2 0 1 4:6 6 Huginn 1 1 0 0 3:1 3 Einherji 2 1 0 1 2:3 3 Leiknir F. 2 1 0 1 2:5 3 Sindri 1 0 0 1 0:2 0 Höttur 2 0 0 2 0:3 0 1. deild kvenna C Höttur - Sindri...........................................0:6 Staðan: Sindri 2 1 1 0 9:3 4 Fjarðabyggð 1 0 1 0 3:3 1 Höttur 1 0 0 1 0:6 0 Undankeppni HM 2006 Suður-Ameríka: Brasilía - Argentína .................................3:1 Ronaldo 16., 67., 90., öll úr vítaspyrnum - Sorin 79. Vináttulandsleikur Liechtenstein - Grikkland .......................0:2 Zivis Vryzas 24., Angelos Charisteas 89. KNATTSPYRNA 1. deild karla Akureyrarvöllur: Þór - Breiðablik............20 Hlíðarendi: Valur - Njarðvík.....................20 Kópavogsvöllur: HK - Haukar..................20 2. deild karla Varmárvöllur: Afturelding - Víkingur Ó. 20 Helgafellsvöllur: KFS - Leiknir R. ..........20 ÍR-völlur: ÍR - Leiftur/Dalvík ..................20 3. deild karla Tungubakkavöllur: Deiglan - Afríka ........20 Gróttuvöllur: Grótta - Skallagrímur.........20 Þróttarvöllur: Númi - Freyr .....................20 Sandgerðisvöllur: Reynir S. - ÍH..............20 Hofsósvöllur: Neisti H. - Magni................20 Siglufjarðarvöllur: GKS - Hvöt.................20 Árskógsvöllur: Reynir Á - Snörtur...........20 Sindravellir: Sindri - Huginn ....................20 Vilhjálmsvöllur: Höttur - Einherji ...........20 1. deild kvenna A Keflavíkurvöllur: Keflavík - Haukar ........20 Þorlákshafnarvöllur: Ægir - UMF Bess..20 Í KVÖLD FÓLK  ÍSLENSKA landsliðið æfði í gær á einu af þremur æfingasvæðum ensku bikarmeistaranna úr Manchester United. Alls eru 19 leikmenn í ís- lenska hópnum og tóku þeir allir þátt á æfingunni sem stóð yfir í tvær klukkustundir.  LOGI Ólafsson, þjálfari íslenska liðsins, sá um að stjórna æfingunni og að venju komst hann skemmtilega að orði þegar hann lýsti æfingum dags- ins: „Háar hnélyftur og síðan setjum við hælana í sitjandann,“ glumdi yfir æfingasvæðið er íslenska liðið hitaði upp undir stjórn Loga. Ásgeir Sig- urvinsson stóð álengdar og fylgdist með frá hliðarlínunni og lagði á ráðin með Loga þegar það átti við.  VEÐRIÐ í Manchester er ágætt þessa dagana og veðurspáin segir að skýjað verði í borginni næstu daga með smá skúrum af og til. Lofthitinn er um 20 stig yfir daginn og verður svipaður hiti næstu daga.  SJÓNVARPSMENN frá Sky fréttastofunni mættu á æfingu liðsins auk ljósmyndara frá enskum fjölmiðl- um. Eftir æfinguna voru tekin viðtöl við Eið Smára Guðjohnsen, Her- mann Hreiðarsson og Árna Gaut Arason og voru þau viðtöl sýnd á sjónvarpsstöðinni í gær. Mikið er fjallað um enska landsliðið í fjölmiðl- um á Englandi enda er stutt í að liðið haldi á Evrópumeistaramótið í Portúgal.  LEIKURINN gegn Íslandi verður sá síðasti hjá liðinu fyrir EM og bíða enskir fjölmiðlar í ofvæni eftir því að enska liðið nái sér á strik gegn Íslend- ingum á laugardag.  KRISTLEIFUR Brandsson, sjúkraþjálfari íslenska liðsins, var lík- lega sá maður sem hljóp mest á æf- ingu íslenska liðsins. Lítið var að gera hjá Kristleifi utan vallar þar sem allir leikmenn liðsins eru heilir. Kristleif- ur skokkaði um æfingasvæðið á með- an æfingin stóð yfir og sló hvergi af á sprettinum.  KR-ingarnir Kristján Sigurðsson og Kristján Finnbogason komu til Manchester á miðvikudag eftir að hafa leikið með KR gegn ÍBV í Eyjum sl. þriðjudag.  NAFNARNIR flugu til London á miðvikudag og flugu frá London til Manchester í kjölfarið.  ARGENTÍNUMAÐURINN Juan Sebastian Veron, leikmaður Chelsea, mun leika með Inter Mílanó á næstu leiktíð. Hann verður í ársláni á Ítalíu. Veron var keyptur til Chelsea frá Manchester United síðasta sumar en Jose Mourinho, nýráðinn knatt- spyrnustjóri Chelsea, telur að ekki sé þörf fyrir hann hjá liðinu. „Ég er mjög ánægður og hlakka til að leika með Inter næsta vetur,“ sagði Veron.  REAL Sociedad hefur ráðið Jose Maria Amorrortu sem þjálfara í stað Raynald Denoueix sem rekinn var frá félaginu. Amorrortu þjálfaði áður annarar deildar liðið Eibar. ÁRNI GAUTUR Arason, landsliðs- markvörður Íslands, verður á heimavelli á laugardaginn gegn Englendingum en hann var á mála hjá Manchester City eftir áramót og lék tvo leiki með aðalliðinu í ensku bikarkeppninni. Árni Gautur verður ekki áfram hjá City á næstu leiktíð en hefur verið að þreifa fyrir sér með önnur lið. Í gær sagði Árni við Morgunblaðið að ekkert nýtt væri að frétta af hans málum. „Um- boðsmaður minn er að vinna í þessu en ég á ekki von á því að neitt gerist í þeim málum á allra næstu dögum. Ég mun koma heim til Íslands eftir leikinn á laugardag og taka mér sumarfrí en síðan veit ég ekki hvað bíður mín,“ sagði Árni og átti von á góðum leik á laugardag. „Það verð- ur gaman að kveðja City með þess- um leik á þeirra heimavelli, og það er skemmtilegt að David James, fé- lagi minn frá City, verður í mark- inu hinum megin á vellinum. Það er eingöngu tilhlökkun í okkar her- búðum fyrir leikinn og þetta hefur verið skemmtilegur tími hjá okkur fram til þessa,“ sagði Árni Gautur. Mourinho þykir vera bein-skeyttur á fundum með fjöl- miðlamönnum og hafa enskir fréttamenn hrifist af svörum Mour- inho sem liggur ekki á skoðunum sínum. Í enska dagblaðinu The Guard- ian er sagt frá því að Mourinho ætli sér að losna við 12 af leik- mönnum liðsins og er Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði íslenska landsliðsins, ekki á þessum lista. Þeir sem nefndir eru til sögunnar eru markverðirnir Neil Sullivan og Marco Ambrosio, varnarmennirnir Winston Bogarde, Mario Melchiot, Marcell Desailly, miðjumennirnir Mario Stanic, Emmanuel Petit, Juan Sebastian Verón, Jesper Grönkjær, Bolo Zenden, Hernan Crespo og Jimmy Floyd Hassel- baink. Eiður Smári sagði í samtali við Sky fréttastofuna í gær að Mour- inho hefði þegar haft samband við sig og sagt að hann hlakkaði til að vinna með Íslendingnum. „Ég ræddi við hann [Mourinho] stutt- lega í fyrrakvöld og hann sagðist hlakka til að vinna með mér sem leikmanni og sagðist vonast til að sjá mig 5. júlí þegar æfingar hefj- ast. Þessi orð nægja mér,“ sagði Eiður m.a. í viðtali við Sky. „Það er ekki mitt mál hverjir koma til félagsins eða fara frá því, en ég viss um að vera áfram hjá því.“ Mourinho hefur einnig svarað fyrir sig á síðum ensku blaðanna en Claudio Ranieri, fyrrverandi knattspyrnustjóri liðsins, sagði að auðvelt væri að sigra í portúgölsku deildinni. Mourinho svaraði því til að Ranieri hefði aðeins landað ein- um bikartitli á 20 árum sem knatt- spyrnustjóri og var greinilega ekki sáttur við orð ítalska þjálfarans sem er líklega á förum til Valencia. Reuters Chelsea-mennirnir John Terry, Eiður Smári Guðjohnsen og Joe Cole slá á létta strengi á æfingu félagsins fyrir skömmu. Eiður Smári verður andstæðingur þeirra þegar Íslendingar og Eng- lendingar leiða saman hesta sína á laugardaginn í Manchester. Þeir virðast allir vera inni í framtíðaráformum hins nýja knatt- spyrnustjóra Chelsea. Eiður Smári er ekki á „svarta listanum“ ENSKIR fjölmiðlar fjalla mikið um enska úrvalsdeildarliðið Chelsea á íþróttasíðum sínum í gær þar sem Jose Mourinho, nýráðinn knattspyrnustjóri liðsins, er í sviðsljósinu. Hann hyggst taka til hjá félaginu og losa sig við marga leikmenn. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki þar á meðal, framtíð hans hjá félaginu virðist vera nokkuð örugg eins og sakir standa en ljóst virðist að margir félagar hans koma til með að þurfa að róa á önnur mið á næstu leiktíð. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Manchester Óbreytt staða hjá Árna Gauti EIÐUR Smári Guðjohnsen, fyr- irliði Íslands, ábyrgist að Íslend- ingar muni ekki fara í neinar kjánalegar tæklingar í lands- leiknum gegn Englendingum á morgun. „Það síðasta sem við viljum gera er að valda því að leik- menn Englands meiðist í lands- leiknum gegn okkur. Við erum líkamlega sterkir en við erum ekki með gróft lið. Ég held að allir íslensku leikmennirnir munu aðeins fara í tæklingar til þess að vinna boltann,“ er haft eftir Eiði Smára á soccernet- .com. Í landsleik Íslands og Japans um síðustu helgi gerðust þeir Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson sekir um grófar tæklingar. Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálf- ari Englands, er mikið í mun um að enginn í enska landsliðs- hópnum meiðist í leiknum gegn Íslandi. „Sumar tæklingarnar hjá íslensku leikmönnunum voru hættulegar í leiknum gegn Jap- an,“ sagði Sven-Göran Eriksson. Eiður Smári skilur að ensku leikmennirnir geti verið áhyggjufullir yfir því að meiðast svona skömmu fyrir Evr- ópukeppnina. „Ég ábyrgist að leikmenn íslenska liðsins munu ekki fara í neinar kjánalegar tæklingar,“ sagði Eiður Smári. Við erum líkamlega sterkir en ekki grófir BRYNJAR Björn Gunnarsson yfir- gaf hótel íslenska liðsins, Marriot Worsley Park, í fyrrakvöld en hann var úrskurðaður í leikbann af skipu- leggjendum þriggja landa mótsins í Manchester. Brynjar Björn fékk rautt spjald í leiknum gegn Japan á 82. mínútu eftir að hafa brotið illa á Suzuki, leikmanni Japans. Brynjar Björn er samningslaus sem stendur. Hann var á mála hjá Nottingham Forest í vetur en var lánaður til Stoke City eftir áramót. Brynjar Björn lék með Stoke City áður en hann samdi við Forest síðastliðið haust. Brynjar verður í Englandi næstu daga þar sem hann mun fara yfir stöðuna hjá sér en danska liðið Aalborg hefur sýnt íslenska landsliðsmanninum áhuga. Brynjar Björn mun hinsvegar mæta til Manchester á ný á laugardag og fylgjast með leiknum. Brynjar Björn í leikbanni ÍSLENSKU landsliðsstrákarnir og forsvarsmenn liðsins hafa verið dug- legir við golfíþróttina eftir æfingar liðsins. Við hótel liðsins er góður 18 holu golfvöllur sem hefur komið að góðum notum. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson lék alls 31 holu í fyrradag en hann lét ekki einn 18 holu hring duga, og lék 13 holur til viðbótar. Í lauslegri könnun á meðal íslensku landsliðsmannanna hefur Tryggvi Guðmundsson náð bestum árangri í höggleiknum en hann lék völlinn á 78 höggum. Tryggvi best- ur í golfi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.