Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 53

Morgunblaðið - 10.06.2004, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 53 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. ÓLAFSFIRSKA hljómsveitin Roðlaust og beinlaust, sem er að mestu skipuð sjómönnum á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2, hélt tónleika um borð í skólaskipinu Sæbjörgu á laugardaginn. Tónleikarnir voru í kjölfar þess að hljómsveitin hefur styrkt Slysavarnaskóla sjómanna um rúma eina milljón króna á síðustu mánuðum. Styrkurinn er afrakstur sölu á geisladiski hljómsveit- arinnar, Brælublús, sem kom út í nóvember á síðasta ári. Það er yfirlýst markmið þeirra félaga í Roðlausu og beinlausu að græða ekki á tónlistarsköpun sinni og því hafa þeir alltaf haft það að leiðarljósi að ef einhver ágóði yrði af hljómdiskaútgáfu sveitarinnar, myndi hann renna til góðra málefna, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitarmeðlimir Roðlaust og beinlaust ásamt áhöfn skólaskips Slysavarnaskóla sjómanna, Sæbjargar. Hilm- ar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans, fær afhenta sérstaka hátíðarútgáfu af geisladisknum Brælublús. Styrkja Slysavarnaskóla sjómanna Skógarganga skógræktarfélag- anna er í dag, fimmtudaginn 10. júní, á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg kl. 20 og gengið um nýskógræktina í hlíðunum. Áætlað er að gangan taki tæpa tvo tíma. Að göngunni lokinni verður boðið upp á veitingar í Selinu. Námsgagnastofnun verður með opið hús í dag, fimmtudaginn 10. júní, kl. 9–16. Kennarar, foreldrar, krakkar og allir sem áhuga hafa eru velkomnir að kynna sér nýtt sem eldra námsefni, fræðast um stofn- unina, námsefnisgerð o.fl. Í DAG Rætt um árásarstríðið gegn Írak. Á morgun, föstudaginn 11. júní, mun Milan Rai halda fyrirlestur á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga. Milan mun ræða vítt og breitt um árásarstríðið gegn Írak, hvað hefði mátt gera betur af hálfu friðarhreyf- ingarinnar og einnig hvað var vel gert. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og verður í húsnæði Reykjavík- urAkademíunnar að Hringbraut 121. Laugardaginn 12. og sunnudag- inn 13. júní mun svo Milan Rai ásamt Emily Johns standa fyrir námskeiði um borgaralega óhlýðni og friðsamleg mótmæli. Milan Rai og Emily Johns eru breskir friðar- og umhverfisvernd- arsinnar. Milan Rai hefur starfað með Noam Chomsky og hefur skrif- að bækur um efni á borð við stríðs- reksturinn í Írak og um kenningar Chomskys. Emily Johns er lista- maður innan alþjóðlegu friðar- og umhverfishreyfingarinnar, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN AÐALFUNDUR samtakanna Landsbyggðin lifi fór fram laugar- daginn 5. júní sl. á Rimum í Svarf- aðardal, Dalvíkurbyggð. Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks, sem vill efla byggð um land allt. Áhersla er lögð á að tengja fólk saman, mynda samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar áhugamannafélög, sem hafa það á stefnu sinni að styrkja heimabyggð- ina. Fundinn sóttu 35 fulltrúar og áheyrnarfulltrúar frá aðildarfélög- um samtakanna. 15 félög, víðsvegar um landið, eru nú fullgildir aðilar að samtökunum. Fundarstjóri var Rafn Arnbjörnsson. Í nýrri stjórn samtakanna eru: Ragnar Stefánsson, Dalvíkurbyggð, formaður, Sveinn Jónsson, Kálf- skinni, Árskógsströnd, varaformað- ur, Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum, ritari, Stefán Á. Jónsson, Kagaðar- hóli, A-Húnavatnssýslu, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Fríða Vala Ás- björnsdóttir, Reykjavík, Þórunn Eg- ilsdóttir, Vopnafirði, Guðjón Gunn- arsson, Reykhólum. Í varastjórn eru: Sigríður Svavarsdóttir, Blöndu- ósi, Sigurjón Jónasson, Egilsstöðum, Árni Gunnarsson, Reykjavík, Eyrún Júlíusdóttir, Bakkafirði og Jóhannes Erlendsson, Hvammstanga. Ný stjórn í Lands- byggðin lifi SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til- einkað 17. júní ár hvert verndun jarð- vegs, en alþjóðlegi samningurinn um varnir gegn myndun eyðimarka var undirritaður þennan dag árið 1994. Sameinuðu þjóðirnar hafa upplýst að eyðimerkurvofan ógni nú lífsaf- komu um 1.200 milljón manns víða um heim, en verst er ástandið í Afr- íku, Asíu og þeim löndum sem áður mynduðu Sovétríkin. Talið er að um 20 milljarðar tonna af jarðvegi glatist á ári hverju. Í tilefni af alþjóðlega jarðvegsverndardeginum hafa Land- græðsla ríkisins og Landvernd for- göngu um þrjá hádegisfyrirlestra þar sem þessi mál verða til umfjöllunar. Fyrirlesarar koma frá Suður-Afríku, Kína og Íslandi. Fyrirlestrarnir verða í Norræna húsinu í Reykjavík fimmtudaginn 10. júní, miðvikudag- inn 16. júní og þriðjudaginn 22. júní. Dagskráin er sem hér segir: Fimmtudagur 10. júní: Afríka bregst til varnar jarðvegseyðingu. Noel Oettle, Environmental Monitor- ing Group, Suður-Afríku. Í erindinu verður farið yfir þróun gróður- og jarðvegseyðingar í Afríku og sérstak- lega í Suður-Afríku. Miðvikudagur 16. júní: Hin þögla kreppa heimsins. Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins. Andrés mun fara yfir stöðu mála og greina frá því hvernig samfélag þjóðanna hefur brugðist við. Þriðjudagur 22. júní: Jarðvegseyð- ing í Kína – markvissar aðgerðir skila árangri. Fenli Zheng, Institute of Soil and Water Conservation, Yangling, Kína. Kína hefur verið að glíma við af- ar víðtæka jarðvegseyðingu og hefur brugðist við þeim vanda með víðtæk- um aðgerðum. Alþjóðlegi jarð- vegsverndar- dagurinn SALA miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins er nú hafin og fá karlmenn heimsenda miða að þessu sinni. Vinningar eru 152 tals- ins að verðmæti 18.690.000 kr. Að- alvinningurinn er Toyota Prius að verðmæti 2.690.000 kr. Annar aðal- vinningurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 150 vinningar eru í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100.000 kr. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní. „Happdrætti Krabbameinsfélags- ins er ein helsta fjáröflunarleið krabbameinssamtakanna hér á landi,“ segir m.a. í frétt frá Krabba- meinsfélaginu. „Einn mikilvægasti þáttur starfseminnar, fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir, byggist að langmestu leyti á happ- drættisfé, svo og aðstoð og stuðning- ur við krabbameinssjúklinga og að- standendur. Nú greinast árlega um 1.100 Ís- lendingar með krabbamein. Hjá körlum er krabbamein í blöðruháls- kirtli algengast og brjóstakrabba- mein hjá konum. Í öðru sæti hjá báð- um kynjum er krabbamein í lungum. Um fjórðung dauðsfalla á Íslandi má rekja til krabbameins. Miðar eru einnig til sölu á skrif- stofu Krabbameinsfélagins í Skógar- hlíð 8 og úr happdrættisbílnum sem verður í Kringlunni í dag og fram að drætti. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu krabbameins- félagsins og hægt er að greiða miða þar með greiðslukorti. Happdrætti Krabba- meinsfélagsins Dregið verður 17. júní

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.