Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 10.06.2004, Qupperneq 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2004 53 SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI. • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN. • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR. • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU. • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR. Fást í flestum byggingavöru- verslunum landsins. ÓLAFSFIRSKA hljómsveitin Roðlaust og beinlaust, sem er að mestu skipuð sjómönnum á frystitogaranum Kleifabergi ÓF-2, hélt tónleika um borð í skólaskipinu Sæbjörgu á laugardaginn. Tónleikarnir voru í kjölfar þess að hljómsveitin hefur styrkt Slysavarnaskóla sjómanna um rúma eina milljón króna á síðustu mánuðum. Styrkurinn er afrakstur sölu á geisladiski hljómsveit- arinnar, Brælublús, sem kom út í nóvember á síðasta ári. Það er yfirlýst markmið þeirra félaga í Roðlausu og beinlausu að græða ekki á tónlistarsköpun sinni og því hafa þeir alltaf haft það að leiðarljósi að ef einhver ágóði yrði af hljómdiskaútgáfu sveitarinnar, myndi hann renna til góðra málefna, segir í fréttatilkynningu. Hljómsveitarmeðlimir Roðlaust og beinlaust ásamt áhöfn skólaskips Slysavarnaskóla sjómanna, Sæbjargar. Hilm- ar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskólans, fær afhenta sérstaka hátíðarútgáfu af geisladisknum Brælublús. Styrkja Slysavarnaskóla sjómanna Skógarganga skógræktarfélag- anna er í dag, fimmtudaginn 10. júní, á vegum Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Lagt verður af stað frá hesthúsahverfinu í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg kl. 20 og gengið um nýskógræktina í hlíðunum. Áætlað er að gangan taki tæpa tvo tíma. Að göngunni lokinni verður boðið upp á veitingar í Selinu. Námsgagnastofnun verður með opið hús í dag, fimmtudaginn 10. júní, kl. 9–16. Kennarar, foreldrar, krakkar og allir sem áhuga hafa eru velkomnir að kynna sér nýtt sem eldra námsefni, fræðast um stofn- unina, námsefnisgerð o.fl. Í DAG Rætt um árásarstríðið gegn Írak. Á morgun, föstudaginn 11. júní, mun Milan Rai halda fyrirlestur á vegum Samtaka herstöðvaandstæðinga. Milan mun ræða vítt og breitt um árásarstríðið gegn Írak, hvað hefði mátt gera betur af hálfu friðarhreyf- ingarinnar og einnig hvað var vel gert. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og verður í húsnæði Reykjavík- urAkademíunnar að Hringbraut 121. Laugardaginn 12. og sunnudag- inn 13. júní mun svo Milan Rai ásamt Emily Johns standa fyrir námskeiði um borgaralega óhlýðni og friðsamleg mótmæli. Milan Rai og Emily Johns eru breskir friðar- og umhverfisvernd- arsinnar. Milan Rai hefur starfað með Noam Chomsky og hefur skrif- að bækur um efni á borð við stríðs- reksturinn í Írak og um kenningar Chomskys. Emily Johns er lista- maður innan alþjóðlegu friðar- og umhverfishreyfingarinnar, segir í fréttatilkynningu. Á MORGUN AÐALFUNDUR samtakanna Landsbyggðin lifi fór fram laugar- daginn 5. júní sl. á Rimum í Svarf- aðardal, Dalvíkurbyggð. Landsbyggðin lifi er hreyfing fólks, sem vill efla byggð um land allt. Áhersla er lögð á að tengja fólk saman, mynda samstarfsvettvang fyrir einstaklinga og hvers konar áhugamannafélög, sem hafa það á stefnu sinni að styrkja heimabyggð- ina. Fundinn sóttu 35 fulltrúar og áheyrnarfulltrúar frá aðildarfélög- um samtakanna. 15 félög, víðsvegar um landið, eru nú fullgildir aðilar að samtökunum. Fundarstjóri var Rafn Arnbjörnsson. Í nýrri stjórn samtakanna eru: Ragnar Stefánsson, Dalvíkurbyggð, formaður, Sveinn Jónsson, Kálf- skinni, Árskógsströnd, varaformað- ur, Þórarinn Lárusson, Egilsstöðum, ritari, Stefán Á. Jónsson, Kagaðar- hóli, A-Húnavatnssýslu, gjaldkeri. Meðstjórnendur: Fríða Vala Ás- björnsdóttir, Reykjavík, Þórunn Eg- ilsdóttir, Vopnafirði, Guðjón Gunn- arsson, Reykhólum. Í varastjórn eru: Sigríður Svavarsdóttir, Blöndu- ósi, Sigurjón Jónasson, Egilsstöðum, Árni Gunnarsson, Reykjavík, Eyrún Júlíusdóttir, Bakkafirði og Jóhannes Erlendsson, Hvammstanga. Ný stjórn í Lands- byggðin lifi SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til- einkað 17. júní ár hvert verndun jarð- vegs, en alþjóðlegi samningurinn um varnir gegn myndun eyðimarka var undirritaður þennan dag árið 1994. Sameinuðu þjóðirnar hafa upplýst að eyðimerkurvofan ógni nú lífsaf- komu um 1.200 milljón manns víða um heim, en verst er ástandið í Afr- íku, Asíu og þeim löndum sem áður mynduðu Sovétríkin. Talið er að um 20 milljarðar tonna af jarðvegi glatist á ári hverju. Í tilefni af alþjóðlega jarðvegsverndardeginum hafa Land- græðsla ríkisins og Landvernd for- göngu um þrjá hádegisfyrirlestra þar sem þessi mál verða til umfjöllunar. Fyrirlesarar koma frá Suður-Afríku, Kína og Íslandi. Fyrirlestrarnir verða í Norræna húsinu í Reykjavík fimmtudaginn 10. júní, miðvikudag- inn 16. júní og þriðjudaginn 22. júní. Dagskráin er sem hér segir: Fimmtudagur 10. júní: Afríka bregst til varnar jarðvegseyðingu. Noel Oettle, Environmental Monitor- ing Group, Suður-Afríku. Í erindinu verður farið yfir þróun gróður- og jarðvegseyðingar í Afríku og sérstak- lega í Suður-Afríku. Miðvikudagur 16. júní: Hin þögla kreppa heimsins. Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins. Andrés mun fara yfir stöðu mála og greina frá því hvernig samfélag þjóðanna hefur brugðist við. Þriðjudagur 22. júní: Jarðvegseyð- ing í Kína – markvissar aðgerðir skila árangri. Fenli Zheng, Institute of Soil and Water Conservation, Yangling, Kína. Kína hefur verið að glíma við af- ar víðtæka jarðvegseyðingu og hefur brugðist við þeim vanda með víðtæk- um aðgerðum. Alþjóðlegi jarð- vegsverndar- dagurinn SALA miða í sumarhappdrætti Krabbameinsfélagsins er nú hafin og fá karlmenn heimsenda miða að þessu sinni. Vinningar eru 152 tals- ins að verðmæti 18.690.000 kr. Að- alvinningurinn er Toyota Prius að verðmæti 2.690.000 kr. Annar aðal- vinningurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000 kr. 150 vinningar eru í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100.000 kr. Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní. „Happdrætti Krabbameinsfélags- ins er ein helsta fjáröflunarleið krabbameinssamtakanna hér á landi,“ segir m.a. í frétt frá Krabba- meinsfélaginu. „Einn mikilvægasti þáttur starfseminnar, fræðsla um krabbamein og krabbameinsvarnir, byggist að langmestu leyti á happ- drættisfé, svo og aðstoð og stuðning- ur við krabbameinssjúklinga og að- standendur. Nú greinast árlega um 1.100 Ís- lendingar með krabbamein. Hjá körlum er krabbamein í blöðruháls- kirtli algengast og brjóstakrabba- mein hjá konum. Í öðru sæti hjá báð- um kynjum er krabbamein í lungum. Um fjórðung dauðsfalla á Íslandi má rekja til krabbameins. Miðar eru einnig til sölu á skrif- stofu Krabbameinsfélagins í Skógar- hlíð 8 og úr happdrættisbílnum sem verður í Kringlunni í dag og fram að drætti. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu krabbameins- félagsins og hægt er að greiða miða þar með greiðslukorti. Happdrætti Krabba- meinsfélagsins Dregið verður 17. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.