Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ G8-FUNDI LOKIÐ Árlegum fundi leiðtoga átta helstu iðnríkja heims, G-8, lauk í Banda- ríkjunum í gær með yfirlýsingu þar sem hvatt var til umbóta í Mið- Austurlöndum og friðar milli Ísraela og Palestínumanna. Einnig var sam- þykkt áætlun um að stofna á næstu árum 75 þúsund manna lið frið- argæsluhermanna og lögreglu, eink- um með tilliti til átaka í Afr- íkulöndum. Verðbólga og vextir hækka Verðbólga og vextir hafa hækkað en seðlabankastjóri segir að mikið þurfi að koma til eigi verðbólgan ekki að fara yfir þolmörk. Hækkun vísitölunnar má mestmegnis rekja til verðhækkana á húsnæði og bens- íni. Greining Íslandsbanka bendir á að að verðbólgan hafi étið upp þær almennu kauphækkanir sem samið var um í upphafi árs. Verhofstadt líklegur Líklegt er talið að Guy Verhof- stadt, forsætisráðherra Belgíu, munu taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins af Ítalanum Romano Prodi. Bretar eru ósattir við þá ákvörðun þar sem þeir telja hann of hlynntan enn frekari samruna. Frakkar og Þjóðverjar eru sagðir þrýsta á um að Verhofstadt verði valinn í næstu viku. 713 kvartanir til landlæknis Embætti landlæknis bárust 713 kvartanir á árunum 2001-2003. Þar af voru 329 vegna meintrar rangrar meðferðar í heilbrigðisþjónustunni. 181 kvörtun barst með formlegum hætti á síðasta ári en reglur um skráningu kvartana hafa verið hert- ar. Kuldaskeið eftir 15.000 ár Um 15 þúsund ár eru talin vera til næsta kuldaskeiðs en ískjarnaborun á Suðurskautslandinu getur sýnt breytingar á veðurfari síðustu 740 þúsund ár. Styrkur gróðurhúsa- lofttegunda hefur aldrei verið meiri en nú. Reagan kvaddur Tugþúsundir manna sýndu Ron- ald Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hinstu virðingu í gær en hann lést laugardag. Kista hans lá á viðhafnarbörum í þinghús- inu í Washington í gær en Reagan verður jarðsettur í Kaliforníu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 47/51 Viðskipti 12 Staksteinar 50 Erlent 16/18 Bréf 48 Höfuðborgin 21 Skák 51 Akureyri 22/23 Dagbók 50/51 Suðurnes 24 Brids 51 Landið 26 Leikhús 56 Listir 27/29 Fólk 56/61 Umræðan 36/37 Bíó 58/61 Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 38 Veður 63 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Á SUNNUDAGINN  Söngleikirnir Fame og Hárið  Sundkappinn Örn Arnarson  Sigurgeir Sigurjónsson ljósmyndari  Golfvellir á Íslandi  Grill á góðum degi  Bandarískur matreiðslu- meistari SIGURGEIR SIGURJÓNSSON TENGIR SAMAN MANNINN OG LANDIÐ Í MYNDUM AF ÍSLENSKUM ANDLITUM Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU DRAUMAR TVEGGJA KYNSLÓÐA FAME - HÁRIÐ ATVINNU- og mannlífssýningin Austurland 2004 var opnuð í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, opnaði sýninguna ásamt eiginkonu sinni Dorrit Moussaieff og meðal boðsgesta mátti sjá alþingismenn Norðaust- urkjördæmis, ráðherra og sveit- arstjórnarmenn á Austurlandi. „Þið eruð að senda sterk skilaboð til þjóðarinnar um fjölbreytileika landsbyggðarinnar, kraftinn sem býr í menningu og atvinnuháttum, en umfram allt trúna á framtíðina sem býr með fólki hér fyrir aust- an,“ sagði Ólafur Ragnar við upp- haf sýningarinnar. „Það eru margir annars staðar á landinu sem myndu álykta sem svo að allt væri þetta bundið virkjunaráformum og vænt- anlegu álveri, en ég veit að sýn- ingin endurspeglar miklu fjölþætt- ari og grösugri lendur, með allri virðingu fyrir því sem virkj- unarframkvæmdir og álverið munu skila.“ Kirkjan með sýningarbás 128 einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir á Austurlandi taka þátt í sýningunni, sem er stærsta og viða- mesta sýning sem farið hefur fram í fjórðungnum og með þeim stærri á landinu. Aðstandendur reikna með allt að átta þúsund gestum þá fjóra daga sem sýningin stendur yfir. Sýningarsvæðið er um 2000 fermetrar, inni og úti og þar er hægt að skoða starfsemi úr öllum atvinnugreinum sem stundaðar eru á Austurlandi. Þá telst til nokkurra tíðinda að Múlaprófastdæmi er með bás á sýningunni, undir yfirskrift- inni „Kirkjan í trú og gleði“ og mun þetta vera í fyrsta sinn sem þjóð- kirkjan tekur með slíkum hætti þátt í sýningu af þessu tagi. Sýningin stendur fram til sunnu- dagsins 13. júní. Atvinnu- og mannlífssýningin Austurland 2004 Sterk skilaboð um fjölbreyti- leika landsbyggðarinnar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sýningin Austurland 2004 opnuð: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff forsetafrú ásamt Ágústi Ólafssyni hjá Athygli, einum af framkvæmdaaðilum sýningarinnar. Hún stendur til sunnudagsins 13. júní. Egilsstöðum. Morgunblaðið. HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í 10 mánaða fangelsi fyr- ir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur og til að greiða þeim 400 og 600 þúsund króna miskabætur. Héraðsdómur Vest- fjarða hafði áður dæmt ákærða í 15 mánaða fangelsi fyrir brotin en sakfelling fyrir Hæstarétti var takmarkaðri vegna ónákvæms orðalags tiltekinna ákæruliða og eindreginnar neitunar ákærða. Honum var gefið að sök að hafa tímabilinu 1997 til 2001 brotið gegn stjúpdóttur sinni, sem þá var á aldrinum tíu til fjórtán ára, með því á káfa margoft á henni innan klæða. Einnig var hann sakaður um kynferðisbrot frá desember 2000 til maí 2001 gegn dóttur sinni, sem þá var tólf og þrettán ára gömul, með því að káfa á henni. Í dómi Hæstaréttar segir, að brot ákærða séu alvarleg og með þeim hafi hann rofið fjölskyldu- tengsl og brotið gegn trúnaðar- trausti stúlknanna. Hann eigi sér ekki málsbætur. Fyrir Hæstarétt voru lögð ný vottorð sálfræðinga um líðan stúlknanna þar sem fram kom að þær búa enn við ýmis ein- kenni áfallaröskunar vegna brot- anna. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Markús Sigurbjörnsson Garðar Gíslason, Guðrún Erlends- dóttir, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Kristinn Bjarnason hrl. og sækj- andi Sigríður Jósefsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. 10 mánaða fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot44 ÁRA ökumaður var handtekinn ígærmorgun á Reykjanesbraut eftir að hafa ekið Fíat-bíl á rúmlega 200 km hraða á flótta undan lögreglu. Er þetta líklega mesti hraði sem mælst hefur á radar hjá lögreglu hérlendis. Á ökumaðurinn yfir höfði sér ákæru fyrir umferðarlagabrot og jafnvel hegningarlagabrot. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi ók maðurinn á miklum hraða suður Reykjanesbrautina í Mjódd án þess að hlýða stöðvunarmerkjum lög- reglu. Hjólbarðar tættust af felgum Lögreglumenn eltu manninn suð- ur Reykjanesbraut á 200 km hraða og linnti hann ekki látum þótt hjól- barðar á bíl hans spryngju á leiðinni og tættust af felgunum. Lögreglan greip þá til þess ráðs að reyna að stöðva manninn með því að aka utan í bíl hans og tókst það loks norður af Strandarheiði. Var hraðinn þá kom- inn niður í 100 km á klst. Bifreiðin hafnaði þar með utan vegar og skemmdist og var ökumaðurinn handtekinn og færður í fangaklefa. Hann slasaðist ekki við útafakstur- inn, að sögn lögreglu. Lögreglubíll skemmdist einnig í atganginum. Á leiðinni fór maðurinn fram úr fjölda bíla og lagði hann bæði vegfar- endur og lögreglu í stórhættu, að sögn lögreglunnar. Er hann ók fram úr rútu fullri af fólki þeyttist járn- hringur af bíl hans og lenti í rútunni. Friðrik Björgvinsson, yfirlög- regluþjónn í Kópavogi, segir mann- inn ekki grunaðan um ölvun við akst- ur og hafi hann ekki komið við sögu lögreglunnar. Hann hefur ökuleyfi, en skýringar á ökulaginu liggja ekki fyrir. „Það skapaðist mikil hætta á Reykjanesbrautinni, en á þessum tíma var talsverð umferð, m.a. vegna flugs frá Leifsstöð,“ sagði Friðrik. „Ökumaðurinn skapaði mikla hættu með framúrakstri á veginum en ég held að lögreglumenn hafi brugðist hárrétt við aðstæðum.“ Þegar skoðaðar eru hraðatölur frá liðnum árum sést að nokkrum sinn- um hafa ökumenn bifreiða og bif- hjóla verið stöðvaðir á 170–195 km hraða. Oftar en ekki var um að ræða sportbíla með allt að 400 hestafla vél og vekur það því athygli að bíll mannsins sem handtekinn var í gær var nokkurra ára smábíll af gerðinni Fiat Marea Weekend en slíkir bílar eru með um 100 hestafla vél. Í aðgerðinni í gærmorgun fékk Kópavogslögreglan aðstoð frá Hafn- arfirði og Keflavík. Hætta á Reykjanesbraut vegna ofsaaksturs Þvingaður til að aka bílnum útaf                                        !" # $% &'&  ()  ()   *+   , -   , -     . /0 #  &    &   &'1$+   $ * &' " # **+ 2 3 2 3 4 5 3+&' 5 3+&'  *6 , &'  *6 " #  *6 5 3+&'      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.