Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 26
LANDIÐ
26 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Stykkishólmur | Þess verður
minnst á sunnudaginn 13. júní
að 100 ár eru liðin frá því að
núverandi Helgafellskirkja var
vígð. Það verður gert með há-
tíðarmessu á Helgafelli kl. 14,
þar sem biskup Íslands, Karl
Sigurbjörnsson, predikar. Kór
Stykkishólmskirkju mun sjá
um sönginn. Eftir messu verð-
ur kirkjugestum boðið til
kaffisamsætis á Hótel Stykk-
ishólmi.
Kirkjan á Helgafelli var
vígð 1. janúar 1904. Miklar
endurbætur hafa verið gerðar
á kirkjunni á árunum 1984–
1989 og skartar hún sínu feg-
ursta um þessar mundir.
Að Helgafelli hefur verið
kirkja frá árinu 1000 þegar
kristni var lögtekin á Alþingi
og er Helgafell með elstu
kirkjustöðum á landinu.
Snorri goði lét reisa
fyrsta guðshúsið
Snorri goði lét reisa fyrsta
guðshúsið á Helgafelli og síð-
an þá hafa staðið þar margar
kirkjur á 1000 ára tímabili.
Sóknarnefnd Helgafells-
kirkju væntir þess að sem
flestir velunnarar kirkjunnar
hafi tök á að mæta við hátíð-
armessuna.
100 ára
afmæli
Helga-
fells-
kirkju
VIÐ skólaslit Menntaskólans að
Laugarvatni komu stúdentar sem
útskrifuðust frá skólanum fyrir 50
árum og fögnuðu tímamótunum.
Tíu luku stúdentsprófi frá skól-
anum 1954 og eru þeir allir á lífi.
Fögnuðu allir 50 ára stúdentsafmæli
Nöfn 50 ára júbilantanna í þeirri röð sem þeir eru á myndunum, talið f.v.: Árni Bergmann, Þórður Kr. Jóhannsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Jóhannes
Sigmundsson, Hörður Bergmann, Unnar Stefánsson, Árni Ólafsson, Óskar H. Ólafsson, Sveinn J. Sveinsson, Víglundur Þór Þorsteinsson. Með þeim eru
Bjarni Benediktsson, þáverandi menntamálaráðherra, og Sveinn Þórðarson, þáverandi skólameistari. Á nýju myndinni eru þeir í sömu röð á sama stað 50
árum síðar með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Halldóri Páli Halldórssyni skólameistara.
Ekki er nóg með að þeir væru
þarna allir sprellfjörugir í eigin
persónu heldur voru þeir einnig
allir með eiginkonur sínar með sér
og eins og einn þeirra komst að
orði; „allar „original“, engir
hjónaskilnaðir í þessum hópi“.
Af þessu tilefni var stillt upp til
myndatöku með núverandi
menntamálaráðherra, Þorgerði
Katrínu Gunnarsdóttur, á sama
stað og þeim var stillt upp fyrir 50
árum með þáverandi ráðherra,
Bjarna Benediktssyni, og skóla-
meistaranum, Sveini Þórðarsyni.
Sveinn er enn á lífi, kominn á tí-
ræðisaldur og býr í Kanada hjá
dóttur sinni.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
BLÖNDUÓSSBÆR og Rannsóknarþjón-
ustan Sýni ehf. hafa gert með sér sam-
starfssamkomulag. Samkomulagið er gert í
ljósi þess að Blönduóssbær hefur á síðustu
misserum mótað sér þá stefnu að vera leið-
andi á landsvísu á sviði matvælaframleiðslu.
Ekki var talið vænlegt að koma upp eigin
rannsóknastofu á svæðinu því slík fram-
kvæmd væri kostnaðarsöm og yrði of lítil
til að geta skilað arðsemi. Vænlegra þótti
að leita eftir samstarfi við leiðandi fyr-
irtæki þar sem saman fara áralöng reynsla
og hópur færustu sérfræðinga sem hafa yf-
ir að ráða nýjustu þekkingu og fullkomnum
tækjabúnaði.
Stefnt er að því að stofna ráðgjafarfyr-
irtæki fyrir matvælaiðnað sem verði í sam-
eign Blönduóssbæjar, fyrirtækja á svæðinu
og Rannsóknarþjónustunnar Sýnis ehf.
Hlutverk fyrirtækisins verði m.a. að veita
starfandi og verðandi matvælafyrirtækj-
um á svæðinu ráðgjöf við uppbyggingu
gæðakerfa og alhliða ráðgjöf á sviði mat-
vælaframleiðslu. Ennfremur er þess
vænst að starfsmaður fyrirtækisins muni
skipuleggja fræðslunámskeið og samstarf
matvælafyrirtækja þar sem það á við. Þá
er gert ráð fyrir að þjálfun og aðgengi
ráðgjafans að þekkingu og reynslu Sýnis
ehf. verði til þess að nýjasta þekking
verði ætíð tiltæk fyrirtækum. Áður en
ráðist verður í stofnun fyrirtækisins
verður unnin forkönnun á svæðinu til að
skoða hug fyrirtækjanna til slíkrar starf-
semi og leggja mat á arðsemi starfsem-
innar.
Blönduóssbær og Sýni ehf. í samstarf
Snorri Þórisson, framkvæmdastjóri Sýnis ehf., Valgarður
Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar, og Jóna Fanney Friðriks-
dóttir bæjarstjóri.