Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 16

Morgunblaðið - 11.06.2004, Page 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ PANDABJÖRNUM hefur fjölgað um 40% á síðustu sex árum. Kemur það fram í umfangsmestu könnun hingað til á fjölda þeirra en um tíma var óttast, að þeir væru á leið að deyja út. Könnunin sýnir, að fjöldi panda- bjarna er að minnsta kosti 1.590 en 1988 var hann áætlaður 1.110. Þar að auki hefur 161 björn verið alinn upp undir umsjá manna, til dæmis í dýragörðum. Í könnuninni nú, sem kínverska skógræktin annaðist, var reynt að telja hvert einasta dýr en 1988 var heildarfjöldinn áætlaður út frá fjöld- anum á einstökum búsvæðum. Eru dýrin ýmist hátt uppi í fjöllum eða í djúpum dölum. Nú var meðal annars stuðst við eftirlit frá gervihnöttum og kom þá í ljós, að búsvæðin eru miklu víðar en áður var talið. Fyrir 20 árum átti pandan sér 13 griðasvæði í Kína en nú eru þau 40. Talið er, að innan þeirra séu 95% stofnsins. Mesta hættan, sem steðjar að pöndunni, er skógareyðing og veiðiþjófar, sem ásælast feldinn. Panda- björnum fjölgar á ný Peking. AFP. AP Pönduhúnar að leik í rannsóknastöð í Kína. Framtíðin virðist nú vera öllu bjartari en talið var fyrir fáum árum er óttast var að þeir væru að deyja út. ÁÆTLUN George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, um að hefja lýðræðisleg gildi til vegs og virð- ingar í Mið-Austurlöndum fékk misjafnar undirtektir á G8-fundi helstu iðnríkja heims. Hún var að vísu samþykkt en samt er ljóst, að um hana er engin sátt, ekki frekar en um Írak þrátt fyrir einróma stuðning öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna við Írakstillögu Banda- ríkjamanna og Breta. Hafnaði afskiptum NATO Samþykkt öryggisráðsins var mikill sigur fyrir Bush. Sagði hann hana sýna, að nú stæði „alþjóða- samfélagið einhuga með írösku þjóðinni“ og Hvíta húsið hnykkti á því með því að segja, að áætlun Bush varðandi Mið-Austurlönd nyti nú öruggs stuðnings meðal banda- manna Bandaríkjanna í NATO. Sáttin, ef einhver var, gufaði strax upp er Bush lagði til á fund- inum, að Atlantshafsbandalagið, NATO, tæki að sér hlutverk í Írak. Jacques Chirac, forseti Frakklands, vísaði þeirri tillögu á bug. Kvaðst hann ekki telja það vera hlutverk bandalagsins að hafa afskipti af ástandinu í landinu. „Þau eru hvorki tímabær né njóta þess skiln- ings, sem nauðsynlegur er,“ sagði hann. Leiðtogar G8-ríkjanna, Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada, Rússlands og Þýskalands, lögðu hins vegar blessun sína yfir áætlun Bush um aukið lýðræði í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku en þó ekki fyrr en inn í hana hafði verið bætt ákvæði um, að leitað skyldi lausnar á deilu Ísraela og Palestínumanna. Þeir, sem gagnrýnt hafa Mið- Austurlandaáætlun Bush, segja, að forsendan fyrir umbótum í araba- ríkjunum sé friður í Írak og friður milli Ísraela og Palestínumanna. Á þeirri skoðun hefur Chirac heldur ekki legið og þótt hann samþykkti tillögu Bush, þá sagði hann, að hún hefði kynt undir „andúð og reiði í öllum arabaheiminum“. Sagði hann einnig, að „lýðræði [væri] ekki að- ferð, heldur menning“ og væri reynt að troða einu gildismati upp á mjög sundurleitan heimshluta, þá bæri það keim af „niðurlægingu“. Margir leiðtogar arabaríkjanna og múslíma hafa orðað þetta með sama hætti og Chirac, sem sagði einnig, að Mið-Austurlönd þyrftu ekki á „lýðræðistrúboðum“ að halda. Tók hann undir með Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er hann sagði, að „móðir allra átaka“ væri „deila Ísraela og Palestínumanna“. Viðbrögð Hvíta hússins við þess- ari gagnrýni voru að lýsa yfir, að umbætur ættu að koma innan frá, ekki ætti og ekki væri unnt að neyða þær upp á þjóðir, og einnig, að lausn deilunnar milli Ísraela og Palestínumanna væri óhjákvæmi- legur áfangi í þróuninni. Með gagn- rýni Chiracs og annarra í huga er samt sem áður ólíklegt, að nokkuð verði unnið að áætluninni í bráð. Búið að finna upp hjólið Áætlun Bush um aukið lýðræði í Mið-Austurlöndum og Norður-Afr- íku felur meðal annars í sér að styrkja ýmsa grasrótarhópa, þjálfa 100.000 nýja kennara á næsta ára- tug og greiða fyrir lánum til lítilla fyrirtækja og annarra frumherja í atvinnurekstri. Þetta fellur hins vegar að mörgu leyti saman við það, sem Evrópuríkin eru nú þegar að vinna að í Mið-Austurlöndum. Anthony Gooch, talsmaður Evr- ópusambandsins, sagði, að Banda- ríkjamenn vissu um og viðurkenndu mikilvægi þessa evrópska framlags og því ættu þeir ekki að reyna „að finna upp hjólið“, það væri þegar á fullri ferð. Mið-Austurlandaáætl- un Bush gagnrýnd Reuters Leiðtogar G8-ríkjanna í gönguferð á strönd Sea Island í Georgíuríki. Jacques Chirac, forseti Frakklands, þráaðist í fyrstu við að taka af sér bindið á fundinum eins og hinir leiðtogarnir, en lét að lokum til leiðast. Sea Island. AP, AFP, Los Angeles Times. Ágreiningurinn innan Atlantshafsbandalagsins blossaði aftur upp á G8-fundi helstu iðnríkja heims innrásar bandamanna í Normandí og síðan á G8-fundinum í Bandaríkjun- um, sem lauk í gær. Heimildarmaður Berlingske Tid- ende innan þýzku stjórnarinnar staðfesti einnig að ráðamenn all- nokkurs hóps annarra aðildarríkja hyggist mæta til Brussel staðráðnir í að styðja Verhofstadt til framboðs í hið háa embætti. „Það hefur verið mikið rætt um aðra málamiðlunar- frambjóðendur, en það er ekki á dag- skrá lengur að okkar mati,“ hefur blaðið eftir heimildarmanninum. Fyrirvarar Breta Brezka stjórnin hefur ítrekað sagt afdráttarlaust að Verhofstadt sé henni ekki að skapi sem efni í næsta framkvæmdastjórnarforseta. Belg- íski ríkisstjórnarleiðtoginn, sem leið- ÚTLIT er fyrir að ráðamenn nokk- urra kjarnaríkja Evrópusambands- ins (ESB) séu orðnir staðráðnir í að tilnefna belgíska forsætisráð- herrann Guy Verhofstadt sem næsta forseta framkvæmdastjórnar sam- bandsins, sem taka á við af Romano Prodi í haust. Þótt Bretar séu ósáttir við þetta val er þess vænzt að fulltrú- ar Þýzkalands, Frakklands og fleiri hinna 25 aðildarríkja ESB muni þrýsta á um að Verhofstadt verði til- nefndur á leiðtogafundi sambands- ins í Brussel í lok næstu viku. Danska blaðið Berlingske Tidende segir Reuters-fréttastofuna hafa heimildir fyrir því að málið sé „næst- um afgreitt“ eftir að leiðtogar nokk- urra ESB-ríkja báru saman bækur sínar um málið, fyrst við minningar- hátíðarhöldin vegna 60 ára afmælis ir frjálslyndan borgaraflokk, hefur annars margt til brunns að bera til að eiga góða möguleika. Sem miðju- hægrimaður ætti hann t.d. að eiga auðvelt með að hljóta samþykki Evr- ópuþingsins; hann er málamaður góður og vanur að leita málamiðlana, sem allir leiðtogar í belgískum stjórnmálum verða að vera. En brezki forsætisráðherrann Tony Blair óttast að þar sem Verhof- stadt er þekktur fyrir að vera „sam- runasinnaður“, þ.e. vilja „dýpka“ enn frekar samstarfið innan ESB, muni það geta verkað fælandi á brezka kjósendur þegar þeir ganga að kjörborðinu í boðaðri þjóðarat- kvæðagreiðslu um staðfestingu hins væntanlega stjórnarskrársáttmála sambandsins. Er þess vænzt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram í fyrsta lagi árið 2006, eftir næstu þingkosningar í Bretlandi. Langt er síðan nafn Verhofstadts kom upp í vangaveltum um arftaka Prodis, en hann gerði jafnan lítið úr því. „Ég sækist ekki eftir embætt- inu. Ég gegni mjög áhugaverðu starfi sem forsætisráðherra Belgíu,“ sagði hann eftir fund með hinum írska starfsbróður sínum Bertie Ahern, sem gegnir nú formennsk- unni í ráðherraráðinu, í Brussel um síðustu mánaðamót. Blair, og nokkrir aðrir ESB-rík- isstjórnaleiðtogar, eru sagðir til- kippilegri til að styðja Javier Solana, fyrrverandi framkvæmdastjóra NATO og núverandi utanríkis- og öryggismálastjóra ESB, til að setj- ast í hinn áhrifamikla stól forseta framkvæmdastjórnarinnar. Verhofstadt arftaki Prodis? KJÓSENDUR í Bretlandi og Hol- landi riðu á vaðið í gær í kosningum til Evrópuþingsins (EÞ), sem fara fram í öllum 25 aðildarríkjum Evr- ópusambandsins og lýkur á sunnu- dag. Á kjörskrá eru um 350 milljónir manna, frá Lapplandi til Lissabon og Kýpur til Kataness. Alls keppa 14.670 frambjóðendur í löndunum 25 um þau 732 þingsæti sem í boði eru í kosningunum, sem haldnar eru á fimm ára fresti. Borgarar aðildarríkja ESB hafa kosið Evrópuþingið beint frá því árið 1979, en uppruna þess sem stofnun- ar er að rekja til ársins 1952, þegar því var komið á fót sem þingmanna- samkomu Kola- og stálbandalagsins, fyrirrennara Evrópusambandsins. Frá því þingið var fyrst kjörið beinni kosningu fyrir 25 árum hefur það jafnt og þétt aukið vægi sitt í stofnanakerfi ESB og áhrif á stefnu- mótun þess. Aðalvald þingsins nú felst í að fjárlög ESB verða að hljóta samþykki þess, en auk þess hefur það svonefnt samákvörðunarvald í flestum málaflokkum sem ESB set- ur á annað borð reglur um. Það vald felst í því að samþykkt þingsins verður að liggja fyrir til þess að ráð- herraráðið geti tekið ákvörðun um nýja Evrópulöggjöf. Frumkvæðis- rétturinn að nýrri löggjöf liggur þó hjá framkvæmdastjórninni; hann hefur þingið ekki. Dalandi kjörsókn Kjörsókn í Evrópukosningum hef- ur farið stöðugt dalandi frá því þær voru fyrst haldnar. Í síðustu kosn- ingum, árið 1999, fór meðalkjörsókn- in fyrst niður fyrir 50% (reyndist 49,4%), og óttast margir að söguleg stækkun sambandsins um tíu ný að- ildarríki breyti litlu um þessa þróun. Í mörgum aðildarríkjum hefur skapazt hefð fyrir því að kjósendur noti Evrópukosningar sem ventil til að sýna óánægju með eigin ríkis- stjórn. Þannig er t.d. búizt við því að Verkamannaflokkurinn í Bretlandi fari ekki vel út úr kosningunum vegna gremju margra kjósenda hans með stefnu ríkisstjórnar Tony Blairs í Íraksmálinu. Um 350 milljónir á kjörskrá Brussel, Lundúnum. AFP, AP. Evrópuþingkosningar hafnar ÞEIR Jacques Chirac, forseti Frakklands, og George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, voru ekki alveg á einu máli um Írak og Mið-Austurlönd á G8-fundinum en það kom þó ekki í veg fyrir glens og gam- an þeirra í milli. „Forsetinn var svo vinsam- legur að minnast á „franska eldhúsið“ og það verð ég að segja ykkur, að maturinn, sem ég hef fengið hér, stend- ur því fullkomlega á sporði,“ sagði Chirac við fréttamenn eftir einkafund með Bush. „Já,“ sagði þá Bush og brosti breitt. „Hann var alveg sérstaklega hrifinn af ost- borgaranum, sem hann fékk í gær.“ Undir það tók Chirac og sagði, að hann hefði verið mjög góður. Embættismenn í Hvíta húsinu vildu í gær ekkert um það segja hvort Chirac hefði verið boðið upp á „frelsis- kartöflur“ en svo voru fransk- ar kartöflur kallaðar vestra þegar Frakkar sögðu nei við Íraksstríði. Ostborg- arinn góður Sea Island. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.