Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 27 SÝNINGAR tveggja listamanna verða opnaðar í Listasafni Reykja- víkur - Hafnarhúsi kl. 20 í kvöld. Um er að ræða sýningu Þorvaldar Þor- steinssonar „Ég gerði þetta ekki,“ og nýja safnsýningu á verkum Errós. Á sýningu Þorvaldar gefur að líta blöndu af gömlum og nýjum verkum, myndbönd, innsetningar og hljóð- verk sem gerast utan veggja sýning- arsalanna. Sýningin tekur yfir fimm sali og hluta af opnu rými Hafnar- hússins. Meðal verka eru „Ósóttar pantanir“ sem samanstendur af pöntunum frá fyrirtækjum sem ekki hafa verið sóttar. Þarna er líka „Við- talsveggur“ sem prýddur er lista- verkum úr eigu Listasafns Reykja- víkur. Hann er gerður með það í huga að lífga upp á bakgrunn við- mælenda í sjónvarpsviðtölum. Fjöl- miðlafólki er frjálst að nota vegginn allt sýningartímabilið. Jafnframt er þarna að finna verkið „Verkaskipti“ sem sýnir hluti sem tengjast ákveðnum aðilum órjúfanlegum böndum en hafa verið fengnir að láni fyrir sýninguna gegn láni listaverks úr eigu listasafnsins. Á sýningunni getur einnig að líta hefðbundnari verk frá ferli Þorvalds; teikningar, málverk, ljósmyndir, texta-, hljóð- og veggverk. Í samstarfi við Icelandair Í sal á fyrstu hæð hússins hefur Þorvaldur virkjað eitt af stærstu fyr- irtækjum þjóðarinnar, Icelandair, til samstarfs, sem felst í því að upplýsa gesti um hvaða sýn fyrirtækið hefur dregið upp af Íslandi á erlendum vettvangi til að gefa sem eftirsóknar- verðasta mynd af landi og þjóð og að hvaða marki sú mynd hefur haft áhrif á sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Í kaffiteríu Hafnarhússins verður sýnt myndbandsverk, sem sérstak- lega var hannað inn í rýmið og í fjöl- notasalnum verða einnig reglulega á dagskrá myndbandssýningar og heimildarmyndir eftir og um lista- manninn. Á sunnudag kl. 15 mun Þorvaldur fara um sýninguna, segja frá ferli sínum og ræða um verkin. Nánari upplýsingar um feril og verk Þor- valds er að finna á síðunni www.this.is/mypocket. Sýningin stendur til 8. ágúst. Sýning Þorvaldar er unnin í sam- starfi við Konsthallen í Gautaborg. Sýningarstjóri er Ágústa Kristófers- dóttir. Fagurfræði og stjórnmál Fagurfræði og stjórnmál er yfir- skrift og þema nýrrar safnsýningar á verkum Errós. Verkin tilheyra mörg hver myndaflokkum um stjórnmál eins og Kínversku málverkin, Póli- tískar myndir, Bandarískar innrétt- ingar og Framleitt í Japan. Önnur verk eins og Ýlfrandi málmur, Mae West og Tölvum kennnt eru öll úr myndaflokknum 1002 nætur en sagt hefur verið að hugmyndin að honum sé sú að áhorfandinn geti haldið áfram að búa til nýjar sögur, eins- konar framhald af arabísku sögun- um Þúsund og einni nótt. Í verkinu Desert Storm, eða Eyðimerkurstríð frá árinu 1991 er efniviðurinn sóttur í heim myndasögunnar. Viðfangsefnið er pólítiskt; myndin er gerð sama ár og Flóabardagi hófst. Í frétt frá listasafninu segir m.a.: „Listamaðurinn Erró lætur sér ekk- ert mannlegt óviðkomandi og er við- fangsefni verka hans ótrúlega fjöl- breytt. Hann er mjög afkastamikill og vinnur yfirleitt verk sín í seríum eða myndaflokkum. Pólitík og sam- félagsleg málefni hafa löngum verið eitt megin viðfangsefni verka hans ásamt tilvísunum í lista- og menning- arsöguna. Erró hefur alltaf haft næmt auga fyrir menningarlegu samspili og víxlverkun menningar- tákna. Þessi atriði ásamt staðfastri samfélagsgagnrýni gera það að verkum að myndir hans eiga alltaf erindi við samtímann.“ Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Við opnun sýninganna í kvöld verður afhentur styrkur úr Lista- sjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur, frænku Erró. Verk eftir Erró á sýningunni í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Verk Þorvaldar Þorsteinssonar á sýningunni Ég gerði þetta ekki. Ég gerði þetta ekki í Hafnarhúsinu FÍFILBREKKUHÁTÍÐ verð- ur haldin á Hrauni í Öxnadal á sunnudag. Hraun er fæðingar- staður Jónasar Hallgrímsson- ar [1807-1845], fyrsta nútíma- skálds Íslend- inga og fremsta nátt- úrufræðings Íslands á 19. öld. Að hátíð- inni stendur félagið Hraun í Öxnadal ehf. sem keypt hefur jörðina og hyggst koma þar á fót fræðasetri og minningar- stofu um Jónas, kynna verk hans og störf og vinna með öðr- um stofnunum og einstakling- um að því að efla lifandi og sögulega menningu lands og þjóðar. Einnig er stefnt að því að koma á fót fólkvangi í Öxna- dal sem m.a. nái yfir land Hrauns í Öxnadal. Fífilbrekkuhátíðin hefst kl. 13.30 og stendur til sólarlags. Rakin verður saga jarðarinnar, sagt verður frá þjóðsögum og sögnum, sem tengjast jörðinni og dalnum, og rakin ævi Jón- asar Hallgrímssonar. Sagt verður frá náttúrufari, blóm- gróðri og jarðmyndunum í Öxnadal og farið í gönguferðir. Einnig verður sagt frá framtíð- aráætlunum Hrauns í Öxnadal ehf. Þá syngur Þórarinn Hjart- arson ljóð Jónasar Hallgríms- sonar. Undirbúningur að 200 ára afmæli skáldsins Eitt fyrsta verkefni stofnun- ar Jónasar Hallgrímssonar er að undirbúa 200 ára afmæli skáldsins og náttúrufræðings- ins Jónasar Hallgrímssonar hinn 16. nóvember 2007. Í til- efni þess verður gefið út mynd- skreytt úrval af kvæðum með æviágripi, ásamt geisladiski með sönglögum við ljóð skálds- ins. Einnig verður efnt til ráð- stefnu um skáldið og náttúru- fræðinginn Jónas Hallgrímsson með þátttöku bókmenntafræðinga, náttúru- fræðinga og almennings. Stofn- unin verður rekin í samráði við ýmsar skyldar kennslu- og fræðastofnanir, en allt verkið er unnið í samvinnu við sveit- arstjórn Hörgárbyggðar og heimamenn. Fífil- brekku- hátíð á Hrauni í Öxnadal Jónas Hallgrímsson FRÍKIRKJUKÓRINN í Hafnarfirði heldur í söngför til Vestfjarða um helgina og heldur tvenna tónleika fyr- ir Vestfirðinga á morgun kl. 14 í Vík- urbæ og í Samkomuhúsinu á Þingeyri við Dýrafjörð kl. 18. Þá verður kórinn með tónleika í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði kl. 20.30 að kvöldi 16. júní og eru tónleikarnir liður í dagskrá menn- ingardaga Hafnarfjarðar, Bjartir daga. Á efnisskránni eru söngvar frá suðrænum slóðum auk íslenskra sum- arlaga og sálma. Á síðasta ári fór kór- inn í söngför til Danmerkur og söng þá meðal annars á Plænen, stóra svið- inu í Tívolí í Kaupmannahöfn. Félagar í kórnum eru um þrjátíu. Stjórnandi er Örn Arnarson tónlistar- stjóri kirkjunnar og undirleikari er Skarphéðinn Hjartarson organisti. Þá hefur kórinn einnig fengið til liðs við sig á tónleikum og við fleiri við- burði Guðmund Pálsson bassaleikara og söngkonuna Ernu Blöndal. Kvennakór í söngför Listmunahorn Árbæjarsafns Sig- ríður Elva Sigurðardóttir opnar nýja sýningu á fatnaði og fylgihlutum úr þæfðri ull. Sýningin stendur til 18. júní. Hótel Hvolsvöllur kl. 21 Sumarið og ástin er yf- irskrift tónleika þar sem Gerður Bolladóttir sópr- an og Sophie Marie Schoonj- ans hörpuleikari flytja íslensk sönglög, eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Sigvalda Kalda- lóns og Pál Ísólfsson. Þá munu þær einnig flytja írsk og ensk sönglög og ítalskar antík-aríur. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Gerður Bolladóttir FORVITNI og ævintýraþrá ís- lenzkra tónlistarunnenda nær greinilega ekki til enn lítt kunnra er- lendra listamanna, þá sjaldan sem þá rekur á okkar fjörur. Það sannaðist eina ferðina enn í Norræna húsinu á dögunum, þegar aðeins átta manns létu sig hafa að mæta á tónleika danska tvíeykisins Duo Saxopran. Að vísu á vonlitlum tíma – sunnu- dagssíðdegi í bezta útivistarveðri, og þar á ofan í miðri Listahátíð, sem lík- lega hefði þurft mun kröftugra kynn- ingarátak til að yfirstíga en Nor- ræna húsið gat lagt af mörkum. En því skal ítrekaður gamalkunnur harmsöngur að dúó dagsins reyndist meira en meðalvogun vaxið hvað áhættuhlustun varðar. Og eins og reyndustu tónleikagestir vita er fátt gjöfulla en þegar manni er komið gleðilega á óvart. Slíkt gerðist einmitt á þessum tón- leikum, þar sem sérstaklega korn- ung sópransöngkona frá Kaup- mannahöfn með hið sænskhljómandi nafn Rebecca Persson afhjúpaði svo rífandi hæfileika, að maður ætlaði varla að trúa því að hún væri rétt að hefja nám í Kgl. tónlistarskólanum þar í borg, nema þá helzt hvað texta- framburður gat verið misskýr. Dag- skráin var fjölbreytt og spannaði auk dönsku verkanna m.a. þrjú sönglög eftir Vaughan-Williams við ljóð eftir Blake (upphaflega fyrir óbó & sópr- an) og að sögn eina frumsamda verk í heimi fyrir sópran og sópran-sax, nefnilega The Paradoxes of Love (2. hluta) eftir Walter Zimmermann. Býsna erfitt verk, m.a. í „sprechge- sang“-stíl, en kom samt furðuþjált úr flutningi. Af dönskum lögum fyrri hlutans bar af hið viðkvæma lag Carls Nielsens Sænk kun dit hoved (Johs. Jørgensen), sem m.a. skartaði óvæntri krómatík miðað við venju- legan einfaldleika meistara hins danska alþýðusönglags, og var nán- ast „hörundslaust“ túlkað á seiðandi ofurveikum nótum. Flytjendur kynntu skemmtilega efnivið sinn og sögðu m.a. frá eft- irtektarverðri nýbreytni í dönsku tónleikahaldi – leikskólatónleikum[!] – og hvernig staðið væri að því að koma nýrri tónlist á framfæri við yngstu árganga í smáskrefum. Dæmi um þetta var nýtt verk eftir Færeyinginn Edvard Nyholm Debess um frumskógardýrið Húgó, er flutt var af smitandi gáska. Eg- holm, er fór með píanóundirleik af öryggi þó að saxófónninn væri greinilega aðalhljóðfæri hans, blés sönghæft líðandi kadenzu úr altsax- konsert eftir Ibert, en síðan „leyni- tónverk“ eins og hann kallaði, sem mátti til sanns vegar færa um flestöll miðilsvænu eða „ídíómatísku“ æfing- arstykki tónskálda (etýður) fyrir til- tekin hljóðfæri, er varla heyrast nema á prófum. Nánar tiltekið nr. 4 eftir Vierne; að hluta í barokkstíl og leikið af lipru öryggi. Einnig mátti heyra nokkur örverk fyrir sópran og sax eftir Birgitte Alsted við ljóð og „bon mots“ eftir Halfdan Rasmussen og hinn hugmyndaríka hönnuð Poul Henningsen, er reyndu sum töluvert á flytjendur, þó varla sæist þess merki í blæbrigðaríkri túlkun þeirra. Rífandi hæfileikar í kyrrþey TÓNLIST Norræna húsið Verk eftir m.a. Vaughan-Williams, Harder, Schierbeck, Alsted, C. Nielsen, Nyholm Debess og W. Zimmermann. Duo Saxopran (Rebecca Persson sópran og Per Egholm S- & A-saxófónn/píanó). Sunnudaginn 23. maí kl. 14. EINSÖNGSTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Í TILEFNI af 60 ára lýðveldisaf- mæli Íslands þann 17. júní nk. verð- ur efnt til íslenskrar menningar- veislu í Berlín dagana 11.-19 júní. Hátíðin hefst á því að Steinunn Sigurð- ardóttir les úr bók sinni Jökla- leikhúsinu kl. 20 í kvöld hjá Literar- isches Collo- quium Berlin. Á þriðjudag verður umfjöllun um íslenska rokk- og popptónlist í sendiráðinu. Claudia J. Koestler, íslenskumælandi blaða- maður og umboðsmaður Stuðmanna í Þýskalandi, fjallar um þróun ís- lenskrar rokk- og popptónlistar í máli, myndum og með tónlistardæm- um. Umfjöllunin hefst í Felleshúsi, sameiginlegu húsi norrænu sendi- ráðanna, kl. 19. Á miðvikudag verður Stuðmannaball, tónleikar á skemmtistaðnum Big Eden kl. 21. Á fimmtudag, 17. júní, verður boðið til þjóðhátíðarmótttöku í sendiráði Ís- lands í Berlín kl. 13-15. Gerður Gunnarsdóttir, fiðluleikari og söng- kona, og Claudio Puntin flytja þjóð- legt tónlistaratriði. Arthúr Björgvin Bollason flytur stutt erindi í tilefni af lýðveldisafmæli Íslands. Ferðamála- ráð og Icelandair standa fyrir Ís- landskynningu. Í framhaldi af mótt- tökunni flytja Stuðmenn nokkur lög á sendiráðstorginu. Berlínarrapp Á föstudag verða Íslandstónleikar í Rauða ráðhúsinu kl. 19. Frumflutt verður nýtt Berlínrapp eftir Atla Heimi Sveinsson að tónskáldinu við- stöddu. Þá verða flutt verk eftir Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson og Herbert H. Ágústsson. Á laugardag opnar Berlínarþing húsakynni sín fyrir almenningi frá 11-18. Ísland ásamt Eystrasaltslönd- unum tekur þátt í menningarkynn- ingu þennan dag. Guitar Islancio flytur tónlist í kjölfar opnunarat- hafnar um kl. 11 og svo aftur síðdeg- is um 14.30. Sýndar verða íslenskar stuttmyndir með léttu ívafi. Sendi- ráðið, Ferðamálaráð, Icelandair og önnur fyrirtæki standa fyrir Íslands- kynningu á staðnum. Íslensk menning- arvika í Berlín Atli Heimir Sveinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.