Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 158. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is LEIKURINN Sendu 3 strikamerki, merkt Cocoa Puffs - Shrek2 leikurinn, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 24 93 4 06 /2 00 4 Stuðmenn í sumarskapi Stuðmenn frumflytja sumarsmell og hefja yfirreið um landið | Fólk Tískusaga í Árbæjarsafni Þegar íslenskar konur gengu í mörg- um lögum af pilsum | Daglegt líf Fólkið í dag Mínusliðar uppteknir  Halla í Malasíu  Heimspeki Andrésar Andar Heimilda- og stuttmyndahátíð FUNDI átta helstu iðnríkja heims, G-8, lauk í Bandaríkjunum í gær með lokayfirlýsingu um stuðning við um- bótaáætlun í Mið-Austurlöndum. Hvatt var til lausnar á deilum Ísraela og Palestínumanna og fagnað ákvörð- un um brottför ísraelskra herja og landtökumanna frá Gaza. Samþykkt var áætlun um að láta þjálfa 75.000 manna lið friðargæslu- og lögreglu- manna á næstu árum. Liðið er eink- um ætlað til aðgerða í Afríku. Framlengd var um tvö ár áætlun um að létta skuldabyrði þróunarríkj- anna sem átti að renna út um næstu áramót. Hins vegar var tillaga Breta um að fella slíkar skuldir alveg niður ekki samþykkt, að sögn fréttavefjar BBC. Sameinuðu þjóðirnar voru hvattar til að koma í veg fyrir harm- leik í Darfur-héraði í Súdan en þar hafa hundruð þúsunda manna flúið heimili sín undan óaldarflokkum. George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, vísaði í gærkvöldi á bug að sambúð Bandaríkjamanna og Frakka væri slæm. Ekki væri nauðsynlegt að þjóðirnar tvær væru sammála um allt og viðræður hans við forseta Frakk- lands, Jacques Chirac, hefðu verið vinsamlegar. Bush sagði að ekki væri gert ráð fyrir að Atlantshafsbanda- lagið, NATO, kæmi að öryggismálum í Írak en bandalagið gæti tekið að sér þjálfun íraskra hermanna. Frakkar eru andvígir því að NATO taki form- lega að sér hlutverk í Írak. Stofna öflugt friðargæslulið Sea Island í Georgíu. AFP, AP.  Mið-Austurlandaáætlun/16 ÍSKJARNI sem boraður var upp úr jökul- breiðunni á Suðurskautslandinu, þar sem ís- inn er þrír kílómetrar að þykkt, gerir vísinda- mönnum frá Íslandi og fleiri löndum kleift að skyggnast 740 þúsund ár aftur í tímann og skoða breytingar á veðurfari á þessu tímabili. Þetta er elsti ís sem vísindamenn hafa komist í tæri við, áður hafði 400 þúsund ára gamall ís verið boraður upp á Suðurskautslandinu. Þrír Íslendingar hafa unnið við ískjarna- borunina, sem sagt er frá í nýjasta hefti tíma- ritsins Nature. Þorsteinn Þorsteinsson, jökla- fræðingur á Vatnamælingum Orkustofnunar, segir að úr borkjörnunum fáist bestu gögn sem hægt sé að fá um breytingar á gróður- húsalofttegundum yfir nokkur hundruð þús- und ára tímabil. „Þarna staðfestist enn og aft- ur að styrkur gróðurhúsalofttegunda núna er óvenjulega hár,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn Þorsteinsson við ískjarnaboranir á Suðurskautslandinu. Spáð í veðrið fyrir 740 þúsund árum  Styrkur gróðurhúsalofttegunda/6 VERÐBÓLGAN mælist nú 3,9% á ársgrundvelli eftir 0,77% hækkun vísitölu neysluverðs milli maí og júní. Í síðasta mánuði mældist verðbólgan 3,2%. Verðhækkanir á húsnæði og bensíni eru meg- inskýringin á aukinni hækkun vísitölu neyslu- verðs. Standa þessir tveir liðir fyrir um ¾ hlutum hækkunarinnar að þessu sinni. Greining Íslandsbanka bendir á það í vefriti sínu í gær, Morgunkorni, að verðbólgan hafi það sem af er þessu ári að stórum hluta étið upp þær almennu kauphækkanir sem samið var um í kjarasamningum í upphafi ársins. Má búast við frekari vaxtahækkunum Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðla- bankans, segir að mikið þurfi að koma til eigi verðbólga ekki að fara yfir 4% þolmörk bankans. Hann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hugsanlega hækkun stýrivaxta, en minnir á yf- irlýsingu bankans frá því vextir voru síðast hækkaðir. „Þar sögðum við að gæfu nýjar upp- lýsingar ekki sterkar vísbendingar um betri anfarið, og bensínverð á heimsmarkaði hefur lækkað. Þetta hefur áhrif til lækkunar verð- bólgu,“ segir Birgir Ísleifur Gunnarsson. Vextir óverðtryggðra inn- og útlána viðskipta- bankanna þriggja hækka frá og með deginum í dag. Íslandsbanki og Landsbanki hækka þessa vexti um allt að 0,25% en KB banki um allt að 0,45%. Eftir vaxtahækkunina eru kjörvextir óverð- tryggðra skuldabréfa 8,0% hjá Landsbankanum, 8,4% hjá KB banka og 8,85% hjá Íslandsbanka. Í fréttatilkynningum frá bönkunum kemur fram að vaxtahækkanir þeirra komi í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans, en þeir hafa verið hækkaðir í tvígang síðastliðinn mánuð, samtals um 0,45%. Íslandsbanki hækkaði vexti óverðtryggðra inn- og útlána einn banka í kjölfar hækkunar stýrivaxta Seðlabankans um 0,2% fyr- ir mánuði, en það gerðu hinir bankarnir þá ekki. Bankarnir hækka ekki vexti af verðtryggðum inn- og útlánum að þessu sinni. verðbólguhorfur mætti fljótlega búast við frekari vaxtahækkunum.“ Birgir Ísleifur segir hins veg- ar vel hugsanlegt að verðbólgan nú verði skamm- vinn og að ýmislegt bendi til þess að svo verði. „Gengi krónunnar hefur eitthvað hækkað und- Verðlag og vextir hækka Verðbólgan fer líklega yfir þolmörk, segir seðlabankastjóri           !      "!  #$  %&'  $   $%            ()*          ()* ()(+*                   Verðbólgan/12 SVO getur farið að borgaryfirvöld í París banni innan skamms akstur stórra jeppa í borginni, að sögn breska blaðsins The Guardian. Samþykkt var nýlega tillaga full- trúa græningja, Denis Baupins, um að slík farartæki megi ekki vera í miðborginni þeg- ar loftmengun er mest. Ken Livingstone, borgarstjóri Lundúna, sagði nýlega að jeppar væru slæmir fyrir borgina, þeir væru „ónauðsynlegir“ og eig- endurnir „algerir hálfvitar“. Lögregluyfirvöld í París þurfa að sam- þykkja tillögurnar eigi þær að verða að veruleika. Baupin segir torfærujeppa ekki henta í borgum. „Þeir menga, þeir taka mik- ið pláss, þeir eru hættulegir gangandi fólki og öðrum sem nota göturnar. Þeir eru skrípamynd af bifreið.“ „Skrípamynd af bifreið“ BIFHJÓLAMENN áttu kyrrðarstund í Kúa- gerði við Reykjanesbraut í gærkvöldi og minntust bifhjólamanna sem látist hafa í um- ferðarslysum. Að lokinni minningarstundinni, sem boðað var til í því skyni að „hugleiða lífið og liðna atburði“ fóru Sniglanir sem leið lá að óku einir 150 sniglar fram hjá sjúkrarúmi Baldvins. „Mér var ýtt út á plan og hér biðu allir eftir mér. Þótt ég eigi nú marga vini bjóst ég alls ekki við þessu,“ sagði Baldvin. Landspítalanum í Fossvogi og heimsóttu fé- laga sinn, Baldvin Jónsson, en hann slasaðist alvarlega í mótorhjólaslysi 4. maí sl. Baldvin er mjaðmagrindarbrotinn og ökklabrotinn og hefur verið rúmliggjandi í rúman mánuð. Fagnaðarfundirnir fóru fram utan dyra og Morgunblaðið/Sverrir „Lífið og liðnir atburðir“  Leiðari á miðopnu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.