Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Kári Jónsson Guðmundur Sæmundsson sýnir Gunn- laugi Ástgeirssyni og Þrúði Haralds- dóttur bókina Heimskringlu. Laugarvatn | Stofa íslenskra fræða var formlega opnuð við Menntaskólann á Laugarvatni, í tilefni af útskrift frá skól- anum. Hún var sett á laggarnir á grund- velli gjafar sem skólanum barst frá afmæl- isárgöngum við skólann vorið 2003. Stofan er einkum tileinkuð íslensku- fræðingunum Ólafi Briem, Haraldi Matt- híassyni, Jóhanni S. Hannessyni og Kristni Kristmundssyni sem allir hafa starfað við skólann. Stofan er nú til húsa í herbergjum númer 114 og 116 á „gömlu vistinni“ en til stendur að flytja þangað ýmsar þeirra ger- sema sem eru á bókasafninu í Héraðs- skólahúsinu. Guðmundur Sæmundsson er forstöðumaður stofunnar. Skólanum bárust veglegar peningagjafir frá júbilöntum til Stofu íslenskra fræða. Einn fyrrverandi nemandi, Grétar Ólafs- son, stúdent 1959, gaf skólanum síðan pen- ingagjöf sem verður stofnframlag í sjóð til styrktar efnilegum nemendum sem braut- skrást frá skólanum. Stofa ís- lenskra fræða opnuð í ML              Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Eyjamenn á menningarnótt | Bæjarráð Vestmannaeyja hefur ákveðið að þiggja með þökkum rausnarlegt boð borgarstjórans í Reykjavík um að Vestmannaeyingar taki þátt í menningarnótt í Reykjavík og annist dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. ágúst næstkomandi. Bæjarráð fól bæjarstjóra í samráði við framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs og markaðsfulltrúa Nýsköp- unarstofu að annast undirbúning málsins.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Krefjast rannsóknar | Sveitarstjórn Raufarhafnarhrepps lýsir í samþykkt yfir hneykslan sinni á því að teikningar á fram- kvæmdum við Heilsu- gæslustöð Raufarhafnar skuli enn ekki vera til- búnar til útboðs. Vísað er til þess að á fundi stjórn- enda Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga, verk- taka og sveitarstjórnar Raufarhafnarhrepps hafi verktaki fullyrt að allri vinnu vegna útboðsgagna yrði lok- ið 27. apríl. Þau gögn séu enn ekki tilbúin. Sveitarstjórn lýsir fullri ábyrgð á mál- inu á hendur stjórnendum Heilbrigð- isstofnunar Þingeyinga og sér ekki annað fært en að fara fram á opinbera rannsókn á málinu, segir í samþykkt sveitarstjórnar. Sveitarstjóra var falið að fara fram á rannsóknina.    Vegur um Svínadal | Byggðaráð Dala- byggðar hefur samþykkt að skora á sam- göngunefnd Alþingis að flýta framkvæmdum við veg með bundnu slitlagi um Svínadal. Séð verði til þess við endurskoðun vegaáætlunar að vegurinn verði kominn með bundið slitlag haustið 2005. Einn- ig skorar byggðaráðið á samgöngunefnd Alþingis að taka veg um Arnkötludal og Gautsdal, yfir í Reykhóla- sveit, inn á vegáætlun. Flugið með ólympíu-eldinn um heim-inn gengur sam- kvæmt áætlun að sögn Arngríms Jóhannssonar, flugstjóra og eins eiganda flugfélagsins Atlanta, sem er einn áhafnarmeðlima. Tvær þotur Atlanta af B747 gerð fljúga með eld- inn um heiminn. Ferðin hófst í byrjun mánaðar í Aþenu. Þaðan var haldið til Ástralíu, síðan Japans, Kóreu og Kína. Eftir viðkomu á Indlandi liggur leiðin til Egyptalands, Suður- Afríku og síðan Suður- Ameríku og komið verður við víða í Norður- Ameríku. Þá verður hald- ið til Evrópu. Þrjár áhafnir Atlanta er í förinni, alls um 60 manns, og segir Arn- grímur að allt hafi gengið vel. Ferðinni á að ljúka 10. júlí. Ólympíu- eldurinn Hvolsvöllur | Grunnskóla Austur-Landeyja var slitið í síðasta sinn með mikilli viðhöfn á dögunum. Skólinn verður nú lagður niður og nemendur hans, 19 talsins, munu stunda nám í Hvolsskóla á Hvolsvelli næsta vetur. Athöfnin hófst með messu í Krosskirkju sem séra Hall- dór Gunnarsson leiddi, en gamlir og núverandi nem- endur skólans sáu að öllu leyti um messuhaldið. Þá var farið í Gunnarshólma þar sem skólinn hefur verið til húsa. Formaður skólanefndar flutti ávarp, gamlir nem- endur rifjuðu upp sögu skólans og nemendur sungu sumarlög og sýndur var afraksturinn af starfi vetrarins. Skólastjóri útskrifaði nemendur og afhenti hverjum og einum þeirra blóm í tilefni dagsins. Á samkomuna voru mættir núverandi og fyrrverandi starfsmenn skólans auk foreldra, nemenda og annarra gesta. Ljósmynd/Halldóra Magnúsdóttir Skólaslit í síðasta sinn Friðrik Stein-grímsson fréttiþað norður í Mý- vatnssveit að Davíð Odds- son hefði sagt að stjórn- arandstaðan ætti við hegðunarvanda að stríða. Seint mun þeim leiðindum linna sem landsfeður þurfa að sinna. Það sem er verst og þreytir þá mest, er hegðunar vandamál hinna. Jón Ingvar Jónsson orti sumarljóð þegar hann kom úr Landmannalaug- um: Fyllast lífi holt og hólar, hlýir vindar strjúka kinn, undir glöðum geislum sólar gljáir litli jeppinn minn. Efalaust eru ýmsir farnir að leggja drög að æv- intýrum helgarinnar. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi orti til ölkærs vinar: Hættu að bragða brennivín, breyttu öðruvísi. Biddu Guð að gæta þín og gefa þér þorskalýsi. Hegðunarvandi pebl@mbl.is Grímsey | Einn af vaxtar- broddum í atvinnulífi Gríms- eyjar er ný útgerð. Hjónin Magnús Þór Bjarnason og Anna María Sigvaldadóttir stofnuðu nýlega Stertuna. Báturinn sem er Sómi 800, fékk nafnið Sædís EA 54. Sæ- dís er kvótabátur keyptur af SM kvótaþingi og kvótinn leigður af sama fyrirtæki. Magnús Þór hefur verið sjó- maður í nokkur ár en draum- urinn um að verða eigin herra sem hefur alltaf blundað með honum er nú orðinn að veru- leika með Sædísi. Magnús er farinn að róa en segir veiði á handfærafiski enn sem komið er dræma. Anna María hugsar sér að stokka upp línuna hjá bónda sínum í framtíðinni og eins segist hún munu sækja sjóinn með honum þegar færi gefst. Á myndinni sjást hjónin Magnús Þór Bjarnason og Anna María Sigvaldadóttir á nýja bátinum, Sædísi EA 54, í Grímseyjarhöfn. Morgunblaðið/Helga Mattína Eigin herra á nýjum bát Draumur Siglufjörður | Síldarminjasafnið í Siglu- firði hefur fengið bátahús til umráða. Þar eru til húsa gamlir síldarbátar og endur- gerð höfn og bryggjuhús. Húsið var afhent nýlega og var það fyrsti liður í 100 ára af- mælisfagnaði síldarævintýrisins á Íslandi. Smíði bátahússins hófst í ágúst á liðnu ári og annaðist það byggingafélagið Berg ehf. Húsið stendur nyrst á lóð Síldarminja- safnsins og er rúmir þrjú þúsund fermetr- ar að gólffleti. Síldarminjasafn- ið fær bátahús ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.