Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ásgeir Jónssonvar fæddur á Ísa- firði 21. apríl 1919. Hann lést á heimili sínu í Efstasundi 92 í Reykjavík 29. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Margrét María Pálsdóttir, f. á Eyri í Reykjafjarðar- hreppi í N-Ísafjarð- arsýslu 16. septem- ber 1884, d. 6. apríl 1922, og Jón Finn- bogi Bjarnason, f. í Ármúla í Nauteyrar- hreppi í N-Ísafjarð- arsýslu 28. febrúar 1886, d. 9. júní 1952. Alsystkin Ásgeirs eru : Páll. f. 1909, d. 1927, Ragnhildur Ingi- björg Ásgeirsdóttir, f. 1910, d. 1981, Bjarni, f. 1911, d. 1987, og Magnús, f. 1916. Hálfsystkin sam- feðra: Ármann, f. 1928, og Guðrún Kolbrún, f. 1929. Ásgeir kvæntist 1946 Huldu Sigríði Guðmundsdóttur, f. 2. september 1920, hjúkrunarkonu og húsmóður. Börn þeirra eru Guðmundur Páll, f. 21. júní 1947, námsstjóri og Margrét, f. 27. nóv- ember 1949, þroskaþjálfi. Börn Guðmundar Páls og fyrri konu hans Halldóru Magnúsdóttur, f. 17. júlí 1948, skólastjóra, eru Magnús Jóhann, f. 20. mars 1969, kerfisfræðingur í Gautaborg, í sambúð með Charlotte Johansson, f. 1. mars 1965, ljósmóður og eru dætur þeirra Nóra Melkorka, f. 22. janúar 1999, og Malva Rósa, f. 12. júlí 2003; og Hulda Ásgerður, f. 20. ágúst 1972, gjörgæsluhjúkr- unarfræðingur í Charlottesville í Virginíu, gift Bo Johan Ivarsson, f. 21. maí 1971, vélaverkfræðingi og eiga þau dótturina Emilý Auði, f. 30. janúar 2004. Barn Guðmund- ar Páls og eiginkonu hans Önnu Sjafnar Sigurðardóttur, f. 16. jan- úar 1952, framhalds- skólakennara, er Guðný Guðmunds- dóttir, f. 2. júlí 1980, háskólanemi. Börn Margrétar og Magn- úsar Helgasonar, f. 9.apríl 1952, Wal- dorf kennara, fyrr- um sambýlismanns hennar, eru Ásgeir Ingi, f. 5. október 1973, borgarstarfs- maður, og Jóhann Ágúst, f. 31. maí 1979, verslunarmað- ur. Barn Ásgeirs Inga og Sigríðar Sigurðardóttur, f. 30. nóvember 1973, kennara, fyrrum sambýliskonu hans, er Sigurður Páll, f. 6. maí 1996. Barn Ásgeirs Inga og eiginkonu hans Sólveigar Maríu Magnúsdóttir, f. 5. mars 1982, húsmóður, er Magn- ús Ingi, f. 11. ágúst 2002. Ásgeir ólst upp frá þriggja ára aldri hjá fósturmóður sinni Jónu Ingibjörgu Jónsdóttir, f. 1892, d. 1968, á Hanhóli og síðan á Hóli í Bolungarvík. Ásgeir stundaði sjó- mennsku frá unglingsárum og allt til 1946 að undanskildum þeim vetrum er hann var í skóla. Hann lauk námi frá Alþýðuskólanum á Núpi við Dýrafjörð vorið 1938 og frá Verslunarskóla Íslands vorið 1943. Ásgeir hóf störf hjá Skatt- stofunni í Reykjavík árið 1946 og starfaði þar allt þar til hann fór á eftirlaun, að undanskildum þrem- ur árum er hann vann hjá Ríkis- skattanefnd. Ásgeir gegndi marg- víslegum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum á Skattstof- unni í Reykjavík og var þar skrif- stofustjóri og varaskattsjóri síð- ustu starfsár sín. Útför Ásgeirs verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ásgeir Jónsson, tengdafaðir minn, var slíkur mannkostamaður að af bar. Hann var góður eig- inmaður, faðir og afi, mátti ekkert aumt sjá, var traustur, orðvar og nærfærinn en ekki síður var hann skemmtilegur og glæsilegur maður. Þegar ég minnist síðustu heim- sókna minna á heimili þeirra Huldu núna í vor koma fyrst í hugann ljós- lifandi frásagnir hans af liðinni tíð, atvinnuháttum og samskiptum hans við annað fólk. Hann naut þess að segja frá og mundi atburðarás og samtöl svo nákvæmlega að hann virtist endurupplifa hið liðna í frá- sögn sinni sem var ævinlega á mjög kjarnyrtu og fallegu máli. Hann vandaði orðaval án fyrirhafnar og var næmur fyrir stemmningu í frá- sagnarlistinni. Í lýsingu á heima- högunum í Bolungarvík rifjaði hann upp æsku sína og lýsti atvikum og mannfólki þannig að aldrei var á nokkurn mann hallað og jafnan staldrað við hið jákvæða eða spaugilega. Hann minntist fóstru sinnar gjarnan með þakklæti sem og dvalarinnar á Hanhóli og Hóli. Kankvís var hann jafnan þegar hann hnykkti í mig með olnbog- anum meðan hann rifjaði upp lífið á síldinni á Siglufirði forðum og kryddaði frásögnina með því að syngja hendingar úr slögurum þess tíma. Svo söngvinn og lagvís var hann að unun var á að hlýða og kom hann jafnan nærstöddum í gott skap er hann tók lagið og sló taktinn með tilþrifum. Það var mér sífelld ánægja að heyra þennan dagfarsprúða mann syngja svo inni- lega og af mikilli list því að hann hafði sérstaklega næman takt í tón- listinni. Hann kunni þá list að skemmta fólki og sjálfum sér um leið. Ásgeir fann sjálfur að stunda- glasið var að tæmast, þótti þetta nú bara orðið harla gott. Þótt kallið hafi vissulega komið skyndilega var Ásgeir tilbúinn að fara, sáttur við Guð og menn, búinn að lifa í ham- ingjusömu hjónabandi hátt á sjötta áratug og eignast börn, barnabörn og barnabarnabörn og eiga farsæla starfsævi. Sögurnar hans munu lifa með okkur og söngur hans óma í hjörtunum. Ég kveð tengdaföður minn með virðingu og þakklæti. Anna Sjöfn Sigurðardóttir. Þegar mér barst andlátsfrétt Ás- geirs bróður míns hvarflaði hugur minn 82 ár aftur í tímann. Móðir okkar dó í sama mánuði og hann varð þriggja ára. Heimilið leystist upp, faðir okkar hafði elsta soninn hjá sér, en við yngri bræðurnir þrír fórum hver á sinn staðinn. Þótt ég harmaði að skilja við eldri bræður mína þá saknaði ég mest að skilja við litla bróður minn. Leiðir okkar lágu ekki saman aft- ur fyrr en við vorum uppkomnir og þá í Reykjavík þar sem við vorum báðir við þröngan efnahag að berj- ast við að afla okkur menntunar. Á kreppuárunum bjó mikill hluti þjóð- arinnar við sára fátækt. Fjárskort- ur var því ekki sérfyrirbrigði fyrir okkur. Á þessum tíma voru þau mörg ungmennin sem þráðu að komast í skóla en áttu þess engan kost sökum fátæktar. Allt frá fermingaraldri kynntist Ásgeir sjósókn frá Bolungarvík. Hann sýndi fljótt að hann var harð- duglegur sjómaður og átti þess vegna kost á skipsrúmi hjá aflasæl- um formönnum. Þetta bjargaði því að hann gat kostað sig á Núps- skóla. Þegar til Reykjavíkur kom var uppihaldskostnaður og skóla- kostnaður við Verslunarskólann mun meiri en verið hafði á Núpi. Þótt Ásgeir væri um sumarið á aflasælu síldveiðiskipi þá var erfitt að ná saman endum yfir veturinn. Seinni heimsstyrjöld skall á og ís- lensk skip sigldu með fisk til Bret- lands. Áhætta í þessum siglingum var mikil. Íslenskir sjómenn sem önnuðust þessa flutninga fengu greidda sérstaka áhættuþóknun vegna þessarar miklu áhættu. Ás- geir réð sig yfir sumarið sem kynd- ara á skip sem sigldi til Bretlands þrátt fyrir þá miklu áhættu sem um var að ræða. Fyrir lausamann eins og Ásgeir sem réð sig einungis til sjómannsstarfa yfir sumartímann var hægt að fá þetta starf en engin önnur jafn vel launuð störf stóðu til boða. Á þessum tíma voru gufu- vélar í öllum stærri skipum og kol orkugjafinn. Vinnan var erfið og ljóst að kæmi til þess að skotið yrði á skipið eða sjóslys yrði þá var staða þeirra sem unnu neðst í skip- inu eins og Ásgeir við að moka kol- um langhættulegust. Auk þess var starfið erfitt og unnið í mikilli hita- svækju og lofti menguðu kola- og öskuryki. Ásgeir skeytti ekki um þetta því hann ætlaði sér að klára námið og sá ekki annan kost til að geta gert það. Hætta og erfiðleikar urðu því að víkja til að settu marki yrði náð. Fjárhagsvandinn var leystur og Ásgeir lauk námi frá Verslunarskólanum. Aldrei varð ég var við nokkurn ótta eða kvíða hjá Ásgeiri þegar hann var að fara í þessar siglingar. Ég held að ég hafi verið miklu hræddari um hann heldur en hann um sig. Frá holl- ustusjónarmiði var það ekki góð samsetning að sitja á skólabekk all- an veturinn og vera svo innilokaður í kyndarastarfi allt sumarið og ég held að Ásgeir hafi aldrei beðið þess bætur heilsufarslega. Góð einkunn frá Verslunarskól- anum skapaði möguleika til að fá góða vinnu. Ásgeir var ráðinn til stafa hjá skattstjóranum í Reykja- vík. Hann vann þar allan sinn starfstíma og var skrifstofustjóri og varaskattstjóri í Reykjavík. Hann var vel látinn af samstarfsmönnum sínum og þeim sem þurftu að leita til hans. Frá samstarfsmönnum hans heyrði ég að allir hefðu getað treyst því að Ásgeir væri sanngjarn og réttsýnn. Ásgeir var glaðlyndur í vinahópi og vakti oft hlátur með hnyttnum tilsvörum. Þótt hann sem ungur maður hefði ekki áhyggjur af morgundeginum þá hafði hann mjög ríka ábyrgðartilfinningu. Allt sem hann tók að sér varð að vera í fullkomnu lagi frá hans hendi. Mér er minnisstæður atburður sem sýn- ir þennan eiginleika Ásgeirs. Við vorum saman nokkrir félagar og þó að Ásgeir væri aldrei neinn vínmað- ur þá tók hann stundum glas í góðra vina hópi en í þetta sinn var það af og frá að hann smakkaði áfengi. Á heimleiðinni spurði ég hann hvort hann væri genginn í al- gert bindindi og hann svaraði því til að áfengi mundi hann ekki snerta framar þar sem hann væri að festa sér konu og vildi ekki að börnin hans sæju föður sinn ölvaðan. Það var mikil gæfa Ásgeirs bróð- ur míns að ná að festa sér jafngóða konu og eiginkonu sína Huldu Guð- mundsdóttur sem var hans mikla gæfa í lífinu. Hjónaband þeirra var einstaklega farsælt og mikil ein- drægni þeirra á milli. Þau eign- uðust tvö indæl börn sem nutu þess að vaxa upp á kærleiksríku heimili. Missir okkar samferðamanna Ás- geirs er mikill en mestur eftirlif- andi eiginkonu og barna sem ég sendi hugheilar samúðarkveðjur. Ég sakna bróður míns en þakka forsjóninni fyrir að hafa notið þess að eiga jafn góðan bróður og vin og Ásgeir. Magnús Jónsson. Ásgeir mágur minn var tæpra fjögurra ára þegar hann missti móður sína og faðir hans varð að leita að fóstri fyrir drengina sína. Páll, elsti bróðirinn, og Ásgeir, sem var yngstur, fengu fóstur að Han- hóli í Bolungarvík, hjá Guðmundi Jónssyni og Jónu Ingibjörgu Jóns- dóttur. Þau höfðu þá skömmu fyrr misst dreng sem var á sama aldri og Ásgeir. Jóna Ingibjörg tók Ás- geiri sem syni sínum og setti í svefnstað hans og þannig kom hún alltaf fram við hann. Ásgeiri þótti ákaflega vænt um fóstru sína og hann minntist hennar oft og með miklum hlýhug. Ásgeir var í hópi þeirra sem upp- lifðu hina miklu menningar- og at- vinnubyltingu fyrstu áratuga síð- ustu aldar, þar sem „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stæltu kjark“. Hann sagði margar sögur af lífi sínu á Hanhóli. Heim- ilið var heimur út af fyrir sig, rík- mannlegt og sjálfu sér nógt um flesta hluti, því fólkið kunni þá list að lifa af landinu. Ásgeir lýsti veiði- mennsku Guðmundar fóstra síns, hvernig hann gekk til rjúpna og kom eins og hvítabjörn af fjalli með rjúpurnar hangandi í bak og fyrir. Fóstri hans kappkostaði að veiða rjúpurnar með snöru, þær gáfu mun hærra verð en þær sem skotn- ar voru. Silungsveiði var stunduð í Hólsá með fyrirdrætti. Vinnumenn- irnir stóðu í teininum, tíndu silung- inn úr möskvunum og köstuðu til kvenna og barna sem stóðu á bakk- anum. Ásgeir lýsti því hvernig hann veiddi silung með berum höndum í lækjarsitrum. Hann hafði alla tíð mikið yndi af silungsveiði þó hann stundaði hana af hófsemi eins og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ásgeir lýsti svo vondu vetrar- veðri að rúður í baðstofuglugganum brotnuðu og fóstra hans greip næstu sæng, tróð í gluggann og hélt við. Guðmundur hafði farið til gegninga og veðurofsinn var svo mikill að hann gat ekki hreyft sig úr fjárhúsinu fyrr en fór að lægja og var þá enn svo hvasst að hann skreið til bæjarins. Þótt allir yrðu að leggja hönd á plóginn við bústörfin gafst börn- unum stundum tími til leikja. Ás- geir átti magasleða. Gekk hann gjarnan upp í hlíðina og renndi sér út á ísilagt vatnið. Öllum leikjum fylgir einhver áhætta. Eitt sinn lenti hann ofan í vök. Hann komst ekki upp á skörina en rann sífellt aftur ofan í vökina þar til honum tókst að koma sleðanum undir sig og náði nægri mótstöðu til að spyrna sér upp á skörina. Í annað sinn var hann að renna sér á vatn- inu og gerði sér eins konar segl úr úlpunni sinni. Vindurinn tók af hon- um öll ráð og hann rann stjórnlaust í átt að vök. Eldri strákar, sem voru þarna að leik, sáu hvað verða vildi og hlupu í veg fyrir hann í tæka tíð. Ásgeir var fremur grannvaxinn og ekki sterklegur en hlaðinn ein- urð og úthaldi. Eitt sinn fór hann um hávetur við þriðja mann til að bjarga reka í Skálavík. Á heimleið- inni lentu þeir í mikilli snjókomu og þungri færð. Voru þeir við það að örmagnast og höfðu allir lagst fyrir í snjóinn. Ásgeir fann svefninn sækja á sig og gerði sér grein fyrir því að þeir myndu allir deyja þarna. Ákvað hann þá að reyna frekar að skreiðast áfram en verða úti þarna í hlíðinni. Tókst honum að fá einn með sér en hinir tveir lágu eftir og sinntu engum fortölum. Ásgeir og félagi hans komust áfram við illan leik og börðu örþreyttir dyra á næsta bæ. Var þá strax gerð leit að hinum tveim. Þeir fundust ekki því að þeir höfðu haft sig af stað þegar Ásgeir og félagi hans voru farnir en komu ekki við á bænum heldur héldu áfram til Bolungarvíkur. Mikil dalverpi og grösugar skálar eru upp af Hanhólsbænum. Þar sat Ásgeir yfir ánum. Hann lýsti oft unaðinum við að vera úti í sum- arnóttinni en jafnframt óttanum við að missa frá sér ærnar. Þrátt fyrir þessar unaðsstundir voru bústörfin ekki heillandi sem framtíðarverkefni. Ásgeir horfði löngunaraugum til sjómennskunn- ar. Ellefu ára gamall fékk hann lán- aða skektu hjá vini föður síns og fiskaði fullan hjallinn hennar fóstru sinnar. Vorið, sem hann átti að fermast, komst hann í skipsrúm sem hálfdrættingur og vann þannig fyrir fermingarfötunum Þegar hér var komið sögu var Jón, faðir Ásgeirs, sestur að í Vest- mannaeyjum og fékk hann pláss fyrir Ásgeir á síldarbáti hjá Sig- hvati Bjarnasyni, vini sínum og aflakóngi. Jón lýsti piltinum sem háum, sterkum og duglegum. Bát- urinn kom svo við í Bolungarvík á leið sinni norður fyrir land og Ás- geir fór þar um borð. Seinna sagði Sighvatur Ásgeiri að hann hefði verið kominn á fremsta hlunn með að senda hann aftur í land, því að hann hefði virst svo pasturslítill. „En nú ert þú einn af mínum bestu mönnum,“ bætti hann svo við. Ás- geir var á síld með Sighvati margar vertíðir og það gerði honum kleift að fara á alþýðuskólann að Núpi við Dýrafjörð. Frá Núpi lá leið Ásgeirs til Reykjavíkur þar sem Ragnhild- ur systir hans útvegaði honum lyf- tuvarðarstarf í Landsímahúsinu. Hann hafði mjög gaman af þeim starfa. Þar fóru allir þekktustu ein- staklingar landsins um þegar þeir þurftu að koma fram í útvarpi. Vil- hjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri Verslunarskólans, var einn þeirra. Þetta leiddi til þess að Ásgeir sækir um skólavist í þeim skóla og gengst undir inntökupróf. Eftir prófið spyr Ásgeir Vilhjálm hvort hann hafi staðist það og Vilhjálmur svarar því til að það hljóti að vera. Fer Ásgeir svo á skrifstofu skólans til að greiða skólagjaldið en þá kemur í ljós að nafn hans er ekki á listanum yfir þá sem stóðust prófið. Ásgeir segir skrifstofumanninum að það hljóti að vera einhver misskilningur því að Vilhjálmur hafi sagt sér að hann hafi staðist prófið og reiðir fram féð. Hinn tekur við fénu en segir það vera á Ásgeirs ábyrgð ef annað eigi eftir að koma í ljós. Þarna tefldi Ásgeir djarft en skák- ina vann hann því hann komst inn í skólann og engin athugasemd var gerð við veru hans þar enda stóð hann sig með ágætum. Lýsir þetta annars vegar dirfsku Ásgeirs og hins vegar mannþekkingu og mann- gæsku Vilhjálms. Heimsstyrjöldin var skollin á. Ásgeir þurfti að afla meiri tekna en lyftuvarðarstarfið gaf til að greiða fyrir skólavist sína og uppihald. Hann fór í Bretavinnuna en sá fram á að þær tekjur sem þar var að hafa myndu ekki hrökkva til. Hann leitaði því aftur á sjóinn og fékk starf sem kyndari á togurum. Ás- geir sigldi öll stríðsárin. Hann gerði það upp við sig að þó starfið væri hættulegt þá ætti hann val milli þess að „sigla“ og geta kostað sig á skóla eða vinna í landi og geta ekki menntað sig. Seinni kosturinn fannst honum ófær. Hann valdi því fyrri kostinn og sagðist aldrei hafa fundið til ótta við dauðann og alltaf verið reiðubúinn að taka honum. Að námi loknu hóf Ásgeir störf hjá Skattstofunni í Reykjavík árið 1946. Þar starfaði hann alla tíð, að undanskildum þremur árum er hann vann hjá ríkisskattanefnd. Ás- geir naut strax mikils trausts sam- starfsmanna og yfirboðara og gegndi margvíslegum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum á Skattstofunni og var þar skrifstofustjóri og vara- skattstjóri síðustu árin. Þegar Ásgeir var að ljúka námi sínu kynntist hann Huldu systur minni. Þau kynni leiddu til eins far- sælasta hjónabands sem ég þekki til. Eftir áralöng kynni er mér fyrir löngu ljóst að Ásgeir var einstakur maður og að það var jafnræði með þeim hjónum. Þegar fjölskyldan fluttist úr Viðey árið 1941 settist hún að á Vegamótum á Seltjarn- arnesi og bjó þar þegar Ásgeir bættist í hópinn. Fljótlega keypti Ásgeir eitt sænsku húsanna sem verið var að reisa við Nesveg og þangað flutti öll fjölskyldan. Þar kom frumburður Ásgeirs og Huldu, Guðmundur Páll, í heiminn. Síðan keypti Ásgeir íbúð við Efstasund og þangað fylgdi móðir okkar ásamt okkur Guðmundi bróður mínum. Í Efstasundinu eignuðust Ásgeir og Hulda seinna barn sitt, Margréti. Í Efstasundinu hófum við Þóra búskap okkar og þangað bár- um við inn Þorgeir, okkar fyrsta barn. Þegar ég hugsa til þess mæta manns sem kvaddur er í dag og lít yfir liðin ár fyllist ég þakklæti fyrir þær góðu minningar sem að mér streyma. Minningin um Ásgeir hlýtur alls staðar að vekja slíkan hlýhug. Að leiðarlokum votta ég systur minni, börnum hennar, tengdabörnum og barnabörnum samúð fjölskyldu okkar hjónanna og bið þeim allrar blessunar. Örlygur Hálfdanarson. ÁSGEIR JÓNSSON  Fleiri minningargreinar um Ásgeir Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.