Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 9 FEÐGARNIR Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason afhentu veglega bókagjöf til þriggja at- hvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða í gærdag. Gestir og starfsfólk athvarfanna Vinjar, Dvalar og Lækjar munu njóta þeirra ríflega 800 bóka sem af- hentar voru í Bókavörðunni, Klapparstíg 25–27. Auk þessara þriggja athvarfa á höfuðborgarsvæðinu rekur Rauði kross Íslands Laut á Akureyri. Í athvörfunum stendur gestum ým- islegt til boða, til dæmis íþróttir, myndlist og tónlist. Einnig er tefld skák og farið í ferðalög. Nú geta gestir sömuleiðis gluggað í mun fleiri bækur en hingað til hafa verið tiltækar. Bókavarð- an gaf bókagjöf Morgunblaðið/Eggert Ari Gísli Bragason ásamt þeim Guðbjörgu Sveinsdóttur, Þórdísi Guðjóns- dóttur og Sólrúnu Ingibergsdóttur frá Rauða krossi Íslands. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, var fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar á alþjóðlegri ráðstefnu í Bonn um endurnýjanlegar orkulindir, sem haldin var á dögunum. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg haustið 2002, en þar kom fram brýn nauðsyn þess að auka hlut endurnýjanlegra orkulinda heims. Ráðstefnuna í Bonn sóttu fulltrúar um 150 þjóða og voru þátttakendur alls um 2000. Valgerður flutti ávarp á ráð- stefnunni þar sem hún vakti at- hygli á sérstöðu Íslands í orku- málum, meðal þjóða heims, hvað varðar hlutfall endurnýjanlegra orkulinda. Þá ræddi hún um mik- ilvægi jarðhitans sem endurnýjan- legrar orkulindar. Taldi hún mik- ilvægt að þróunaraðstoð Íslands beindist í auknum mæli að því að styrkja jarðhitaverkefni í fátækum ríkjum, sem ættu kost á að nýta jarðhita. Greindi hún frá því að ríkisstjórnin hefði þegar samþykkt að fela jarðhitaskóla SÞ að efna til námskeiða í Austur-Afríku fyrir jarðhitasérfræðinga í þessum ríkj- um. Valgerður sagði einnig að rík- isstjórn Íslands hefði ákveðið að á árunum 2008–2009 verði þróunar- aðstoð orðin þreföld að nafnverði á við það sem hún er í dag. Alþjóðleg ráð- stefna í Bonn um endurnýj- anlega orku mbl.is VIÐSKIPTI Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Síðbuxur, kvartbuxur og stuttbuxur Sumarbolir í úrvali Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 30% afsláttur af völdum peysum föstudag og laugardag Sumarjakkar áður kr. 5.990 nú kr. 3.990 Kvartbuxur kr. 2.990 Stærðir s-xxxl Laugavegi 54, sími 552 5201 17. JÚNÍ-TILBOÐ Í FLASH Silkifatnaður Laugavegi 84, sími 551 0756 Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir tillögum að námsefni til kennslu í neytendafræðslu í grunn- eða framhaldsskólum. Námsefnið á að henta til kennslu á öllum Norðurlöndunum og samsvara að lágmarki um 30 kennslustundum; kennsluáætlun þarf að fylgja með tillögu. Allir Norðurlandabúar geta tekið þátt í samkeppninni, einstaklingar, hópar, stofnanir, samtök, félög, útgáfufyrirtæki o.fl. Verðlaunafé nemur 100.000 dönskum krónum og fer verðlaunaafhending fram þegar þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík í október 2005. Forsendur  Námsefnið á að falla að einhverju þeirra markmiða sem lýst er í riti um neytendafræðslu, TemaNord 2000:595. Sjá http://vefir.khi.is/ney.  Æskilegt er að námsefnið veki athygli á stöðu Norðurlanda og styrk þeirra.  Tillögur geta verið á ýmsu formi eftir eðli verkefnisins, en ætlast er til að þær séu á íslensku og dómnefnd sér um að þýða þá tillögu sem tilnefnd verður af hálfu Íslands. Ein tillaga tilnefnd  Dómnefnd í viðkomandi landi velur eina tillögu sem tilnefnd er af hálfu þess lands.  Samnorræn dómnefnd metur tillögur allra landa og velur eina til verðlauna. Skilafrestur Tillögum ber að skila í síðasta lagi 31. desember 2004, merktum: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Norræn samkeppni - neytendafræðsla Arnarhváli, 150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef samkeppninnar, http://vefir.khi.is/ney og hjá Þorláki H. Helgasyni, oddvita samkeppninnar, thorlakur@khi.is. Norræn samkeppni Námsefni í neytendafræðslu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Ný sending af innkaupatöskum á hjólum Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814, 551 7719. 10% staðgreiðslu- afsláttur fyrir eldri borgara kr. 5.900 kr. 6.200 kr. 6.600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.