Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 9

Morgunblaðið - 11.06.2004, Síða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 9 FEÐGARNIR Bragi Kristjónsson og Ari Gísli Bragason afhentu veglega bókagjöf til þriggja at- hvarfa Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða í gærdag. Gestir og starfsfólk athvarfanna Vinjar, Dvalar og Lækjar munu njóta þeirra ríflega 800 bóka sem af- hentar voru í Bókavörðunni, Klapparstíg 25–27. Auk þessara þriggja athvarfa á höfuðborgarsvæðinu rekur Rauði kross Íslands Laut á Akureyri. Í athvörfunum stendur gestum ým- islegt til boða, til dæmis íþróttir, myndlist og tónlist. Einnig er tefld skák og farið í ferðalög. Nú geta gestir sömuleiðis gluggað í mun fleiri bækur en hingað til hafa verið tiltækar. Bókavarð- an gaf bókagjöf Morgunblaðið/Eggert Ari Gísli Bragason ásamt þeim Guðbjörgu Sveinsdóttur, Þórdísi Guðjóns- dóttur og Sólrúnu Ingibergsdóttur frá Rauða krossi Íslands. VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, var fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar á alþjóðlegri ráðstefnu í Bonn um endurnýjanlegar orkulindir, sem haldin var á dögunum. Ráðstefnan var haldin í framhaldi af leiðtoga- fundi Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem haldinn var í Jóhannesarborg haustið 2002, en þar kom fram brýn nauðsyn þess að auka hlut endurnýjanlegra orkulinda heims. Ráðstefnuna í Bonn sóttu fulltrúar um 150 þjóða og voru þátttakendur alls um 2000. Valgerður flutti ávarp á ráð- stefnunni þar sem hún vakti at- hygli á sérstöðu Íslands í orku- málum, meðal þjóða heims, hvað varðar hlutfall endurnýjanlegra orkulinda. Þá ræddi hún um mik- ilvægi jarðhitans sem endurnýjan- legrar orkulindar. Taldi hún mik- ilvægt að þróunaraðstoð Íslands beindist í auknum mæli að því að styrkja jarðhitaverkefni í fátækum ríkjum, sem ættu kost á að nýta jarðhita. Greindi hún frá því að ríkisstjórnin hefði þegar samþykkt að fela jarðhitaskóla SÞ að efna til námskeiða í Austur-Afríku fyrir jarðhitasérfræðinga í þessum ríkj- um. Valgerður sagði einnig að rík- isstjórn Íslands hefði ákveðið að á árunum 2008–2009 verði þróunar- aðstoð orðin þreföld að nafnverði á við það sem hún er í dag. Alþjóðleg ráð- stefna í Bonn um endurnýj- anlega orku mbl.is VIÐSKIPTI Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Síðbuxur, kvartbuxur og stuttbuxur Sumarbolir í úrvali Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Bankastræti 14, sími 552 1555 30% afsláttur af völdum peysum föstudag og laugardag Sumarjakkar áður kr. 5.990 nú kr. 3.990 Kvartbuxur kr. 2.990 Stærðir s-xxxl Laugavegi 54, sími 552 5201 17. JÚNÍ-TILBOÐ Í FLASH Silkifatnaður Laugavegi 84, sími 551 0756 Norræna ráðherranefndin auglýsir eftir tillögum að námsefni til kennslu í neytendafræðslu í grunn- eða framhaldsskólum. Námsefnið á að henta til kennslu á öllum Norðurlöndunum og samsvara að lágmarki um 30 kennslustundum; kennsluáætlun þarf að fylgja með tillögu. Allir Norðurlandabúar geta tekið þátt í samkeppninni, einstaklingar, hópar, stofnanir, samtök, félög, útgáfufyrirtæki o.fl. Verðlaunafé nemur 100.000 dönskum krónum og fer verðlaunaafhending fram þegar þing Norðurlandaráðs verður haldið í Reykjavík í október 2005. Forsendur  Námsefnið á að falla að einhverju þeirra markmiða sem lýst er í riti um neytendafræðslu, TemaNord 2000:595. Sjá http://vefir.khi.is/ney.  Æskilegt er að námsefnið veki athygli á stöðu Norðurlanda og styrk þeirra.  Tillögur geta verið á ýmsu formi eftir eðli verkefnisins, en ætlast er til að þær séu á íslensku og dómnefnd sér um að þýða þá tillögu sem tilnefnd verður af hálfu Íslands. Ein tillaga tilnefnd  Dómnefnd í viðkomandi landi velur eina tillögu sem tilnefnd er af hálfu þess lands.  Samnorræn dómnefnd metur tillögur allra landa og velur eina til verðlauna. Skilafrestur Tillögum ber að skila í síðasta lagi 31. desember 2004, merktum: Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Norræn samkeppni - neytendafræðsla Arnarhváli, 150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar er að finna á vef samkeppninnar, http://vefir.khi.is/ney og hjá Þorláki H. Helgasyni, oddvita samkeppninnar, thorlakur@khi.is. Norræn samkeppni Námsefni í neytendafræðslu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Ný sending af innkaupatöskum á hjólum Stærsta töskuverslun landsins Skólavörðustíg 7, Rvík, sími 551 5814, 551 7719. 10% staðgreiðslu- afsláttur fyrir eldri borgara kr. 5.900 kr. 6.200 kr. 6.600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.