Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Grettir Smáfólk HVAÐ ER Í HÁDEGISMAT? KYNGDU MORGUN- MATNUM ÞÍNUM! ER ÞETTA ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÆTLAR AÐ GERA? JÁ! Á MEÐAN EKKERT ER TIL, ÞÁ ER ÞAÐ ÞAÐ SEM ÉG KEM TIL MEÐ AÐ GERA ÞETTA ER SVO ASNALEGT DAGATAL! ÉG SKIL EKKI EINU SINNI ÞAÐ SEM STENDUR Á ÞVÍ! HVER HEFUR HEYRT UM FEB EÐA JÚN EÐA MÁN EÐA FÖS EÐA EITTHVAÐ ÞVÍ LÍKT? ÞETTA ERU EKKI ORÐ! HVERNIG ER HÆGT AÐ LESA DAGATAL MEÐ ORÐUM SEM ERU EKKI TIL? GEYMD ÞÚ DAGATALIÐ OG SEGÐU MÉR HVENÆR JÓLIN KOMA... Svínið mitt © DARGAUD JÆJA, NÝJA BARNFÓSTRAN YKKAR ER KOMIN OG ÉG ER FARIN BLESS MAMMA SVO ÞIÐ ERUÐ BÖRNIN SEM ÉG Á AÐ PASSA OG ÞÚ ERT ADDA OG HANN HEITIR GULLI OG ÞETTA ER RÚNAR GROIN! ÉG HEITI SOLLA OG ÉG VONA AÐ ÞIÐ SÉUÐ ÞÆG JÁ EN VIÐ ERUM VEIK. RÚNAR OG GULLI ERU MEÐ KVEF OG ÉG LÍKA JEBB GROIN! SNÝTTU ÞÉR RÚNAR MINN! ÞETTA ER ÓGEÐSLEGT!! PPPVVVVVV!! GROIN VÁ! SJÁÐU ÞETTA! VÁ HVAÐ ÞETTA ER STÓRT! GEFÐU MÉR! NAMM NEI, EKKI!! AAAAAAA HJÁLP!! NAMM! HAHAHA! ÞAÐ TÓKST VEL AÐ SETJA OSTRUNA Í KLÚTINN ÞETTA VAR MJÖG FYNDIÐ EN OSTRUR ERU SAMT ÓGEÐSLEGAR!GROIN! OJ BARA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 7. júní sl. er grein eftir Magnús Jóhannsson lækni um breytingaskeið kvenna. Er þessi grein, eins og aðrar greinar Magn- úsar, fróðleg lesning. Í greininni ráð- leggur Magnús konum m.a. að nota bætiefni eins og kalk og D-vítamín. Önnur bætiefni sem algengt er að ráðleggja konum á breytingaskeiði afgreiðir Magnús þannig í grein sinni að lesandi gæti auðveldlega ályktað að þau séu gagnslaus. Þar sem fyr- irtæki geta hvorki fengið einkaleyfi fyrir jurtir né önnur bætiefni eru dýr- ar rannsóknir á virkni bætefna ekki jafnmargar og yfirgripsmiklar og rannsóknir lyfja. Engu að síður hafa verið gerðar ótal rannsóknir á fjölda bætiefna og þar á meðal soja-ísóflav- onum sem Magnús nefnir í grein sinni. Ísóflavon eru hluti af fjölbreyttri efnasamsetningu jurta. Þau soja-ís- óflavon sem hér um ræðir eru jurta- estrógen og geta þau haft svipuð áhrif í líkamanum og estrógen. Mest rann- sökuð þessara efna eru genistein og daidzein. Þó að ísóflavon séu ekki svo- kölluð lífsnauðsynleg næringarefni eins og t.d. vítamín, geta þau dregið úr hættu á alvarlegum sjúkdómum. Þar af leiðandi geta þau verið mik- ilvægur þáttur í viðhaldi góðrar heilsu. Allnokkrar rannsóknir hafa verið gerðar til að átta sig á hvort soja-ísoflavon hafa áhrif á þrautir sem fylgja breytingaskeiðinu og sumar þeirra tvíblindar. Rannsóknir benda sterklega til að soja ísóflavon gagnist gegn þrautum tengdum breytingaskeiði kvenna, þá einkanlega svitakófum. Fleiri rann- sóknir staðfestu þessar niðurstöður. Tvíblind rannsókn með þátttöku 104 kvenna leiddi í ljós að ísóflavon auð- ugt sojaprótín dró úr svitakófum og öðrum einkennum svo sem þurrum leggöngum. Nokkrar rannsóknir gefa einnig vísbendingar um að þau geti komið að gagni gegn beinþynningu og virðist þau fremur stuðla að uppbyggingu en fyrirbyggja niðurbrot. Nýlega birtust í ritinu „Obstetrics and Gynaecology“ niðurstöður japanskrar rannsóknar á 478 konum sem voru komnar yfir breytingaskeiðið. Þessi rannsókn sýndi að konur sem borðuðu mikið af sojaafurðum eins og tofu, sojamjólk og soðnum sojabaunum, höfðu greini- lega þéttari bein en þær sem notuðu lítið af þessum afurðum. Einnig höfðu þær færri einkenni tengdra þrauta eins og bakverki og liðverki. Í nýlegri tvíblindri rannsókn með 90 þátttak- endum á aldrinum 47–57 ára, sem stóð yfir í 1 ár, voru borin saman soja- ísóflavonið genistein, venjuleg horm- ónameðferð og lyfleysa. Leiddi þessi rannsókn í ljós að genistein jók bein- þéttni að sama marki og hormóna- meðferðin, en án aukaverkana. Eins og gengur með vísindarann- sóknir eru niðurstöður rannsókna ekki ávallt þær sömu og hafa einnig verið gerðar rannsóknir sem ekki sýna sama jákvæða árangur af þessu efni fyrir konur á breytingaskeiði. Hins vegar ber að hafa í huga að auk þessara rannsókna er löng reynsla fyrir ágæti bæði soja-ísóflavona sem og annarra bætiefna gegn þrautum breytingaskeiðsins. ÖRN SVAVARSSON, Heilsuhúsinu. Gagnast bætiefni við þrautum á breytingaskeiði? Frá Erni Svavarssyni: ENN er ekki hægt að láta umræðu um þjóðaratkvæðagreiðslu vera af- skiptalausa. Fáir eða engir hafa nefnt í allri þeirri umræðu, sem verið hefur um væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu, hvernig alþingismenn og forseti lýð- veldisins hafa fengið embætti sín. Þegar boðað er til þingkosninga er kosið eftir ákveðnu kerfi, sem búið hefur verið til í kringum kjördæmi og fjölda þingmanna. Kerfi þetta á fátt skylt með með þeirri þjóðarat- kvæðagreiðslu, sem sumir vilja boða til. Það er ljóst að atkvæðavægi til al- þingiskosninga er allt annað, en það myndi vera í almennri þjóðarat- kvæðagreiðslu. Með því að synja lögum staðfest- ingar og boða til þjóðaratkvæða- greiðslu er ljóst að forsetinn ætlar að setja margumrædd lög í allt annað lýðræðislegt umhverfi en gildir um alþingiskosningar. Ljóst mun af þessu, að meirihlutavilji getur þar af leiðandi orðið allt annar, en sá sem er á bak við lögin, sem alþingi sam- þykkti með sínum meirihluta. Af framangreindu má því ráða, að þeir, sem vilja þjóðaratkvæði eru að biðja um allt annað lýðræði, en það sem í gildi er. Fyrst ætti því að breyta þingkosningum í einn maður eitt at- kvæði, svo samræmi geti orðið milli kosninga sem þessara. Enn kemur því að þeirri spurningu, hvenær er lýðræði lýðræði og hvenær ekki ? Allar vangaveltur, þar sem rætt er um 75% þátttöku eða eitthvað annað eru svolítið undarlegar og virðast vera ætlaðar til að plástra þjóðarat- kvæðið. Þingmenn okkar eru auðvit- að vanir þessháttar umhverfi og ýmsum hugmyndum um það, sem þykir sanngjarnt lýðræði. ÁRNI ÞÓR HELGASON, arkitekt, Vesturbraut 9, 220 Hafnarfirði. Lýðræði og þjóðar- atkvæðagreiðsla Frá Árna Þór Helgasyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.