Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.06.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR stúlkur frá Suðureyri og kennari þeirra, sem skipa Blokk- flautukvartett Suðureyrar, voru valin ein af fimm bestu flytjend- unum á alþjóðlegri tónlistarhátíð sem helguð er tónlist fyrri alda í Malbork í Póllandi. Kvartettinn skipa þær Adda Bjarnadóttir, Anna Sigurðardóttir og Kristjana Margrét Gísladóttir auk stjórnand- ans Lechs Szyszko. Ellefu misstórir hópar frá ýms- um löndum tóku þátt í hátíðinni. Kvartettinn lék lög frá end- urreisnartímanum og barrokksvítu eftir Henry Purcell og hlaut myndbandsupptökuvél í verðlaun. Tilkynnt var um úrslitin á gala- tónleikum að viðstöddum um 500 manns m.a. fjölda áhrifa- og ráða- manna. Þar lék blokkflautukvart- ettinn aftur ásamt fleiri þátttak- endum. Kvartettinn hefur vakið áhuga fjölmiðla ytra og verið skrifað um hann í blöðum og einn- ig var tekið sjónvarpsviðtal við þau. Þá hefur kvartettinn leikið fyrir pólsk-íslenska vináttufélagið í Varsjá. „Þetta hefur verið alveg frá- bært og gengið rosalega vel. Við erum búnar að ferðast mikið og spila úti um allt. Okkur langar að fara aftur út á næsta ári og heim- sækja fleiri staði og spila,“ segir Kristjana. Unnu til verðlauna í Póllandi Ljósmynd/BB Adda, Anna og Kristjana ásamt kennara sínum, Leslaw Szyszko. en talið að um fitu eða annars konar lífrænan úrgang hafi verið að ræða. Tómas segir úrganginn hafa komið út úr skólprásum úr Hamra- og Hálsahverfi í Grafarvogi, sem ekki verða tengdar við skólpdælu- stöð fyrr en síðar á þessu ári. Hol- ALLSTÓR mengunarflekkur sást í Grafarvogi við Gullinbrú í gær. Að sögn Tómasar Gíslasonar, heilbrigð- isfulltrúa hjá Umhverfis- og heil- brigðisstofu Reykjavíkurborgar, er ekki vitað nákvæmlega hvað var á ferðinni, eða hvaðan mengunin kom, ræsadeild borgarinnar og starfs- menn Umhverfis- og heilbrigðisstofu fóru á vettvang í gær, opnuðu brunna og fóru í fyr- irtæki í kringum Hálsahverfið til að reyna að finna upptök mengunar- innar en án árangurs. Hvítan flekk lagði yfir Grafarvog við Gullinbrú í gær og vakti mikla athygli vegfarenda. Mengunarflekkur í Grafarvogi Morgunblaðið/Jim Smart HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi í gær 25 ára mann í 18 mánaða fangelsi fyrir fjölmarga þjófnaði og tilraunir til þjófnað- ar í fyrra og á þessu ári. M.a. var ákærði sakfelldur fyrir vopnað rán í 10–11 verslun í Arnar- bakka og hafa á brott með sér 28 þúsund krónur. Þá játaði hann innbrot í bíla en hann sagðist oft hafa stolið úr bílum til að fjár- magna fíkniefnaneyslu sína. Ákærði á að baki nokkurn sakaferil en frá árinu 1997 hefur hann hlotið dóma fyrir m.a. stór- fellda líkamsárás og fíkniefna- brot. Með brotum sínum nú rauf hann skilorð 10 mánaða fangels- isdómi frá í desember, þar af 7 á skilorði og var sá hluti dómsins dæmdur upp og ákærða gerð refsing í einu lagi. Tekið var tillit til játninga ákærða á mörgum brotanna og þess að hann hefði ekki valdið miklu fjárhagslegu tjóni með þeim. Guðjón St. Marteinsson hér- aðsdómari dæmdi málið. Verj- andi ákærða var Hilmar Ingi- mundarson hrl. og sækjandi Dagmar Arnardóttir, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík 18 mánaða fangelsi fyrir rán og þjófnaði DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra og Ástríður Thorarensen, eig- inkona hans, verða viðstödd útför Ronalds Reagans, fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, í Washington í dag, föstudaginn 11. júní. Í frétt frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hefur sent frú Nancy Reagan sam- úðarkveðju. Útförin fer fram í dómkirkjunni í Washington og margir af helstu þjóðhöfðingjum heims verða við- staddir útförina. Þar á meðal verð- ur George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna. Reagan verður jarðsettur í garði Reaganbókasafnsins í Simi-dal í Kaliforníu en hann var 93 ára þeg- ar hann dó. Forsætisráðherra verður við útför Reagans FJÓRIR aðilar hafa lýst áhuga á þátttöku í forvali vegna byggingar tónlistar- og ráðstefnuhúss á hafn- arbakkanum í Reykjavík, en umslög með nöfnum þeirra voru opnuð í gær. Þessir aðilar eru: Eignarhalds- félagið Fasteign hf.; Portus Group: Landsafl hf., Nýsir hf. og Íslenskir aðalverktakar; Multiplex Group og Poster Partners og Sparisjóðabanki Íslands, Festing ehf., Eykt ehf. og Höfðaborg ehf. Verkefnið snýst um hönnun svæð- isins og húsanna en í forvalsgögnum er ekki kveðið á um að útlitið skuli endilega vera í samræmi við verð- launatillögu hugmyndasamkeppni sem haldin var fyrir þremur árum. Rekstur húsanna verður í einka- framkvæmd en það verða ríkið og Reykjavíkurborg sem standa undir byggingarkostnaði. Fjórir vilja hanna tónlist- ar- og ráð- stefnuhús LÖGREGLAN í Kópavogi upplýsti fíkniefnamál á miðvikudagskvöld þegar karlmaður var handtekinn með talsvert magn af amfetamíni. Í framhaldinu var gerð húsleit heima hjá honum og fannst þá meira magn af fíkniefninu. Honum hefur verið sleppt úr haldi en málið verður rann- sakað áfram og sent ákæruvaldi til frekari meðferðar. Tekinn með amfetamín KOMIÐ hefur í ljós að svonefnd noro-veirusýking kom nýlega upp á Húsafelli í Borgarfirði en ekki er vit- að nánar um upptök sýkingarinnar. Noro-veiran er bráðsmitandi og smitast milli manna með saurmeng- uðum neysluvörum og vatni, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá sótt- varnalækni landlæknisembættisins og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Noro-veiran greindist í fólki sem hafði dvalið í Húsafelli. „Veiran veldur yfirleitt bráðum einkennum með kviðverkjum, upp- köstum, niðurgangi og hita. Ein- kennin koma yfirleitt fram um 1–2 sólarhringum eftir að einstaklingar smitast og vara þau yfirleitt í 1–2 sól- arhringa. Fullfrískt fólk nær sér yf- irleitt að fullu eftir veikindin en las- burða einstaklingar og einstaklingar með skert ónæmiskerfi geta verið lengur að ná sér,“ segir í yfirlýsing- unni. Mikilvægt er að einstaklingar sem sýkjast af veirunni hafi hægt um sig og drekki mikið af vatni eða öðr- um vökva þar til sýkingin hefur gengið yfir. Noro-veira hefur stungið sér niður víða um land á undanförnum árum, meðal annars á Húsafelli í fyrrasum- ar og á dvalarheimilum á suðvest- urhorni landsins. Ekki er vitað um upptök veirusýkingarinnar á Húsa- felli en kannaðir verða allir mögu- leikar. Óljós upptök veirusýkingar ♦♦♦ ♦♦♦ ÓTTAR Felix Hauksson hjá útgáfu- fyrirtækinu Sonet hefur samið um sölu og dreifingu á tónlist ítalska söngvarans Robertinos Loreti á Norðurlöndunum. Samið var til þriggja ára við EMI í Noregi og Sví- þjóð, CMC í Danmörku, sem er dótt- urfélag EMI, og Magnum Music í Finnlandi. Góðar líkur eru á að sömu aðilar geri svipaðan samning við Son- et í haust vegna nýjustu plötu ís- lenska tríósins Guitar Islancio. Óttar Felix segir plötu með Ro- bertino koma út á Norðurlöndunum í haust. Stór og merkur áfangi hafi náðst, bæði fyrir Sonet og einnig fyrir íslenska tónlistarmenn vegna tengsla við þetta markaðssvæði. Á síðustu ár- um hafi lítið verið um útrás íslenskra tónlistarmanna á Norðurlöndum, eða síðan á árum Mezzoforte hjá Steinari Berg, þáverandi hljómplötuútgef- anda. Óttar Felix segir að mjög vel verði að útgáfu á söngvum Robertinos staðið. Norðurlandabúar muni vel eftir honum, einkum þeir af eldri kyn- slóðinni. Hér á landi seldist platan með Robertino í um átta þúsund ein- tökum um síðustu jól. Að sögn Óttars er ekki fjarri lagi að áætla að 70 til 100 þúsund eintök seljist á Norður- landamarkaðnum. Vonast hann til að söngvarinn ítalski geri sér ferð til Ís- lands og annarra Norðurlanda næsta vetur. Robertino hafi nýlokið við að syngja í hljóðveri 40 lög með 120 manna hljómsveit og 200 manna kór. Nýjar plötur að koma út Í nógu er að snúast hjá Sonet þessa dagana. Að sögn Óttars er í næstu viku von á safnplötunni Sólargeislum með íslenskum flytjendum, m.a. Hljómum, Mannakorni og unga söngvaranum Friðriki Ómari. Þá er um næstu mánaðamót að koma út ný plata með Mannakorni, sú fyrsta í ein tíu ár með Magnúsi Eiríkssyni, Pálma Gunnarssyni, Ellen Kristjáns- dóttur og fleiri flytjendum. Semur um dreifingu á Norður- löndum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.